Vísir - 10.06.1980, Blaðsíða 7

Vísir - 10.06.1980, Blaðsíða 7
K « » Umsjón: Gylfi Kristjánsson Kjartan L. Pálsson Sigþór ómarsson „stangar” knöttinn inn I markiö hjá Þrótti, eftir aö Guöjón Þóröarson haföi kastaö honum til hans í leiknum f gærkvöldi. Visismynd Friöþjófur. Hvar var bessi létt leiKna knaltsnyrna? Sá franski var öruggur með sverðið Frakkinn Philippe Ribaud sigraöi i heimsmeistarkepp- ninni i skylmingum, sem háð var i Melbourne I Ástraliu fyrir nokkru. Ribaud, sem hlaut silfurverö- launin i heimsmeistarakeppn- inni I skylmingum i fyrra, sigr- aöi nii meö nokkrum yfirburð- um og þótti sýna einstakt öryggi. Annar i keppninni aö þessu sinni varö Ungverjinn Erno Kolczonay, en bronsverölaunin féllu i skaut Sovétmannsins Lessek Swornowski. Þaö vakti mikla athygli i þessari heimsmeistarakeppni, aö meistarinn frá i fyrra, Alex- ander Pusch frá Vestur-Þýska- landi og meistarinn tvö ár i röö þará undan, Sviinn Rolf Ediing, voru slegnir út i forkeppninni.... — klp — STAÐAN Staöan i 1. deild Islandsmótsins iknattspyrnu eftir leikina i gær- kvöldi: Þróttur-Akranes .1:1 Keflavik-Fram 0:0 Fram ....5 4 1 0 5:0 9 Valur ... .5 4 0 1 17:5 8 Keflavik 1 6:5 6 Akranes 2 5:7 5 Breiöablik ... 3 8:9 4 Vikingur 2 5:6 4 KR 3 3:6 4 Vestm.ey 5 2 ( I 3 310 4 Þróttur ....5 1 1 3 4:5 3 FH ....5 1 1 3 7:11 3 NÆSTU LEIKIR: Leikimir i 6. umferö fara fram um næstu helgi og mætast þá á laugardaginn Akranes-KR, Vestmannaeyjar-Keflavik og Breiðablik-FH. A sunnudag leika Fram-Vikingur og á mánudag Þróttur-Valur. „Komið og sjáiö létt leikna og skemmtilega knattspyrnu leik á Laugardalsvellinum i kvöld”, hljómaöi auglýsingin , sem send var út á öldum ljósvakans i gær- kvöldi til aö minna fólk á og lokka það til aö koma á leik Þróttar og Akraness í 1. deildinni. Ekki er annað hægt að segja en að þessi auglýsing hafi verið ein- tóm blekking og skrum. Knatt- spyrnan, sem þessi félög buðu á- horfendum sínum upp á var nefnilega allt annað en létt leikin og þvi siður bauð hún upp á nokkra skemmtun. Leikurinn var þóf og þvæia frá upphafi til enda, og voru jafnvel hinir hörðustu vallargestir farnir að bera þennan leik saman viö leik KR og Víkings á dögunum, en hann er eitt að allélegasta, sem þeim hefur verið boðið upp á i Laugardalnum i áraraðir og eru þeir þó ýmsu vanir þaðan. í þessum leik eins og svo mörg- um öðrum hömuðust allir við að brjóta niður spilið hjá andstæð- ingnum en enginn við að byggja neitt upp I staðinn, og gekk þvi knötturinn lengst af mótherja á milli. Harkan var mikil I leiknum og átti dómarinn Sævar Sigurös- son mikla sök á þvi, en hann leyfði mönnum hrindingar og kýl- ingar óátalið allan leikinn. Hann sá sig þó tilneyddan að taka upp „gula spjaldið” og áminna einn mann úr hvoru liði fyrir of grófan leik, og það „rauða” varð hann að taka upp undir lokin, þegar Baldur Hann- esson, Þrótti sló Kristján Olgeirs- son 1A niður með miklu hnefa- höggi, en þá var Baldur aðeins búinn að vera inni á 1 nokkrar minútur. Sævar lék einnig stórt hlutverk I báðum mörkunum, sem skoruð voru. Skagamenn sáu um það fyrra, er Guðjón Þórðarson kast- aði knettinum inn i vitateig Þrótt- ar. Þar var ekkert flautað á bak- hrindingar og „blokkeringar” Skagamanna á Þróttara og fékk knötturinn þannig að berast til Sigþórs Ömarssonar, sem „stangaði” hann inn af örstuttu færi. Þegar fimm minútur voru til leiksloka, jöfnuðu Þróttarar úr vitaspyrnu, sem þeir voru jafnvel sjálfir sammála um eftir leikinn, að hefði verið kolrangur dómur. Páll Ólafsson óð þá inn i teiginn með knöttinn á tánum, en var felldur af Skagamanninum sterka, Sigurði Halldórssyni. Bar mönnum almennnt saman um að knötturinn hafi verið á milli þeg- ar Páll féll með tilheyrandi ópum oghandapatisemhefðisómt sér vel á fjölum ÞjóðleikhússinS. úr þessu