Vísir - 06.06.1980, Blaðsíða 18

Vísir - 06.06.1980, Blaðsíða 18
18 VÍSIR Föstudagur 6. júní 1980. ,,Þaö sem kom okkur mest á óvart var aö þetta skyldi takast. Viö héldum aö verkinu myndi aldrei ljúka, enda leit húsiö út eins og versta kofaskrifli”, sögöu þau Hans Kristján Árnason hag- fræöingur og Anna Pálsdóttir kennari, þegar viö ræddum viö þau í nýja, gamia, húsinu þeirra viö Bergstaöastræti. Húsiö stóö viö Hverfisgötu, þegar þau keyptu þaö fyrir tæpu ári. Þar skagaöi þaö út I götuna og var fyrir. Þess vegna var þaö flutt meö ærinni fyrirhöfn á nýjan grunn beint á móti Hótel Holti. „Þiö getiö imyndaö ykkur til- finninguna, þegar maöur sá aleigu sina takast á loft meö braki og brestum”, sagði Hans Kristján. „Þaö var ekki annaö aö heyra en húsiö væri aö liðast i sundur, enda seig annar skor- steinninn niður viö flutninginn og þurfti aö taka neðan af honum, svo innviðirnir skekktust ekki all- En húsið stóðst þolraunina. Þá var næsta skref aö fá iðnaöar- menn til að gera viö það. Þeir voru ekkert æstir I verkefnið og létu óspart I ljós vantrú sina á fyrirtækinu, töldu húsráðendur tæpast meö öllum mjalla að ætla aö fara úr finni nýtisku ibúö i blokk við Fellsmúlann i þennan húsræfil. Anna og Hans Kristján á nýja heimilinu. „VID HÉLDUM AÐ ÞESSU MVHDI ALDREI LJDKA” segja Hans Kristfán Árnason og flnna Pálsdóttir. en pau hala nýlokið endurhótum á tæpiega 80 ára gðmlu húsi Enginn fúi Þetta fór þó allt betur en á horfðist. Eftir nær 11 mánaöa vinnu er húsið hið glæsilegasta á að lita. Að utan lætur það aö visu ennþá litið yfir sér, enda hefur endurnýjun utanhúss verið sett á biðlista. En að innan er leitun á fallegri mannabústað. Þó hefur litlu sem engu veriö fleygt út og engu breytt aö ööru leyti en þvi að baðherbergi var komið fyrir á efri hæðinni, en það var ekki til i húsinu. „Þaö var bókstaflega enginn fúi i húsinu”, sagði Anna. „Gólf- fjalirnar voru allar mjög góöar, þrátt fyrir myglu og skit, nema i eldhúsinu. Þær voru slipaðar upp og lakkaðar og þoldu þá viðgerö mjög vel. A veggjunum var strigi, pappir og veggfóöur, sem við rif- um burt. Viðurinn undir þessu öllu var ekki nógu fallegur, svo viö urðum aö mála hann eða klæða meö masonit og það gerð- um við á neðri hæðinni. Þegar húsið var byggt 1902, var aðeins látinn panell þar sem iburður var minni. Annars staðar þótti sjálf- sagt að veggfóöra”. Skipt um lagnir Raflagnir, hita- og vatnslagnir þurfti allar að endurnýja. Hans Kristján og Anna létu rafmagns- rörin liggja utan á, eins og var gert þegar rafmagn var fyrst lagt i húsið. Eini munurinn er að nú eru rörin úr plasti en ekki járni. Þau sögöu að erfiðast hafi verið aö finna slökkvara og innstungur, sem hæfðu þessari lögn. Postulinsslökkvarar eru orönir ófáanlegir, auk þess að vera ólög- legir. Ofnarnir voru allir notaðir aft- ur, en mörgum nýjum bætt við og Danfoss kerfi sett á þá. Húsið er ekkert einangrað i útveggjum, en þrátt fyrir það er það hlýtt og notalegt. Hans Kristján og Anna fiuttu inn i mars og hafa þvi fengiö nokkra reynslu af húsinu i kuld- um og kváðu þau aldrei hafa orðið kalt i þvi. Ef svo reynist næsta vetur, er hægt aö bæta við ofnum, þvi aukastútar eru hingað og þangað. Milli hæða var einangrað með sandi og möl, sem ku gefa góða raun. Hins vegar þyngdi sandur- inn húsiðsvo mikið, að fyrir flutn- inginn varð að hreynsa hann út milli hæðarinnar og kjallara. Vegna flutningsins þurfti lika aö rifa burt „bislagið”, þ.e. við- byggingu að húsabaki. Annars Eldhúsiö er sett saman úr einingum úr furu. geröi það litið til, þvi þar var eini fúinn, sem fannst, og hann hreint ekki svo litill. ódýrt hús Nú eru öll kurl að verða komin til grafar varðandi kostnaðinn og þvi þótti okkur forvitnilegt að vita hvort áætlanir, sem gerðar voru fyrirfram hafi staðist. „Nei, kostnaðurinn fór talsvert fram úr áætlun”, sagði Hans Kristján. „Maður leiðist út i að Þessu herbergi var breytt i baöherbergi, enda var ekkert sllkt i húsinu. Litasamsetningin er mjög skemmtileg, allt rautt og hvitt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.