Vísir - 09.06.1980, Síða 21
Mánudagur 9. júni 1980
21
til skamms tima þaö land i
Mið-Austurlöndum er hvaö lengst
haföi náö i tæknivæöingu og yfir-
bragð Teheran var nýtiskulegra
en flestra annarra borga á
þessum slóðum.
Nú eru þaö hins vegar fornir
siðir er eiga rætur sinar aö rekja
til íslam, sem i heiðri eru hafðir i
Teheran. Algengt er að sjá konur
i svörtum kuflum þar á götum og
allt skemmtanalif er bannað i
borginni. Enginn dansstaður er
t.d. opinn i allri Teheran sem þó
hefur fimm milljónir ibúa. Þvi er
það, að Iranir þeir, sem vanist
höfðu vestrænum siðum fyrir
byltinguna una hag sinum illa og
vilja flytjast úr landi. Stór hluti
tæknimenntaðs fólks hefur þegar
flust frá íran enda er margs
konar þjónusta þar i algjöru
lamasessi.
Bandariska sendiráðið
túristastaður
Ferðamenn eru fáir i íran
þessa dagana og það þarf engan
að undra sem þar hefur verið. A
Hilton-hótelinu i Teheran þar sem
blaðamaður bjó, mátti sums stað-
ar sjá kúlnagöt og voru þau frá
þeim tima er Bandarikjamenn
voru þar fjölmennir.
Atburðina við bandariska
sendiráðið þekkja allir, en sá
staður öðrum fremur hefur verið i
heimspressunni siðustu mánuð-
iná. Þegar við islenskir blaða-
menn komum þangað.var þó fátt
sem vakti athygli.
Þegar við Jóhannes Tómasson,
blaðamaðúr á Morgunblaðinu
vorum að mynda sendiráðið i bak
og fyrir með gleiðhornalinsum,
aðdráttarlinsum og alls konar
torkennilegum tólum, kom aðvif-
andi maður i herklæðum,
byltingarvörður eöa hvað það nú
var og spurði heldur byrstur
hvort við værum Amerikanar eða
Englendingar. Þegar við svör-
uðum og sögðum að við kæmum
frá litilli eyju i norðurhöfum sem
héti ísland, afhjúpaði hann tann-
garðinn i breiðu brosi og hvarf frá
við svo búið.
Annars fengum við þaö helst á
tilfinninguna að bandariska
sendiráðið væri nú orðið ekkert
annað en staður, sem ferðamenn
koma að sjá, enda gislarnir viðs
fjarri. Ungur tranbúi, Shaid að
nafni,sem við mættum við sendi-
ráðið virtist llta á okkur sem eina
af þeim fáu feröamönnum sem
eftir eru i landinu, eftir látalátum
hans að dæma.
„Þetta eru brjál-
æðingar”
tranbúar þeir sem viö höföum
samband við voru ákaflega vin-
gjarnlegir i flestum tilfellum.
Virtist sem útlendingar væru
sjaldséðir i þeirra augum og þvi
væri nauðsynlegt að sýna þeim
fáu sem eftir væru svolitla vin-
semd.
Kona ein sem blaðamaður Visis
talaði við virtist sakna ákaflega
þeirra daga sem áður voru i land-
inu og þegar hún var spurð um
ástandið þar sagði hún: „Stjórn-
endur eru brjálæðingar sem gera
ekkert til aö bæta ástandið.” Atti
hún þá m.a. við að efnahags-
vandamál landsins væru gifurleg
i kjölfar þess, að oliuframleiðsla
og útflutningur er aðeins brot af
þvisem áður var. Annar írani tók
mjög i sama streng og sagði að
svo virtist óhjákvæmilegt að til
annarrar byltingar kæmi. A
meðan biði fólk einfaldlega
aðgerðarlitiö. Taldi hann að
óánægja væri mest meðal mennt-
aðs fólks en litt menntað fólk væri
mun næmara fyrir málflutningi
Khomeini og klerka hans enda
væri hann að þeirra mati „iman”,
en svo nefnast staðgenglar spá-
mannsins Múhameðs i sita-grein
Islams.
