Vísir - 10.06.1980, Blaðsíða 15

Vísir - 10.06.1980, Blaðsíða 15
VlSIR Þriðjudagur 10. júnl 1980. r.......... Almenna bókafélagið 25 ára: „MENNING A EINS VÆGIIM KJðRUM OG UNNT ER...” Almenna bókafélagið var til þess stofnaB, „að efla menningu þjóðarinnar með útgáfu úrvals- rita i fræðum og skáldskap og veita mönnum kost á að eignast þau með eins vægum kjörum og unnt reynist..” segir i ávarpi til landsmanna frá stjórn og bók- menntaráði Almenna bóka- félagsins, sem birt var þ. 17.júni á árinu 1955, stofnári félagsins. í tilefni 25 ára afmælis félagsins þótti þvi ekki sist úr vegi, að spyrjast fyrir um að hve miklu leyti bókafélagið þjónaði þessum tilgangi sinum. Fyrir svörum varð fram- kvæmdastjóri félagsins, Bryn- jólfur Bjarnason. — í upphafi var starfseminni þannig háttaö, aö fólk gerðist meðlimir I bókafélaginu, en siðan árið 1974 er það öllum opið, en gefinn er kostur á aö ganga i bókaklúbb þess. Nú eru um 10.000 manns i bóka- klúbbnum. Bókaklúbburinn starfar þannig, að meðlimir skuldbinda sig til að kaupa amk. 4 bækur á fyrstu 18 mánuðunum, sem þeir eru meðlimir. Aðrar skuldbind- ingar eru engar og það kostar ekkert að vera meðlimur. Félagið sendir út tilkynningar um væntanlegar bækur og kynningar á þeim og hafi það ekki heyrt annað en að bókin óskist keypt, innan mánaðar, er meðlimum send hún heim. Ég held óhætt sé aó segja, bætti Brynjólfur við, að bækurnar sé um 40% ódýrari heldur en þær er á almennum markaði. Við gefum út 10 bækur á ári og til að nefna dæmi um breiddina i útgáfunni er einfaldast að telja upp þær bækur sem þegar hafa komið út i ár, það er t.d. tvær bækur i bókaflokknum Heims- styrjöldin 1939-1945, Sókn Japana og Orrustan á Atlants- hafi, auk þess kemur út bókin Innrásin I Sovétrikin. Bækur nar Hinn mannlegi þáttur eftir Graham Greene, Ovinir eftir Nóbelsverðlaunahafann Isaa* Bashevis Singer hafa þegar komið út og síðar á árinu gefum við út skáldsögu Jóns Trausta, Halla/óg Kátir voru karlar eftir John Steinbeck. — Almenna bókafélagið hefur gefið út mikið af heildar- útgáfum, eins og t.d. Eit Gunnars Gunnarssonar og Islenzkt Ljóðasafn i 6 bindum undir ritstjórn Kristjáns Karlssonar, en það safn er að sögn Brynjólfs afar vinsælt. Óhætt mun að segja að sú útgáfa veiti mönnum kost á að eignast skáldskap á vægu verði, hún kostar kr. 36 þúsund til með- lima, en hver bók i þvi safni, væri hún gefin út núna, myndi varla kosta minna en um 15 þúsund krónur, sagði Brynjólir. vakið mesta athygli i sambandi við afmæli Almenna bóka- félagsins, eru 10 milljónirnar, sem félagið hyggst veita i viöur- kenningu fyrir frumsamið bók- menntaverk. Um þetta hafði Brynjólfur þetta að segja: — Almenna bókafélagið hefur aldrei áður veitt verðlaun fyrir bókmenntaverk og vill þvi gera það af rausn i tilefni þessa afmælis. Nú, oftast er sá háttur hafður á i sambandi við bók- menntaverðlaun, að einhver skilyrði eru sett, annað hvort aö um sé að ræða skáldsögu eða barnabók t.d., en viö setjum sem sagt engin skilyrði önnur en þau, að hægt sé að gefa verkið út i bók. — ,,Já, þetta er rausnarlegt og hefur vakið athygli, enda segja flestir sem maður hittir þessa dagana, að þeir séu að fara að skrifa bók!” Skilafrestur er til ársloka 1981 og dómnefnd skipa þeir Eirikur Hreinn Finnbogason, Gisli Jónsson og Kristján Karlsson. Stjórn Almenna bókafélagsins siðastliðið ár skipuðu: I-aldvin Tryggvason, formaður, Davið Oddsson, Erlendur Einarsson, Gylfi Þ. Gislason, Halldór Halldórsson, Jóhann Hafstein og Jón Skaftason. Formaður útgáfuráðs Almenna bóka- félagsins er Tómas Guðmunds- son. Ms Nýtt timarit. Ritsafn Gunnars Gunnars- sonar, sem nefnt var hér að ofan hefur selst i um 120 þús. eintökum i tveimur mismun- andi útgáfum og hefur það selst einna best af þeim verkum, sem félagið