Vísir - 10.06.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 10.06.1980, Blaðsíða 8
VÍSIR Þri&judagur 10. júnf 1980. Útgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Oavlft Guftmundsson. Ritstjórar: ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guftmundur G. Pétursson. Blaftamenn: Axel Ammendrup, Frifta AstvaldsdOttir, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónlna Michaelsdóttir, Kristin Þorstelnsdóttir, Magdalena Schram, Páll AAagnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn J. Hafstein. Blaftamaftur á Akureyri: GIsli Sigur- gelrsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir; Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurftur R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúla 14 simi 86611 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 simar 86611 og 82260. Afgreiðsia: Stakkholti 2-4 simi 86611. Askriftargjald er kr.SOOO á mánufti innanlands og verð I lausasölu 250 krónur ein- takið. Vísirer prentaftur I Blaðaprenti h.f. Siftumúla 14. STAÐREYNDIR OG SKATTPENINGAR Tölulegar staöreyndir, sem Vlsir hefur birt um fjárveitingar hins opinbera til rithöf- unda, hafa fariö heldur illa ofan i ýmsa þeirra. En hvernig værinú aö ræöa málefnalega til dæmis um „eignarrétt” höfunda á hluta af söluskatti þeim, sem almenningur greiöir til rikisins? Úttekt Vísis á greiðslum til rit- höfunda úr opinberum sjóðum hefur aldeilis farið fyrir brjóstið á ýmsum úr þeirri stétt. Yfirlit þetta, sem birt var á dögunum náði til umræddra greiðslna síð- ustu fimm árin, en það var birt í þremur ítarlegum fréttaaukum, sem Elías Snæland Jónsson, rit- stjórnarfulltrúi.tók saman. Engum virðist þó hafa svelgst jafn heiftarlega á þessum stað- reyndum og Þorgeiri Þorgeirs- syni, rithöfundi, sem sendir Elíasi tóninn í þeim stíl, sem Þor- geir hefur tamið sér, þar sem skítkastið er ekki sparað frekar en fyrri daginn. Fáir menn virð- ast leggja jafn mikið upp úr því að verða píslarvottar eins og Þorgeir og þar sem Vísir birti ekki annað en tölur og staðreynd- ir neyðist Þorgeir sjálfur til að kalla sig „sníkjudýr", orði sem hann hefði eflaust viljað sjá í grein Elíasar. Það gerir hann af ásettu ráði innan gæsalappa, í voninni um að einhverjir lesenda haldi að orðið hafi verið notað í þeirri úttekt Vísis, sem hann gerir að umtalsefni. Vinir hans á Þjóðviljanum éta svo allan óþverrann upp úr grein hans og endurbirta og kalla fréttaauka Vísis, þar sem ekki var lagður dómur á eitt eða neitt, áróðursherferð. Það er nú meira, hvað þetta eru viðkvæm mál. Eru ekki f jár- veitingar úr opinberum sjóðum opinber mál, sem almenningur í landinu hefur fullt leyfi til að kynna sér? A slikt að vera einka- mál einhverrar menningarklíku? Vegna þessarar taugaveiklun- ar er ástæða til að ítreka hér það, sem sagtvar um þessa umfjöllun í blaðinu, þegar hún birtist. Teknar voru saman staðreyndir málsins, en enginn dómur lagður á það, hvort fjárveitingar til þessara hluta væru of miklar, eða hvort f jármagnið hefði lent á þeim stöðum, þar sem það gerði mest gagn fyrir íslenskar bók- menntir. Um það var sagt að les- endur Vísis yrðu að mynda sér sína eigin skoðun. Heldur virðist það hæpin kenn- ing sem talsmenn rithöfunda hafa sett fram, að rithöfundar „eigi" söluskattinn af bókunum, sem gefnar eru út hér á landi. Hvað um söluskatt af öðru hlið- stæðu, sem hér er selt? Eiga þá lagasmiðir söluskattinn, sem innheimtur er af hljómplötum? Og þá vaknar spurningin um það, hvortaðrir en upphafsmenn viðkomandi framleiðslu eigi þá ekki einhvern hlut að máli og sanngjarnt sé að skipta sölu- skattinum á milli aðilanna allra. En setjum sem svo, að allir væru sáttir við það, að sölu- skattstekjum af bókum væri út- hlutað til rithöfunda: hvers vegna er það þá ekki gert í sam- ræmi við seldan eintakafjölda hvers höfundar um sig, í stað þess að ýmsir útvaldir eru látnir njóta þessara peninga? Úr því að yfirlitsgreinar Vísis um f járframlög hins opinbera til rithöfunda hafa orðið tilefni um- ræðna um söluskattsmálin meðal annars, væri ekki úr vegi að ein- hverjir talsmenn þessa lista- mannahóps, sem. geta tjáð sig málefnalega um þessi efni, láti frá sér heyra á síðum Vísis. r Skoðanakönnun I Vísls: ■ HVERNIG S SKIPTAST ■ ALDURS- ■ HÓPARNIR A FRAM- í skoðanakönnun Visis um fylgi forseta- frambjóðenda voru svör þátttakenda m.a. flokkuð eftir aldri þeirra. Hér á siðunni eru birtar tvær töflur um þetta efni. Á annarri töflunni má sjá, hvernig kjósendur skiptast á milli forsetaframbjóöenda eftir aldri. A hinni töflunni má hins vegar sjá hvernig fylgi hvers fram- bjóöanda fyrir sig skiptist eftir aldri kjósenda. Athygli vekur, aö meöal þéirra, sem annaö hvort eru óá- kveönir eöa neita að svara, er margt fólk á efri árum, en yngra fólkið viröist bæöi vera frekarbúiöaögera upp hug sinn og reiöubúnara aö skýra frá skoöunum sinum. Þá kemur einnig fram, aö meöal allra yngstu kjósendanna — þeirra sem eru 20-24 ára — er Vigdis Finnbogadóttir vinsæi- ust, en Guölaugur Þorvaldsson hefur hins vegar vinninginn hjá þeim, sem eru á aldrinum 25-29 ára, og hjá kjósendum á miöj- um aldri. — ESJ. Skipiing tlltekinna aldurshópa á miíli fránídióðéndíTí""% ""T 70 og eldri 60-69 ára 50-59 ára 40-49 ára 30-39 ára 25-29 ára 20-24 ára Albert 6.10 10.17 9.92 18.18 14.12 17.35 11.96 Guðlaugur 18.29 16.95 29.01 24.79 28.82 30.61 22.83 Pétur 12.20 12.71 11.45 7.44 6.47 5.10 9.78 Vígdís 18.29 13.56 19.85 22.31 27.06 14.29 29.35 Óákveðnir 29.27 30.51 22.14 21.49 19.41 26.53 23.91 Neita að svara 15.85 16.10 7.63 5.79 4.12 6.12 2.17 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% Skipting fylgis frambjóðenda á milli tilteklnna aldursflokka í % Albert Guðlaugur Pétur Vigdís óákveðnir Neita að svara 70 og eldri 4.81 7.39 13.51 8.78 12.25 20.31 60-69 ára 11.54 9.85 20.27 9.36 18.37 29.69 50-59 ára 12.5 18.72 20.27 15.21 14.80 15.63 40-49 ára 21.15 14.78 12.16 15.79 13.27 10.94 30-39 ára 23.08 24.14 14.87 26.90 16.84 10.94 25-29 ára 16.35 14.78 6.76 8.19 13.27 9.38 20-24 ára 10.58 10.35 12.16 15.79 11.22 3.13 100% 100% 100% 100% 100% 100%

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.