Vísir - 31.05.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 31.05.1980, Blaðsíða 5
5 200 ár frá ferdinni yfir Kjöí Beinahóll, en þar fannst tjald leiðangursins. Einnig kallað Llkaborg. ið þau til að dylja verksummerki. Það er raunar óljóst hversu mikið fé þeir Staðarmenn höföu með- ferðis en tæpast getur það hafa verið mikið vegna þess að þeir hafa væntanlega verið búnir að eyða mestum hluta þess til fjár- kaupanna. Töldu þvi sumir að þeir hefðu falið líkin eingöngu til að skaprauna Reynistaðarhjón- unum en eins og áður var frá greint voru þau fráleitt vinsæl. Höfðað var mál gegn Jóni, Sig- urði og Birni Illugasyni og stóð það i mörg ár og vakti mikla at- hygli. Gengu brigslyrði og dylgj- ur á vixl og fengu Reynistaðar- hjón m.a.s. galdramann af Kjal- arnesi til að freista þess að upp- lýsa máliö. Allt kom fyrir ekki. Ekki tókst að sanna likráns- áburðinn á þremenningana og lauk málinu þar með. Likránsákæran og málarekst- urinn vegna hennar þótti mikið mál á sinum tima og þykir jafnvel enn, getur vakiö heitar deilur og illvlgar hvenær sem afkomendur málsaðila eigast við. Er það skilj- anlegt þar sem um mjög alvar- lega ásökun var að ræða. Hversu mörg voru líkin? Erfitt er að meta réttmæti ákærunnar en ljóst að sannanir gegn þremenningunum voru fáar sem engar. Auk likanna sem áttu að hafa horfið var týnt til að för eftir kindur hefðu fundist i flagi nálægt tjaldi Staðarmanna en þeir Jón á Reykjum höfðu verið i fjárrekstri norður þegar þeir áttu að hafa rænt líkunum. ómögulegt var hins vegar að segja til um það hvort þau væru nýleg eður ei, enda kváðust þeir hafa farið allt aðra leið en svo að þeir hafi getað komið að tjaldinu. Einnig var nefnt að I leitinni fyrr um vorið hafi Jón vfsvitandi látið leita slæ- lega á þvi svæði en ekki tókst að sanna það. Athyglin beinist þvi aftur að Tómasi á Flugumýri og fylgdar- mönnum hans. Sáu þeir raun- verulega fjögur lik i tjaldinu?Eða missýndist þeim? Sitthvaö gæti renntstoðumundir þaö. Til dæmis fóru þeir aldrei inn i tjaldið, enda var það niður fallið og sem ðður segir megn nálykt úr þvi, en létu sér nægja aö lyfta skörinni. Þvi hafa ýmsir talið að þeim hafi ein- faldlega missýnst, enda var frá- sögn þeirra tæpast I nákvæmara lagi, og aðeins hafi verið tvö lik i tjaldinu allan timann. Það gæti vissulega átt sér stað, og hafa verið leidd rök fyrir þvi, og er þá úr sögunni likránsákæran marg- umtalaöa. Verður að segjast sem er, að ekki er auövelt að koma auga á frambærilega ástæðu fyrir þvi að ræna likum bræöranna og fela þau — á þessum timum hjá- trúar og hindurvitna var likrán náttúrlega enn alvarlegri hlutur en nú er. Vandséð er og hvers vegna Jón á Reykjum og þeir hafi átt að drösla likunum i burtu þó svo þeir hefðu rænt af þeim fé, slikt var ekki til þess fallið að svæfa grunsemdir. Það skal enn tekið fram að engar sannanir eru til, hvorki til sektar né sýknunar, en hér er aðeins reynt að halda fram liklegri leið. Líkin finnast dysjuð. MÖrg ár liðu og áratugir. 