Vísir - 03.06.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 03.06.1980, Blaðsíða 24
vtsm Þriðjudagur 3. júní 1980 síminn er86611 Spásvæöi Veöurstofu tslands eru þessi: 1. Suöurland — Suðvesturmiö. 2. Faxaflói — Faxaflóamið. 3. Breiðafjörður — Breiðafjarð- armiö. 4. . Vestfirðir — Vest- fjarðarmið. 5 Strandir og Norðurland vestra — Norð- vesturmið. 6. Norðurland eystra — Noröausturmið. 7. Austurland að Glettingi — Austurmiö. 8. Austfirðir — Austfjaröamið. 9. Suöaustur- land — Suðausturmið. Veöurspá dagsins Suöurland til Vestfjaröa og miö: Norövestan gola eöa kaldi viðast súld eða þoka á miðum og annesjum, en skýjað til landsins. Strandir og Noröurland vestra: Norðvestan kaldi, viöa súld eða rigning. Noröurland eystra: Norðvestan eða vestan gola eöa kaldi, dálitil Jx»ka eöa súld vestan til, en skýjað austan til. Austurland aö Glettingi: Suöaustan kaldi, vfða skýjað, úrkomulaust aö mestu. , Austfiröir: Suövestan kaldi, skýjað til landsins.en skúrir á miðum. Suöausturland: Suðvestan eða vestan kaldi eða stinningskaldi, skúrir. Veðrið hér 09 har Klukkan sex I morgun. Akureyri:alskýjaö 7, Bergen: þoka 7, Helsinki: mistur 20, Kaupmannahöfn: súld 13, Osló: skýjaö 13, Reykjavlk: skýjaö 5, Stokkhólmur: þoku- móða 15, Þórshöfn: skýjað 9. Klukkan 18 i gær. Beriin: skýjað 16, Chicagó: alskýjað 23, Frankfurt: létt- skýjað 17, Nuuk: súld 1, London: alskýjaö 17, Luxem- burg:skýjað 14, Las Palmas: heiðskirt 23, Mallorca: léttskýjað 20. Montreal: alskýjað 18, New Vork: mistur 27, Paris: skýjaö 18, Róm: léttskýjað 20, Malaga: létt- skýjað 23, Vin: skýjað 15, Winnipeg: léttskýjaö 16. Loki segir A laugardaginn átti aö planta 30þúsund trjáplöntum I Reykjavik og var miöaö viö mikla þátttöku borgarbáa. Nú hefur komiö I ljós, aö I Breiö- holti, þar sem tugir þúsunda manna búa, mættu aöeins fimm fjölskyldur til verksins. Athygli vekur, aö þetta áhuga- leysi mun hafa komiö skóg- ræktarmönnum á óvart! Flugumferðarsljórar setja innanlandsfiugið alli úr skorðum: VILJA FA UM AUKALEGA FYRIR VAKTIR „Innanlandsflugiö fer allt úr skoröum meöan á þessu stendur. Kvöldferöin til Akur- eyrar feilur alveg niöur og flug- feröum til Egilsstaöa fækkar einnig”, sagöi Sveinn Sæmunds- son, blaöafulltrúi Flugleiöa, þegar Vlsir spuröi hann I morgun um afleiNngar yfir- vinnubanns flugumferöar- stjóra, sem hófst á sunnu- daginn. Sveinn sagðist ekki hafa á takteinum tölur um það beina tjón, sem Flugleiöir veröa fyrir af þessum sökum, en ljóst væri, aö þaö væri verulegt, auk þess sem óbeint tjón hlytist einnig af þessu, þegar það spyrðist erlendis og fólk hætti við ferðalög til Islands. Deilan snýst um þá kröfu flugumferöarstjóra, aö sérstakt sumarálag leggist á alla yfir- vinnu yfir sumariö, en hingað til hefur það einungis lagst á yfir- vinnu, sem stafar af veikinda- forföllum eöa orlofstöku. Sam- gönguráöuneytið hefur alfarið neitað að fallast á þessa kröfu og hefur bent á, aö aögerðir flugumferöarstjóra stangist á viö lög um réttindi og skyldur rikisstarfsmanna, þar sem segir að mönnum sé skylt að vinna yfirvinnu, ef þörf krefur. „Meö þessum kröfum erum við ekkifyrst og fremst aö knýja fram hærra