Vísir - 02.06.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 02.06.1980, Blaðsíða 24
24 VÍSIR Mánudagur 2. júni 1980. Umsjón: Magdalena Schram „Vinna, umhverfi. frisfundir” „Vinna, umhverfi, fri- stundir” var samheiti menningardaga, sem fram fóru á Akureyri dagana 8.-11. mai s.l. á vegum Menn- ingar- og fræöslusambands Alþýöu. Dagarnir voru liöur i samnorrænu verkefni NFA en svipaðar dagskrár fara nú fram á hinum Norðurlönd- unum meö stuöningi Norræna menningarsjóösins. 1 hverju landi var valinn vinnustaöur sem eins konar miöpunktur og var Slippstööin h.f. miö- punkturinn á Akureyri. Tvær sýningar voru i bæn- um. 1 húsakynnum Slipp- stöövarinnar voru myndverk og söfn eftir starfsmenn og i Galleri Háhól voru sýnd verk eftir nokkra öndvegislista- menn hérlenda á vegum Listasafns alþýöu. Þungamiðja menningar- daganna var ráöstefna MFA og málmiönaöarmanna og var yfirskriftin „Vinnustaöurinn og heimiliö”. Á ráöstefnunni var sam- þykkt ályktun, þar sem fariö var fram á bætt vinnuum- hverfi, aö 40 stunda vinnuvika yröi aö raunveruleika og bent var á félagslegar ibúöabygg- ingar sem lausn á húsnæöis- vandanum. Ráðslelna um opinbera skrevfiiist Norræna myndlistarbanda- lagiö gengst fyrir ráöstefnu um opinbera skreytlist i Moss I Noregi dagana 31. mai til 3. júni. Ráðstefnan er hald- in meö stuöningi Norræna menningarsjóösins og senda öll Noröurlöndin fulltrúa, sem eru myndlistarmenn, arki- tektar og starfsmenn menningarmála, alls um 40 manns. Gestur Þorgrimsson myndhöggvari heldur fyrir- lestur af hálfu Islands. Þátt- takendur frá Islandi eru Sigrún Guðjónsdóttir, Sigrún Guömundsdóttir, Guðmundur Þór Pálsson og Gestur Þorgrimsson. A ráöstefnunni veröa rædd efni og vandamál tengd hug- takinu listræn skreyting, en meö auknum fjárframlögum til skreytinga á opinberum byggingum hefur mikilvægi þessara mála aukist. Einnig veröur unniö aö skipulagi sýningar, sem á aö halda áriö 1981 og veröur hún liöur i sýningarstarfsemi Norræna myndlistarbanda- lagsins. Aö auki veröa rædd ýmis önnur mál, svo sem raunveruleg menntunar- aöstaöa myndlistarmanna. Atriöi úr sýningunni. (Ljósm.: Sval.) sýning lofsverð Leikklúbburinn Saga: Blómarósir Höfundur: Ólafur Haukur Símonarson Leikstjóri: Sólveig Halldórsdóttir Þaö er ævinlega lofsverö viö- leitni, þegar áhugamenn koma leikriti á fjalirnar. Þetta á ef til vill sérstaklega viö hér á Akur- eyri, þar sem þaö veröur mjög áberandi, þegar liöa tekur á leik- áriö, aö áhorfendur eru orönir mjög þreyttir á aö sjá sömu leikarana i hverju hlutverkinu á fætur öðru hjá Leikfélagi Akur- eyrar. Þaö er þvi heldur hress- andi aö sjá ný andlit á sviöinu i Samkomuhúsinu, þótt ekki væri fyrir annaö en tilbreytinguna. Leikklúbburinn Saga hefur starfaö frá 1976, og er hópur ungs áhugafólks um leiklist. Hann hófst sem námskeiö í frumatriö- um leiklistar og hefur sett upp eina sýningu frá byrjun. Allir leikendur nema einn eru 20 ára eöa yngri, og hafa margir verið meö frá byrjun. Þaö hefur ekki fariö mikiö fyrir starfsemi þessa hóps, en hún er engu að síö- ur merkileg og þess viröi, aö henni sé veitt athygli. Aö þessu sinni var sett upp leik- ritiö Blómarósir eftir Ölaf Hauk Simonarson, sem var frumsýnt hjá Alþýöuleikhúsinu i Reykjavik siöastliðinn vetur. Verkiö er verulega stytt i þessari upp- færslu. Þaö tók þrjá tima I sýn- ingu áöur, en nær tVeimur timum nú. Auk þess hefur einum nýjum þætti veriö bætt inn og sum til- svörin staöfærð. Til dæmis segir ein stúlkan, þegar hópurinn er að fara á dansleik:,, Eigum viö aö fara i háiö aö ná okkur i eitthvaö náiö.” Ég gat ekki betur séö, en aö leikhópurinn hafi vart getað valiö heppilegra verk til flutnings. Þaö fjallar um líf ungra stúlkna, sem vinna i verksmiöju, samskipti þeirra viö yfirmenn sina og verk- smiðjueigandann. Sennilega þekkja leikararnir flestar per- sónurnar nokkuö vel úr raunveru- lega lifinu. Sérstaklega á þetta viö um verksmiöjustúlkurnar. Eins og leikritið birtist á sviöi hér, þá eru ekki mikil. átök i þvi á milli persóna og