65 ár- um siðar gerist það svo fyrir til- viljun að ferðalangar á Kili finna tvær beinagrindur sem talið er víst að séu likamlegar leifar þeirra Reynistaðarbræðra, Bjárna og Einars. Þær lágu i klettaskoru, nokkurn spöl frá Beinahól — en svo hefur borgin þar sem tjaldið fannst verið nefnd vegna beinaleifa af kindum og hestum — og hafði grjót verið borið að. Leyndardómurinn um örlög Staöarmanna var þá aftur á hvers manns vörum og hefur lengi ver'fð siðan. Margar skýringar voru settar fram og e.t.v. er „eðlilegasta” lausn- in á gátunni sú sem m.a. kem- ur fram I bók Guölaugs Guð- mundssonar, Reynistaöarbræð- ur, sem kom út fyrir rúmum 10 árum. Þar telur Guðlaugur að Staðarmenn hafi lent i grið- arlegu óveðri og bvi hafi Jón Austmann riðið burt að sækja hjálp en misst hest sinn f Þegj- andi og sjálfur fallið f Blöndu á leið sinni til byggða. Um vorið fannst mannshönd með vettlingi neöarlega i Blöndu og voru saum- aðir I vettlinginn stafirnir J.A. I sem talið var standa fyrir Jón Austmann. Rennir þetta stoðum undir kenningu Guðlaugs, svo langt sem það nær, og hitt lfka að seint á jólaföstu birtist hundur Jóns, Tryggur, á bænum Ruglu- dal við Blöndu. Var hann horaður og illa til reika. Guðlaugur telur siðan að uppi á Kili hafi bræðurn- ir látist fyrstir úr kulda og vosbúö og þá hafi þeir Sigurður á Daufá og Guðmundur Daðason dysjað þá i gjótunni. Siðan hafi þeir sjálfir dáið drottni sinum i tjald- inu þar sem þeir biðu árangurs- laust eftir hjálpinni sem Jón Austmann hafði ætlað að ná I. Margar og áleitnar spurn- ingar.________________________ En það er ýmislegt við þessa kenningu að athuga ekki siður en likránskenninguna. Það er t.d. alls ekki öruggt að veður hafi ver- ið svo válynd sem talið er og hafi óveðrið skollið á stuttu eftir að byggðamenn skildu við þá, hvernig komust þeir þá jafnlangt og raun bar vitni? Og hvers vegna urðu jafnvel búnir feröalangar, og þeir Staðarmenn, úti? Mörg dæmi eru um að menn hafi legið úti svo dögum skiptir og það verr búnir en þeir. Og ekki þóttu lík þeirra Sigurðar á Daufá og Guðmundar Daðasonar benda til þess að þeir hefðu beinlinis orðið úti. Hvernig létust þeir? Af köfn- un? Eða einhvers konar eitrun? Það er vel hugsanlegt. Annað undarlegt atriði er að þeir Tómas á Flugumýri fundu fyrir utan tjaldið um vorið yfir- hafnir bræðranna og matarskrin- ur. Ekki bendir þaö til þess að ijaldbúum hafi verið átakanlega kalt. Og hvers vegna hefðu þeir Sig- urður og Guðmundur átt að fara að drösla likum bræðranna langa vegalengd — nokkur hundruð metra — i blindbyl og siðan hlaða grjóti yfir. Bendir ekki sá umbún- aöur til þess að likin hafi alls ekki átt að finnast? Þar er komið aftur að likránskenningunni en telji maður hana ólfklega — hver dysjaði þá bræðurna i gjðtunni? Hvers vegna var höfuðið á hesti Jóns Austmanns skorið af? — og reiðtygin lika, að þvi er sagt var? Hefði hann farið að dunda sér við það þó svo hann hafi viljað aflifa dauðvona hestinn? Hvers vegna voru hræ kind- anna og hestanna öll á eða við Beinahól? Hefðu skepnurnar ekki hrakist undan veðrinu ef það var svo slæmt sem sagt er? Og hvers vegna drápust harðgerir úti- gangshestarnir? Voru þeir bundnir saman? Bendir það þá ekki til þess að endalokin hafi boriö skjótt að, að þeir voru ekki leystir? Eini hesturinn sem liföi af — fyrir utan stóðhestinn sem kom i Skagafjörð — var grá hryssa sem fannst við Svartá talsvert langt fyrir sunnan Beina- hól þegar komið var fram á sum- ar, mjög illa farin,með reiðinginn undir kvið. Hana varö að aflifa á staönum og heitir þar siðan Gránunes. Leituöu kindurnar upp í veðrið?