kaup, heldur er hér um að ræöa það grundvallar- atriði, að allir flugumferðar stjdrar fái sömu greiöslur fyrir sina yfirvinnu á sumrin, hvar á landinu sem þeir vinna”, sagði Baldur Agústsson, formaður Félags islenskra flugumferðar- stjóra, i samtali við Visi. Sumarálag flugumferöar- stjóra reiknast nú þannig, að sextán timar i dagvinnu leggjast ofan á hverja tólf tima vakt. Miöað við 20. launaflokk nema þessar greiöslur þvi 54.656 krónum fyrir hverja vakt, ofan á venju- legt yfirvinnuálag. —P.M. Konurnar tóku til áranna á sjómannadaginn á Akureyri og uröu þær úr kjötiönaöarstööinni hlutskarp- astar. Nánar segir frá sjómannadeginum á Akureyri á bls. 2. Visismynd: Sigurgeir Sveinsson Myndsegulbandamálíð: RANNSðKN ER LOKIÐ Rannsókn er nú lokið i „mynd- segulbandamálinu” svokallaða, en rannsóknin tók til notkunar myndsegulbanda i nokkrum fjöl- býlishúsum við Krummahóla i Breiðholti. Ibúar húsanna hafa verið yfir- heyrðir og Rannsóknarlögregla rikisins hefur lokið þeirri rann- sókn sem rikissaksóknari óskaði eftir að fram færi i máli þessu. Gögn rannsóknarinnar hafa nú verið send rikissaksóknara til umsagnar. BflNflSLYS VID LAUGARVATN Aðfaranótt sunnudags varð banaslys i Laugardal i Arnes- sýslu, er ungur maður, Þorsteinn Garðar Þorleifsson, lét lifið, er hann var að siga i kletta skammt frá bænum Miðdal. Þorsteinn dvaldi i sumarbústað þar i nágrenninu ásamt tveimur félögum sinum og stúlku. Höfðu þau orðið vör við hrafnshreiður i hliðinni fyrir ofan bústaðinn og hugðust piltarnir siga i klettana þá um nóttina til að ná i hrafns- unga. Mun Þorsteinn hafa flækst i kaðlinum með þeim afleiðingum að kaðailinn herti að hálsi hans svo hann hlaut bana af. Þorsteinn Garðar var 26 ára gamall, til heimilis aö Alfhólsvegi 84 i Kópa- vogi. Vlnningshafar í Sumargutraunlnni Vinningshafar i sumargetraun- inni, sem birtist 16. mai: Nanna Oskarsdóttir, Erluhólum 1, Reykjavik, og Ari Þórðarson, Kristnesi, Eyjafirði. Vinningarnir eru Binatone 10 leikja tæki, að verðmæti 60.740 krónur. Miðlína milli islands og Grænlands um sinn: „MJÖG ÁNÆGÐUR MED ÞETTfl” - seglr Olafur Jóhannesson, utanríklsráðherra //Ég er bjartsýnn á að við höldum þessu, eins og verið hefur", sagði Ólafur Jóhannesson, utanríkisráðherra í morgun, þegar Vísir spurði hann, hvort hann teldi líklegt að Danir mundu fást til að viðurkenna Kolbeinsey sem viðmiðunar- punkt í landhelginni. Samkomulag hefur náöst viö Dani um, aö miölína skuli gilda á milli Grænlands og Islands um sinn, eöa þar til endanlegir samn- ingar hafa verið gerðir, og er þá miöaö viö landhelgi Islands eins og Islendingar hafa ákveðiö hana. Visir spurði Ólaf, hvort hann væri ánægður meö þetta sam- komulag. „Já, ég er mjög ánægð- ur meö þaö, af þvi að maður ótt- aðist, að þaö mundi veröa deila um svæöið viö Kolbeinsey”. Ólafur sagði aö umræðunum héldi áfram i Reykjavik 19. og 20. þessa mánaðar. Danir óskuðu eft- ir að fá upplýsingar um veiði á svæðinu og fiskverndaraögerðir, sagöi hann, og um mörg atriði þyrfti aö ræöa, svo sem veiðirétt- indi, en væntanlega yrði þeim vis- að til Efnahagsbandalagsins. SV.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.