Vísir - 04.06.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 04.06.1980, Blaðsíða 9
vlsm Miðvikudagur 4. júni 1980. A síöasta degi 102. löggjafar- þings okkar, undir þrýstingi umdeildra þinglausna, kom til umræðu þingsályktunartillaga, er borin var fram af 10 þing- mönnum Ur þremur flokkum: Sjálfstæðisfl., Framsóknarfl., og Alþýðuflokki og fól I sér til- mæli um, að skipuð skyldi hið fyrsta aö tilhlutan menntamála- ráðuneytis nefnd, til að endur- skoða lög nr. 29/1975 um Launa- sjóð rithöfunda og reglugerö þeim lögum samkvæmt. Nefnd- in skyldi skipuð eftir tilefningu þingflokkanna og skila áliti en næsta reglulegt Alþingi kemur Opinber mótmæli Aödragandi að þessum til- löguflutningi á Alþingi var megn óánægja og opinber mót- mæli 40-50 íslenzkra rithöfunda út af síöustu Uthlutun starfs- launa Ur Launasjóði rithöfunda, sem nU var Uthlutaö Ur i fimmta sinn. Um þetta mál hafa sfðan spunnist miklar og snarpar um- ræður i fjölmiölum, sem og á Alþingi utan dagskrár. Það yrði of langt mál i stuttri grein að rekja efnislega þessar deilur, en i meginatriðum bein- ast þær að stjórn Launasjóðsins, sem annast Uthlutun starfslaun- anna og er skipuö þremur mönnum, tilnefndum af stjórn Rithöfundasambands Islands. Sjóðsstjórnin er ásökuð um, að annarleg — og jafnframt flokks- pólitisk sjónarmið I ætt við Alþýðubandalagiö, ráði óhæfi- lega miklu um Uthlutun starfs- //...Alþingi beinlínis skylt aö láta málefni Launasjóösins til sín taka..." Málefní rithöfunda og afstaða Alhingis: ÞÚSUHDKALUNN STENDUR launanna. Til stuðnings þeirri skoðuner m.a. bent á, aö fjórir þeirra fimm rithöfunda, sem mest fengu I fyrra (9 mánaða starfslaun) séu meðal þeirra sem fá næst mest (6 mánuði) i ár. Allir séu þessir menn „innan I eða utan á” fyrrgreindum stjórnmálaflokki. Sem sagt: að hér sé um aö ræða persónulega og/eða pólitiska misnotkun Launasjóðsins, svo aö ámælis- vert sé og óviöunandi. Handahóf — misræmi — ranglæti NU er þaö auövitaö mjög erfitt að leggja fram óyggjandi sannanir i máli sem þessu. En hitt er jafn augljóst, að Alþingi sem stofnaði til þessa sjóðs get- ur ekki leitt hjá sér svo alvar- legar ásakanir og gagnrýni á ráðstöfun þeirra fjármuna, 114 millj. króna i ár, sem það veitir á fjárlögum rikisins. SU upphæð nemur liklega um það bil einum þriöja hluta af árlegum sölu- skattshagnaði rikissjóðs af seld- um Islenzkum bókum, Má minna á I þessu sambandi, að með stofnum Launasjóðsins var á sinum tíma komið til móts viö þá kröfu rithöfunda, að sölu- skattur af Islenzkum bókum rynni til höfunda þeirra I stað rlkissjóðs. Og hvað skyldi veröa uppi á tengingnum, ef við at- hugum hvað rithöfundar fá greitt fyrir afnot af verkum sln- um I bókasöfnum? Jú, hjá Borgarbókasafni Reykjavlkur borgum við eitt þúsund krónur, hækkað úr 500 kr. um siðustu áramót) minna en andvirði eins blómiða, fyrir árskort, sem við getum fengið út á þær bækur sem hugurinn gimist, — og látiö þær jafnvel ganga frá manni til manns, frá húsi til húss, hver ætli fylgist meö þvl? Þarna stendur sem sagt þúsund-kall- inn fyrir sinu! Mikiö