Morgunblaðið - 17.04.2002, Side 38

Morgunblaðið - 17.04.2002, Side 38
UMRÆÐAN 38 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ HEILBRIGÐISRÁÐHERRA ræddi á dögunum um velferð. Sagði hann að af um 200 milljarða útgjöld- um ríkisins færu um 90 milljarðar til heilbrigðis- mála. Hann ræddi einn- ig um V-in tvö, virkjanir og velferð, og sagði að við yrðum að virkja til að fá meiri peninga til að standa undir ennþá öfl- ugra heilbrigðiskerfi. Nefndi hann m.a. geð- heilsu og fíkniefnavanda sem vaxandi viðfangs- efni heilbrigðisgeirans á komandi árum. Þó þessi ummæli heilbrigðisráð- herra, sem endurspegla stefnu ríkisstjórnarinn- ar og skoðanir, sem ég veit að hann deilir með stórum hluta þjóðarinn- ar, séu kveikjan að þessari grein eru skoðanir þær sem hér eru settar fram fyrst og fremst ætlaðar til að varpa öðru ljósi á íslenskan veruleika. Hvert stefnir ? Á síðustu öld voru Íslendingar að brjótast úr fátækt og byggja upp þjóðfélagið. Samkennd og samstaða þjóðarinnar átti drjúgan þátt í vel- gengni okkar á þessu sviði. Í dag er- um við meðal ríkustu þjóða heimsins og höfum yfir að búa velferðarkerfi sem er með því besta sem gerist. Enginn skyldi vanþakka né vanmeta það. En hvað er velferð? Í tali flestra sjórnmálamanna virðist velferðar- hugtakið fyrst og fremst tengjst pen- ingum og veraldlegum gæðum. Kannski ekki skrítið ef horft er til fá- tæktar Íslendinga fyrr á öldum. Vel- ferðin er mæld í veraldlegum eigum fólks. Þeir sem hafa það gott á Íslandi í dag eru þeir sem eiga stórt hús, stóra bíla, helst tvo, sumarbústað, fara til útlanda oftar en einu sinni á ári o.s.frv. Ekki vil ég gera lítið úr þessu. Vissulega er gott að við skul- um búa við þau veraldlegu lífsgæði að þetta skuli vera mögulegt. Margir hafa lagt hart að sér til að ná þessum lífsgæðum og eru vel að þeim komnir. En hvert stefnir? Íslenska þjóðin stendur á tímamótum og þess vegna er mikilvægt að staldra svolítið við áður en teknar eru stórfelldar örlaga- ríkar ákvarðanir um framtíð hennar. Því vil ég hvetja þjóðina til að velta fyrir sér í alvöru hugtökunum lífs- gæði og velferð. Lífsgæði og velferð Undanfarin misseri höfum við séð samkennd og samstöðu meðal þjóð- arinnar víkja í auknum mæli fyrir ein- staklingshyggju og græðgi. Peninga- öflin eru alls ráðandi og fjármagnið er að færast á hendur færri og færri að- ila sem verða að sama skapi valda- meiri í þjóðfélaginu. Veraldleg gæði eru talin eftirsóknar- verð langt umfram önnur lífsgæði. Þetta mat þjóðarinnar á vel- ferð hefur gert það að verkum að margir hafa skuldsett sig langt um efni fram til að haldi uppi þessum verald- legu lífsgæðum. Þjóð- félag þar sem þeir sem meira mega sín leggja sitt af mörkun til þeirra sem minna mega sín til að byggja upp réttlátt þjóðfélag þar sem hver einstaklingur hefur tækifæri til að blómstra og njóta sín virðist vera á undan- haldi. Í staðinn horfum við nú upp á einstaklingshyggju þar sem menn eru að hrifsa til sín peninga úr sam- eiginlegum sjóðum langt umfram það sem eðlilegt getur talist og finnst það bæði sjálfsagt og eðlilegt. Siðgæði þjóðarinnar virðist vera á