Vísir - 31.05.1980, Blaðsíða 7

Vísir - 31.05.1980, Blaðsíða 7
Feröaskntstota KJARTANS HELGASONAR GnoOavog 44 - Simi 86255 SJÓMENN - TILBOÐ 77/ hamingju með daginn Við gerum skipshöfnum og f jölskyldum þeirra sérstakt tilboð í tilefni dagsins, ef bókað er fyrir 15. júní nk. VISIR Laugardagi ur 31. maí 1980. Svefnpokar hjálpa lidagigtar- sjúklingum Svefn I svefnpokum linar morg- unstifni hjá liöagigtar.sjúklingum segir sérfræöingur á þvi sviði. Dr. Earl Brewer segir, að eftir að nokkrir af sjúklingum hans höfðu reynt þessa einföldu aðferð, hefði árangurinn verið furðuleg- ur. „Ég var þó nokkuö undrandi hversu vel mér gekk með sumt af þessu fólki”. Dr. Brewer segist hafa dottið ofaná þessa aðferð fyrir hreina tilviljun. Einn yngri sjúklinga hans vildi fara I útilegu, en for- eldrar dregnsins höfðu af þvi áhyggjur. „Heima hjá sér var drengurinn alltaf stirður á mörgnanna, en foreldrar hans höfðu af þvl áhyggjur að hann yrði enn stirðari á þvi að liggja á kaldri jörðinni. En hann fór og þegar hann fór á fætur á morgn- anna, var hann hreint ekkert stirður”. Dr. Brewer er yfirmaður gigt- ardeildar Texasbarnaspitalans i Houston og prófessor i barnasjúk- dómum við Baylor læknaskólann. Hann segir að svefnpokinn ein- angri það vel, að likami sjúk- lingsins haldist heitur og þar af leiöandi minnkar stirðleiki á morgnanna verulega. Morgunstirðleiki hrjáir flesta liðagigtarsjúklinga og mörgum þeirra mætti hjálpa með svefn- poka. „Þetta gætiverið mörgum stoð, ekki einungis börnum”, segir dr. Brewer. Hann varar við: „Eng- inn læknast af þessu. Það minnk- ar einungis stirðleikann. Þessi aðferð er kvölum óviðkomandi”. Þ.B. Skeggjaðar skutl- ur og loðinlallar Börn hafa fæðst með mikið yfirvara skegg og konur hafa látið sér vaxa mittissitt skegg. Karlmenn hafa verið til loðnir sem dýr. 1 raun er sagan full af slíkum fyrirbærum. Margrét af Parma, sem réði rikjum á Niðurlöndum á 17.öld, var með skegg, sem hún hélt mikið uppá. Hún trúði þvi, að það léði henni konunglega göfgi. Til var jafnvel skeggjaður kvendýrlingur, heilög Pála hin skeggjaða, sem uppi var á Spáni á 15.öld. Sumum konum vex skegg þegar I æsku. Til dæmis fæddist Annie Jones-Elliot i Smith hér- aði I Virginiufylki með yfirvara- skegg og var komin með al- skegg tveggja ára. Magdalena Ventura sem bjó I Abruzzifjöll- um á Itallu óx alskegg þegar hún var orðin 32 ára og þriggja barna móðir. Barbara Urster, sem var uppi á 17. öld var með skegg niður aö mitti. A meðan sumar konur rétt umbáru skeggvöxt sinn, þá voru aðrar, sem notfærðu hann sér til fjár og frama. Ein þeirra var Josephine Boisdechene frá Paris, sú sem fyrst var „skeggj- aða konan” I hringleikahúsi P.T. Barnum. Hún ól son, sem fæddist þakinn dúni. Enn önnur „skeggjuð kona” var Lola Conklin, en hún var I hringleika- húsbransanum i meira en fimmtiu ár. Þegar átt var við hana viðtal 1976 sagðist hún hafa stytt skegg sitt úr rúmlega 70 sentimetrum I 30 sentimetra, vegna þess að það iþyngdi henni svo og hún fékk lika hausverk af þvl. Til hafa verið þeir, sem voru svo loðnir, að heita má þeir hafi verið loðnir sem apar. „Jo-Jo með hundstrýnið”, en andlitið á Annie Jones-Elliot. Hún fæddist með yfirvaraskegg og var orftin al- skeggjuö tveggja ára. honum llktist hundi af Terrier- kyni, hélt á sér sýningar i Amerlku á seinni hluta nitjándu aldar. 1883 var 7 ára indónesisk stúlka, sem hét Krao, höfð til sýnis í Evrópu og Amerlku, sem „Týndi hlekkur Darwins”. Hún var öll þakin svörtu hári. Þó svo að það séu heldur kon- ur, sem hafa sitt hár, eru þaö karlmenn sem eiga metin hvað hársidd snertir.Crowindiáni, „Höfðingi Langt Hár” eða svona heldur Islenskulegra „Höföinginn hárprúöi”, var með hár, sem var rúmlega sjö og hálfs metra sitt. Swami Pandarasannadhi, yfirmaður Tirudaduturaiklausturs á Ind- landi, var sagður hafa verið með tæplega átta metra sitt hár. Met kvenna átti Jane Bundford sem var um 230 sm. á hæð, en hárið á henni var um tveir og hálfur metri. B.A. Bugg frá Blytheville i Arkansasfylki gat sópað gólfið með skegginu, þó svohann stæði á stól. En Norömaður, Hans Langseth að nafni, lét sér vaxa lengst skegg sem um getur, en hann dó 1927. Það var hvorki meira né minna en fimm metra og þrjátlu og sjö sentimetra langt og er varðveitt á Smith- son-stofnuninni. Samkvæmt læknisfræðibók „Frábrigði og furöur læknis- fræðinnar”, getur hár og skegg skipt litum á einni nóttu. Þar getur ungs manns, sem hneppt- ur var I fangelsi 1546 fyrir að fleka unga stúlku. Hann var skelfingu lostinn um nóttina, þvi hann hélt, að Karl keisari V. ætlaöi að láta hann týna llfinu fyrir. Þegar hann kom fyrir réttinn næsta dag var skegg hans og hár grátt. Keisarinn náðaði hann. Þ.B. Síðustu forvöð að bóka. Glæsi- legar baðstrendur, góð hótel og verð hagstæð, vegna þess að þau eru raunverð. Þú þarft ekki að borga neitt aukalega nema skoðunarferð- ir, og ef þig langar að versla. Verðbólga engin. Verðlag lágt, svo að þig rekur í rogastans, matur góður. Þú færð matar- miða og borðar fyrir þá hvar sem er i landinu. Sjórinn tær og hreinn, engin mengun. Þú getur farið á heilsuræktar- stöð, fengið nudd, böð og alls kyns læknismeðferð, elli- hrörnunarmeðferð „gera- vital". Fullkomið sumarleyfi. Aukaferð annan hvern mánu- dag, Sofia-Varna,! vika. Fjöldi skoðunarf erða, Istanbul, Odessa með lystiskipum. V>« ^4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.