væri það geðfelldara og eðlilegra, að Islenzkir rithöfundar fengju eftir einhverjum brúklegum leiöum að njóta afraksturs iðju sinnar fremur en að stofna til árlegs taugastrlðs, óánægju og sárinda I kringum úthlutanir úr öllum þessum sjóðum, sem peðra út peningum, hver I slnu horni til hinna ýmsu listgreina I landinu, án þess að nokkurt samráð — og þvl slöur heildar- skipulag sé þar viðhaft. Af- leiöingin verður svo auövitað hið mesta handahóf, misræmi og I of mörgum tilvikum gróf- legt ranglæti. ENN FYRIR Sérstaða Launasjóðs- ins I VIsi birtist nú fyrir skemmstu ýtarlegt yfirlit, gert af Elíasi Snæland Jónssyni, rit- stjórnarfulltrúa, yfir laun og styrki úr fimm áttum til Islenzkra rithöfunda s.l. fimm ár. Elías hefir lagt mikla vinnu I þessa Uttekt, sem vissulega fræðir lesandann um margt. Þar kemur m.a. fram, hve barnabókarhöfundar eru flestir algerlega sniðgengnir, þrátt fyrir miklar vinsældir. Svipað yrði uppi á teningnum, ef hlutur hinna yngstu höfunda yrði kannaður sérstaklega. En aö þvl er varðar þá deilu, sem nú hefir risiö um Launasjóð rithöfunda, þá er þetta yfirlit um „sjdðakóngana” mjög svo villandi. Höfundur steypir þar saman I eitt einum fimm mis- munandi sjóðum, er starfa og úthluta eftiralls óllkum reglum, sem hann raunar skýrir all- ýtarlega. En óþarfi að endur- taka það hér, nema hvað ástæða er til að benda á það sérstaklega //...afstaða menntamála- ráðherrans eða réttara sagt algert afstöðuleysi olli mér og f leirum i senn undrun og vonbrigð- um..." að Launasjóöurinn sem nú er um deilt, hefir þarna ákveöna sérstöðu. Hann veitir ákveðin starfslaun eftir umsóknum höf- unda út á ritverk, sem þegar hafa komið út eöa eru I deiglunni og gerð er grein fyrir I umsókn. Eðlileg viðbrögð Þetta er um leiö fjársterkasti sjóðurinn og sá, sem rithöfund- ar leggja lang-mest upp úr sem „alvöru”-starfslaunasjóði. Það er þvl ofur eðlilegt, að þá taki sárt til þessa óskabarns og bregöist reiðir viö, er þeir telja sig veröa vara við augljósar mis- fellur I úthlutun starfslaunanna Varla er hægt aö imynda sér, að þar sé allt meö felldu, þegar allt að þvl fjóröungshluti höfunda innan Rithöfundasambands Islands sjá sig knúna til aö mót- mæla vinnubrögðum úthlut- unamefndar, þ.e. stjórnar sjóðsins. Hin gömlu, hefð- bundnu listamannalaun og sér- stök heiðurslaun veitt árlega af Alþingi I viöurkenningar- og heiðursskyni. eru að sjálfsögöu annars eðlis og I engum tengsl- um við Launasjóöinn. Fleiri menn í stjórn — meiri yfirsýn En víkjum aftur að tillögu okkar tlmenninganna á Alþingi. sem einsog áður greinir mæltist til þess, aö þingskipuð nefnd endurskoðaöi lög og reglugerð Launasjóðsins, að ósk fjöl- margra rithöfunda. Þar eru ekki settar fram ákveönar til- lögur um breytingar þar að lút- andi en I greinargerð með tillög- unnier bent á tvö atriði sérstak- lega til athugunar: „að væn- legra virðist að stjórn Launa- sjóðsins væri fjölmennari en nú er, t .d. fimm eða sjö menn I stað þriggja- Þannig væri tryggö meiri yfirsýn, fleiri sjónarmiö kæmu fram og um leið væri dregiö úr þeirri