undanhaldi, ójöfnuðurinn eykst og stöðugt fleiri verða undir í baráttunni. Stétt fátækra Fólkið í landinu sér vel hvert stefn- ir, það finnur það líka. Það finnur það á minnkandi getu til að standa við fjárhagslegar skuldbindingar í landi þar sem vextir eru með því hæsta sem gerist í Evrópu þannig að venju- legu fólki sem er að koma undir sig fótunum er fullkomlega ómögulegt að lifa af daglaununum. Það finnur það á auknu virðingarleysi í garð þeirra sem eru ekki í aðstöðu til að skara eld að eigin köku eða vilja ekki taka þátt í leiknum. Það finnur það þegar það fer til bankastjóranna að semja um von- lausa fjárhagsstöðu sem það sér ekki fyrir endann á. Það sér peningana í landinu safnast á hendur fárra manna meðan það sjálft hefur sífellt úr minna að moða og vörur og þjónusta hækkar dag frá degi. Stétt fátækra á Íslandi er að verða til og stjórnvöld standa aðgerðarlaus og að því er virð- ist máttvana gegn þróuninni og ýta jafnvel undir ástandið. Fátækt tekur oftast frumkvæði, sjálfsvirðingu og orku frá fólki og fyllir það depurð og jafnvel örvæntingu. Og svar stjórn- valda virðist bara vera eitt: Virkjanir og stóriðja. Að virkja Og sannarlega þurfum við að virkja. Við þurfum að virkja, siðferð- ið, virðinguna, heiðarleikann, kær- leikann, tillitssemina, samkenndina, gleðina, hláturinn, fegurðina, ástina og tilfinningaleg tengsl við sjálf okkur og aðra. Við þurfum að leggja áherslu á velferð sem felst í andlegri og lík- amlegri vellíðan. Velferð sem byggist ekki á að hafa meira og meira fé milli handanna, heldur að geta lifað sóma- samlegu lífi af þeim daglaunum sem hver og einn hefur í réttu hlutfalli við framlag sitt. Fólk sem ekki getur framfleytt sér og fjölskyldu sinni af daglegri vinnu en horfir upp á ná- grannann eignast og gera hluti sem með einföldu reikningsdæmi er ekki hægt að gera fyrir daglaun hlýtur að fyllast vonleysi og fyrr eða síðar að fá skert sjálfsmat, missa sjálfsvirð- inguna og verða sjúkt. Aukin tíðni sjálfsmorða hjá ungum mönnum ætti að vera glögg vísbending um þetta. Við erum að byggja upp þjóðfélag sem kallar á vonleysi og andlega van- líðan, aukið þunglyndi og fíkniefna- neyslu. Fíkniefnaneysla er ekkert annað en flótti frá óbærilegum veru- leika og aðstæðum. Verk að vinna Nú þarf að snúa blaðinu við. Við þurfum að eyða siðleysi, afskipta- leysi, virðingarleysi, tillitsleysi, óheið- arleika, valdníðslu, sjálftöku, græðgi og spillingu sem góður jarðvegur virðist vera fyrir í íslensku þjóðfélagi í dag. Við þurfum að eyða þeim hugs- unarhætti að það sé sjálfsagt að menn hrifsi til sín milljónir úr bönkum og fyrirtækjum og öðrum sameiginleg- um sjóðum fólksins, í eigin þágu, í skjóli valdastöðu sinnar. Þá yrði nóg fjármagn til skiptanna fyrir alla. Þarna er vissulega verk að vinna fyrir íslenska sjórnmálamenn. Ég þori að fullyrða að með því einu að beina sjónum okkar að þeim jákvæðu mannlegu þáttum sem ég taldi upp hér að framan og virkja þá í auknum mæli mætti bæta lífsgæði og velferð þjóðarinnar svo um munar. Þá mundu færri veikjast, bæði andlega og líkamlega, færri leiðist út í fíkni- efnaneyslu og