Vísir - 07.06.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 07.06.1980, Blaðsíða 5
Laugardagur 7. júni 1980. 5 NJÓSNARARNIR SEM SKÓKU BRETLAND: Turn Játvarðs Kóngs og Þrenningarskóli I Cambridge þar sem njósn- ararnir tilvonandi stunduðu nám. meira en það. Hann þótti einrænn og sjálfur sér nægur, eins og hæfði syni St. Johns. Ahrifin frá fööurnum voru mikil, enda þótt hann hefði litla elsku sýnt syni sinum, Kim erföi frá honum sjálf- stæöið og svo að vissu marki litið álit á Bretlandi. Kim sagði oftar en einu sinni að hann liti ekki á sig sem Englending fremur en eitt- hvaö annað, enda fetaði hann að þvi leyti i fótspor föður sins að hann tók sér annað föðurland en hið eiginlega, þó það þýddi að hann yrði að snúast gegn Eng- landi. 1 ævisögunni, „Þögla striðiö”, koma hvergi fram nokkrar efa- semdir Philbys um aö hann hafi breytt rétt er hann snerist til fylg- is við sovésku leyniþjónustuna, né að hann hafi átt i nokkrum erfiö- leikum með að velja þessa leið. Þvert á móti lætur hann þess get- ið aö hann hafi gripið tækifærið tveim höndum: „Maður lætur ekki bjóða sér tvisvar i einvala- lið!” Einnig kemur þar fram fyrirlitning hans á „hinni úrkynj- uðu valdastétt” beggja vegna Atlantshafsins. Eftir að Philby hafði valiö sér leið hélt hann henni af öryggi og vissu. Sumir hafa talið Philby, liktog Maclean, hafa fundiö i kommúnismanum þá trú sem hann ekki hafði. Hins vegar er liklegra að Philby hafi fremur verið ævintýramaður, málaliði. Hann aðhylltist kommúnisma og fékk tækifæri á að starfa að framgangi hans með leynd, þaö tækifæri greip hann sem áður segir og eftir það kom- ust engar vangaveltur að, hann var að vinna fyrir ákveðinn mál- stað, naut jafnvel spennunnar, undirferlanna og valdanna. Það er nefnilega litill vafi á þvi að og Kim Philby en þeir þekktust allir meira eða minna. Það er ekki vitað hvernig sovéskir „agentar" fóru aö þvi i upphafi að nálgast kommúnist- ana ungu i Cambridge, enda skiptir tæpast verulegu máli. Hitt er ljóst að Sovétmenn lögðu á það unum og alheimskommúnisman- um meira gagn en meö opinská- um áróðri. Rússar notuðu Versl- unarráð sitt i London mjög til aö dylja njósnastarfsemi og þar störfuðu þeir menn sem taliö er vist að hafi ráöið þá félagana sem njósnara. Maður aö nafni Samuel sovésku^gentum"á liklega menn. Hann mun þá hafa bent á Guy Burgess, Donald Maclean og Kim Philby. Þremenningar- nir ráðnir Ariö 1933 tók Lady Maclean (þ.e.a.s. hin raunverulega) eftir þvi að hinn mjög svo vinstrisinn- aöi sonur hennar virtist vera að missa áhugann á pólitik. Og vinir Guy Burgess undruöust það mjög að eftir aö hann fór i ferðalag til Sovétrikjanna áriö 1934 virtist hann ekki lengur neitt yfir sig hrifinn af hinu kommúniska skipulagi og sagði sig fljótlega úr Flokknum. Hvað Kim Philby snertir varð ekki annaö séð en að hann hefði sagt skilið viö kommúnista þegar hann kom frá Vinarborg árið 1934. Vinir þeirra þremenninganna furðuðu sig á þessum umskiptum en ættingj- arnir vörpuðu flestir öndinni létt- ar, þeir heföu einungis hætt þess- um „barnaskap”. Skýringin var allt önnur. Sovéskir útsendarar höfðu haft samband við þá, skýrt út fyrir þeim að besta leiðin til að koma kommúnismanum að gagni væri að fela skoðanir sinar og vinna innan frá, ekki utan frá. Það er óljóst hvort þeir geröu sér undir- eins grein fyrir þvi að þetta þýddi njósnir, Philby þó örugglega. Philby haföi fariö til Vinar eftir að hafa lokiö prófi 1 hagfræöi viö Cambridge og lenti þar i miöjum suðupotti. Sósialistar og fasistar börðust um völdin en Dolfuss Ð í LOFTINU” Philby jxitti beinlinis gaman að starfi sinu, ólikt Burgess og sér- staklega Maclean. Anthony Blunt og postularnir Einsog fram kom hér að fram- an var kommúnismi talsvert út- breiddur i Cambridge þegar þeir félagar stunduðu þar nám upp úr 1930. Meölimir kommúnista- flokksins voru að visu fáir en þvi fleiri höfðu samúð með Sovétrikj- unum og töldu þau einasta brim- brjótinn gegn fasismanum. Það var „fint” að vera kommúnisti i Cambridge á þessum árum og fjöldamargir stúdentar sem seinna urðu áhrifamenn aðhyllt- ust Moskvu-linuna sem þeir sner- ust siöar gegn. Meöal þeirra sem ákafastir þóttu var Anthony