Vísir - 30.05.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 30.05.1980, Blaðsíða 8
Föstudagur 30. maí 1980. 8 Utgefandi: Reykjaorent h.f. Framkvæmdastióri: Oavló Guömundsson. ’ Ritstjórar: ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstiórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jonsson. Fréttastióri erlendra frétta: Guömundur G Pétursson. Blaöamenn: Axe' Ammenarup, Cr'ða Astvaldsdót+'r, Halldór Reynisson, IHugi Jokulsson, Jónína Mic^aelsdóttir- Kfs*’" Þorsteinsdóttir, NAagdalena Schram, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sæmundur Guðvinsson, bórunn J Hafstein. Blaöamaöur á Akureyri: Gfs!i Sigur- aeirsson. Iþróttir: Gvlf' Kristjánsson. Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Útlit og Hönnun.- Gunnar Trausti Guðbiörnsson og Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustióri: Dá!l Stefánsson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Ritstjórn: Síðumula '4 s'mi 86611 7 linur. Auglýsingar oa skrifstofur: Siðumuia 8 símar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakknolti 2-4 sími 86611 Askriftargiatd er kr. 4800 á manuöi innanlands og verö f lausasölu 240 krónur ein- takiö. Vlsirer prentaöur « B’aöaprenti h.f. Síöumula 14 Tvö nýleg lagmetismál 1 þessum leiöara eru gerö aö umtalsefni tvö lagmetismál, sem fjallaö hefur veriö um á fréttasiöum Visis aö undanförnu. Þau gefa framleiöslu- og söluaöilum I þessari iöngrein ekki góöan vitnisburö. Varla hefur nokkur ein grein iðnaðar landsmanna komist jafnmikið í sviðsljós fréttanna hér á landi síðustu misseri og lagmetisiðnaðurinn og í lang- flestum tilvikum vegna ýmissa leiðindamála, sem upp hafa komið í þessari grein. Því miður virðist sem menn sýni þessari viðkvæmu út- f lutningsgrein ekki nægilega alúð og alvöru, og hugsi ekki sem skyldi um, hve skaðlegt það get- ur verið fyrir markað okkar erlendis ef þar fer á markað vara, sem ekki uppfyllir ströng- ustu gæðakröfur. Nýjasta lagmetisvandamálið var á síðum Vísis í gær og fyrra- dag, en þar var um að ræða yfir- vofandi tjón af völdum efna- breytinga í nokkur hundruð tunn- um af saltsíld, með það fyrir augum að hráefnið yrði notað í gaffalbita á markað í Sovétríkj- unum. Athuganir eru nú gerðar á því hvort hægt sé að nota eitthvað af síldinni til áðurnefndrar fram- leiðslu. Gerill, sem veldur skemmdunum, hefur fundist í 600 tunnum af síld, og er talið hugsanlegt að hann sé í einum 4000 tunnum til viðbótar. Þarna gæti því verið um stórtjón að ræða. Ástæðan fyrir því að svo er komið er talin sú, að í stað þess að notaðar voru nýjar og full- komnar tunnur undir síldina höfðu verið notaðar við söltunina gamlar notaðar tunnur, sem fengust á lágu verði. Þannig gæti þessi sparnaður á eyrinum orðið til þess að menn hefðu verið að fleygja krónunni, eins og svo oft villverða. Annað lagmetismál hef ur verið á síðum Vísis undanfarnar vikur og þótt rúmir tveir mánuðir séu síðan opinberir aðilar lýstu yfir að þar hefði verið um skýlaust reglugerðarbrot að ræða virðist sem málið hafi sofnað í kerfinu. Þar var um að ræða flutning á lagmeti úr landi án tilskilinná vottorða og útf lutningspappíra. ( Ijós kom, er varan var komin á hafnarbakka í Danmörku, að engin sýnishorn höfðu verið send af henni til Rannsóknárstofn- unar f iskiðnaðarins, til að athuga, hvort hún væri hæf til út- flutnings. Aftur á móti hefur verið upp- lýst að Framleiðsluef tirlit sjávarafurða hafi verið búið að dæma hráefni, sem notað var til framleiðslunnar, ónothæft áður en farið var að leggja síldina niður í dósir. Nú undanfarið hefur sá íslenski aðili, sem stóð fyrir söl- unni til Danmerkur verið að reyna að fá íslenskt útflutnings- vottorð hjá rannsóknarstofnun- um hér á landi út á danska papp- íra, sem hann er með upp á vas- ann, þess efnis að varan sé fyrsta flokks nú, þegar hún er komin til Danmerkur. ( Fréttaauka um þetta mál hér í Vísi nýlega kom fram, að ský- laus reglugerðarákvæði eru um að lagmeti, sem flutt er úr landi „skal fylgja vottorð frá Rann- sóknarstof nun f iskiðnaðarins um að varan sé góð og heilnæm og hafi tilskilið geymsluþol." Rannsóknarstofnunin vakti athygli viðskiptaráðuneytisins á að þessi reglugerðarákvæði hefðu verið brotin 7. mars síðast- liðinn. 26. mars staðfesti ráðu- neytið við Vísi að um brot hefði verið að ræða. 1. apríl kvaðst ráðuneytið vera að athuga, hvort ástæða væri til kæru í málinu. 