Vísir - 07.06.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 07.06.1980, Blaðsíða 4
Laugardagur 7. júnl 1980. 4 Kim Philby, Guy Burgess og Donald Maclean eru nöf n sem allir kannast við. Og eitt hefur bæst í hóp- inn: Anthony Blunt. Þessir menn voru af þeirri gerð sem Bretar hugðu að myndu erfa heimsveldið frá feðrum sínum en þess í stað ánetjuðust þeir Moskvu-kommúnismanum og helguðu líf sitt upp frá því njósnum í þágu Sovétríkjanna. Þrír þeirra flúðu austur yfir járntjald þegar sýnt var að upp um þá hafði komist, kommúnískur ferill Anthony Blunts varð hins vegar ekki lýðum Ijós fyrr en á síð- asta ári. Og hver veit nema einhverjir óþekktir nót- ar þeirra leynist enn í felum innan breska stjórn- kerfisins... Þó ógrynnin öll hafi verið skrifuð um Philby og félaga ber þess þó að geta að einstaka atriði eru enn óljós og þvl nauðsynlegt að geta I eyðurnar. Háskólabærinn Cambridge á Englandi hefur lengst af veriö nánast uppeldis- og útungunar- stöö fyrir bresku yfirstéttina og stjórnkerfið. Þar skyldu ungir og upprennandi synir aöals og há- stéttar fá þá þjálfun sem geröi þeim kleift aö taka viö af feörum sinum i stjórnkerfinu. Á fyrri hluta aldarinnar áttu Bretar heimsveldi svo þetta hlutverk há- skólanna i Cambridge og viöar var enn mikilvægara, þaö var fyrir meiru aö sjá. A fjóröa áratugnum voru blikur á lofti. Vinstri hugmyndir festu rætur þar sem áöur höföu aöeins ihaldsmenn gengiö um garöa. 1 upphafi áratugsins geisaöi Kreppan mikla og gekk nærri þvi af efnahag Bretlands, og annarra Vestur-Evrópu rikja, dauöum. Breska heimsveldinu hnignaöi og margir þóttust sjá merki þess aö John Bull — og reyndar allur hinn kapitaliski heimur — væri kom- inn aö fótum fram. Nasistar risu upp i býskalandi og Fasistar á Italíu og vöktu andstyggö flestra gerhugulla manna og menn óttuö- ust stríö sem enginn vildi heyja. A meöan menn töldu sig þannig finna náfnykinn af bresku samfé- lagi varö ekki betur séö en aö smjör drypi af hverju strái i hin- um kommúnlsku Sovétrikjum, si- fellt voru birtar nýjar skýrslur um svo og svo mikla framleiöslu- aukningu landbúnaöar-, iönaöar- eöa tvinnakeflisframleiöslu þar austur frá. Þess vegna settu margir traust sitt á Sovétrlkin frekar en hin „dauöadæmdu Vesturlönd”. Afalliö sem Verka- mannaflokkurinn varö fyrir áriö 1931 ýtti enn frekar undir þá þró- un en þaö ár galt Verkamanna- flokkurinn mikiö afhroö I kosn- ingum en Ramsay MacDonald, forsætisráöherra flokksins, ákvaö aö sitja áfram i forsæti þjóö- stjórnar sem mynduö var til þess aö reyna aö ráöa niöurlögum Kreppunnar. Þessi „svik” Verka- mannaflokksformannsins þóttu sýna mæta vel getuleysi sósial- ismans til aö kljást viö aftur- haldsöflin og I staöinn hölluöust menn aö kommúnisma einsog hann var praktiseraöur i Moskvu. 1 ævisögu sinni lætur Kim Philby aö þvi liggja aö atburöirnir 1931 hafi ráöiö mestu um ákvöröun sina aö gerast kommúnisti og njósnari, svipaö var uppi á ten- ingnum a.m.k. hjá Donald Maclean og fleirum. Þaö voru þvl bitur vonbrigöi meö Verkamannaflokkinn og sósialisma á Vesturlöndum ann- ars vegar og hátimbraöir loftast- alar um sælurikiö Sovétrlkin hins vegar, sem geröu þaö aö verkum aö þegar útsendarar Rússa komu til Cambridge i leit aö njósnara- efnum höföu þeir um auöugan garö aö gresja. Guy Burgess Einn þeirra sem fyrstir snerust til kommúnisma I Cambridge var Guy Burgess. Þessi furöufugl hét fullu nafni Guy Francis De Money Burgess og var fæddur undir hrútsmerkinu áriö 1911. Hann var af tiltölulega auöugu foreldri, faöir hans var minni háttar sjó- liösforingi sem lést þegar Guy var aöeins nlu ára gamall. Hann haföi veriö strangur faöur sem haföi mikla trú á llkamlegum refsingum en á móti kom aö móö- ir Guys lét mikiö meö hann og mun hafa spillt stráknum dálitiö. Ariö 1924 var Guy sendur i hinn viröulega skóla Eton en hélt svo ári siöar i flotaskólann I Dartmouth. Þar skyldi hann fylgja hefö feöra sinna. Guy þótti mjög efnilegur sjóliösforingi en varö aö hætta eftir tvö ár vegna þess aö I ljós kom aö sjón hans var ekki nógu góö. Þá hélt hann aftur til Eton, lauk þaöan góöum prófum og fékk styrk til náms i Trinity College I Cambridge. Guy Burgess var ekki beinlinis sú manngerö sem njósnarar eru venjulega taldir. Hann þótti myndarlegur og sjarmerandi og reyndarspjátrungurhinn mesti. 