Vísir - 03.06.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 03.06.1980, Blaðsíða 5
5 Umsjón: Axel Ammendrup vísm Þriðjudagur 3. júni 1980 Síöasta hálmstráið tyrir Kennedy - forkosningar í tveimur stærstu fylkjum Bandaríkjanna í dag Sfðustu forkosningarnar fyrir forsetakosningarnar i Bandarlkj- unum verða í dag, þar á meðal I tveimur fjölmennustu fylkjum Bandarikjanna, Kaliforniu og New Jersey. Kennedy segir, að hann muni lita á úrslitin I þessum tveimur fylkjum sem ábendingu um, hvort hann eigi að halda áfram baráttu sinni fyrir að hljóta útnefningu flokks sins. „Við verðum að vinna góðan sigur i Kaliforniu og New Jersey og okkur þarf að ganga vel i hinum fylkjunum einnig”, sagði Kennedy. Hann sagði, að ekki væri hægt að ganga framhjá frambjóðanda sem hefði meirihlutann i slfkum fylkjum, þegar forsetaefni væri valið. Fylgismenn Kennedys segja, að Carter forseti muni örugglega vinna sigur i Ohio, en vildu ekki frekar en fylgismenn Carters spá neinu um úrslitin i Kalifornfu og New Jersey. Auk þessara þriggja fylkja verður kosið i Rhode Island, Suður-Dakota, Montana, Nýju- Mexikó og Vestur-Virginiu i dag. Arabar á vesturbakka Jórdan ár fara I eins dags mótmælaverk- fall i dag vegna sprengjutilræða við þrjá arabiska borgarstjóra á hernumdu svæðunum i gær. Sprengjum var varpað að bilum borgarstjóranna og slösuðust tveir þeirra mikið — annar missti báða fætur en hinn annan fótinn. PLO-samtökin segja, að Begin, forsætisráðherra tsraels og Bandarikjastjórn séu ábyrg fyrir sprengjutilræöunum og hafa farið fram á fund I öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna til að ræða hið hættulega ástand, sem nú rikir á hernumdu svæðunum . Það voru einnig PLO-samtökin Shimon Peres bar fram vantrauststillögu á rikisstjórn Begins. sem hvöttu til verkfallsins, en þau telja, að tilræðin hafi verið gerð að frumkvæði stjórnar tsraels. sprengjutilræðin heföu fært tsraelsmenn niður á sama plan og hryðjuverkamenn araba eru i augum umheimsins og sagði, að samsteypustjórn Begins ætti þegar i stað að fara frá og vildi þingkosningar hið fyrsta. Vantrauststillaga var flutt á Knesset (þinginu) I gær og varðist stjórn Begins henni eftir harðar umræður með 58 atkvæðum gegn 48. Menachem Begin fordæmdi sprengjutilræðin og sagði að hann hefði fyrirskipað nákvæma rannsókn vegna þeirra. En hann varaði menn jafnframt við þvi að vera of fljótir að dæma um hverjir ættu sökina. Nefnd herforingja hefur verið skipuð I Bandarikjunum til að kanna hina misheppnuðu tilraun Bandarikjamanna til að frelsa gislana i sendiráði landsins i Teheran þann 24.april. Nefndin var skipuð vegna gagnrýni, sem komið hafði fram, um að rann- sókninni á björgunaraögeröinni væri stjórnað af sömu aðilum og hefðu skipulagt og stjórnað sjálfri aðgerðinni. Að sögn embættismanna mun nefndin hafa frjálsar hendur og tilgangur rannsóknarinnar væri hvorki að hvitþvo né fordæma aðgerðina. Begin fordæmdi sprengjutilræðin. Shimon Peres, formaður stjórnarandstöðunnar I Israel og verkamannaflokksins, sagði að VERKFALL Á VESTURBAKKANUM VEGNA SPRENGJUTILRÆÐA Björgunartiiraun Bandarikjamanna I tran endaði á hörmuiegan hátt, enda virtist hún illa undirbúin og klaufaleg RANNSAKA HINA MISHEPPNUDU BJORGUNARTILRAUN IÍRAN Kinversk yfirvöld hafa frá byltingunni reynt að útrýma vændi og klámi og reynt að vernda æskuna frá þeim ósóma. Ekkert klám Kinversk yfirvöld hafa handtekið sjö Hong Kong búa fyrir að smygla klám- myndum til Kina. Þeir eiga yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi, að þvi er kin verska dagblaðið Ta kung pao segir. Biaðið sagði, að kláminu hefði verið smyglaö inn i landiö I gróðaskyni og til að spiiia kinversku þjóðinni. Tóll manns fórust í Járn- Drautarslysinu Nú er Ijóst að tólf manns fórust i járnbrautarslysinu nálægt Gautaborg i Sviþjóð i gær. Þar rákust saman farþegalest og vöruflutn- ingalest. Björgunarmenn unnu lengi fram eftir degi i gær við að bjarga fólki úr lest- unum og var það erfitt verk. Meira en sextiu manns eru illa slasaöir. Lestirnar voru báðar sjálfstýrðar, en einhver bilun hefur komið upp i sjálfstýribúnaði og er jafn- vel taliö að eldingu hafi lostið niður I sjálfstýring- una, en það er þó ekki full kannað. Lestarstjórarnir sluppu báðir ómeiddir með þvi að kasta sér út úr lest- unum örfáum sekúndum áður en þær rákust saman. Flmm tonn af marijuana Kólumbiskt herfylki handsamaði I siðustu viku 27 menn á báti i karabiska hafinu. 1 bátnum voru enn fremur fimm tonn af marijuana, auk ýmissa vopna. Með þessu segjast kólumbisk yfirvöld hafa Isprengt öfluga keðju eitur- lyfja- og vopnasmyglara. fib««H Ji I I K I I i hernaðarinnrás frá nágrannan- um i noröri — og aö allur stjórn- málalegur árangur verði að mið- ast viö öryggi þjóöarinnar. ..Lýðræði” ( Argentínu Jorge Videla, forseti Argentfnu, sagöi i viðtali viö Times í gær, að markmið viðræðna, sem her- stjórn hans hefur hafið við borgaralega flokka, væri að skapa ófalsaö lýöræði. Hann sagðist ekkert vilja full- yrða 'um þaö, hvenær þvi mark- mið yrði náð. Videla forseti tók við völdum frá Mariu Estclu Peron 1976, en peronistar eru nú á meðal þátt- takenda i viðræðunum. Hernum er einnig ætlaður bás i hinu nýja fyrirkomulagi. Vidcla Itrekaði mótmæli sin gegn fullyrðingu Samtaka Amerikurikja um stórfelld mann- réttindabrot. Her hans hefði þurft að glima við hryðjuverkamenn — Striöiöhaföislnar afleiðingar — sagöi Videla, dauðsföll, manns- hvörf og fangelsanir — en einnig yröu til hetjur og pislarvottar. Hann fullyrti að rannsókn væri nú igangiá málum hinna fangelsuöu og yrðu þeir annaðhvort færðir fyrir rétt, sleppt úr haldi, leyft að yfirgefa landið eða haföir f haldi. Þá yrði einnig rannsakaðar til- kynningar um hvarf manna. Sextaldur morðingí handieklnn Tuttugu ára gamali maöur var ákærður I gær fyrir morö á sex manns. Fólldö hafði maðurinn stungið og barið til dauða. Morðingi þessi hefur hrellt ibúa Milwaukee, stærstu borgar Wisconsin i Bandarikjunum, I meira en eitt ár, en þá var fyrsta morðlð framið. Fórnarlambið þá ~ var 69 ára gömui kennsiukona, sem hafði þekkt morðingjann frá þvi hann var fimm ára, og verlð innbrotstilraun, og játaði fljót- iega að hafa drepið fjóra menn og tvær konur. »* sérstakur fjölskylduvinur. Hinn ákærði, David Vandyke, var handtekinn i fyrri viku við !»» Jarðarför breska báiaúlvegsins!' Elginkonur fiskimanna i New- castle gengu svartklæddar og báru kistur i „jarðarför breska bátaiitvegsins" um helgina. Meöan þær gengu gegnum borgina, sigldu fiskimennirnir upp Thames tii London og hentu nýveiddum kola á tröppur land- biinaðarráðuneytisins. Hinir tvö þúsund bátasjómenn I Englandi segja, að atvinnu þeirra sé ógnað meö ódýrum, niður- greiddum innfiutningi frá Efna- hagsbandalagslöndunum. Þeir segja, aö önnur riki ekki bara niðurgreiði afurðir sinna sjómanna, heldur styrki þausjó- mennina einnig fjárhagslega svo þeir geti endurbætt tæki sin og tekið upp nýtlskuiegri veiöiaö- feröir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.