Vísir - 09.06.1980, Side 30
VÍSIR
Mánudagur 9. júni 1980
GUDLAUGS ÞORVALDSSONAR
Fundur í Stapa
n.k. þriðjudag 10. júní kl. 20.30.
Fundarstjóri:
TÓMAS TÓMASSON
Ræöumenn:
Páll Jónsson Guðrún Ólafsdóttir
Jóhann Einvarðsson Jón Böðvarsson
Hildur Júlíusdóttir Halla Tómasdóttir
Gunnar Jónsson
ALLIR VELKOMIMIR
Stuðningsmenn
SuMlro?®
ÍMimTS
l-K- Acryseal - Butyl - Neor
HEILDSÖLUBIRGÐIR
OflAseeirsson
i ir-ii r\\ /rnrM i iti _ ^
HEILDVERSLUNGrensásvegi 22 — Sími: 39320
105 Reykjavík— Pósthólf: 434
\”ti{ .1 •• »>,1 > i 'i
30
Hvernlg skrlfa á nðfn
kínverskra ráðamanna
Þaö leikur liklega lltill vafi á
þvi, aB Islendingar eru meðal
menntuöustu þjóBa. Aö minnsta
kosti efumst viö sjaldan um aB
svo sé. ViB btium llka yfir
sterkri áráttu aö láta I ljós hina
miklu þekkingu okkar svo aö
ekki fari milli mála hjá neinum
aö viö höfum vit á málunum.
Þaö er þvl ekki nema von aö
þegar færi gefst aö skiptast á
oröum viö einhverja af starfs-
mönnum klnverska sendiráös-
ins á íslandi leiöist margur
maðurinn I þá freistni aö láta
nokkur orö falla um klnversk
stjórnmál. Upplýsingar um
Klna I Islenskum f jölmiölum eru
orðnar mun meiri en áöur var,
þannig aö þaö er eölilegt aö
landinn vilji sýna Klnverjum aö
Hua Guofeng
hann fylgist vel meö.
Hræddur er ég þó um aö lltið
veröi um svör hjá Kínverjum
þegar viömælandi fer fjálglega
að tjá sig um þá ágætismenn
„Húa Kúafeng og Teng” eins og
tiökast hefur sums staöar aö
döutan
Ragnar
Baldursson,
Tóklo, skrifar.
rita og bera fram nöfn formanns
og varaformanns Kommúnista-
flokks Klna. Að visu er það rétt
aö þar sem starfsmenn kln-
verska sendiráðsins eru
kurteisustu menn, þá brosa þeir
bara við og eru hinir vingjarn-
legustu, þó svo aö skilji tæpast
hvað I ósköpunum um sé að
ræða. Þaö er sem sé fyrir neðan
allar hellur hversu geipilega Is-
lendingum almennt tekst aö
snúa út úr framburöi á nöfnum
forystumanna þessarar fjöl-
mennustu þjóöar veraldar.
Samkvæmt latlnuletri Kín-
verja ber aö rita nafn formanns
KFK Hua Guofeng. Réttur
framburöur á nafni hans er ná-
lægt því aö vera I Islenskri skrift
„Hva Gvoföng”. Nafn vara-
formannsins „Teng” ber nú aö
rita sem Deng Xiaoping, en
framburöur er eitthvaö svipaö
„Döng Sjápfng’LÞó svo aö Kln-
verjarskrifi nafn hins látna for-
sætisráöherra sins „Zhou
Enlai” (framboriö eitthvaö I
llkingu viö „Dsó Enlæ”), þá
mun víst vera allt i lagi aö bera
nafn hans áfram fram á
Islenska vísu sem Sjú Enlæ, hér
bera Japanir svipaö fram og ís-
lendingar.
Nýjar stjörnur á himni kln-
verskra stjórnmálaeru svo þeir
Hu Yaobang, ritari kinverska
kommúnistaflokksins, og Zhao
Ziyang, fyrsti varaforsætisráð-
herra landsins og llklegt for-
sætisráðherraefni. Þaö er sjálf-
sagt fyrir alla íslendinga, sem
hafa áhuga á kínverskum
stjórnmálum, aö vita aö Hu
Yaobanger boriöfram sem „Hú
Jábang” og Shao Ziyang nálg-
ast þaö að vera boriö fram sem
„Dsá Dsjuang”.
