Vísir - 31.05.1980, Blaðsíða 20

Vísir - 31.05.1980, Blaðsíða 20
VISIR Laugardagur 31. mai 1980. 20 hœ kiakkar! Vmij6n: Anua Br.ynjúliadóttir Tveir skólar i Fossvogsdal 1 Fossvogsdai eru tveir skólar. Þeir eru þó ekki 1 sama bæjarfélaginu, þvl aö annar er i Eeykjavik, en hínn i Kópa- vogi. 1 Reykjavik er Foss- vogsskóli, en i Kópavogi er Snælandsskóli. i Fossvogs- skóla hefur veriö svokaliaöur opinn skóli allt frá byrjun, en i Snælandsskóia hefur veriö fariö inn á þá braut aö hafa opinn skóla og I fyrra var t.d. 7 og 8 ára börnum kennt sam- eiginlega. 7 og 8 ára börnunum var skipt i fjóra hópa og i hverjum hópi voru álika mörg 7 ára börn og 8 ára börn. í opnum skóia er börnunum skipt I hópa og þá eru gjarnan tveír aidurshópar haföir saman. Hver hópur hefur sinn heimakrók, þar rabba þau saman kennarinn og börnin og þar boröa börnin nestiö sitt. Stórt vinnusvæöi er slöan fyrir nokkra hópa, þar sem börnin vinna sjáifstætt undir eftirliti kennara. Börnin geta aö nokkru vaiiö um námsgreinar, en kennarinn fylgist aö sjálf- sögöu meö aö engin grein veröi útundan 'hjá einstökum nemendum. Þetta skólakerfi hefur reynst vei I Fossvogsskóla, þaö held ég aö allir sem þekkja til séu sammála um, og vonandi reynist þaö jafn vei I Snælandsskóla, en þaö er op- inn skóii I reynd(tiitöluiega ný- hafinn eins og áöur er sagt. Skólaf erð með börnum í Snæ- landsskóla 7 og 8 ára börn i Snælands- skóla fóru i skólaferðalag i Heiömörk nýlega. Þar var fariö i leiki og margir fóru i göngu- feröir út I hrauniö. Þar var margt fallegt aö sjá og börnin söfnuöu litlum sprekum, sem þau fundu. Svo var farið að skoða hella, sem voru i hraun- inu. Það er margt hægt að gera sér til skemmtunarl Heiömörk, þar eru lautir og bollar, þar sem hægt er að liggja i sólbaöi og þar eru lika sléttar flatir þar sem hægt er að fara i ýmsa leiki. Og krakkarnir i Snælandsskóla fóru I ýmsa leiki meö kennurum sin- um, eltingarleik, fótbolta og að hlaupa i skaröið. Erla, 8 ára, meö nokkur sprek, sem hún haföi þaa var veri6 meB fiugdreka. fundiö. Reynir Guösteinsson, kennari, I leik meö krökkunum. Nokkrir strákar aö boröa nestiö sitt. Hörpugleði i Fossvogsskóla ( Fossvogsskóla hefur verið haldin Hörpugleði undanfarin ár, en það er hátíð, þar sem 12 ára nem- endur, sem eru að kveðja skólann, og foreldrar þeirra og kennarar skemmta sér saman. A Hörpugleöina nú I vor komu á fjórða hundraö manns. Mörg langborö voru skreytt meö kert- um og blómum og var foreldr- um þar boðið til kaffidrykkju. A boröum voru kökur, sem nem- endur höfðu bakaö sjálfir i skól- anum. (1 Fossvogsskóla fá allir nemendur að læra heimilisfræöi allt frá sex ára aldri). Óhætt er aö segja að Hörpu- gleðin nú I vor tókst frábærlega vel. i byrjun sýndu nemendur nokkra leikþætti á sal og skóla- kórinn söng. Siðan var setzt aö boröum og voru þar skemmti- atriöi, sem foreldrar tóku þátt i og Kári Arnórsson, skólastjóri stjórnaöi fjöldasöng, sem allir tóku þátt i. Þessi Hörpugleöi var svo sannarlega ógleymanleg öllum þeim, sem I henni tóku þátt. Orðuveitingar. Þarna tekur Ragnar „Afi” viö dyravaröaroröunni. Horft yfir salinn á Hörpugleöinni. Fremst á myndinni er Kári Arnórsson, skólastjóri. Lokaatriöi sýningarinnar á sal.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.