Vísir - 07.06.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 07.06.1980, Blaðsíða 9
•*_-’tTL''l> TL.’X. ‘ «i \ v l'Lv .I. Rikissaksóknari ákvaö fyrir skömmu, samkvæmt ósk frá forráöamönnum Ríkisút- varpsins aö fela Rannsóknar- lögreglu rikisins aö framkvæma á þvi rannsókn, hve mikil brögö væru aö þvl, aö fólk skoöaöi efni af myndsegulböndum i sjón- varpstækjum á heimilum sinum meöal annars i fjölbýlishúsum i Reykjavik og Kópavogi. Eftir frumkönnun óskaöi sakóknari eftir aö rannsóknarlögreglu- menn geröu Itarlegri rannsókn á þessu „hættulega” máli, og kraföist þess jafnframt, sam- kvæmt fréttum, aö hald yröi lagt á tækjabúnaö, sem notaöur væri I þessu sambandi, svo sem myndsegulbönd, leiöslur og fleira þvi um likt. Rökstuddur grunur lék vist á, aö þessi starfsemi bryti i bága viö gildandi útvarpslög og mun þá aöallega átt viö þau tilvik þar sem nokkrir aöilar eiga mynd- segulbandstæki saman, og tengja þaö viö tæki sin þannig aö hægt sé aö skoöa efniö i mörgum ibúöum i einu. VÍSLR Laugardagur 1. júnl 1980. Þótt mörg mál séu til meðferöar hjá embætti ríkissaksóknara um þess- ar mundir snerta fá þeirra ef nokkur frelsi al- mennings í þessu landi jafnmikið og rannsóknin á myndsegulbandanotkun í f jölbýlishúsum á höfuð- borgarsvæðinu. Yfirlýs- ingar háttsettra aðila í lögreglu- og dómskerfinu um málið hafa orðið fólki mikið ihugunar- og um ræðuefni/ enda ekki að á stæðulausu og er því ætl unin að taka málið til meðferðar í ritstjórnar pistlinum að þessu sinni ásamt vangaveltum um frjálsan útvarpsrekstur. Þaö voru einmitt einstakl- ingar, sem hófu útvarpsrekstur- inn hér á landi, en rlkiö hefur aftur á móti einokaö þá starf- semi frá þvi áriö 1928. Aðrir fái útvarpsleyfi. Þaö er ekki veriö aö biöja um aö Rikisútvarpiö veröi lagt niöur, heldur aö lögum og reglu- geröum veröi breytt á þann hátt, aö einokuninni veröi aflétt og hægt veröi aö veita öörum aöilum heimild til þess aö stunda útvarpsrekstur á af- mörkuöum svæöum. Sllkt yröi aö sjálfsögöu háö ýmsum skil- yröum á svipaöan hátt og tiök- ast I þeim löndum þar sem leyföur er rekstur sjálfstæöra útvarpsstööva, eins og til dæmis I Bandarikjunum. Þar stendur rikiö ekki fyrir neinum útvarpsrekstri sjálft, heldur veitir opinber nefnd samtökum, fyrirtækjum og ein- staklingum leyfi til útvarps og sjónvarpsreksturs á ákveönum svæöum, úthlutar bylgjuiengd- um og rásum og fylgist meö aö þær reglur sem settar eru um efni og þjónustu séu haldnar. Ef stöö gerist brotleg I þeim efnum missir hún einfaldlega rekstrarleyfiö. Hvers vegna ekki á Is- landi? Margar útvarpsstöövanna i Bandarikjunum eru sérhæföar á þann hátt aö þær flytja aö meginhluta til ákveöna tegund efnis, ýmist til fræöslu eöa skemmtunar. Aörar leggja áherslu á ákveönar tegundir tónlistar, en liflegar fréttir og auglýsingar I þeim stil, sem tiökast hefur hér i sjónvarpinu setja svip á útsendingar flestra útvarpsstöövanna. Meöal sjón- varpsstöövanna eru auk stööva meö blandaö efni sérstakar fræöslustöövar, sem senda efni sitt til ákveöinna „áskrifenda” um lokaö kerfi og er þá sneitt Einkanot, einokun og Ijósvakamidlun ríkisins Fólkið orðið mjög hvekkt 1 leiöara hér i Visi um þessi mál á dögunum var lýst þeirri skoöun, aö ekkert væri i sjálfu sér viö þvi aö segja, aö opinber- ir aöilar könnuöu, hvort sllk notkun á heimilistækjum stang- aöist á viö gildandi lög, en i staö þess aö beita harkalegum aö- geröum og gera tækjabúnaöinn upptækan, töldum viö aö menn ættu aö flýta sér hægt aö fara aö þessu öllu meö gát. Þaö er þvi miöur staöreynd, aö fólk er oröiö hvekkt á enda- lausum afskiptum hins opinbera af öllu, sem þaö gerir. Nær tak- markalaus skattheimta rlkisins af myndsegulbandstækjum eins og öörum heimilistækjum ætti aö nægja þvl i þessum efnum og eignaupptaka er einkar ógeö- felld. Fjölbreytt efniá snældum Myndsegulbandstæki eru hér sem annars staöar I vestrænum lýöræöisrikjum seld á almenn- um markaöi en vegna þess hve dýr þau eru hafa ibúar á fjöl- býlishúsum staöiö sameiginlega aö kaupum slikra tækja. Allmikiö er um þaö, aö fólk taki upp úr sjónvarpinu efni, sem þaö skoöar svo I góöu tómi, en meginnotkunin i f jölbýlishús- unum mun aftur á móti vera sú, aö leika af myndsnældum efni af ýmsu tagi, sem fólk ýmist tekur á leigu eöa kaupir á al- mennum markaöi. Slikt efni er hægt aö fá I verslunum bæöi hér á landi og erlendis og er þaö yfirleitt selt meö öllum réttind- um til einkanota á sama hátt og til dæmis hljóösnældur eöa hljómplötur. Mikiö af kvikmyndunum, sem eru á boöstólum i sllku formi eru nýjar kvikmyndir og selja framleiöendur þær til einkanota á þennan hátt samtimis þvi, sem þær eru sýndar i kvik- myndahúsum, en sjónvarps- stöövar fá yfirleitt ekki bió- myndir til sýningar fyrr en þær eru komnar nokkuö til ára sinna. Framboöiö á sjónvarpsefni af þessu tagi er oröiö geysimikiö og fjölbreytt, bæöi ætlaö til skemmtunar og fróöleiks og þvi hægt aö setja saman úr þvl fjöl- breytta sjónvarpsdagskrá aö smekk hvers og eins. Einkaaf not einkaaðila Sllk notkun á myndsnældum hefur um alllangt skeiö tiökast i opinberum stofnunum til dæmis sjúkrahúsum og einnig i varö- skipum rikisins. A nú einnig aö leggja bann viö notkun hjá rlk- inu sjálfu? Þetta efni er ekki sent út á öldur ljósvakans eins og efni út- varps eöa sjónvarps og þaö nær alls ekki til almennings. Þaö er ekki flutt I ágóöaskyni og ekki er seldur aögangur aö sýningun- um. Þeir aöilar, sem rannsóknar- lögreglunni var sigaö á voru einkaaöilar, sem höföu einkaaf- not af einkaeign sinni innan veggja húseigna sinna. Ef þaö telst ekki útsending, þegar efni er flutt af myndsegulbandi beint I sjónvarpstæki, sem er I nám- unda viö þaö, hvers vegna ætti þaö þá aö veröa aö útsendingu, þegar þráöurinn sem merkiö berst eftir er oröinn svolítiö lengri og tengdur viö fleiri tæki, ólafur Ragnarsson ritstjóri skrifar ritstjórnar pistlll ef eigendur eiga þar einir hlut aö máli? Lögin ekki í takt viðtímann Þegar þessi mál voru gerö aö umtalsefni I forystugrein hér i VIsi fyrir um þaö bil hálfum mánuöi var meöal annars kom- ist svo aö