Þetta kom einnig skemmtilega
á daginn þegar við fórum á „bas-
arinn”aðversla. Ismá-búðarholu
ætluðu Islendingar að fá sér gos-
drykki sem borga átti i dollurum,
en íranir sækjast mjög eftir þeim
gjaldmiðli, þrátt fyrir allt hatriö
á Bandarikjamönnum, sem
Khomeini hefur blásið mönnum i
brjóst. Þegar verslunareig-
andanum, sem auðheyrilega var
litiö skólagenginn, voru réttir
dollarar fussaði hann við og
sagðist ekki taka viö banda-
riskum peningum. Kom i ljós að
Khomeini var ekki langt undan
hangandi i ramma uppiá vegg að
baki kaupmannsins.
Khomeini kysstur
að skilnaði
Engum blöðum er um það að
fletta, að Khomeini trúarleiðtogi
er geysi-vinsæll á meðal þeirra
Irana sem minna kynntust vest-
rænum þægindum á dögum
Iranskeisara fyrrverandi, en það
voru einkum lægri stéttirnar.
Sérkennilegt atvik henti einn
áhafnarmeðlim Iscargo-
vélarinnar þegar hann var að
fara frá íran. Starfsmaður i flug-
höfninni hafði gefiö honum vegg-
mynd af Khomeini trúarleiðtoga,
en gamall maður og skeggjaður
stóð ár rétt hjá og horfði á. Þegar
hann varð þess áskynja að mynd-
in af Khomeini var að yfirgefa
landið laut hann að henni og
kyssti tvisvar með þeim orðum, að
óskandi væri að annar áþekkur
kæmi i hans stað.
—H.R.
Mjög margár konur I tran klæðast nú svörtum kuflum að fyrirmælum
islömsku klerkanna, en á timum keisarans var konum bannað að
klæðast á þennan hátt.
Vélaverkstæði
Bernharðs
Hannessonar s.f.
Suðurlandsbraut 12/
sími 35810.
V1ctor1a-«y]ri
aiika
feróir beint til
Rimini
Ennþá eru laus sæti í nokkrum ferðum
yy
Ferðamannastraumurinn liggur til Rimini um þessar
mundir, einnar af allra bestu baðströndunum. Ennþá
eru laus sæti í nokkrum brottförum. „Auka-auka“
ferðimar með beinu flugi á sjálfa baðströndina og
11 og 22ja daga ferðir
Brottfarardagar:
12. júní — örfá sæti laus
16. júní — „auka-auka" ferð — laus sæti
23. júní — uppselt, biðlisti
3. júlí — uppselt, biðlisti
7. júlí — „auka-auka“ ferð — laus sæti
14. júlí — örfá sæti laus
24. júlí — laus sæti
28. júlí — „auka-auka“ ferð — örfá sæti laus
4. ágúst — uppselt, biðlisti
14. ágúst — uppselt, biðlisti
18. ágúst— „auka-auka“ ferð — uppselt, biðlisti
25. ágúst — örfá sæti laus
4. sept. — uppselt, blðllsti
15. sept. — laus sætl
gistingu í íbúðum á SIR og SOLE MAR. Gisting í
öðrum ferðum í íbúðum á PORTO VERDE og
GIARDINO RICCIONE. Hótelgisting einnig
fáanleg.
rútuferó um Kaliforníu
22. júli
Fort Br»oo
Fransltco
1
Las Vsflas
an DlsflO
Einstök ferð sem aldrei gleymist. Flogið í ódýru
leiguflugi til Vancouver og ekið þaðan niður með
vesturströnd Bandaríkjanna. Fjöldi stórborga,
Disney-landið heimsfræga o. m. fl. verður skoðað.
Ótrúlega lítill akstur miðað við hina miklu yfirferð.
Áætlað verð kr. 760.000
(miðað við gistingu í 2ja manna herbergjum). Inni-
falið í verði flug Keflavík, Vancouver, Keflavík og
Las Vegas — Vancouver. Einnig allar rútuferðir,
skoðunarferðir um borgimar sem heimsóttar verða,
hótelgisting með loftkældum íbúðum og öðm til-
heyrandi og að sjálfsögðu íslensk fararstjóm.
Samvinnuferóir-Landsýn
AUSTURSTR/ET112 - SÍMAR 27077 & 28899