hættu, að óeöli- lega mikiö vald safnaðist á hendureins eða tveggja manna I sjóösstjórninni.” I öðru lagi bæri að skoða þá hugmynd, „hvort ekki væri farsælast, þeg- neðanmóls Sigurlaug Bjarnadóttir tekur hér til umræðu mál- efni rithöfunda og þó einkum þörf endurskoð- unar á lögum um Launa- sjóð rithöfunda og reglu- gerð/ sem í gildi hefur verið samkvæmt þeim lögum. Hún segir meðal annars/ að Alþingi, sem stofnaði til þessa sjóðs geti ekki leitt hjá sér alvarlegar ásakanir og gagnrýni á ráðstöfun þeirra fjármuna, sem það veitir þannig á f jár- lögum ríkisins. ar öll kurl koma til graíar, að stjórn Launasjóösins væri skip- uð af Aþingi en samkv, nú- verandi skipan er þaö stjórn Rithöfundasambands tslands sem tilnefnir alla stjórnarmenn þrjá talsins”. Það er ekkert launungarmál, aö mörgum rithöfundum þykir nokkuö skorta á lýöræðisleg vinnubrögð innan Rithöfunda- sambandsins, m.a. viö stórnar- kjör þess, sem tengist beint og óbeint stjórn Launasjóðsins. Reynslan hefir sýnt........ Það er I sjálfu sér eölilegt, aö mönnum standi stuggur af að blanda pólitik inn I málefni listamanna.Reynslan hefir hins vegar sýnt, svo aö ekki verður um villst, að þingskipaðar út- hlutunarnefndir eru „ill- skásta” lausnin, llklegust tilaö fyrirbyggja pólitiska misbeit- ingu og kllkuskap og skapa þolanlegt jafnvægi og frið um laun og styrki til listamanna. „Gera veröur ráð fyrir, (enn vitnaö I greinargerö þál. till.) að þingflokkarnir myndu vanda svo sem kostur er til útnefning- ar á fulltrúum slnum i sjóðs- stjórnina. Til þessa trúnaöar- starfs þurfa aö veljast gagn- menntaðir og vlðsýnir menn með haldgóöa þekkingu á Islenzkum bókmenntum og að- stæðum íslenzkra rithöfunda I dag — menn sem treystandi er til fyllstu hlutdrægni og trú- mennsku I þvl vandasama hlut- verki, sem úthlutun starfslaun- anna er hverju sinni”. Alþingi skylt að láta málið til sin taka Þessi þingsályktunartillaga var borin fram á Alþingi I þeim tilgangi einum aö reyna aö lægja þær öldur óánægju og missættis, sem nú hafa risiö um málefni Launasjóösins. Viö, flutningsmenn hennar töldum, aö Alþingi væri beinlínis skylt aö láta máliö til sln taka, án þess þó, aö viö legöum dóm á þaö, hvort framkomin gagnrýni ætti viö rök aö styöjast eða ekki þótt tillagan kæmi seint fram á þinginu, tæpum hálfum mánuöi fy rir þinglok, heföi hún hæglega getaö náö fram aö ganga, ef nægur vilji heföi veriö fyrir hendi — og þá ekki hvaö sist vil ji og áhugi menntamálaráöherr- ans, hins mæta manns Ingvars Glslasonar. Afstaöa hans I þessu máli — eða réttara sagt algert afstöðuleysi, olli mér og fleirum I senn undrun og von- brigðum. Ég vil þó vænta þess fastlega, að máliö verði tekiö upp strax á næsta þingi á hausti komanda og, aö enginn þing- lausna-hasar né tregöulögmál veröi þá til að hefta framgang þess og um leið endurskoöun á lögum og reglugerö Launa- sjóösins, sem fyrirbyggja mætti I framtlöinni leiöindi þau og styrr um málefni hans, sem nú um stund hafa gert mönnum gramt I geði. Sigurlaug Bjarnadóttir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.