_______________________ A það var minnst hér að framan að þegar Grafar-Jón og Björn 111- ugason héldu noröur yfir Kjöl til þess að færa þau tiðindi að Reyni- staðarbræður væru týndir þá fundu þeir u.þ.b. 20 kindur I ná- munda við HveravellLHveravellir eru talsvert fyrir norðan Beina- hól. í margumtalaöri stórhrið á norðan heföu kindurnar átt að hrekjast I suður — sérstaklega vegna þess að þær voru á ókunn- um slóöum og komu úr suöri. Hvað voru þær að gera á Hvera- völlum? Þetta sýnist vera mikil- væg spurning. í greinum sem Sigurður Ola- son, lögfræðingur, skrifaði f Les- bók Morgunblaðsins fyrir rúmum 10 árum fjallaöi hann allýtarlega um þetta mál og vildi hvorki fall- ast á likránskenninguna né hina sem Guðlaugur Guömundsson, og fleiri, hafa haldiðfram. (Ótal fleiri kenningar eru svo sem til: ein þeirra segir bræöurna hafa drukknað I Hvitá, önnur að utan- aðkomandi menn hafi myrt þá). Hann kemur þvi fram meö enn eina kenningu sem hann styður ýmsum rökum. Það er mikilvægt atriði i skrifum hans að mikið ósætti hafi verið komið upp milli þeirra Reynistaðarmanna þegar komið var upp á Kjöl og má finna ýmislegt þvi til styrktar. Þannig segja heimildir frá þvi að þeir hafi sist veriö á einu máli um nvort leggja skyldi á fjöllin I upp- hafi en Jón Austmann réði mestu um það, sem áður kom fram. Einnig er talið að þeir Jón og Bjarni Halldórsson hafi ekki átt nema miðlungi vel skap saman, báðir gátu verið einþykkir og fruntalegir þegar þvi var að skipta. Þvi má leiða getum að þvi að miklar deilur hafi brotist út milli þeirra þegar upp á Kjöl var komið og þeir lentu i óveðrinu, sem Sigurður Ólason telur að visu varla hafa verið mannskætt. Þvi mætti slá fram að þeir Sigurður á Daufá og Guðmundur Daöason hafi kafnað undir snjó eöa látist af lofteitrun (en þess eru dæmi við svipaöar kringumstæður) meðan félagar þeirra voru fjar- staddir, t.d. við gæslu fjárins, og þá hafi slegið I brýnu milli Jóns og Bjarna, sem hefði verið trú- andi til að kenna Jóni um lát þeirra. Var Jón Austmann morð- ingi? _____________ Sé svona haldiö áfram mætti giska á að til handalögmála hafi komið, sér i lagi ef menn hafa haft brennivin um hönd i ferðinni. Eins og fram kom hér á undan var Jón Austmann hraustmenni mikið og heljarmenni að burðum. Hann gæti þvi hafa hreinlega drepið Bjarna og siöan ákveðið að fyrirkoma yngri bróðurnum lika til að ekkert fréttist um verk hans, siðan dysjað þá bræður I hraungjótunni. Næst mætti telja að Jón hafi lagt á flóttta, náttúr- lega ekki suður til byggða, heldur norður. 