Vísir - 02.06.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 02.06.1980, Blaðsíða 1
r-—---------------— -------------------i NiðurstðOur ftariegrar skoðanakðnnunar Vísis um forsetakosningarnar: ■ VIGDIS OG GUBLAUGUR | BERJAST A TOPPNUM! ! En mun fieiri spá pví, að Guðlaugur fari með sigur af hólmi Skoðanakönnun, sem gerð var á vegum Vísis fyrir og um helgina, sýnir, að tveir forseta- frambjóðendur hafa greinilega forystu meðal kjósenda og er tæpast marktækur munur milli þeirra. Það eru þau Vig- dís Finnbogadóttir, sem fékk 23.30% atkvæða í könnuninni, og Guðlaugur Þorvaldsson, sem hlaut 22.81% atkvæðanna. Hinir tveir frambjóðendurnir reyndust hafa verulega minna fylgi, eða Albert Guðmundsson 12.82% og Pétur Thorsteinsson 9.12% atkvæða. óákveðn- ir voru 24.17% og 7.77% neituðu að svara. Skoðanakönnunin fór fram á föstudag, laugar- dag og sunnudag, og unnu rúmlega 20 manns við hana. 1055 í úrtakinu 1 Urtakinu, sem unniö var af Reiknistofnun háskólans aö fengnu samþykki hagstofu stjdra, voru 1055 einstakl- ingar. Úrtakiö var viö þaö miöaö aö sýna spegilmynd af þjóöinni, aö þvi er varðar aldur, kyn og búsetu eftir kjördæmum. Niðurstööurnar gefa þvi ekki aöeins til kynna, hvaöa fram- Aöalskrifstofum forsetaframbjóðendanna fjögurra var boðiö að koma á ritstjórnarskrifstofur Vfsis um helgina til þess að skoða úrtak skoöanakönnunarinnar, spurningablöð hennar og önnur gögn, auk þess sem þeir fengu að fylgjast með vinnslunni. Þeir ólafur Ragnarsson, ritstjóri og Páll Magnússon, blaða- maður, sem hafði umsjón með framkvæmd könnunarinnar, ræða hér viöfulltrúana, sem eru frá vinstri: Guöni Þórðarson frá skrifstofu Guðlaugs, Óskar Friðriksson frá Pétursmönnum, Helena Albertsdóttir, dóttir Alberts Guðmundssonar, og Gunnar Gunnarsson frá stuðningsmönnum Vigdisar. Vlsismynd: GVA. bjóöanda kjósendur hyggjast velja, hafi þeir á annað borö gert upp hug sinn i þvi efni, heldur einnig upplýsingar um vinsældir frambjóöenda eftir búsetu og kyni kjósenda. Rúmlega 80% þátttaka Þátttaka I skoðanakönnuninni var mjög góö. Af þeim 1055, sem I úrtakinu voru, náöist til 852 eöa 80.76%. Til þeirra, sem ekki náöist I, voru einnig taldir allir þeir, sem komast fyrst á kosningaaldur siöari helmingi ársins, þeir sem höföu látist eftir aö kjörskráin, sem úrtakiö miöaöist viö, var gerö. Þessi mikla þátttaka þýöir, aö niöur- stööur skoöanakönnunarinnar veröa að teljast mjög marktæk- ar. Meg in-niðurstöður A töflu þeirri, sem birtist hér á siöunni, er lýst svörum viö eftirfarandi spurningu: „Ef kosið væri I dag, hvaða forseta- frambjóðanda myndir þú þá kjósa?” Þar kemur fram, aö 23,3% ætluöu aö kjósa Vigdisi 22.81% Guölaug, 12.82% Albert og Fylgi forsetaframbjóðenda i heild og eftir kiðrdæmum í % Atbert % Guðiaugur % Pélur % vigdis % ðákveðnlr % Nella að svara % Reykjavfk 14.87 25.00 10.44 15.19 25.95 8.54 Reykianes 14.91 14.29 10.56 32.30 19.87 8.07 vesturland 10.34 17.24 8.62 39.65 20.69 3.45 vestlírðtr 5.55 19.44 11.11 33.33 27.78 2.78 Norðurt. V. 8.82 20.59 5.88 23.53 20.59 20.59 Norðurt. E. 6.32 26.32 7.37 21.05 31.58 7.37 Austurland 6.67 26.67 8.89 24.44 28.89 4.44 Suðurland 19.69 33.33 3.03 22.73 15.15 6.06 Landtð allt 12.82 22.81 9.12 23.30 24.17 7.77 Landlö aiit af Deirn sem tóku afstöðu 18.84 33.51 13.41 34.24 9.12% Pétur. 24.17% voru óá- kveöin og 7.77% neituöu aö svara. Ef aöeins eru teknir meö þeir, sem höföu gert upp hug sinn, litur dæmiö þannig út: Vigdis 34.24% Guðlaugur 33.51% Albert 18.84% Pétur 13.41% Þegar litiö er á tölur úr ein- stökum kjördæmum kemur i ljós, aö Vigdis er langsterkust i þremur kjördæmum — Vestur- landi meö 39.65%, Vestfjöröum 33.33% og Reykjanesi 32.30%. Guölaugur er hins vegar sterk- asti frambjóöandinn i Reykja- vik, 25%, Suöurlandi 33.33%, og i Noröurlandskjördæmunum báöum, þótt þar sé hins vegar minni munur á honum og Vig- disi. Athygli vekur, aö samkvæmt könnuninni eru þau Vigdis og Albert nokkuö svipuö I Reykja- vik hvaö fylgi snertir, en bæöi umtalsvert á eftir Guölaugi. Kynskipting jöfn Þegar litiö er á skiptingu at- kvæöa eftir kyni kjósenda, kem- ur i ljós, aö enginn frambjóö- andi er sérstakur „kvenna- frambjóöandi” eöa „karla- frambjóöandi”, en hins vegar eiga fleiri konur en karlar eftir aö gera upp hug sinn. Af þeim 12,82% kjósenda, sem sögöust kjósa Albert, eru 8.51% karlar en 4.32% konur. Hjá Guölaugi er skiptingin 11.84% karlar og 10.97% konur, hjá Pétri 5.55% karlar og 3.58% konur, hjá Vigdisi 11.34% karlar og 11.96% konur, en af óákveön- um eru 9.49% karlar og 14.67% konur. Þeir sem neituöu aö svara voru 4.19% karlar en 3.58% konur. Flestir spá Guðlaugi sigri 1 skoöanakönnuninni var einnig spurt: „Hvaða forseta- frambjóðandi telur þú senni- legast, að verði kjörinn?” Þar kom fram, aö langflestir, eöa 32,06% töldu aö Guölaugur yröi kjörinn. 23.18% héldu, aö Vigdis yröi kjörin, 8.88% Albert og 4.32% Pétur. 25,15% voru óá- kveönir og 6,41% neituöu aö svara. Ef aöeins eru teknir þeir, sem höföu gert upp hug sinn, litur dæmiö þannig út: Guðlaugur 46.85%, Vigdis 33.87%, Albert 12.97 og Pétur 6.31%. Þannig er ljóst, aö mun fleiri töldu sennilegt aö Guölaugur yröi kjörinn en Vigdis, sem kom næst. Páli Magnússon, blaöamaöur, segir nánar frá þvi, hvernig unnið var aö skoðanakönnun- inni, á bls 61 blaðinu i dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.