1 skóla var hann talinn nokkurs konar Oscar Wilde og átti m.a. þaö sameiginlegt meö hinum fræga Ira aö vera kynvilltur og fara aldeilis ekki dult meö þaö: hann geröi sitt ýtrasta til aö tál- draga næstum hvern einasta karlmann sem á vegi hans varö. Burgess var mikill á lofti og haföi óstjórnlega gaman af þvi aö tala, hann var einhver mesti meistari samræöna sem um gat og naut sin best I fjölmennum hópi þar sem hann var miöpunktur athyglinn- ar. Nokkur bar á þvi aö ekki væri alltaf vel hægt aö treysta oröa- flaumnum úr munni hans en menn voru gjarnir á aö fyrirgefa Guy Burgess margt vegna þess hversu aölaöandi og skemmtileg- ur hann þótti I „selskap”. I Cambridge blómstraöi hann sem hvorki fyrr né seinna og var þaö llklega hans ógæfa aö þurfa aö eldast og fara úr háskóla. Margir vanmátu Burgess og töldu hann yfirboröskenndan og litilsigldan persónuleika. En hann átti ýmislegt til sem sýndi aö und- ir útflúrinu á yfirboröi leyndist sterkur og alvörugefinn persónu- leiki. Hann var lika stórsnjall þegar hann tók sig til og átti góö- ar gáfur. Hann var ákaflega vel lesinn og fróöur um ótrúlegustu málefni, haföi auk þess ágæta teiknihæfileika sem helst komu fram i skop- eöa klámmyndum. Og þaö hversu sterklega hann bast kommúnismanum sýndi ljóslega aö hann haföi ákafa pólitiska meövitund og baröist af hörku fyrir þeirri stefnu sem hann taldi best til þess fallna aö frelsa heiminn. Ponald MacLean Alger andstæöa hins ofsafengna Guy Burgess var Donald Maclean, hæglátur og jafnvel feiminn. Hann var fæddur 25. mai 1913 og taldist þvi i tviburamerk- inu. Hann var af vel metinni og viröulegri fjölskyldu, guörækinni og frjálslyndri: Macleanfjöl- skyldan var dæmigerö fyrir þá máttarstólpa sem héldu bresku þjóöfélagi uppi, máttarstólpa sem I upphafi fjóröa áratugsins fóru aö gerast feysknir. Faöir Donalds, sem einnig hét Donald en siöar sir Donald, var millistéttarmaöur sem vann sig upp. Hann var félagi i Frjáls- lynda flokknum og harla dæmi- geröur fyrir gamaldags Frjáls- lynda, hann trúöi statt og stööugt á guö sinn og var óþreytandi I aö prédika góöa siöi yfir löndum sin- um og fjölskyldu. Æska hins unga Donalds var tæpast sérlega fjör- ug þvi andrúmsloftiö á heimilinu var þrúgaö fyrrgreindum guöi og góöum siöum, hann geröist feim- inn, óöruggur meö sjálfan sig og haföi slfellda sektarkennd. Kynlíf var honum hugleikiö en reyndi eftir megni aö bæla þaö niöur og gekk alla tiö illa á þeim vett- vangi, sem siöar meir jók enn á andlega erfiöleika hans. Hann haföi nokkrar tilhneigingar til kynvillu en þó hvergi nærri eins sterkar og félagi hans, Guy Burgess. Sir Donald Maclean sat lengi á þingi fyrir Frjálslynda flokkinn og var, áöur en lauk, oröinn einn af helstu leiötogum þessa flokks sem á fyrri hluti aldarinnar var reyndar mjög á fallanda fæti. Ar- iö 1931 varö hann ráöherra i þjóö- stjórn Ramsay MacDonalds og hlaut fyrir þaö mikla, en dulda, fyrirlitningu sonar sins. Hann fékk siöan hjartaáfall áriö 1932 og lést eftir miklar kvalir. Donald yngri var þá kominn til Cambridge eftir aö hafa stundaö nám I Gresham’s School, sem þótti framfarasinnaður á þeirra tima visu. Hann stóö sig bærilega en skaraöi þó hvergi framúr