hefur gefið út. Mesta meðalsalan var þó i Alfræði- safni AB, en i þvi komu út 21 bindi og seldúst yfir 220 þús. eintök. Þessar upplýsingar koma fram i frétt frá Almenna bókafélaginu en þar er rakin i stórum dráttum saga félagsins. í fréttinni kemur einnig fram, að félagið hyggst i tilefni afmælisins festa kaup á afsteypu af brjóstmynd eftir Sigurjón Ólafsson myndhögg- vara af Bjarna Benediktssyni fyrsta formanninum og einum af stofnendum félagsins. Og nýlega hefur félagið ákveðið að hefja útgáfu nýs timarits. Að sögn Brynjólfs Bjarnasonar er hugmyndin að timariti ekki alveg ný og enn er ekki endanlega ákveðið hvenær útgáfa þess hefst. Þó mun vist, að það komi út 3-4 sinnum á ári og að þvi er ætlað að fjalla um menningarmál almennt,ekki eingöngu um bókmenntir. 10 milljóna króna bók- menntaverðlaun. En það, sem eflaust hefur Brynjólfur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri AB. Hörður Sigurbjörnsson, formaður Björgunarsveitarinnar Stefáns og Steingrimur Jóhannesson, formaður Kiwaniskiúbbsins Heröu- breiðar, virða nýja mótorinn fyrir sér. Ljósmynd: Snæbjörn Pétursson. Gáfu björgunar- sveitlnni mótor - sem notaður verður á bát sem Kísiiiðjan gaf Vestfirðingafélagíð: Ráðgera ferð til Hralnseyrar VINNA AÐ BÆTTRI MÓÐURMÁLS- KENNSLU í SKÓLUM Samtök móöurmálskennara halda aðalfund i Kennaraháskól- anum laugardaginn 14. júni og hefst hann kl. 13:30. Auk venju- legra aöalfundarstarfa mun Vé- steinn ólafsson dósent flytja er- indi um efnið „Hlutverk bók- menntakennslu I skólum”. Samtök móðurmálskennara eru ung en vaxandi samtök sem hafa á stefnuskrá sinni aö vinna að bættri móðurmálskennslu i skdlum landsins að þvi er segir i frétt frá Samtökunum. Þau gefa út tímaritið „Skimu”, þar sem birtast greinar um flestar hliðar móðurmálskennslunnar. Meöal viðfangsefna I siðustu tölublöðum má nefna máltöku barna, tal og málgalla / umræður um náms- skrárgerð og nýstárlegar kenn- ingar um „þágufallssýki”. Leíörétting Þessi afleiti ári, sem er kennt um allar villur i blöðunum gaf i skyn I baksiðufrétt á laugar- daginn að Coldwater, sölufyrir- tæki SH i USA, væri að undirbjóða fisk á markaðnum þar ytra, með þvi að selja þorskflök á 1.60 dollara, á sama tima og keppi- nautanselja á 1.70 dollara. Hið rétta er að islenski fiskur- inn er svo miklu eftirsótttari að hann heldur sinu verði, þótt keppinautar selji sinn fisk á 1.17 dollara. Nýlega afhenti Kiwanis- klúbburinn Herðubreið i Mývatnssveit félögum i björg- unarsveitinni Stefáni utan- borösmótor. Er mótorinn ætlaður á gúmmíbát, sem Kisil- iðjan gaf sveitinni fyrir nokkru. Það var Steingrimur Jóhannes- son.formaöur klúbbsins, sem afhenti Herði Sigurbjörnssyni, formanni björgunarsveitinnar mótorinn , og er meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Vestfirðingafélagið i Reykjavik hefurákveðið að efna til ferðar til Hrafnseyrar við Arnarfjörð, fæð- ingarstaðar Jóns Sigurðssonar forseta. Tilefnið er 100 ára ártið forsetans og konu hans Ingi- bjargar Einarsdóttur. Farið veröur af stað laugardaginn 14. júni. Dvalist verður á Hrafnseyri fram á þriðjudag 17. og gróður- sett tré og runnar. Vonast er til að vinir og ætt- ingjar á Vestfjörðum, mæti sunnanmönnum á Hrafnseyri og taki þátt I gróöursetningu meö þeim. Þeim sem óska nánari upplýs- inga er bent á að hafa samband við Sigriöi Valdemarsdóttur i sima 91-15413. 29. JÚNÍ Pétur J. Thorsteinsson Aðalskrifstofa stuðningsfólks Péturs J. Thorsteinssonar í Reykjavík er á Vesturgötu 17, símar: 28170-28518 Utankjörstaðaskrifstofa símar 28171 - 29873 Allar upplýsingar um forsetakosningarnar. Skráning sjálfboðaliða. Tekið á móti framlögum í kosningasjóð. Nú fylkir fólkið sér um Pétur Thorsteinsson. Stuðningsfólk Péturs.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.