Vísir - 30.05.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 30.05.1980, Blaðsíða 14
VISIR Föstudagur 30. mal 1980. Rétt tjóð 09 röng Valgeröur Einarsdóttir hringdi: „Þegar Gunnar Thoroddsen var á beinni linu VIsis 29. febrú- ar s.l. voru honum sendar visur eftir skáldkonuna Jóhönnu ólafsdóttur frá Isafiröi. Hins vegar var ekki alveg rétt með þær farið svo aö mig langar að koma þeim á framfæri eins og þær eru réttar:” Alsjáandi eigðu augnablikin dýr. Falskur funalogi fyrir degi flýr Verndaðu viðkvæman gróöur i betra riki á jörð. Skinandi sól I hjarta stattu um hana vörö. Hver vill eignast pennavin í Danmörku? Visi barst eftirfarandi bréf frá Danmörku: Ég er sextán ára gömul dönsk stúlka og langar mikiö til að skrifast á viö stráka eöa stelpur á aldrinum 13-18 ára. Ég skrifa bæði dönsku og ensku og ef einhver hefur áhuga á þessu er heimilisfangiö mitt: Susanne Jensen Növlingvej 175, Növling 9260 Gistrup Danmark. Traustur fylgismaður virks iVOræðis Þórir Danielsson- framkvæmdastjóri Verkamannasambands íslands skrifar: t umræðum um forseta- kosningarnar ræða menn vitt og breitt um það, hver sé hæfastur til þess að gegna forsetaemb- ættinu. Að minu mati er valið auövelt. Ég mun kjósa Guðlaug Þorvaldsson vegna þess að hon- um treysti ég best til þess að gegna embætti forseta Islands á þann hátt sem þjóöinni verður fyrir bestu. Guðlaugi kynntist ég fyrst, þegar viö vorum báöir skóla- sveinar i Menntaskólanum á Akureyri. Þá strax voru áber- andi i fari hans þeir eiginleikar sem ég held aö forseta Islands megi best prýöa: Drengskapur og sáttfýsi, samfara glöggum skilningi á hver séu meginatriði mála og hver minni háttar. Þessir eiginleikar hafa að sjálf- sögðu orðið dýpri og traustari með aldri og lifsreynslu. Siðar lágu svo leiðir okkar Guölaugs saman er hann fór aö taka virkan þátt i sáttastörfum i vinnudeilum. Ber öllum saman um að I þeim störfum hafi hann reynst frábærlega farsæll og til- lögu^óður og hafi notið fullkom- ins trausts allra aöila. Það var þvi á sinum tima fagnaðarefni er hann varð eftirmaður hins mikilhæfa sáttasemjara, Torfa Hjartarsonar og hugsuðu allir aðilar gott til að geta notið hans leiösagnar viö lausn erfiðra vinnudeilna. Þegar þetta er at- hugaö er eigi undarlegt, þó að Guðlaugur hafi verið hvattur til að gefa kost á sér til kjörs for- seta Islands, þar sem sú þekk- ing og reynsla sem fjölbreytt störf hans hafa veitt honum, hljóta að vera mjög gott vega- nesti. Guðlaugur hafði hug á þvi sem sáttasemjari að kynnast atvinnuvegum þjóðarinnar sem allra best og forystumönnum á þvi sviði, jafnt atvinnurekend- um sem launþegum. Hann vildi finna æðaslög þjóðlifsins, svo sem frekast væri hægt. Guðlaugur Þorvaldsson er einhver traustasti fylgismaður virks lýðræðis, sem ég þekki og gerir sér mjög góða grein fyrir kostum þess og vanköntum. Það er eitt nauðsynlegasta vega- nesti forseta Islands. Frá minum bæjardyrum séð, er það kostur fyrir forseta Is- lands að hafa ekki tekið virkan þátt i stjórnmálastarfi á flokks- grundvelli. Það auðveldar hon- um að taka ákvarðanir hlutlæg- ar þegar mest riður á, t.d. við erfiðar stjórnarmyndanir og hann verður miklu siður sakað- ur um hlutdrægni. Fáum mun blandast hugur um að núverandi forseti Is- lands, dr. Kristján Eldjárn hafi i engu brugöist þeim vonum, sem viö hann voru tengdar, þeg- ar hann var kosinn á sinum tima. Það er sannfæring min, að af þeim ágætismönnum sem nú eru i kjöri, muni Guölaugur Þorvaldsson best skipa sæti hans. Þórir Danielsson Ekkert hægt að gera síðan Guðmundur J. tór á bing Gísli Jóhannsson, Leifsgötu 5, hringdi: „Ég hef unnið á sumrin hjá Eimskipafélagi Islands alveg frá þvi 1950, en nú I vor brá svo við aö mér var neitað um vinnu. Mér skilst aö nú eigi aö spara hjá fyrirtækinu og er jafnvel farið að segja upp mönnum sem hafa unniö þarna I áratugi. Mér fyndist nú nær að spara með þvi að fækka verkstjórum eitthvað, en þeir eru allt upp I fimm á hverja fjóra verkamenn. Mér finnst lika að verkalýðs- hreyfingin sé orðin heldur bág- borin þegar trúnaöarmaður Dagsbrúnar fæst ekki til aö sinna þessu. Þaö er eins og ekk- ert sé hægt að gera i þessum málum eftir að við misstum Guömund J. Guðmundsson inn á þing”. Pétur er langhæfasti frambjóðandinn að sögn