Þaö er þó rétt aö geta þess aö
nöfn þessi eru krydduð tónum
þegar Klnverja bera þau fram
og ýmis hljóö I kfnversku eru
ekki til I Islensku og þvi erfitt aö
ná alveg réttum framburöi á
kínverskum nöfnum, enda getur
enginn ætlast til þess aö íslend-
ingar snúi upp á sér tunguna
þegar taliö berst aö klnverskum
stjórnmálum.
Tókió, 13. mal 1980.
HUGMYND ER TIL
ALLS FYRST”
- segja eigendur nýstofnaðs fyrírtækís „Hugmynd h.f/
„Þetta er sjálfstæö ráögjafar-
þjónusta,” sögöu þeir Egill Eö-
varösson og Björn Björnsson, aö
væri aöalstarfssviö fyrirtækis-
ins „Hugmynd h.f.” en þaö er
nýtt fyrirtæki, sem býöur
auglýsingastofum og fram-
leiöendum auglýsinga sérþekk-
ingu á sjónvarpi.
„Hugmynd h.f.” er hlutafélag
og eru aðaleigendurnir þeir Eg-
ill Eövarðsson og Björn Björns-
son. Þeir félagar eru báöir þaul-
vanir sjónvarpsmenn og hafa
báöir starfaö viö sjónvarpiö,
Egill er þar enn, en Björn hætti
fyrir þrem árum.
„Hugmynd h.f.” tók til starfa
I mal s.l. og eru þeir þegar
famir að vinna aö mörgum
auglýsingum, þótt engin hafi
enn litiö dagsins ljós, þar sem
framleiöslutími auglýsinga er 6-
8 vikur.
Þeir sögöu, aö fyrirtækiö væri
algerlega óháö auglýsingastof-
um og framleiöendum auglýs-
inga og tæki ekki aö sér aöra
auglýsingagerö en hugmynda-
vinnu og handritagerö. Einnig
sögöu þeir, aö þjónusta sem
þessi.væri fastur liöur I auglýs-
ingagerö vlöast erlendis. Þetta
sparaöi framkvæmdatlma, sem
annars færi I tilraunir, auk þess
sem allt yröi aögengilegra fyrir
þá, sem fullvinna auglýsinguna
Sjónvarpiö væri I viöeigandi til-
vikum áhrifamesta og jafn-
framt ódýrasta auglýsing sem
völ væri á. Gerö slikra auglýs-
inga færi vaxandi og sama
mætti segja um kröfur þeirra,
sem aö þeim stæöu, þ.e.a.s.
auglýsenda og framleiðenda,
jafnt sem neytenda. Forsenda
góörar sjónvarpsauglýsingar
væri fyrst og fremst fagleg og
vönduö hugmyndavinna I upp-
hafi, en aö mati þeirra Egils og
Björns hefur þeim liö alls ekki
veriö nógu mikill gaumur gef-
inn. Því betri grunnur, sem
lagður væri aö auglýsingunni,
þeim mun meiri áhrif heföi hún,
og lengra notkunargildi.
Þeir sögöu, aö með þessu
væru þeir alls ekki I samkeppni
viö auglýsingastofur, heldur
væri hér um aö ræða enn eitt
skrefiö, sem óstigiö heföi veriö I
gerö sjónvarpsauglýsinga.
Þeir Egill og Björn sögöu, aö
takmörk fyrirtækisins væru enn
ekki endanlega séö. Áhugi á
kvikmyndagerö annarri en
auglýsingum væri fyrir hendi
hjá þeim báöum, eftir þvi sem
aöstæöur leyföu, svo aö vel
kæmi til greina aö færa út
kviarnar slöar. T.d. væru þeir
aö vinna núna aö kvikmyndinni
„TIvolI” sem hlaut styrk úr
Kvikmyndasjóöi en aö henni
standa Jakob Magnússon og
Stuðmannahópurinn, auk þeirra
Egils og Björns. Hlutverk
þeirra síöastnefndu er aö útbúa
kvikmyndahandrit, en frum-
drög að handriti liggur fyrir frá
Jakobi. Aætlað er aö taka
myndina upp sumariö 1981, en
þetta er söngva- og gleðimynd,
unnin út frá sömu hugmynd og
platan fræga, TIvolI.
Aö lokum tóku þeir félagar,
fram, aö það sama gilti um
sjónvarpsauglýsingar og svo
margt annaö, aö hugmynd væri
til alls fyrst, ekki slst góö hug-
mynd.
—K.Þ.
Aöaleigendur og starfsmenn Hugmyndar hf„ þeir Egill Eövarösson
t.v. og Björn Björnsson. (Vlsismynd JA).