Vísir - 07.06.1980, Blaðsíða 31

Vísir - 07.06.1980, Blaðsíða 31
VÍSIR Laugardagur 7. júni 1980. Sé gengi Islensku krónunnar sett á 100 áriö 1968, þá er verðgildi hennar I dag 10% af þvi sem þá var. Rýrnun verðgildisins sést best með þvl að bera saman myndirnar tvær af islensku krón- unni. Krónan aðeins 10% af ðví sem hún var fyrir 12 árum Gengissígiö 12.5% (rá áramotum Gengi íslensku krónunnar hefur sigiö gagnvart erlendum gjaldmiðlum um 12.5% frá áramótum til maí loka. A sama tíma hafa erlendir gjaldmiðlar hækkað að meðaltali gagnvart íslensku krónunni um 14.3%. Ef tekin er viðmiðun frá 1968 hefur krónan„fallið", „sigið" eða „stokkið" um 90% frá þeim tíma. Frá því að rlkisstjórnin tók ákvörðun um „gengisstökk” 31. mars sl. hefur gengi krónunnar haldið áfram að „siga” jafnt og þétt. Mest er „sigið” gagnvart vestur þýska markinu, 15,8%, en minnst gagnvart bandarikja- dollar, 5.9%. Gagnvart dönsku krónunni hefur sú Islenska „sigið” um 15.4%, sterlingspund- inu um 13.4% og sænsku krónunni um 13%. Samkvæmt hagtölum mánaðarins frá Seðlabankanum var gengi krónunnar sett i 100 árið 1968. Siðan hefur þaö „fallið”, „sigið” eða „stokkið” um tæp 90% að meöaltali gagn- vart erlendum gjaldmiðlum. Verðgildi krónunnar var þvi ekki nema rétt rúm 10% af þvi sem það var 1968. G.S. Landris er orðið meira en Dað var við síðasta gos: Vopöup gos á Leirhnjúks- svæðinu viö fullt tungl? „Landið heldur áfram að risa og er nú orðið nokkrum senti- metrum hærra en það varð hæst fyrir siðasta gos”, sagði Hjörtur Tryggvason, eftirlitsmaður Orkustofnunar á Leirhnjúks- svæðinu i samtali við Visi i gær. „Landrisið hefur verið óvenju hratt eftir gosið I september og sömu sögu er að segja um sprungugliðnunina við Leir- hnjiik”, sagði Hjörtur. „Hæð- armælingar voru gerðar I lok mai og kom þá i ljós að risið er orðið meira en það var við siöasta gos. Þaö má þvi fara að búast viö hrinu og ekki óliklegt að þaö veröi gos. Hvenær dregur til tiöinda er ekki gott aö segja. Siðustu hrinur hafa oröið við nýtt eða fullt tungl og það er fullt tungl þann 12. júni”, sagöi Hjörtur I lok sam- talsins. G.S. Þaft var ömurlegur dauðdagi sem þessi sauökind hlaut um 3 km norftan við Kisiliöjuna I Mý- vatnssveit. Ilún haffti fest I snæristægjum, eöa leifum af neti. Þá þurfti ekki að spyrja að leikslokum. Þaft veröur þvi seint fullbrýnt, aö skilja ekki úr- gang og annaft drasl eftir á viöa- vangi. Gcrviefni evðast ekki i náttúrunni, valda sóðaskap og lifendum fjörtjóni. — Ljósmynd: Snæbjörn Pétursson. , Otvarpsráð tekur „Dauða prinsessu” út at dagskrá: „Virðir viðhorl starfstólks sem að flugmálum starfar” Meirihluti útvarpsráðs samþykkti á fundi sínum i gær að taka myndina „Dauði prinsessu” út af dagskrá. Stóðu 6 útvarps- menn að bókun þessa efnis en Erna Ragnarsdóttir lagöi hins vegar fram aðra bókun þar sem hún telur að sýna eigi myndina. Fara bókanir þessar hér á eftir: Að gefnu tilefni áréttar út- varpsráð það grundvallaratriöi að markaðsaðstæður eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og hagsmunahópa ráði alls ekki efnisvali sjónvarpsins. Útvarps- ráö visar á bug öllum tilraunum slikra aðila til að koma i veg fyrir sýningu sjónvarpsefnis. Útvarpsráð viröir aftur á móti viðhorf er fram komu i undir- skriftasöfnun starfsfólks er að flugmálum starfar. Þaö varar viö þvi er það telur geta haft óheilla- vænleg áhrif á öryggi þess og starfsfrið. Með tilliti til þess að myndin „Dauði prinsessu” er hingaö komin og sett á dagskrá fyrst og fremst vegna þess umtals er hún olli I erlendum fjölmiðlum, en ekki vegna eigin gæða, sem eru umdeild, samþykkir útvarpsráð að taka myndina út af dagskrá. Erna Ragnarsdóttir