nokkur Blunt, siðar listaráðgjafi drottningar. Hann var mikill vin- ur Burgess, enda kynvilltur eins- og hann og stóö samband þeirra allt þar til Burgess flúöi land. Blunt var i félagsskap sem kall- aðist „Postularnir”, nokkurs konar leynifélag útvaíinna snill- inga. A 19. öldinni hafði Tennyson lávaröur stofnað þetta félag en á þeim tima sem hér er til umfjöll- unar voru margir eða flestir með- limanna kommúnistar og notuöu félagið þeirri stefnu til fram- dráttar. Auk Blunts voru margir ungir menntamenn, sem siðar komust til metoröa, I þessum „exklúsiva” félagsskap. Blunt kom þvi til leiöar að Guy Burgess var tekinn i hópinn en Guy var þá mjög farinn að hallast að kommúnisma. Svipaða sögu var að segja um þá Donald Maclean mikla áherslu að finna menn sem vildu vinna fyrir þá óopinberlega, þeir geröu sér ljóst að Kommún- istaflokkur Bretlands var ekki liklegur til stórræöa og hvöttu þvi fylgismenn sina til þess að láta ekki mikið á sér bera en reyna þess i staö að koma sér vel fyrir 1 bresku samfélagi að námi loknu. Þannig gætu þeir unnið Sovétrikj- Cahan er talinn hafa stýrt verk- inu en Leonid Tólokonskij og sið- ar Ungverjinn Theodore Maly, fyrrverandi kaþólskur prestur, héldu m.a. sambandi við Philby. Hlutur Anthony Blunts I máli þessu er ekki fyllilega ljós en þó öruggt að sjálfur hafði hann ekk- ert með mannaráðningar að gera en mun aðeins hafa bent hinum Litzi Friedman Philby, fyrsta kona Kims. Þau kynntust i Austurriki þar sem Kim stóö f ströngu við að koma flóttamönnum undan nasist- um. þeirra fyrir Sovétrikin 1. hluti kanslari reyndi að halda friðinn milli þessara striðandi afla. 1 febrúar 1934 kom til mikilla átaka þar sem nasistar, með óopinber- um stuðningi stjórnarinnar, réð- ust að sósialistum og kommúnist- um sem gátu litla björg sér veitt. Miklir bardagar geisuðu i marga daga og Kim Philby tók virkan þátt I þvl aö koma flóttamönnum undan böölum nasista. Philby hafði aldrei látiö mikið uppi um skoðanir sinar og margir töldu hann á linu Verkamannaflokks- ins. Nánum vinum hans var þó ljóst aö þar fór harösnúinn kommúnisti og dvölin 1 Vin sann- færði hann endanlega. Þar taldi hann sig sjá, svo ekki varö um villst, aö aðeins harka kommún- ista gæti séö við nasistum. 1 Vin náði hann sér einnig { fyrstu konu sina (til þessa dags eru þær fimm). Það var Alice „Litzi” Friedmann, einnig sannfæröur kommúnisti. Undir sumar 1934 sneri Philby heim til Englands, albúinn að taka upp sitt nýja hlutverk sem njósnari Sovétrikjanna. Donald Maclean og Guy Burgess voru um sama bil að búa sig undir það sama. (Þráðurinn verður síðan tekinn upp að nýju næsta laugardag og þá f jallað um njósnastarfsemi Philbys, Burgess og Macleans, fall þeirra og flótta.) Samantekt: — IJ. Þessi samantekt er að mestu byggð á bókunum ,,Philby: The Spy who Betrayed a Generation" eftir Bruce Page, David Leitsch og Phillp Knightley, „The Climate of Treason" eftir Andrew Boyle og svo „Þögla strrðið" eftir Kim Philby sem komið hefur út á (slensku I eilítlð styttri út- gáfu. Auk þessa er stuðst vlð ýmsar blaða- og tlmaritsgrelnar um ýmsar hliðar málsins. Harold „Kim” Philby: „Maður læt- u r e k k i bjóða sér tvisvar i ein- valalið”, sagði Philby þegar hon- um var boð- ið að gerast njósnari fyr- ir Rússa. Hann er frægasti njósnari þessarar aldar og olli Bretum og Bandarikja- mönnum gifurlegum skaða. Gay Francis de Money Burgess: Orðhákur og spjátrungur sem gerði sitt ýtrasta til þess að táldraga alla karl- menn sem á vegi hans urðu. Undir niðri leynd- ist sterkur persónuleiki s e m v a r sannfærður um aö hann væri að gera rétt þegar hann njósn- aði fyrir Rússa. Donald Maclean: Hæglátur og feiminn ráð- herrasonur sem hélt meö indján- u n u m i kúrekaleikj- um æskunn- a r . Hið mikla and- iega álag sem var samfara njósnum og tvöföldu lif- erni átti eftir að brjóta hann næst- um niður. Anthony Blunt: Einn af fyrir- svarsmönn- um leynifé- lagsins „Postularn- i r ” f Cambridge og harður kommúnisti sem benti sovéskum útsendurum á Philby, Burgess og Maclean. Hann varð iistráðu- nautur Elisabetar drottningar áður en upp um hann komst á slð- asta ári.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.