Vísir - 30.05.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 30.05.1980, Blaðsíða 24
Föstudagur 30. maí 1980 síminner86611 Spásvæöi Veðurstofu tsiands eru þessi: 1. Suðurland — Suövesturmið. 2. Faxaflói — Faxaflóamið. 3. Breiðafjörður — Breiöafjarð- armið. 4. Vestfirðir — Vest- fjarða'mið. 5. Strandir og Norðurland vestra — Norð- vesturmið. 6. Norðurland eystra — Norðausturmið. 7. Austurland að Glettingi — Austurmiö. 8. Austfirðir — Austfjarðamið. 9. Suðaustur- land — Suðausturmið. veðurspá dagsins Við austurströnd Grænlands er minnkandi hæðarhryggur en um 1000 km suöur i hafi er viðáttumikiö lægöarsvæöi sem þokast austur. Fremur svalt veröur áfram, einkum norö- anlands og austan. Suöurland: NA-gola, skýjaö meö köflum og sums staöar dálitil súld en rigning viö ströndina og á miðum. Faxaflói og Breiöafjöröur: A og NA-gola eöa kaldi, viöa bjart veöur. Vestfiröir: Hæg austlæg átt, léttskýjað aö mestu. Noröurland vestra: A og NA- gola, léttskýjaö til landsins en skýjaö á miöum og annesjum. Noröurland eystra og Austur- land: NA-gola, skýjaö aö mestu og sums staðar él á an- nesjum. Austfiröir: N og NA-gola eöa kaldi, skýjaö. Suöausturland: A og NA-gola eöa kaldi, skýjaö og dálitil súld eöa rigning meö köflum. VeOrlö hér 09 Þar Klukkan sex I morgun: Akureyriléttskýjaö 2, Bergen súld 11, Helsinkihálfskýjaö 17, Kaupmannahöfnþoka 11, Osló rigning 11, Reykjavik skýjaö 6, Stokkhólmur hálfskýjaö 14, Þórshöfn léttskýjaö 6. Klukkan átján i gær: Aþena skýjaö 21, Berlin mist- ur 18, Frankfurt þrumur 17, Nuukskýjaö 2, Londonskýjaö 15, Luxemburgskýjað 11, Las Palmas léttskýjaö 21, New York léttskýjaö 21, Paris þrumur 12, Róm skýjaö 17, Malaga skýjaö 24, Vin létt- skýjaö 19, Winnipeg hálfskýj- aö 23. Lokl seglr Þá hafa stjórnvöld hækkaö vexti enn einu sinni fáeinum dögum eftir aö formaöur Al- þýöubandalagsins lýsti þvi yfir opinberlega, aö hann væri á móti vaxtahækkun. Eru strákarnir hans Lúöviks alveg hættir aö hlýöa gamla mann- inum? Jón Þórðarson, múrarameistari á fsafirði: KAUPIR STEYPUSTÖB SEM BREIÐHOLT ÁTTI ,,Þaö er ekki fjarri þvi aö þetta sé rétt og ástæöan fyrir þvi að viö förum út i þetta er einfaldlega súaö viö teljum þaö fjárhagsiega hagkvæmt”, sagöi Jón Þóröarson, múrarameistari á ísafiröi, i samtali viö Visi i morgun. Jón hefur, ásamt nokkrum aðilum hér i Reykjavik, fest kaup á steypustöö þeirri, sem áöur var í eigu Breiðholts hf. og erstaösetti Fifuhvammi i Kópa- vogi. Jón sagöist vera viss umaö markaöurinn á höfuðborgar- svæðinu þyldi eina steypustöö til viöbótar þeim tveimur, sem fyrir eru, og tók sérstaklega fram, aö staösetning stöövar- innar væri ákjósanleg, þar sem hún stæöi svo nærri Fifu- hvammslandinu, sem væri næsta byggingarsvæði af um- talsveröri stæröargráöu. Að öðru leyti vildi Jón sem minnst tjá sig um málið á þessu stigi, en kvaö þaö mundu skýrast i smáatriöum I næstu viku. Samkvæmt heimildum Visis hafa samstarfsaöilar Jóns Þóröarsonar hér I Reykjavik, látiö aö sér kveöa áöur á hús- byggingamarkaðinum. —P.M. Sjö sóttu um Akureyri Sjösóttu um embætti bæjarfógeta á Akureyri og sýslu- maöur Patreksfiröi, Sigurberg manns Eyjaf jarðarsýslu, en umsóknarf restur rann út á dögunum. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk hjá Baldri Möller ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins í morgun eru umsækjendur þessir: Andrés Valdimarsson, sýslu- maöur Stykkishólmi, Elias Elias- son, bæjarfógeti Siglufirði, Freyr Ófeigsson, héraösdómari Akur- eyri, Gunnar Sólnes hrl., Akur- eyri, Jóhannes Árnason, sýslu- Guöjónsson, fulltrúi Kópavogi og Siguröur Gizurarson, sýslumaður á Húsavik. Staöan veröur veitt I næstu viku, og er búist viö aö sá sem hana hreppir taki viö embættinu um miöjan ágúst. —SG fri i morgun og verður ekki aftur á öldum l.jósvakans fvrr en með haustdögum. Að lokinni útsendingu á 335. þættinum skáluðu umsjónarmenn þátt- arins i morgun við gesti þáttarins og starfsmenn útvarps- ins. Visismvnd: JA „Þakka löndum mínum aiia elskusemi við okkur hjón” sagðl dr. Krlstján Eldjárn torsetl ísiands I síðasla Ulnglausnaávarpi slnu „Þegar ég lit yfir farinn veg, finn ég þaö glöggt, aö ég á margt aö þakka. Ég er forsjóninni þakk- látur fyrir aö geta skilist viö em- bætti forseta tslands I friöi viö samvisku min sjálfs. Ég þakka löndum minum fyrir alla elsku- semi viö okkur hjón, og alveg sér- staklega þeim mönnum, sem ver- iö hafa mér hollráöir I vanda.” Þannig fórust dr. Kristjáni Eld- járn, forseta tslands, orö viö jþinglausnir á Alþingi i gær, er hann flutti þar þinglausnarávarp i siöasta sinn sem þjóöhöföingi íslands. Auk kveöjuoröa til þingmanna og þjóöarinnar ræddi forseti i ávarpi sinu um forsetaembættiö og þá ábyrgö, sem forseti tekst á hendur og sagöi I framhaldi af þvi meöal annars: „Hér er ekki staður né stund til aö fjölyrða um embætti forseta tslands, hvorki almennt né hvernig þaö blasir viö, þegar litiö eryfir þessi siöastliönu tólf ár. Ég hygg þó, að hvort tveggja sé nokkuö til umræöu manna á meö- al einmitt nú, og þaö ekki ein- göngu vegna þess, að forseta- kosningarnar eru á næsta leiti. Slik umræöa er ekki nema eölileg, Forseti tsiands, dr. Kristján Eld- járn, lætur nú i sumar af embætti forseta eftir 12 ár. hún er eins og hvert annaö lifs- mark I lýöræöisriki. Ef til vill er hvatihennar nú aö einhverju leyti sú spurning, hversu til hefur tek- ist um aðdraganda og framvindu þeirra tiltölulega mörgu stjórnar- myndunarviöræðna, sem oröiö hafa i minni tiö. Vafasöm háttvisi væri þa.ö af minni hálfu að fara mörgum oröum um sllkt. Vel fer á aö forseti sé opinskátt þakklát- ur fyrir viöurkenningarorö, ef eitthvaö þykir hafa fariö vel úr hendi, en hins vegar þegi hann þunnu hljóði, ef á kreik kemst einhver slæöingur, sem til gagn- rýni má meta.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.