bréfritara. Ekkert hægt að gera siðan Jakinn fór á þing? Mig langar til þess að lýsa þeirri skoöun minni, i tengslum við forsetakosningarnar, að Pétur J. Thorsteinsson er tvi- mælalaust langhæfasti fram- bjóðandinn. Hann er eini frambjóðandinn, sem hefur gegnt störfum, sem likja má aö verulegu leyti við hluta af störfum forsetans, hann hefur um árabil verið æðsti maöur landsins á erlendum vettvangi, þar sem hann hefur verið i nánum tengslum við rikisstjórnir og embættismenn annarra þjóða, auk þess sem hann hefur að sjálfsögðu einnig verið i daglegum tengslum við Island og Islenska þjóð. Pétur J. Thorsteinsson hefur um árabil tekið viðtækan þátt i stjórnsýslu þessa lands, hann gjörþekkir Islensku stjórnar- skrána, hann er allra manna kunnugastur atvinnumálum þjóðarinnar, er viðurkenndur listunnandi, mikils metinn inn- an lands og utan fyrir sérstaka háttvisi, prúðmennsku og drengskap. Pétur J. Thorsteinsson ber af | öðrum frambjóðendum vegna ■ viðtækrar þekkingar sinnar á | mönnum og málefnum. Auðvit- m aö hafa aliir frambjóðendur Íi eitthvað til sins ágætis, um það ■ efast enginn. En Pétur stendur ■ þeim öllum feti framar, enda er ■ það almannarómur, að hann sé ■ þeirra langhæfastur til að gegna ■ embætti forseta Islands. Það * sem hefur háð honum til þessa i I sambandi við kosningabarátt- 1 una sjálfa er einkum það, að I hann hefur unnið sin störf i J kyrrþey, andstætt öðrum fram- f bjóðendum, og hefur þvi ekki verið eins mikið i sviðsljósinu. | Staðreyndin er hins vegar sú _ að minu mati, og er ég ekki einn J um þá skoðun, það hefur komið ú glöggt I ljós siöustu daga , að | straumurinn liggur til Péturs. _ Að öörum frambjóðendum 9 ólöstuðum þá ber þjóðin von- m andi gæfu tii þess að fá þennan II mikilhæfa sómamann sem a næsta forseta sinn. J Sigurbjörn H.Sigurbjarnarson ■ Kjarrhólma 8 ■ .Straumurinn liggur tll Péturs Thorst.' sandkofn Lúðvfk í bobða Það er ekki oft sem Lúövik Jósepsson hefur farið halioka i sjónvarpsumræðum, en I fyrrakvöld brást honum boga- listin. Lúðvik fór I hringi þeg- ar kjaramálin voru til umræðu og ákveðni spyrjenda varð honum að falli. Lúðvik taldi sem sagt að ekki væri hægt að veita al- mennar grunnkaupshækkanir við núverandi aðstæður I þjóð- félaginu, en hins vegar sagði hann Alþýðubandalagið styðja ákveðiö kauphækkunarkröfur iaunþegasamtakanna. Út- koman verður þvi sú að AI- þýðubandalagið taki undir kröfur BSEB um ailt að 40% grunnkaupshækkun, en telji samt sem áður að ekki sé hægt að veita neinar hækkanir. Hver skilur svona málflutn- ing? Ekki tók betra við þegar Lúðvik fullyrti að samningarnir væru komnir I gildi, en varð siðan að játa að veruleg kaupmáttarrýrnun hefði átt sér staö. Halldór slefnir hærra í Sandkorni I gær var greint frá nýju starfi Halldórs E. Sigurðssonar i Búnaöar- bankanum og getum aö þvi leitt að hann væri að biöa eftir að taka við útibúi bankans i Mosfellssveit. Nú höfum viö frétt að Hall- dór sé orðinn afhuga Mosfells- sveitinni og stefni hærra, eöa I bankastjórastól i hinum sam- einaða Búnaðarbanka og Út- vegsbanka, en Tómas Arna- son stefnir ákveðið að þessari sameiningu. 1 hinum sameinaða banka verða nýir bankastjórar aö þvi er talið er. Forystumenn land- búnaðarins leggja áherslu á að traustur maður fái þar eina af aðalbankastjórastööunum til þess að hagsmunir bænda verði ekki fyrir borð bornir og sjávarútvegurinn hirði allt. Halldór E. Sigurðsson þykir kjörinn i embættið og varla hefurhann mikiðá móti þvi að taka við þvi. Auk þess fá bankastjórar góð eftirlaun þegar þeir hætta og yrðu þau góð viðbót við eftirlaun Hall- dórs frá Alþingi. „Vltleysan” samhykkt Enn um Lúövik Jósepsson. Hann sagði I fyrrnefndum sjónvarpsþætti I fyrrakvöld að vaxtahækkun nú væri tóm vit- leysa. 1 Þjóöviljanum I gær er fréttá forslöu sem byrjar svo: „Seðlabankinn hefur gert tiilögu til rikisstjórnarinnar um 4% vaxtahækkun nú 1. júni. Talið er að rlkisstjórnin muni fallast á þessa hækkun og veröur þvl vaxtahækkun samfara 11,7% kauphækkun 1. næsta mánaöar.” Ráðherrar Alþýðubanda- lagsins ætla þvi að fallast á þessa „vitleysu” sem for- maðurinn kallar svo. Verra er hins vegar aö jafnvel Þjóðvilj- inn skuli vera farinn að kalla verðbætur á laun kauphækk- un.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.