Vísir - 10.06.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 10.06.1980, Blaðsíða 9
VISIR Þriöjudagur 10. júnl 1980. 9 Staða sjavarutvegsíns - . grein í „utan 9 Stundum hafa menn sagt ■ skyrslu Hafrannsóknarstofnun- 9 ar vera meö ákveðnum lit, og ■ fer liturinn eftir hversu alvarleg • tíðindi skýrslan flytur um | ástand fiskistofnanna. Frægust ■ er sjálfsagt „Svarta skýrslan”, 9 sem sumir sögðu reyndar að ™ hefði upplitast og væri orðin | grá, en hvað sem um það er, : hafa menn jafnan leitast við að | gera litið Ur skýrslunum, hafi þær komið illa við hagsmuni I þeirra. INiutiu þúsund tonn út fyrir I skynsamleg mörk. Hvaða litur sem er á skýrslu 9 Hafrannsóknarstofnunar i ár, er ■ þaðvfst aðhUn gerir ráðfyrir að 9 nauðsynlegt sé að takmarka ■ afla ársins 1980 að þvi marki að 9 heildaraflinn af helstu nytja- I fiskunum ætti að dragast saman 9 um þvi sem næst 20% frá siðasta ■ ári. ® Alvarlegast er ástandið, eins | og alþjóð er auðvitað kunnugt, i “ þorskstofninum og loðnunni. I Stofnunin telur nauðsyn að tak- marka þorskveiðarnar við 300 ! þUsund tonn, ef einhver von á að . vera um betri tið framundan. jw Haldist sóknin hins vegar ■ óbreytt má bUast við sama | hjakkinu á næstu árum, og sigur Iþó heldur á ógæfuhliðina. Loönuveiði umfram 300 þUs- hb und tonn frá áramótum til ■ vertiðarloka er talin fullkomin ■ heimska, eöa eins og það er orð- 9 að I skýrslunni: „Frekari skerð- ■ ingu hrygningarstofnsins verð- 9 ur að telja utan skynsamlegra I marka”. Aflinn á umræddu ■ timabili fór þó 90 þUs. tonn Ut- I fyrir skynsamleg mörk og verö- * ur hver að draga sina ályktun af 9 þvi. Það skip, sem verst fer i sjó. L Hiö skemmtilega orðalag Hafrannsóknarstofnunar, þegar hUn metur viöbrögð viðkomandi manna á niðurstöðum hennar i loðnurannsóknum, leiöir til hug- leiðinga um sitt af hverju af sama stofni. Þá verða fyrst fyr- ir viðbrögð okkar við minnkandi fiskistofnum og ráðum fiski- fræðinga til að endurreisa þá. Sfðan leiðir hvaö af öðru þangaö til komið er að þvi skipi tslend- inga, sem flestir hafa afskipti af skynsamiegra marka og verst fer i sjó allra skipa okk- ar, sjálfri þjóðarskUtunni. Að lokinni sllkri yfirferð vaknar manni sU spurning, hvort stjórnun mála verði ekki „að telja utan skynsamlegra marka”. Það er ekki gott að ákvarða hvar upphaf óskynsamlegra at- hafna okkar er. Ef til vill hefur það verið um það leyti sem blekið var að þorna á friðar- samningi okkar við Breta, að afloknu þorskastriði, að þáver- andi sjávarútvegsráðherra lýsti þeirri skoðun sinni að fiskifræð- ingum skyldi tekið með miklum fyrirvara, sennilega er það þó miklu eldra. Þau háþróuðu tækni- undur Hvort sem menn vilja þvarga lengur eða skemur um á orðum hverra skuli taka mest mark fiskifræöinga, stjórnmála- manna eða sjálfskipaðra fræð- inga meðal Utgerðarmanna og sjómanna, verður sU staðreynd ekki sniðgengin að nU er veru- lega miklu minni fiskur i sjón- um umhverfis ísland en áður var. SU staðreynd sést ef til vill best á þvi að litlu, frumstæðu togararnir, sem íslendingar áttu á fjórða áratug þessarar aldar, fengu tvöfaldan afla á við þau háþróuðu tækniundur, sem nUtima togarar eru á hverjum Uthaldsdegi. NU eru nokkur ár liðin siðan okkur var þessi staðreynd ljós og siðan höfum við háð heilagt strið um þorskinn við Breta, fullir vandlætingar á skyn- semisskorti Bretanna, sem skildu ekki þörfina og lögðum mannslif I hættu til aö tryggja skynsamlega nýtingu fiskistofn- anna. Þvi striði lauk með fræg- um sigri okkar og við tókum til við að yrkja okkar garð, eða hvað? ónei og aldeilis ekki Það var ljóst að við uröum að sætta okkur við nokkuð minnk- aðan sjávarafla — og þá um leið minnkaðar þjóðartekjur — um fárra ára bil, á meðan fiski- stofnarnir voru að ná sér á strik og aukast i það horf að geta gef- ið af sér nægilega mikið til að Hfskjör okkar héldust i hendur við það besta sem þekkist hjá öðrum þjóðum. Þá lá auðvitað beinast við að nýta það sem við áttum sem allra best. Sækja þann afla sem við máttum taka, með eins litlum tilkostnaði og hægt var að komast af með og undirbyggja framtiðina. En ónei og aldeilis ekki, það var ekki rétta leiðin!! Við eyð- um milljörðum á milljarða ofan i kaup á nýjum og sifellt full- komnari skipum og eftir þvi sem fiskunum fækkar I sjónum, bætum við nýjum skipum i flot- ann með enn fullkomnari leitar- tækjum — ef hægt er — til að tryggja að hvert bein finnist. Fréttaauki Flaggað fyrir heimsku I hvert sinn sem við flöggum fyrir nýju skipi, erum við i raun að flagga fyrir nýrri viðbót við efnahagserfiðleika