stendur ekki að þessari bókun, heldur lagði hún fram eftirfarandi bók- un: ..Alitamál er hvort i upphafi hafi átt að sýna umrædda mynd „Dauði prinsessu” en sú ákvörðun liggur fyrir af hálfu útvarpsráös að myndin veröi sýnd með formála um fyrirvara hvað varðar sannleiksgildi henn- ar. Ég vil ekki gera litið úr öryggis- og atvinnusjónarmiðum, þau vega vissulega þungt. En nú á þessum timapunkti, þvert ofani fyrri ákvöröun útvarpsráðs tel ég að prinsippiö um tjáningarfrelsi og sjálfstæöi Rikisútvarpsins vegi þyngra og vil að fyrri ákvörðun um sýningu myndarinnar standi óhögguð þó umræöur sem hafa farið fram um þessa mynd og innihald hennar ætti að vera okk- ur hvatning til að auka fræðslu I rlkisfjölmiðlum um menningu og trúarbrögö annarra þjóða nær sem fjær.” Vegna bókunar Ernu Ragnars- dóttur vilja þeir 6 útvarpsráös- menn, sem aö upphaflegri bókun standa, undirstrika það sem reyndar kemur fram i 1. mgr. hennar, aö sú ákvörðun að fella niöur sýningu myndarinnar „Dauði prinsessu” vegna sér- stakra aðstæðna mun i engu raska meginreglu um tjáninga- freisi og stjálfstæði Rikisútvarps- ins. 31 þrennt á sjúkrahús All haröur árekstur varö á Akureyri um hálf ellefu leytiö I fyrrakvöld. Þar rákust saman fólksbifreiðar af Opel og Lada gerö með þeim afleiöingum að þrennt var fluttá sjúkrahús. Meiösl fólks- ins eru þó ekki talin alvarleg en bifreiðarnar skemmdust nokkuð. — Sv.G. Elnn al frðmuðum Amnesty í helmsókn Malcolm Tigerschiold deildarstjóri I aöalstöðvum Amnesty International i London er nú gestur Islands- deildarinnar. Hann flytur erindi um samtökin og störf þeirra á fundi i Norræna húsinu mánudaginn 9. júni kl. 20.30. öllum þeim sem vilja kynnast samtökunum, og þvi sem er aö gerast hjá þeim nú, er heimil þátttaka. Malcolm Tigerschiold haföi um árabil veitt forstöðu skrifstofum Amnesty i Sviþjóð áöur en hann réðst sem deildarstjóri til aðalstöðvanna I London. Hann er þvi mjög vel kunnug- ur sögu samtakanna og einnig þvi sem þar er efst á baugi núna. Almennlngi boðin uppganga Danska eftirlitsskipið FYLLA kom til Reykjavikur I gærmorgun. 1 tilefni af þessu hefur danska sendiráöið boðið al- menningi að lita um borð og skoða skipiö á morgun, sunnu- dag, milli kl. 14 og 15.30. FYLLA liggur viö Faxagarö. A.S. 50. skúlasin gagnfræðaskúla Akureyrar Gagnfræöaskóla Akureyrar var slitið i 50. sinn 31. mai sl. Skólastjóri, Sverrir Pálsson minntist tveggja fv. kennara, er látist höfðu á skólaárinu, en gat þvi næst helstu þátta i starfi skólans. Innritaður nemendur voru 693, af þeim voru 2201 11 deild- um framhaldsskólans og 473 I 21 deild grunnskólans. 16sjúkraliðar brautskráöust 1. mars sl. og hlaut Ragnheið- ur Sigfúsdóttir hæstu einkunn- ina, en á verslunarprófi uröu efst og jöfn Elin J. Jónsdóttir og Hjörtur Steinbergsson. Hæstu einkunn á heilbrigð- issviði 2. bekkjar hlaut Lis- beth Grönvaldt Björnsson, á uppcldissviði Matthildur Guð- brandsdóttir, og á viðskipta- sviöi Harpa Halldórsdóttir. Grunnskólaprófi luku 152 nemendur og hlutu 115 þeirra rétt til náms á framhalds- skólastigi. Meðaltal stiga á samræmdum prófum var vel yfir meðaltali. Nokkrir nemendur hlutu verðlaun fyrir námsárangur og félagsmálastörf. A skólaslitunum fluttu ýms- ir skólanum þakkir og ámað- aróskir og margar gjafir bár- ust. 50 ára afmælis skólans verð- ur einkum minnst 1. nóvember i haust, þegar hálf öld veröur liðin frá þvi er hann var settur I fyrsta sinn. —K.Þ. vísisbiú Vfsisbfóið I dag heitir „Undir föisku flaggi” og er þaö gam- anmynd I léttum dúr með is- lenskum texta og I lit. Að venju veröur sýningin I Hafn- arbiói og hefst hún kl. 3. ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.