Vísir - 30.05.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 30.05.1980, Blaðsíða 13
VÍSIR Föstudagur 30. mal 1980. 12 KÉglg' Föstudagur 30. mal 1980. í Fjárborg eru einnig margir hestaeigendur. „Þessi tvö fæddust I morgun og eru hin sprækustu”, saghi Þórir Valdimarsson. Lambiö lltur veröldina I fyrsta skipti og þaö er ekki meira en svo aö þvi litist á þaö sem viö blasir. „Borgin myndi missa mikiö ef sauöfjárhald yröi bannaö”, segir Sveinn Valdimarsson. „Hér uni ég mér vel. Þaö fylgir mikil streita starfi mlnu á Borgarspitalanum, en þegar ég er búinn aö vera hér I 2 tima, er ég oröinn afþreyttur. Þegar barnabörnin koma meö mér hingaö er ég fullkomlega hamingjusamur”, sagöi Ingi- mundur. „Ég held aö þaö sé varla til sú manngerö, sem ekki hefur gaman af þessu stússi”, sagöi „Ef barnabörnin væru hér llka væri ég fullkomlega ánægöur”, sagöi Ingimundur Gestsson. Viö eitt húsiö voru Ingi- mundur Gestsson og Höröur Vilhjálmsson. Þeir voru að koma meö hey, sem Ingimund- ur átti I ölfusinu. „Ég er búinn aö vera fjáreig- andi i Reykjavik I 63 ár”, sagöi Ingimundur. „Þó er ég ekki nema 64 ára gamall. Ég var ekki nema árs gamall þegar mér var gefiö lamb, aö þvi mér er sagt”. —Ert þú lika fjáreigandi?, spuröum viö Hörö. „Ekki lengur. Mitt fé féll allt fyrir SS-foringjanum I Grafar- holti!” Ingimundur Gestsson og Höröur Vilhjálmsson aö flytja hey inn I fjárhús Ingimundar. Börnin kunna vel aö meta nýfæddu lömbin. Hrefna heldur á þvi, Agúst var hálf smeykur viö þaö — forvitinn þó. ???? „Þeir voru með einhverja riöuveiki-móöursýki hjá Rann- sóknarstofnun iandbúnaöarins og mitt fé var skoriö niöur. En ég á þó ennþá nokkur hross”. Ingimundur sagöist hafa átt skúr I Fjárborginni frá þvi hún var skipulögö. Hann ætti nú 40 kindur og I vor heföu 29 lömb bæst viö. „ÞETTA ER SJALFT LÍFffi RABBAD VIB TÚMSTUNDABÆNDUR f FJARBORG stundabændurnir af höfuðborgarsvæðinu og sinna eftirlætisiðju sinni fjárrækt. Staðurinn heitir Fjárborg. Þar eru einir 32 skúrar, sem flestir voru reistir fyrir tiu árum, þegar svæðið var skipulagt eftir að svipað svæði í Blesugrófinni var rutt. 1 Fjárborg var burði að ljúka þegar Visismenn bar að garði i vikunni og voru fjáreigendur að lita eftir skepnunum og gefa þeim. Yngstu lömbin voru enn óstöðug á fótunum og leituðu ákaft að spenum mæðra sinna. önnur voru að taka sin fyrstu spor úti j guðsgrænni nátturunni — skoðuðu hinn grimma heim i fyrsta sinn. Þau eru fljót aö tileinka sér plastmenninguna, litlu skinnin. Vlsismynd: GVA Sveinn Valdimarsson, sem var ásamt Þóri, bróöur sinum, aö gefa fénu. „Það er pabbi sem á kofann og kindurnar, en viö höfum séö um féö fyrir hann. Ég var i sveit sem barn og var þá aldrei spenntur fyrir kindunum, en þaö hefur sannarlega breyst meö aldrinum. Þetta er sjálft lifiö — hér kemst maöur i beina snertingu viö náttúruna, og það veitir manni meiri gleöi og ánægju en margur gerir sér grein fyrir. Aö koma hingaö er mikill léttir I þjóöfélagi, þar sem allir eru I stööugu kapphlaupi. Þá er gott fyrir börnin aö koma hingaö. Kaupstaöabörn fara svo mikils á mis þegar þau umgangast ekki húsdýrin, og veröa mörg börn dauöhrædd, þegar þau sjá skepnurnar.” Þórir sagði, aö þaö væri tölu- vert bindandi aö vera meö kindur. Þaö þyrfti alltaf aö gefa þeim einu sinni á dag á veturna. „Og þegar sauöburöurinn stendur yfir þurfum viö aö koma oft á dag. Yfirleitt kem ég hingað um hálf sex leytið á morgnana til aö lita eftir, aftur i hádeginu. Þá kem ég til að gefa og hiröa um fimm leytiö á dag- inn og svo enn klukkan tiu eða tólf á kvöldin. Þaö er nauösyn- legt aö hafa gott eftirlit meöan á buröi stendur”. Þeir bræöur sögöust sleppa kindunum viö Kolviöarhól og myndu sennilega gera þaö i júnibyrjun, ef tiöarfar yrði gott. „Borgaryfirvöld hafa ekki, veriö hrifin af sauðfjárhaldi á höfuöborgarsvæöinu undanfarin ár”, sagöi Sveinn, „ en borgin myndi missa mikiö, ef þaö yröi bannaö”. —ATA ■ Texti: Axel Ammendrup Myndir: Gunnar V. Andrésson 17 !!§|if ÉÉ! ÍIÉ Eg ,,fíladi” mig aldrei á Alþingi — segir Jónas Árnason i Helgarblaðsvidtali Orlög Reynistaöar- bræöra enn ráögáta — stuttlega sagt frá hvarfi þeirra fyrir 200 árum 2000 km langur blóðferill » ...........••••:...... Gamli kirkjugaröur- inn viö Suöurgötu ' ,,borg hinna dauðu” ■ j iiiáÍÉÍÍitiÍÍÍiaiÍiiiÍiiaiÍÍÉÍM ■■■ ■■■ •••••••••••• • •• Annað efni er á sínum stað: Fréttaljósið, Fréttagetraunin Líf og list um helgina, Gagn- l augað, Sandkassinn m _ 9 .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.