okkar, nýrri seinkun á aukningu fiskistofn- anna og jafnvel aukinni hættu á eyðingu þeirra, sem við höfum keypt yfir okkur með peningum, sem við höföum mikla þörf á að verja á skynsamlegan hátt. Afleiðingin er auðsæ. Aflinn getur ekki staðið undir kostnaði við öflun hans, það verður að fella gengi, viðhalda verðbólgu og leyfa afla, sem „verður að telja utan skynsamlegra marka”, sem þýöir að i róleg- heitum erum við aö kvelja lifið Ur gæsinni, sem verpir gullegg- inu, enda minnkar eggið með hverju ári ef svo fer fram sem horfir, Sjö ára fjötrar NU eigum við svo mikinn og fullkominn fiskiskipaflota að hann ætti viðeðlilegar aðstæður að geta veitt allt sem má taka af fiskistofnunum á um þaö bil tveim mánuðum. Samt höldum við áfram að kaupa skip og nýj- ustu togararnir okkar kosta hingaökomnirum 2,4 milljarða. Það eru engir möguleikar á öðru en að þeir verði stór baggi á þjóðinni, því að meðalafli á togara má ekki vera meiri en um 2000 tonn á ári og með nU- verandi veröi á fiski tekur það skipið sjö ár aö veiða fyrir kaupverði sínu einu, og þá má ekkert fara í veiðarfæri, laun, ollu, vexti eða yfirleitt nokkuð annað. Veiði skipið hins vegar meira, er það á kostnaö annarra skipa, sem verða að veiða minna að sama skapi, þvl heildaraflinn má ekki aukast. Niðurstaöa þess dæmis getur ekki verið nema ein: Það er svo margfald- ur tilkostnaður við fiskveiðar okkar, að hann er trUlega sá grunnur, sem efnahagsvandi okkar hvllir á. Hringiða græðginnar Enn ein afleiöing af gifurlegri stærð fiskiskipaflotans umfram þarfir, er að frystihúsin verður líka að byggja upp af stærð langt umfram það sem þau þurfa að vera til að anna þeim afla sem að þeim berst, ef hann dreifist jafnt á árið. Flotinn mokar ársaflanum upp á nokkr- um mánuðum og frystihúsin veröa að geta tekið viö honum þegar hann berst. Þar af leiöir að frystihUsin i landinu eru ekki hálfnýtt. Viðbrögðin? JU, kaupa fleiri skip til að afla verkefna fyrir frystihUsiö og slðan að heimta fé af rlkinu til að bæta tækjakost fry stihUssins svo það geti afkastað auknum afla á enn styttri tíma. Og enn minnkar nýtingin og afkoman versnar. Að sjálfsögðu getur fyrirtæki, sem nýtir afkastagetu sina ekki nema að 1/3, haft rekstrarafkomu til að kaupa hráefni á veröi, sem er miklu hærra en vera þarf — vegna þess hvað tilkostnaöur við öflun þess er margfaldur — og skilað slðan fullunninni vöru til viöskiptavina Ut um heim á samkeppnisfæru verði. Misjafnt gildi fræðanna Skylt er að geta þess að mjög er mismunandi hvernig nýting frystihUsanna er. A nokkrum stöðum er hUn mjög góð, enda kvarta forráðamenn þeirra húsa ekki undan afkomunni. Suð-vesturhornið (Reykjavlk og suður um til Grindavíkur) skil- ar aftur á móti ákaflega slæmri nýtingu, 33,5% á mesta aflaári islenskra fiskveiða. Þaðan heyrist lika stööugur barlómur um afleita afkomu og Byggöa- sjóði er kennt um, hann hefur ekki verið nógu örlátur á fé. Undirritaður fékk þá tilfinningu þegar rætt var við talsmenn frystiiðnaðarins, að þeir væru mun betur að sér I lánaskýrsl- um Byggðasjóös en nýtingar- skýrslum frystihUsanna. Fullgild rök Engin ástæða er til að rengja niðurstöður Áætlanadeildar Framkvæmdastofnunar rlkisins um afkastagetu frystihUsanna. Þvert á móti eru mörg rök sem ?tyðja þær. Fyrst er að sum hUsin skila meiri nýtingu en áætlanadeildin ætlar þeim, enda er nýtingarmarkið sett lágt, eins og kom fram I slðustu grein undirritaös um efnið. öll frysti- hUsin eru reiknuð Ut með sömu aðferð og fengu á slnum tlma Utreikningana senda án þess að nokkurt þeirra gerði athuga- semd við þá. Og siðast en ekki sist verður þess ekki vart á skýrslum að nýting aflans hafi verið verri hér sunnan og suð- vestanlands, þau ár sem frysti- hUsin I Vestmannaeyjum voru óvirk vegna gossins. Þó hafa hUsin þar 20% af afkastagetu hUsanna á svæðinu. ótrúlega litil hyggindi Þaö má auðvitað ekki segja opinberlega að græðgi og hags- munapot hafi ráðið gerðum manna, þegar þeir krefjast að fá að kaupa skip eða byggja frystihUs, sem óhjákvæmilega hljóta að baka þjóðinni mikinn skaöa. En þegar við horfumst I augu viö að þjóðarverðmætum hefur verið sóað I skipaflota, sem getur veitt margfalt það magn, sem við megum taka Ur þegar ofveiddum stofnum og I fyrstihUs með þrefalda getu á viö þarfir — og það á sama tlma og erfitt er aö finna markaði fyrir ofveiðina — er óhætt að segja að ákvarðanir hafa verið teknar af ótrúlega litlum hygg- indum. Framferði okkar „verður aö teljast utan skynsamlegra marka”. sv

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.