Vísir - 11.06.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 11.06.1980, Blaðsíða 9
VÍSIR Miðvikudagur 11. júni 1980. : i Hann gekk hægum og öruggum skrefum upp tröppur- nar á Hótel Garöi. Hempu- klæddur og dökkmálaöur i framan en meö snjáöa iþrótta- skó á fótum. „Interview? Jújú, hafiö þiö talaö viö hvaö heitir hann aftur, þarna hjá Festivalinu? — Já, Mr Njarövík. Þaö er fint. Eigum viö ekki aö setjat hérna inn?” Min Tanaka er hæglátur maöur og rólegur viö fyrstu sýn en býr auösæilega yfir firna- miklum krafti. Dans hans á ein- hvern hátt ofurmannlegur — ómannlegur — en ótrúlega magnaður. I Laugardalshöll- inni véku augu áhorfenda ekki af honum i eina og hálfa klukku- stund. Nú var hann að koma frá þvi að dansa nakinn niörá Lækjartorgi. „Ég var orOinn næstum nakinn...” Já, nektin. Hann sagöist finna það mjög vel aö nekt hans kæmi óþægilega viö Islendinga. „Þegar ég dansa hér finnst mér aö sú staöreynd aö ég er nakinn skipta áhorfendur meira máli en dansinn sjálfur, ólikt öörum stööum sem ég hef dansaö á. Hvers vegna ég dansa nakinn?” Min Tanaka glotti. „Varþaöekki i ykkar blaöi sem spurt var hvort dans minn væri list eða „strip-tease”? Allt i lagi, þetta eru veniulega viö- brögöin sem við fáum. Astæðan fyrir nektinni er ein- faldlega sú að ég er að reyna að losa mig við hvers konar menn- ingarlega umgjörð. Sko til, ef ég dansaði i einhverjum vissum búningi væri um leið auðvelt að tengja mig við eitthvað sérstakt menningarumhverfi, Japan til dæmis. Og þó ég hefði ekki nema hár: sitt hár, stutt hár, þetta þýðir allt saman eitthvað. Ég vil forðast svona einfaldar lausnir, leitast við að vera hlut- laus algilur. Nektin tekur enga afstöðu. Þegar ég hafði losað mig við allar þær menningar- legu klisjur sem ég gat þá komst ég að þvi að ég var orðinn næstum nakinn!” „Gieyptu og kremdu tímann...” Heima i Japan rekur Tanaka ásamt aðstoðarmönnum sinum sérstæða rannsóknarstofu þar sem aðallega er kannað samspil mannslikamans og veðurs. Hann hefur lýst þvi yfir að hann vilji koma á sambandi staöar, tima og rúms með dansi sinum, sem kallast „DRIVE”. Fræðin eru ýtarleg og flókin utanaö- komandi en i leiöbeiningabækl- ingi um þann „gjörning”, sem dansinn hlýtur aö teljast, segir m.a.svo: „Hlustaöu á raddirhinna alls staðar nálægu likama. Þá nærðuskilaboðumfrá þeim.Þú byrjar að finna ryþma. Láttu ekki þessa dýrmætu rödd eyðast fyrir rökum timans. Gleyptu og kremdu timann. Haltu áfram aö vera greinilega til. Dansarinn getur veriö fagurlega til fyrir framan áhorfendur og sifellt dregiö þá á tálar. Haltu áfram til hins eðli- lega „án gyllivona”. Skapaðu samhljómun um leið.” „Dansinn er fullkom- lega impróvíseraður” Við gerðumst svo djarfir aö spyrja Tanaka hvaö dans hans merkti. „Þaö er eitt höfuðatriði dansins að gefa sér fyrirfram engar merkingar , ég upplifi dansinn á sama hátt og áhorf- endur: hann er fullkomlega impróviseraður.” En hvernig er þessi sérkenni- legi dans til orðinn? Er hann byggður á gömlum japönskum dansheföum? „Ég skal segja þér frá þvi hvernig ég kom mér niður á þetta dansform. Þegar ég var þriggja ára fór ég aö taka þátt i heföbundnum japönskum dönsum einsog þeir voru tiðkað- ir á alþýöuhátiöum. Það fylgdi þessu geysilega sterk tilfinning og þegar ég varð eldri langaði mig að halda þessu áfram. Ég læröi dans i tlu ár, bæöi klassiskan ballet og nútima- ballet. Eftir þvi sem á leiö hætti ég aö finna þar þessa tilfinningu úr bernskudönsum minum, eitthvaö var aö. Þá fór ég aö þróa minn eigin dans sem var byggður eingöngu á minni eigin tilfinningu fyrir þvi hvað dans væri. Undirstaðan er eitthvert frumstætt grundvallaratriði sem allt byggist á, þannig má kannski segja að dans minn sé hefðbundinn. „Dansínn tekur aidreí enda...” Dansinn er endalaus. Þó manni virðist máski að tiltekinn dans standi i eina klukkustund eða eina og hálfa klukkustund þá tekur hann raunverulega aldrei enda. Allt sitt lif dansar maður einn, heilan dans.” En skyldi þessi dans vera á einhvern hátt trúarlegs eðlis, einhvers konar ritúal? „Ekki i þeim skilningi að hann fylgi neinni sérstakri trúarstefnu. Ég llt hins vegar svo á að þegar maður dansar þá er maður að tjá einhverjum eða einhverju þakklæti sitt, ein- hverju sem er manni mjög dýr- mætt. Aðeins þannig er unnt að lita á hann sem ritúal: hann er tilraun til þess að túlka þessar þakkir...” „Mjög áhrífamikiö að dansa á Þingvöllum” Tanaka sagði okkur þessu næst frá þvi að hann hefði á sunnudagskvöld, eftir sýningu i Laugardalshöll, látið aka sér austur á Þingvöll. Þar dansaði hann fyrir sjálfan sig við sólar- lag og sólarupprás, hann dansaöi i Almannagjá, i hraun- gjótunum og á klettadröngun- um. „Þaö var griöarlega áhrifa- mikið og mér fannst ég verða mjög nákominn jöröinni. Mismunur okkar þurrkaöist út og viö sameinuöumst.” Þó Islendingum hafi reynst erfitt aö skilja það sem að baki liggur, dansi Min Tanakas er óhætt að segja að hann hafi komið töluverðu róti á hugsanir fólks. Með komu sinni á Lista- hátiö hefur hann altént knúiö fólk til umhugsunar. Þaö má þó alltaf teljast nokkurs viröi, hvaö sem ööru liöur. Viö báðum hann aö siöustu aö koma meö okkur út i sólina til aö hægt væri aö taka- af honum myndir. „Alveg sjálfsagt. En ég má þó vera I fötunum?” Hann brosti breitt. —IJ. 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.