Vísir - 04.06.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 04.06.1980, Blaðsíða 4
VISIR Miövikudagur 4. júni 1980. M *■* f 'V.Í I 29. JÚNÍ Pétur J. Thorsteinsson Aöalskrifstofa stuðningsfólks Péturs J. Thorsteinssonar í Reykjavík er á Vesturgötu 17, símar: 28170-28518 Utankjörstaðaskrifstofa símar 28171 - 29873 Allar upplýsingar um forsetakosningarnar. Skráning sjálfboðaliða. Tekið á móti framlögum í kosningasjóð. Nú fylkir fólkið sér um Pétur Thorsteinsson. Stuðningsfólk Péturs. SUMARDVALAHEIMILI SJÓMANNADA GS/NS Hrauni, Grímsnesi, verður starfrækt i 10 vikur, frá 6/6-14/8. Vikudvöl kostar kr. 35.000,- Upplýsingar í símum 38440 og 38465 Brottför er á fimmtudögum kl. 14.00. FISKSA LA R! Höfum afgangspappír til sölu Upplýsingar í síma 85233 Blaðaprent hf. Kjöriö fyrir alla fjölskylduna HES TALEIGA N Laxnesi Mosfellssveit Sími 66179 »■ HEFUR DREPIÐ ■ I MEIRA EN 300 UNGAR STÚLKUR „Ég kyrkti þær svo sálir þeirra kæmust til himna og þær þyrftu ekki aö liöa hér á jöröinni”, segir „bööull Andesfjalla, Pedro Alonso López. „Ég var á torginu um sjö leytiö ^ um morguninn þegar ég sá fá- tæka, unga stúlku, tiu eða ellefu ára gamla. Með mælsku minni tókst mér að sannfæra hana um að ég væri með eitthvað, sem ég þyrfti aö afhenda móður hennar. Við komum að eyðilegum stað við höfnina i Ambato. Ég afklæddi stúlkuna og eftir að hafa fullnægt kynferðislegum þörfum minum, kyrkti ég stúlkuna með hönd- unum og skildi hana eftir, dauða”. Blátt áfram, ruddalega og án nokkurrar iðrunar lýsti Pedro Alonso López, 31 árs gamall sölu- maður, siðustu klukkustund i lifi Mariu litlu Leonoru Solis Santa- mariu. López myrti litlu stúlkuna fyrir 2 1/2 mánuði i bænum Ambato i mið Ekvador. López hefur viðurkennt að hann sé morðinginn, sem gengið hefur undir nöfnunum „böðull Andes- fjalla” (the strangler of the And- es) og „kólumbiska skrimslið”. Hann hefur á samviskunni að hafa nauögað og myrt meira en þrjú hundruö ungar stúlkur i Suður-Ameriku. Við yfirheyrslur hjá lögregl- unni var hann jafn frjálslegur og hann hafði verið með lif ungu stúlknanna. Hann lýsti blóði drifnum ferli sinum af iskaldri nákvæmni, en það var árið 1973 sem hann myrti og nauðgaði stúlku i fyrsta sinn, þá 24 ára gamall. Eftir að hafa lýst fyrir lögreglunni hvernig hann hafði nauðgað Gloriu Hortensiu Garcés Lozeda, sem aðeins var átta ára gömul, fór hann með lögregluna á vettvang. Við hlið Gloriu litlu var lik annarrar stúlku, ellefu ára gamallar, og var hún einnig fórnarlamb Lópezar. Alls fundust lik 53 stúlkna eftir ábendingar Lópezar, en alls sagðist hann hafa myrt 110 ungar stúlkur i Ekvador. Þá sagðist hann hafa myrt um hundrað stúlkur á sama hátt i Kólumbiu og annan eins fjölda i Perú. 1 einni ferða sinna með lögregl- unni i leit að liki fórnarlambs, sagði hann: „Ég er orðinn þreyttur og man ekki nákvæm- lega hvar ég skildi við hana. Ég er búinn að vera með svo mörg- um stúlkum — hvernig ætti ég að muna eftir þeim öllum”. Lópezi tókst að tæla fórnarlömb sin með sælgæti eða peningum. Þaö var einmitt við slikt athæfi sem hann náöist. Kona nokkur, sem stödd var á