29. apríl er lítil hreyfing sögð á mál- inu og 8. maí vill talsmaður ráðu- neytisins ekkert um málið segja „í bili". Brátt eru þrír mánuðir frá því að athygli ráðuneytisins var vakin á þessum lagmetisútf lutn- ingi framhjá eftirlitskerfinu og verður forvitnilegt að sjá, hvort slíkt verður látið viðgangast óá- talið. Ef sú verður raunin á er hættviðað lítið rofi til í lagmetis- málunum á næstunni. j ‘ ÁTHIÍGASÉMD VEGÍÍfl SflMflNÍÉKTaY‘ S UM FJÁRVEITINGAR TIL HÖFUNDA Reykjavlk um hvltasunnu 1980 Ritstjórnarfulltriii Elfas Snæiand Jónsson — Dagbl. VISIR. Þriöjudag 30. mai, miöviku- dag 21. maí og föstudag 23. mal er miklu plássi I blaöi yöar variö undir könnun yöar á tekjum islenskra rithöfunda. Tvo fyrri dagana er þetta efni dregiö út meö heimstyrjaldarletri á forsíöu. Þaö leynir sér ekki aö þér eruö hneykslaöir á því aö rlkis- sjööur skuli greiöa þeim rösk- lega 30 höfundum sem nú bera upp framleiöslu Islenskra bók- mennta sem svarar hálfsárs launum menntaskólakennara. Og bersýnillega ætliö þér aö miöla lesendunum þessari hneykslun yöar, því þér getiö þess hvergi I „niöurstööum” yöar aö greiöslur þessar eru hverfandi lltill hluti af tekjum sama rlkissjóös af verkum þessara sömu höfunda. Svo ekki sé talaö um þá einföldu staö- reynd aö söluskattstekjur rlkis sjóös af innlendri bókagerö hafa vaxiö fyrir tilstilli Launasjóös rithöfunda. Þaö er semsé ekki nóg meö aö áhugi yöar á bókmenntum ein- skoröist viö peningamál höfund- anna, heldur einskoröast hann viö þaö aö sýna framá kostn- aöarhliö rlkisins af þessu fólki. Yöur kemur ekki tekjuhliö málsins viö. Má ég benda yöur á einfalt dæmi. Röskum mánuöi áöur en þér birtuö þessar „niöurstööur” sáralitlar. Enda er þaö víst einn af hornsteinum lýöræöisins. Þaö er þvl nokkuö augljóst mál aö niöurgreiöslur rfkissjóös vegna þeirra þriggja tölublaöa sem birtu „niöurstöður” yöar og slógu „kostnaöinum” viö mig og aöra rithöfunda landsins upp meö heimstyrjaldarletri á forsíöu hafa einnig veriö nálægt 15 mánaöarlaunum mennta- skólakennara. Ég er ekki aö biöja VIsi um heiöarlegan málflutning, ég er heldur ekki aö biöja VIsi um neinslags fréttaflutning né umfjöllum verka minna né annara. Ég er ekki aö ætlast til neinna yfimáttúrlegra hluta. Ég er aöeins aö benda á þaö sem óhrekjanleg staöreynd — aö þegar skyldan kallar blaöa- manninn Ellas Snæland Jónsson til áróöursstarfa i þágu menn- ingarhaturs blaöeigendanna þá er fremur óskynsamlegt aö honum aö velja einmitt þá leið aö birta mynd af „snikju- dýrinu” Þorgeiri Þorgeirssyni. Ekki vegna þess að ógerlegt sé aö rægja þann mann. Til þess þarf varla nema lágmarksskyn- semi. En það er valinn rangur timi fyrir þessa aöferöina úrþvl svo ber viö aö einmitt sömu daga eru handarverk „snlkju- dýrsins” aö borga óheyrilegan kostnaöinn af rógherferöinni. Þvl kannski fer söluskattur- inn af bökunum mlnum einmitt I niöurgreiöslurnar á blaöi yöar. Og hrekkur þá rétt fyrir þessum þrem tölublööum. Nei, kæri Ellas, skltverk þarf Hka aö yöar — föstudaginn 18. april komu út eftir mig 3 bækur. Tekjur rlkissjóðs af þessum bókum veröa nálægt 15 mánaöarlaunum menntaskóla- kennara. Blaö yöur hefur enn ekki séð ástæðu til aö segja frá útkomu þessara bóka né skrifa umsagnir um þær, svo ekki sé talaö um forslöufréttir — sem enginn náttúrlega er aö heimta. En hálfsárs laun min úr ríkis- sjóöi eru forsiöufrétt. Ekki geri ég þá vitsmunalegu eöa mórölsku kröfu til yöar aö þér vandiö betur störfin eöa grundiö betur hugarfariö. Þaö er ekki I mlnum verkahring. Þó vil ég mega benda yöur á þaö aö pen- ingalegar skyldur hafiö þér lika viö rlkissjóö. Og þaö ættuö þér aö skilja. Sé þaö rétt aö blaö yöar, Visir, komi Ut 120 þúsund eintökum þá nemur sú niöurgreiösla sem rlkiö veitir blaöinu I formi sölu- skattstilslökunar á veröi þess, söluskattstilslökunar á auglýs- ingaþjónustu og beinum blaöa- styrk ekki undir tveim miljönum á dag. Tekjur rlkisins af blaöinu eru á hinn bóginn ....greiöslur þessar eru hverfandi lftill hluti af tekjum sama rlkis- sjóös af verkum þessara sömu höfunda....” neöanmóls Þorgeir Þorgeirsson, rithöfundur fjallar hér um tekjur rithöfunda i til- efni af samantekt Vísis á þeim málum á dögunum. Skrif Þorgeirs eru i formi sendibréfs til Elíasar Snælands Jónssonar, rit- stjórafulltrúa, sem vann yfirlitið um opinberar fjárveitingar til rithöf- unda i landinu síðustu fimm árin vanda. Annars veröa þau bara misheppnuö skitverk. Meö bestu kveöjum og ósk um farsæl störf I framtlöinni. Biö aö heilsa önnu. Þorgeir Þorgeirsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.