1 þá daga töldu menn að útilegumenn væru á fjöllunum og gæti hann hafa reynt að komast til þeirra eða ætlað sér að léggjast út sjálfur. Það skýrir kindahóp- inn við Hveravelli sem hann hefur þá rekið með sér, til að hafa björg af. Einnig gæti Jón hafa reynt að komast til sjávar fyrir norðan þar sem útlendar duggur voru við veiðar en fyrir kom að sakamenn reyndu að komast 1 þær. Nefna má að sögur gegnu um það i Húnavatnssýslu og Skagafiröi að maður heföi sést i fjöllunum en það fékkst ekki staöfest. Enn: sá verknaður að skera haus af hesti sinum gæti veriö til kominn vegna þeirrar hjátrúar að slfkt kæmi i veg fyrir að hann gengi aftur og fylgdi drápara sinum. Þessi hest- ur hefur, ef kenningin hefur við einhver rök að styðjast, upplifað margt... ,,\ klettaskoru krepptir...,, Þetta var löng frásögn i viö- tengingarhætti. Mergurinn máls- ins er auðvitað sá að nákvæmlega engu er hægt að slá föstu um hvað kom fyrir uppi á Kili. Málið verður vafalaust héðan i frá sem hingað til óleysanlegur leyndar- dómur. En menn geta sett fram sinar kenningar og sumar eru sennilegri en aðrar. Ég hefi I þessari samantekt haft nokkra hliðsjón af skrifum Sigurðar Ólasonar um máliö en er enginn kominn til með að segja að hún eigi við nokkur rök aö styðjast. Að lokum er ekki úr vegi að geta þess að dularfullt mál sem þetta höfðaði auðvitaö mjög til imyndunarafls landsmanna og gerir enn. ótal draugasögur hafa komist á kreik, vitranir, bölvanir og forspár vaða uppi. Þannig er sagt frá i heimildum að Bjarni Halldórssyni hafi tvisvar verið spáð dauða rétt áður en lagt var á Kjöl. 1 bæði skiptin voru það prestar, sem hann áreitti, sem spáðu. Annars vegar séra Jón Gunnlaugsson i Holtsmúla en yfir hann hellti Bjarni graut. Jón sagði þá: „Þú skalt ekki fá graut, Bjarni. Þú skalt deyja úr hungri, Bjarni”. Og hins vegar séra Guð- mundur Guðmundsson i Reykja- dal sem hélt Bjarna vera að spotta sig. Hann kvað: „Ýli þin af sulti sál, sólarlaus fyrir næstu jól”. Fleiri sögur, svipaðar, eru á kreiki og eftirfarandi visa komst á kreik i Skagafirði eftir hvarf bræðranna: ,,í kiettaskoru krepptir liggjum við báðir, en f tjaldi áður þar allir vorum félagar”. Þetta á Bjarni Halldórsson að hafa kveðið er hann birtist systur sinni i draumi — löngu áður en nokkuð var vitað um afdrif bræðranna, sist að þeir lægju I „klettaskoru krepptir”. Þá eru til margar frásagnir um dularfulla skugga sem eiga það til aö birtast á tjöldum ferðamanna sem gista á Kili i námunda við Beinahól: segja menn þar vera á ferö félag- ana fimm sem lögðu upp úr Hreppunum en komust aldrei norður til Skagafjarðar. Geta má þess i lokin að sú var trúa fólks að Bjarni Halldórsson hafi verið grænklæddur þegar hann lagði á Kjöl og bar þar bein- in. Af þeim sökum gengu karl- menn af Reynistaðarætt aldrei grænklæddir og mun su "hjátrú enn lifa góðu lffi — 200 árum siöar. —IJ tóksaman. Það er væntanlega ljóst hvers vegna hóllinn er kallaður Beinahóll. Beinin eru úr kindum og hrossum Reynistaðarleiðangursins. Af Kjalvegi. Lengst til vinstri er Beinahóll og lengst til hægri kletta- borgin þar sem bein bræðranna fundust. Ljósmyndirnar tók óskar Sig. og eru þær teknar úr bók Guðlaugs Guðmundssonar um Reynistaðar- bræður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.