vito skoraði svo Daði Harð- arson örugglega. Úrslitin 1:1 voru nokkuð sann- gjörn miðað við allan gang. Skagamenn voru öllu aðgangs- harðari I fyrri hálfleiknum, en i þeim siðari kom öllu meir fra Þrótturum. Enginn bar þó neitt af öðrum i þeirra röðum, nema þá helst Skotinn Harry Hill, sem var puðandi allan leikinn og gerði oft heiöarlega tilraunir til að senda knöttinn á óvaldaðan mann. Jón Þorbjörnsson — áður markmaöur Akraness.virtist óöruggur I byrj- un leiksins gegn sinum gömlu fé- lögum, en það fór af honum er á leiö. Bjarni Sigurðsson i Skaga- markinu var afturá móti öruggur allan timann og sama má segja um Jón Gunnlaugsson, sem var jafnbestur I liöi 1A i þessum leik. Þá var Guðjón Þórðarson einnig góður I vörninni, en af þeim sem framar voru bar mest á gjörðum „Viö höfum aldrei fengið eins gróft lið I heimsókn hingað til Keflavikur og þetta Framliö, og dómarinn, sem með þvi kom úr Reykjavlkinni, er ein lélegasta sendingin af þvi taginu sém komið hefur hingað i mörg ár”, sagði einn hinna liðlega 1200 áhorfenda, þegar hann yfirgaf knattspymuvöllinn i Keflavik I gærkvöldi eftir „átök” ÍBK og Fram i 1. deildinni þar i gær- kvöldi. Keflvikingar hafa ekki kallað allt ömmu slna þegar um hörku er að ræða I knattspyrnu, en það sem þeir fengu að sjá i þessum leik var langt fyrir neöan þeirra smekk!! Afbrotaferill Fram i þessum leik hdfst I 6. minútu með ljótu broti Kristins Atlasonar og hon- um lauk á 90 minútu með hrika- broti Gunnars Snorrasonar, sem þá haföi veriöinni á i 3 minútur og aldrei sparkað I boltann. En hann náði aö sparka I einn Keflviking og var sá fluttur á sjúkrahús með stórskaddaðhné. Þar var þá fyrir Arna Sveinssonar. Hann var þó orðinn i heldur þungu skapi undir lokin, enda kom þá frekar fátt gott frá honum. Gleymdi hann þá annar úr Keflavikurliðinu með stóran skurð á kálfa eftir spark aftan frá!! Fyrstu sex minúturnar voru rólegar og þá leikin sú litla knattspyrna sem I leiknum sást án þess að brotið væri á manni. Eftir það byrjuðu lætin, dómarinn Arnór óskarsson missti öll tök á leiknum þegar I byrjun — byrjaði raunar á þvi að þora ekki að dæma vitaspyrnu á Fram, eftir aö Steinari Jóhannssyni haföi verið brugöiö I vitateignum og annaö állka fylgdi eftir það. Keflvikingar sóttu meir I upp- hafi og áttu nokkur skot, en það sem kom á markið tók Guö- mundur Baldvinsson örugglega og bjargaði einnig meö úthlaup- um — jafnvel langt út fyrir vita- teig. En opin færi fengu Keflvik- ingar ekki. Varla var við þvi bú- ist, þvi að sjaldnar voru færri en 7 Framarar inn i vitateignum fyrir utan markmann og þar þvl litill friður til að athafna sig. Framlina Framara var heldur fámennaf þessum sökum, og eina sýnilega, eins og svo margir aðrir I þessum leik, að hafa gaman af þvi sem hann var að gera... — klp— sem hún gerði og gat var að heyja kapphlaup viö Keflvlkinga um knöttinn, þegarhonum var spyrnt sem lengst frá marki. Þessum kapphlaupum töpuðu Framarar 1 flest skiptin, svo að þeir skoruöu ekki neitt mark I öllum leiknum frekaren Keflvikingar. En þetta var fyrsta stigiö sem Fram tapar I þessu móti og geta Keflvikingar veriö ánægðir með það þótt þeim hafi annars fundist fátt I þessum leik, sem vert var að vera ánægð- ir með. Þeir gátu llka veriö ánægöir með markmann sinn, Jón örvar og þá Ólaf Júliusson, Guðjón Guö- mundsson, Ragnar Margeirsson og Hilmar Hjálmarsson, sem gerðu margt laglegt I leiknum. Hjá Fram var Guðmundur Baldursson markvörður einna bestur. Pétur Ormslev sýndi og góöa takta og Marteinn Geirsson sem var höfuöið I varnarleiknum mikla hjá Fram. Margir voru lélegir I báðum liö- um, en sá lélegasti á vellinum var samt Arnór Oskarsson dómari.... S.St Keflavlk/—klp— Með takkaförin langt upp á bak

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.