við gætum dregið stór- lega úr útgjöldum ríkisins m.a. til heilbrigðismála. Veikt þjóðfélag Ólöf Guðný Valdimarsdóttir Hugleiðing Við þurfum að leggja áherslu á velferð, segir Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, sem felst í andlegri og líkamlegri vellíðan. Höfundur er arkitekt. Í HUGUM flestra Íslendinga er hlutverk Reykjalundur fremur óljóst. Sumir vita jú að í hinu reisu- lega húsi í Mosfellsdal var áður fyrr endurhæfingarstöð þeirra sem háðu orustu við hvíta dauð- ann, berklana, sem stráfelldu þjóðina fram á miðja síðustu öld. Með sameiginlegu átaki og samkenndina að vopni tókst að snúa berklana niður sem landlæga plágu. Það var afrek á heimsmæli- kvarða. Sjálfshjálp til heilsueflingar Hvað skyldi þá sýsl- að á Reykjalundi nú? Er hann orðinn eitt af mörgum eyðibýlum landsins – minnisvarði um það sem einu sinni var en hefur engan tilgang lengur? Ekki aldeilis! Reykjalundur er gróskumikill staður endurhæfingar sem aldrei fyrr, gróðrarstöð sjálfs- hjálpar og heilsueflingar. „Margar hendur vinna létt verk“ og sigrar eru unnir á Reykjalundi enn, einungis annars konar. Nú er unnið gegn gigt, veikindum í hjarta, lungum, taugum og afleiðingum umferðarslysa. Markvisst, faglegt starf og ómælt framlag velunnara setur mark á staðinn, skilar sér í bættri heilsu og æ betri aðstöðu til endurhæfingar í glæsilegum hýbýlum Reykjalundar. Hollt og líka skemmtilegt! Einstaklega samhent, framsækið, vel menntað og lífsglatt fagfólk ann- ast heill þína á staðnum. Engin vett- lingatök þar. Með brosi á vör, þekk- ingu og færni að vopni ertu án tafar færð á bólakaf í fræðslu um það sem þig bagar og alls kyns hollustuiðju og æfingar með áherslu á það sem þú sjálf getur gert til að vinna að heilsu- bót þinni. Viðurkenna skal að á stað- inn mætti undirrituð með hangandi haus – víst gæti þetta verið hollt – en skemmtilegt – af og frá! Alltaf þótt hóp- þetta eða hitt þrautleiðinlegt. Þann glæp missti ég á Reykjalundi. Kom þar margt til. Ég var t.d. hepp- in með „bekkjarfélaga“, starfslið og sambýlinga. Þegar við „bekkjar- systkinin“ (hópur fólks með „Park- insonpest“), mér ókunnugt fólk með öllu, létum einna verst yfir eigin fett- um og brettum, raddþjálfun, iðju- líkamsþjálfun og fingraæfingum með tilheyrandi galsa og hlátrasköll- um fannst okkur, merkilegt nokk, það veraldarinnar eðlilegasti hlutur líkt og við værum aftur komin í gaggó, áhyggjulaus og mátulega há- tíðleg yfir öllu saman. Lífsgleðin læt- ur ekki að sér hæða enda er yfir- skrift allrar lækningar á Reykjalundi að hjálpa fólki til sjálfs- hjálpar og það takmark næst ekki ef fólk er með ólæknandi lunta. Berjumst fyrir dagdeild Fyrir mína hönd og „bekkjarins á B í febrúar/mars 2002“ er öllu starfs- fólki auk sambýlinga þökkuð einstök viðkynning, frábært faglegt starf, fræðsla og skemmtan. Nú er hins vegar komið að okkur. Næsta verk okkar „bekkjarsystk- ina“ er að styðja baráttu fyrir dag- deild og sérhæfðri meðferð til við- halds líkamsfærni þeirra sem útskrifast hafa af Reykjalundi. Ég og aðrir sem ekki vilja falla í sama óhollustufarið eftir að heim er komið leitum nú ásjár