Vísir - 10.06.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 10.06.1980, Blaðsíða 16
VÍSIR Þriöjudagur 10. júnl 1980. Umsjón: Magdalena Schram Höldum áfram að dansa Els Comediants Katalónskur leikhópur i Þjóðleikhúsinu á Listahátið. Þaö er engu likara en borgin okkar hafi eignazt nýtt lif þessa vordaga. Dag eftir dag erugöturn ar iðandi af fólki. Allir brosa hver til annars, konur klæðast dragsiöum, rósóttum kjólum, sem sveiflast á dularfullan hátt viö hvert fótmál. Karlar berast á i hvitum, jafnvel bleikum skyrtum. Hvaö er um aö vera? — Sólin er farin aö skina, hefur dregið mannfólkiö frain úr holum sinum, og I Reykjavik er haldin lista- hátiö. Þessi hátiö er ólik hinum fyrri, þvl hun fer fram á götum úti, og enginn kemst hjá þvi aö verðá hennar var. A hverju horni gerist eitthvað óvænt: hér situr siöhærður maöur og spilar á dragspil. Ósjálfrátt hreyfast fæturnir i takt, og við höldum dansandi áfram að næsta horni. Þar stendur skáldið og glottir framan i lýðinn. En hver kann aö reiðast á spænsku vori i Reykja- vik? Viö klöppuöum fyrir skáld- inu, og höldum áfram leið okkar um sólhvitar göturnar. A einum stað er verið að leika leikrit, rétt si sona, úti undir berum himni. Það er drukkið mikið kaffi i þessu leikriti og lika sungnir ættjarðar- söngvar. Samt er enginn hissa, bara kátir, og það er mikið hlegið. Þaö er spænskt vor i Reykjavlk. Fjöldi listamanna frá þessu heita landi setja svip sinn á hátiöina og gefa henni framandi, ögrandi andblæ. Els Comediants hafa hrifiö alla meö þessa slöustu daga. Janvel forstokkuðustu borgararnir hafa klætt sig úr jökkunum og hlaupiö á eftir grinurunum eins og kálfar á vori. Els Comediants hafa farið um allar götur miðborgarinnar syngjandi og dansandi, lit- skrúöugir og ódrepandi. Risavaxnar brúöur i óliklegustu gervum ganga i fararbrodai og laöa aö áhorfendur. 1 hópnum eru einnig negrastelpa, gleðikona og spákerling, rakari og kaþólskur prestur. Þaö sést ekkert ljótt til þessara grinara, nema þegar presturinn flettir upp um sig og sýnir grænrósóttar blúndubuxur. (Það er eins og kaþólskir geti aldrei stillt sig um að hæðast að kirkju sinni.) Samt er tilgangur komediantanna eingöngu sá að laða fram hlátur og koma mönnum á óvart meö skringi- legum uppátækjum. Ekkert er ómögulegt, og þeirra leikur nær langt út fyrir leiksviöiö. Janvel i Þjóöleikhúsinu I siöustu viku gátu þeir ekki hamið sig á sviðinu. Salurinn, svalirnar, hvar sem litið var. Og hvaö skyldi Sveinn hafa sagt, þegar þeir renndu sér á kaðli ofan af efstu svölum niður á svið? Stemmingin I húsinu var raf- mögnuð þetta kvöld. Fólk gapti I leiklist yfir uppátækjunum og hug- myndafluginu. Meö örfáum munum var dregin upp mynd af öllumárstiöunum, sköpun jaröar, sólinni, tunglinu, fárviörinu, vorinu og heitu spænsku sumri. Hiö talaöa orö skipti engu, hvert mannsbarn skildi á augabragöi. Þó var bezt sirkusatriðið um fim- leikmanninn. Þvi veröur ekki meö oröum lýst, en þar var gert græskulaust grin aö hinum sterka, glæsta loftfimleikamanni á óborganlegan hátt. Els Comediants eru allt i senn, leikarar, látbragöslistamenn, söngvarar, dansarar, trúöar og fimleikamenn. Þeir búa yfir ótrú- legum likamlegum krafti og ströngum aga. Þó að list þeirra gæti virzt tilviljanakennd við fyrstu sýn, er hún við nánari skoðun hnitmiöuö og markviss. Þessi leikhópur mun lengi i minnum haföur hér heima, og á vonandi eftir aö opna okkar fólki nýja sýn, blása nýju lifi i okkar rigskorðaöa leikform. Úr höfuðborginni halda Els Comediants noröur á bóginn, og það veröur öskudagur á miöju sumri á Akureyri. En til Reykja- vikur koma nýir gestir úr öörum heimshornum. Viö skulum halda áfram að dansa á götum úti. Bryndis Schram. Nýtt llf I borgina var Búdda í einu grlðnanna? Klúbbur Listahátiðar Félagsstofnun stúdenta Kvöldverður með John Cage, sunnudaginn 8. júni. Fullt hús i klúbbnum sem oftast nær. Andrúmsioft eftirvæntingar. Landsfrægirsælkerar og hóglátar grænmetisætur klyngja glösum meö rauöu eöa hvitu vini. Matur- inn er borinn fram, John Cage ies upp