og vakti reyndar ekki mikla athygli samferöarmanna sinna. Hann var hávaxinn og þótti myndarleg- ur, en dálitiö kvenlegur: illkvittn- ir vinir hans kölluöu hann Lady Maclean. Donald reyndi eftir fremsta megni aö losna undan áhrifum fööur sins og sýndi snemma aö pólitískar skoöanir þeirra feöganna fóru fráleitt saman. Hann snerist til kommún- isma af samúö meö þeim minni- máttar og svo af þvi hann taldi, einsog fleiri, aö kommúnisminn væri þaö eina sem staðið gæti gegn uppgangi fasismans. Margir hafa og leitt að þvi getum aö hann hafi fylgt kommúnismanum af trúarlegri þörf, sem uppbót fyrir hina höröu barnatrú sem honum var innrætt en missti fljótlega. ,,Gud hvad mér leiðist” Kim Philby var sá félaganna þriggja sem lengst náöi I njósna- starfsemi, hann var þeirra harö- sviraöastur og var talinn llklegur til æösta embættis innan bresku leyniþjónustunnar þegar upp um hann komst. Aöur en reynt er aö átta sig á persónuleika hans er rétt aö gera ofurlitla grein fyrir fööur hans, St. John Philby. Hvorttveggja er aö hann haföi mikil áhrif á soninn og svo var hann hiö merkilegasta fyrirbæri sjálfur. St. John Philby var i byrjun hvergi frábrugðinn öörum opin- berum starfsmönnum heimsveld- isins. Hann starfaöi lengi I Ind- landi og Arablu og komst i mjög náiö samband viö innfædda, kunni fjöldamörg mál og mállýsk- ur og fór smátt og smátt aö telja sig engu siöur Araba en Englend- ing. A heimsstyrjaldarárunum fyrri starfaði hann fyrir bresku leyniþjónustuna og varö siöar ná- inn ráögjafi Ibn Sauds, af hvers nafni Saudi-Arabia er dregin. Stjórnmál Arabaheimsins voru þá, engu sföur en nú, hin flókn- ustu og Philby varö á endanum hægri hönd Sauds, hann tók múhameðstrú og fékk sér þræla- stúlku fyrir konu eftir lát fyrri konu sinnar. En hann var jafn- framt áhugasamur um málefni heimalandsins, bauö sig fram til þings án árangurs og komst i vandræöi vegna þess aö hann haföi töluverða trú á Adólf Hitler. Hann átti sér góöa daga og slæma, ferðaöist mikiö um og gaf útfjölda bóka, hann haföi áhyggj- ur af spillingu og siðleysi I sinu gamla landi og var haröur gagn- rýnandi þess sem hann taldi mið- ur fara. Fyrst og fremst var hann geysilegur einstaklingshyggju- maöur og átti alla tiö i erfiöleik- um meö aö semja sig aö háttum annarra. Hann dó áriö 1960 meö- an hann var i heimsókn hjá Kim syni sinum i Beirut. Þeir fóru á mikiö fyllerl og þaö var gamla manninum ofraun, hann lá heila nótt fyrir dauöanum og á meöan sat Kim yfir honum. Siöustu orö hans hæföu vel þessum ólæknandi sérvitringi og uppreisnarseggi: „Guö, hvaö mér leiöist!” Harold ,,Kim” Philby Harold Adrian Russell Philby fæddist I Indlandi 1. janúar 1912 og telst þvi steingeit. Hann var fljótlega auknefndur „Kim” eftir söguhetju Kiplings (sem reyndar var njósnarastrákur), og festist þaö nafn viö hann. Hann hlaut litla ástúö frá hendi fööur sins i æsku, enda taldi St. John Philby slikt ekki sæmandi. St John auö- mýkti oft á tíðum son sinn ungan fyrirframanaöra ogvar þaö m.a. talin orsökin fyrir stami Kims en hann stamaöi alla tiö og gerir vafalaust enn. Kim bjó nokkur ár I Indlandi en þegar tími var til kominn aö setja börnin i skóla sendi St John Philby konu sina til Englands meö börnin en sjálfur var hann ætíö á ferðalögum. Kim ólst þvi upp hjá móöur sinni og þremur systrum. Hann gekk 1 Westminster skólann og hélt siöar til Cambridge, svipaö og Donald Maclean sýndi Kim oftast ágætan árangur i skóla en ekki mikiö St John Philby, faöir Kim Philbys: Hann var ævintýramaöur sem kom inn hjá syni sinum litilli viröingu fyrir fööurlandinu Bretlandi. Þegar hann talaöi viö fóik, hélt hann yfir þvl ræöu. „LANDRA um Philby, Burgess, MacLean, Blunt og njósní]

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.