oröi: „Ef niöurstaöa saksóknara veröur sú, aö einkaafnot fólks af myndsegulbandstækjum séu lögbrot, er ljóst aö lögin eru ekki i takt viö timann, enda eru þau samin áöur en menn áttuöu sig á þessari hrööu framþróun tækn- innar. Lögunum veröur þá ein- faldlega aö breyta, eöa ætla menn kannski aö banna segul- bönd? Einhvers staöar veröur aö setja mörkin”. Eflaust finnst þeim kerfis- körlum, sem vilja ganga hart fram i myndsegulbandamálinu fráleitt aö breyta lögunum. Þeir vilja sennilega uppræta þennan afþreyingarmöguleika fólksins, sem keypt hefur sér segul- bandstækin I góöri trú. Auövitaö yröi aö láta reyna á þaö á Alþingi, hvort meirihluti kjörinna fulltrúa almennings I þessu landi vill viöhafa vinnu- brögö lögreglurikja eöa stuöla aö þvi aö lifiö hér þróist áfram i frelsisátt. Ef þeir yröu á móti þvi aö fólk fengi aö horfa á sitt eigiö sjónvarpsefni, leikiö af snældum myndbanda, sem þaö á sjálft og sýnt á skjám sjón- varpstækja, sem þaö hefur keypt fyrir aflafé sitt, — þá erum viö ekki á réttri leiö. Einkarétturinn verði af- numinn. Baráttan gegn forneskjuleg- um hugsunarhætti þeirra, sem vilja stööva innanhúsnotkun myndbanda og efnis þeirra, er einn liöur I þeirri frelsisbaráttu, sem tiltölulega nýlega er hafin á vettvangi ljósvakamiölanna, út- varps og sjónvarps. Hún miöar aö þvi aö afnema einkarétt rikisins til þess aö stunda fjölmiölun af þessu tagi. Hvers vegna á sá þáttur fjöl- miölunar aö vera i höndum rikisvaldsins fremur en miölun efnis og upplýsinga á prenti? Ef einstaklingar, samtök, stofn- anir eöa sveitarfélög hafa hug á aö leggja út I slikan rekstur ætti þeim aö vera þaö jafn frjálst og aö gefa út blöö og timarit. hjá auglýsingum en reksturinn i þess staö grundvallaöur á af- notagjöldum. Hvers vegna skyldi Islending- um ekki vera treystandi til þess aö fylgja settum reglum varö- andi rekstur útvarps- eöa sjón- varpsstööva eins og fólki I ýms- um öörum vestrænum lýöræöis- rikjum? Hvaö mælir á móti þvi, aö þeir aöilar, sem áhuga hafa á aö reyna rekstur staöbundinna út- varpsstööva og eru reiöubúnir til aö taka á sig þær fjárhags- skuldbindingar, sem þvl fylgja fái aö spreyta sig? Ekkert annaö en úreltur lagabókstafur. Hefði eitt blað á vegum ríkisins verið betri kostur? Hefur þaö skaöaö islensku þjóöina eöa menningu hennar, aö hér hefur veriö rikjandi prentfrelsi, og útgáfa frétta- blaöa og timarita veriö leyfö? Halda menn i rauninni aö viö heföum komist betur af ef rlkis- valdiö heföi fengiö einkarétt á miölun prentaös máls og 1 staö blaöa-og timarita sem gefin eru út af félögum, samtökum, fyrir- tækjum og einstaklingum væri hér gefiö út eitt á vegum Is- lenska rikisins? Eöa aö engar bækur mætti gefa út nema hjá Bókaútgáfu rlkisins? Hvers vegna eigum viö þá sætta okkur viö aö rikiö hafi einkarétt á aö stunda þann þátt nútlma fjölmiölunar, sem fram fer á öldum ljósvakans eöa um lokuö kapalkerfi? Forvitnilegt væri aö fá svör einokunarmanna viö þessum spurningum. ólafur Ragnarsson. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.