matseöilinn. Sælkerarnir landsfrægu voru ekki alveg vissir um, hvort maturinn var macro eöa micro, grænmetisæturnar þurftu engra útskýringa viö. Flestir uröu saddir.margir undrandi, en allir skemmtu sér. Seinna um kvöldiö var spilaö á pianóiö og hluti af Tónskálda- félagi Islands hélt óopinbera danssýningu viö undirleik Atla Heimis og Guömundar Elias- sonar. Þetta vill vist stundum fara svona undir miönættiö i klúbbnum. Og Sigmar B. Hauks- son, sælkeri Visis, var aö sjálf- sögöu mættur til leiksins: Ég var sárþjáöur af liöagigt — ég tók 12 aspirin á dag, hugsaöu þér, 12 aspirin á dag! Við vorum aö hreinsa baunir á föstu- daginn var, John Cage var aö segja mér frá þeim reglum, sem hann fer eftir varöandi mataræöi: Ég boröa ekkert kjöt nema fuglakjöt, ekki kartöflur, tómata, eggaldin eöa papriku. Upphaflega ætlaöi ég aö útbúa handa ykkur svepparétt, en þaö voru engir sveppir til hér, ég er of snemma á feröinni. Og þess vegna útbjó ég hér japanskan rétt, vegna þess aö ég haföi heyrt aö fiskurinn ykkar væri frábær. I körfunni sinni haföi John ýmsar tegundir af japönsku kryddi. Hvernig list þér á aö bjóöa þeim hráan fisk? hélt hann áfram. Guöjón matargeröarmeistari var vantrúaöur á svipinn. Hvaö um aö meistari Cage fór út i búö og eypti 30 kg af nýrri lúöu. Hún var skorinn iþunnar sneiöar, auk þess voru keyptar baunir, hrisgjón og gulrætur. Baunirnar voru hreinsaðar, gulræturnar hreinsaöar, hrisgrjónin sömu- leiðis. Þegar við vorum aö þvo grjónin, passaöi meistari Cage að ekkert grjón færi forgöröum — þvl i einu þeirra er Búddah sagöi John Cage hann. Baunirnar voru soönar meö torkennilegu japönsku kryddi, hrisgrjónin meö islenskum só’lv- um. Gulræturnar voru þrifnar og bakaöar i ofni i sesame-oliu og svo var lúöan borin fram i þunnum sneiöum eins og áöur var sagt. 1 staöinn fyrir hrásalat var boöiðupp á njólablöð, skorin i þunnar ræmur og steikt á pönnu - afskaplega ljúffengt, hugsiði ykkur aö maður skuli hafa þetta og aldrei nota! Sósan var sterk en bragögóö, hún var löguð meö japönsku piparrótar- dufti og soyja-sósu. Og fiskurinn var hrár. Jappnski dansarinn og aöstoöarmenn hans voru látnir smakka. Þeir grettu sig svolitiö til, aö byrja meö, en sögöu aö þetta væri mjög gott, sósan i sterkara lagi. Ég hef aldrei matreitt fyrir svona marga áöur, sagöi meistar inn. Þetta tókst, eöa var þaö ekki? Ég haföi gaman af þessu. Listahátiö á skiliö þakklæti fyrir aö matargeröarlistin var tekin meö i reikninginn að þessu sinni. Þessi göfga list hefur svo oft áöur gleymst. Einkum og sér i lagi þakka ég, sem haföi svo gaman af aö vinna meö John Cage og heyra heimspeki hans um mat, þvi hver veit, kannske er Búddah I einu hrisgrjóni eftir allt? Sigmar B. Hauksson. Lisia- hátíðar- punktar Dagskráin á morgun, miðviku- dag.: Kl. 5: Opnun sýningar á verkum islenskra arkitekta eftir 1960 i Asmundarsal viö Freyjugötu. Kl. 8 i Lindarbæ: Söngdag- skrá finnska leikflokksins Kom. Komið... Kl. 9.30 I Bústaðakirkju: Paul Zukofsky stjórnar Nemendahljómsveit Tónlistarskólans i Reykja- vik. A dagskránni eru verk eftir John Cage, og eru öll þeirra nú flutt i fyrsta sinnið fyrir islenska áheyr- endur. Þau eru: Sólmar og tilbrigðifyrir 12 raddir (1979), byggt á tveimur gömlum banda- riskum sálmum. Hamra- hliðakórinn syngur undir stjórn Þorgeröar Ingólfs- dóttur. Dætur Einmanaeyjar (1945). Pianóverk, upphaf- lega samið fyrir banda- riska danshöfundinn Jane Erdman. Hjálmur Sig- hvatsson spilar á pianóiö. Atlas Eclipticalisfyrir 1-98 spilara. Eitt merkasta og umfangsmesta verk Cage og er samið eftir tilvilj- unarlögmálum meö stjörnukortiö til grundvall- ar. Nemendahljómsveit Tónlistarskólans flytur. „Empty Words”i Lögbergi I kvöld.. John Cage les upp. Empty Words er byggt á verkum bandariska heimspekings- ins Thoreau, sem var upp á 19. öld. Litskyggnur eru notaöar i upplestrinum, hverra gerö tengist lestrin- um á nýstárlegan hátt. Þrjár systur Kom kom I Þjóöleikhúsið I kvöld og sjáiö Þrjár systur eftir Tsjekov. Byrjar kl. 8.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.