markaðnum i Ambato tók eftir þvi, að López var að bjóða ungri stúlku pen- inga, en hún neitaði. Þegar konan sá hann svo skömmu siðar bjóða annarri stúlku peninga, fylltist hún grunsemdum og kallaði á hjálp. López ætlaði að hlaupa af stað, en bæjarbúar náðu honum. „Þegar við höfðum fangelsað hann, byrjaði hann að segja frá”, sagði fangelsisstjórinn i Ambato, Victor Hugo Lascano. „Honum fannst hann hafa unnið mikiö af- rek —eitthvað, sem engum haföi tekist áöur”. „Ég kyrkti þær svo sálir þeirra kæmust til himna og þyrftu ekki aðliöa á jörðinni”, segir López að hafi verið tilgangurinn. En nú er López farinn að sjá eftir játningunni og er jafnvel farinn að afneita morðunum. „Ég hjálpaöi lögreglunni sem leynilögreglumaður. Bara vegna þessaðég fann likin, þá þýðir það ekki að ég sé sekur. Ég kom hvergi nærri morðunum”. López hefur ritað forseta Ekvador tveggja siðna bréf og endaði það með: „Það yrði mér mikill heiöur ef þér veittuö mér viðtal til að ræða stjórnmál”. López var einn af 13 systkinum og var ekkert þeirra samfeðra, enda móðirin vændiskona. Skóla- ganga hans stóð aðeins tvö ár, og eftir bað byrjaði hann að vinna fyrir sér. Fyrst sem skóburstari og siðan sem þjófur og betlari. „Ég get unnið erfiðisvinnu. Ef ég heföi heimili og fjölskyldu myndi ég ekki valda neinum vandamálum. Ég vildi vera for- seti Kólumbiu. Ég vil byggja munaðarleysingjaheimili svo að börnin þurfi ekki að vera á göt- unni og lenda þannig i vandræð- um . Lögreglan rannsakar nú hvort López hafi staðið einn að öllum morðunum eða hvort hann hafi haft einhvern félaga. Einnig hvort hann hafi eingöngu ráðist á ungar stúlkur, eða hvort hann hafi einnig ráðist á pilta. Þrátt fyrir allt gæti farið svo, að López sleppi með þunga refs- ingu. Strangasta refsing fyrir morð i Ekvador er sextán ár og er liklegt að López hljóti hana. En yfirvöld i Perú og Kólumbiu leggja hart að stjórnvöldum i Ekvador að framselja López, en i þeim löndum liggur dauðarefsing við moTðum. En López hræðist að hann muni ekki einu sinni lifa fangelsisdvöl sina i Ekvador. Eða eins og einn fangelisvöröurinn i Ambato sagði: „Ef einhver meöfanga Lópezar drepur hann, held ég við myndum ekki setja af stað mikla rann- sókn”. (Þýtt og endursagt úr Time) son sinn 22ja áragamall maöur drap tveggja ára gamlan son sinn i Kaupmannahöfn fyrir nokkrum dögum. Maöurinn kom heim til fyrrver- andi konu sinnar og ætlaöi aö sækja son þeirra, en um þaö hafði samist að feðgarnir eyddu helg- inni saman. Maöurinn var ölv- aður þegar hann kom til að sækja soninn, og byrjaði hann og konan hans fyrrverandi þá að rifast. Nú kom tengdamamma og kom þá tii handalögmála. Maðurinn missti gersamiega stjórn á sér, greip hnif og sveifiaði honum í allar áttir með þeim afleiðingum, að sonur hans lést og mæðgurnar slösuðust töluvert. Nú flúði maðurinn út i bllinn sinn og ók i burtu. Hann ók á átta fólksbila, sendiferöabíl og hjói- hýsi áður en biliinn hans vait. Þrir meiddust I ákeyrslunum, en sjálfur slapp hinn ógæfusami maður ómeiddur. Misstl sllórn á sér og drao

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.