höfundur skynggnist ekki djúpt i sálarlif þeirra. Þaö reynir þvi ekki mjög mikið á leikarana. Þeir þurfa ekki að búa yfir mikilli tækni til aö skila þessu leikriti sómasam- lega. Auk þess er verkiö skemmtilegt á köflum sem tekst aö koma vel til skila. Eflaust er til þess ætlast, aö þetta leikrit sé skoöaö sem lýsing á stéttaátökum á Islandi. For- stjóri fyrirtækisins er heldur pasturslitill og ögn spilltur, en verkakonurnar saklausar, ráö- villtar, kjaftforar og svolitiö laus- látar. Og þær geta ekki gert nokkurn hlut, sem mætti leggja þeim út á verri veg. Þaö á að reka þá, sem brúkar munn hvaö mest, vegna þess aö hún kallar öryggis- eftirlitiö á vinnustaöinn, en svo er aö skilja sem öryggi sé i ýmsu ábótavant. Verkstjórinn á aö sjá um aö segja henni upp. Þegar til leiklist Guömundur Hreiöar Frimanns- son. i kastanna kemur, þorir verkstjór- inn ekki aö fylgja fyirmælum sin- um fast eftir. 1 lokin sameinast stúlkurnar I bræðralagi gegn vonda forstjóranum. Sem sagt: ákaflega uppbyggilegt og fram- sækiö og allt i félagslegu sam- hengi. 1 þessari sýningu þótti mér Helgi Már Barðason bera af. Hann lék forstjórann meö miklum tilþrifum og var stór- skemmtilegur. Guðrún Guö- mundsdóttir lék Málfriöi og tókst þaö vel. Þögla var Inga Björk Haröardóttir. Hun var glettilega góö. Auk þess er ástæöa til aö nefna Rósu, sem leikin var af Helgu Sigriöi Þórsdóttur. Leik- stjóranum Sólveigu Halldórs- dóttur hefur tekist aö skapa skemmtilega sýningu. Þaö er þakkarvert og vel af sér vikiö. Leikklúbburinn Saga er litil jurt I þeirri krús, sem er leiklistarlif á Akureyri. Það er vonandi aö hún vaxi og dafni. ! Lista- jhátíðar- ipunktar Þrátt fyrir heimsfrægar stjörnur að utan, skulum við ekki gleyma þvi sem islenskt er á Listahátiö eins og t.d. „Sálinni hans Jóns mins” i Leikbrúðu- landi sem sýnd veröur bæöi i dag og á morgun kl. 5. Látiö ekki nafn leikhússins villa fyrir ykkur, leikbrúöur eru alls ekki bara fyrir börn. ^ Listmálarar, leikarar, pianó ,,virtuosar” — allt frá Spániá. Þaö skyldi þó aldrei vera, aö rauöviniö I Listaklúbbnum sé lika þaöan? ^ Dagskráin á morgun, þriöjudag: Kl. 17.00: Leikbrúöuland: „Sálin hans Jóns mins” Kl. 21.00: Háskólabíó: Pianó- tónleikar Alicia de Larrocha. Sýningar: Listasafn íslands: Antonio Saura Kjarvalsstaðir: Geröur Helgadóttir og Kristin Jóns- dóttir. ByrjaöT briggja ára aöTelka á píanðT Spænski pianóleikarinn Alicia de Larrocha spilar i Háskólabiói annaö kvöld kl. 21.00. Mafgir munu biöa meö eftirvæntingu eftir aö fá aö heyra hana „life” þvi hún er meö þekktari pianó- leikurum heimsins i dag. Vladimir Askenasy lagöi á þaö sérstaka áherslu viö fram- kvæmdanefnd Listahátiöar aö fá hana hingað og eru þaö ekki amaleg meömæli. Alicia de Larrocha var undrabarn á sin- um tima, hún byrjaöi hálfs þriöja árs að læra á pianó hjá frænku sinni, sem kom henni i tima hjá Frank Marshall. Marshall haföi veriö nemandi spænska tónskáldsins Granados og tók viö stjórn tónlistarskóla hans aö Granadós látnum. Fimm ára gömul lék Larrocha á sinum fyrstu tónleikum og niu ára meö hljómsveit. Hún Alicia de Larrocha. varð aðstoöarkennari Marshalls á unglingsaldri en fór jafnframt i tónleikaferðir og lék undir hjá söngvurum. Marshall | lést áriö 1959 og tók þá Larrocha ■ viö stjórn Granados-skólans. ■ Vinsældir hennar hafa vaxið | jafnt og þétt æ siðan og gagn- ■ rýnendur keppst um að hlaða á ■ hana lofi fyrir frábæra tækni, ■ öryggi, tiguleik og kraft. Hún I hefur viöurkenningar, ma. ■ Grammy — verölaunin bæöi I 1974 og ’75 og Edisonverölaunin B sömuleiöir tvisvar. Spænska tónskáldiö Granados 1 er sérgrein Larrocha og er I raunar taliö, aö fáir kunni betri " skil á spænskri tónlist en hún. A | tónleikunum annaö kvöldfáum _ viö þó aðeins aö heyra hana | leika verk eftir eitt spænskt tón- _ skáls, De Falla: Fantasia | bétrica. Auk þess spilar . Larrocha sjö bagatellur, op. 33 | eftir Beethoven, Chaconne eftir ■ Bach-Busoni og Gasparade la ■ nuit eftir Ravel. ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.