Vísir - 31.05.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 31.05.1980, Blaðsíða 3
3 VÍSIR Laugardagur 31. mai 1980. I>etta er einkagrafreitur Briem-ættarinnar, vandlega afmarkaftur innan limgerðis. Þarna liggja tæplega 40 ættmenn saman. Þessi legsteinn er einn sá óvenjulegasti f öllum garöinum. Undir rúna- letrinu hvilir Sigurður Vigfússon. miklir hnullungar úr fjörunni verið hvaö vinsælastir, stundum nákvæmlega ferhyrndir legstein- ar úr steinsteypu, stundum járn- plötur festar á steina eða krossa. Og sumir hafa yfir sér styttur af englurn eða dúfum og á einstaka stað eru heil skúlptúrverk höfð að legsteini. Sá siöur sem vlða er út- breiddur, aö setja myndir við- komandi á leiði þeirra, virðist sjaldan hafa verið mjög vinsæll hér en þess eru þó dæmi, oftast lágmyndir en á að minnsta kosti einum stað hefur ljósmynd af hin- um dauöa verið felld inn i leg- stein, llkt og svo mjög er iðkaö I Suðurlöndum. 9000 lík? Það var 23. nóvember 1838 sem fyrsta útförin fór fram I gamla kirkjugarðinum, sem þá var auð- vitaö nýr. Einsog menn vita stóð elsti kirkjugarður Reykjavlkur þar sem nú er planiö við hús Pósts og sima og munu menn hafa veigraö sér við aö láta jarðsetja I hinum nýja við Suðurgötu. Það var svo ein virðuleg frú, Guðrún Oddsdóttir frú Sveinbjörnsson dómara, sem reið á vaðið. Yfir legstað hennar er firnamikill járnkross og er þar minnst þess- ara tlmamóta: ,,Á garði þessum grafin fyrst allra, 23. nóvember 1838. Matth. V. 8.” og geta þeir sem vilja flett uppá ritningarstað dómarafrúarinnar. Það var svo 1932 sem nýjasti kirkjugarðurinn, við Fossvog var tekinn I notkun og fór jarðarför- um þá smátt og smátt að fækka I gamla garöinum. Enn eru þó 40- 50 manns jarðaöir við Suðurgötu á hverju ári. Spjaldskrá fyrir kirkjugarðinn var lengi I megnasta ólestri og höfðu menn enga hugmynd um hversu margir væru þar undir moldu. Þó er ljóst að á árunum 1932-73 voru þar jarðsettir 4022 og segja fróðir menn að liklegt megi telja að alls séu þar grafnir helmingi fleiri, varlega áætlaö. 8- 9000 Islendingar hafa þvi boriö beinin I þessari „Nekropolis”. Deyja þeir ungir sem guðirnir elska...? KANADA Enn eru örfá sæti laus í leiguflugsferðir á íslendingaslóðir í Kanada. Winnipcg 30. júli - 20. ágúst Vancouver 1. júli - 22. júli Kalifornia 1.-22. júlí Rútuferð frá Vancouver suður með vesturströndinni. Ein- staklega glæsileg ferð með viðkomu í fjölda stórborga s.s. Las Vegas, Los Angeles, Holly- wood ofl. ofl. Einnig komið í hið víðfræga Disney-land, en ferðinni lýkur með flugi til Vancouver og þaðan heim. Sætaframboð takmarkað. Hawaii 1. - 22. júli Ævintýraeyjan Hawaii býðst íslendingum nú í fyrsta sinn í skipulagðri hópferð. Tveggja vikna gisting á Hawaii og 1 vika í Vancouver. Konfekt- molinn í sumardagskrá Sam- vinnuferða-Landsýnar. Takmarkaður fjöldi farþega og því um að gera að panta strax. Alltaf eitthvað nýtt og spennandi Samvinnuferóir-Landsýn AUSTURSTRÆT112 - SÍMAR 27077 & 28899 HÚSGÖGN —GJAFAVÖRUR Meöal annars: Stakir stólar, smábord, símastólar, VERSLUNIN vínvagnar, kistur, onixbord, stittur, SÍMI24118

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.