stjórnar Reykjalund- ar um aðstöðu til æf- inga. „Æfingin skapar meistarann“ segir þar, en mig og mýmarga aðra vantar sjálfsagann sem til þarf og stuðn- inginn sem sérhæfð meðferð veitir til áframhaldandi bata. Með tilkomu hinnar glæsilegu, nýju íþrótta- aðstöðu teljum við að nú sé lag að hrinda í framkvæmd hugmynd- um um sérhæfða með- ferð og dagdeild þar efra. Við það vinnst a.m.k. tvennt: Við hald- ið verður fengnum bata og hins vegar fæst auk- in nýting á frábærri æfingaaðstöðu og sérhæfðri þekkingu starfsliðs Reykjalundar. Tölvuvæðing – Netkaffi Annað sem undirritaða langar að hreyfa. Tækifærin til að leggja þeim sem dvelja á Reykjalundi lið eru mörg, þar er fólk á öllum aldri. Sár- ast þótti mér að sjá hóp ungs fólks, hreyfihamlað, í hjólastól, sem slegið hefur verið út af laginu í umferðar- slysum eða vegna langvarandi veik- inda, ef til vill á miðri þroska- og menntabrautinni. Margt af því unga fólki mætti og örva andlega og færa aukna lífsfyllingu með tölvusam- bandi við umheiminn. Á Netinu eru óþrjótandi viskubrunnar sem unnt er að nálgast og næra andann á með viðeigandi fjarskiptatækni. Þarna er annað svið, svið menntunar og fræðslu, sem mig langar að leggja hönd að og fá fleiri til liðs. Það sem þarf að gera er að gefa Reykjalundi nokkrar góðar tölvur með netteng- ingu til að koma upp eins konar Viskubrunni eða Netkaffi, eins og nú er tíska um heim allan, t.d. í tengslum við bókasafnið. Sjálf gæti ég vel hugsað mér að leggja mitt af mörkum með stuðningi eða umsjón hluta dags. Vegna þessa höfða ég til tölvufyrirtækja, stofnana sem eru að skipta út nýlegum tölvum eða ann- arra að taka þennan slag og færa Reykjalundi alvöru tölvur, nýjar eða notaðar en með öflugu minni og hraða og umfram allt tengingu við Netið. Þannig væri unnt að koma upp aðstöðu til að efla andann enn betur en nú er unnt fyrir þá sem dvelja lengur eða skemur á Reykja- lundi. Einhverjir gætu þannig hrein- lega vaknað af dróma til nýs lífs, jafnvel hafið fjarnám. Hvað segja tölvusalar, stofnanir, líknarfélög, Lionshreyfingin, Kívaniskarlar og -kerlingar, kvenfélög og frímúrarar hér syðra eða víðar á landinu (dval- argestir koma hvaðanæva að). Auð- vitað yrði ekkert aðhafst í málinu án fulls samráðs við húsráðendur. Hugsið ykkur, listasöfn, leikhús- menningu, vísindi, heimspeki og sið- fræði og sögu þjóða heims auk al- vöru tækifæra til fjarnáms, allt í fanginu á þeim sem fastur situr t.d. í hjólastól langan dag. Hugsum um hversu miklu þetta gæti breytt. Hugsum málið, en ekki lengi – ger- um svo – helst í gær! Orkustöð sem enn má efla Elín G. Ólafsdóttir Höfundur er kennari og fv. borgarfulltrúi Kvennalistans. Reykjalundur Næsta verk, segir Elín G. Ólafsdóttir, er að styðja baráttu fyrir dagdeild og sér- hæfðri meðferð. Á FJÖLMENNUM fundi fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Garðabæ í lok febrúar var tillaga uppstilling- arnefndar að fram- boðslista Sjálfstæðis- flokksins í Garðabæ fyrir sveitastjórnar- kosningarnar sam- þykkt nánast sam- hljóða. Hér hefur tekist vel um val á frambjóð- endum. Á listanum er fólk með mikla reynslu af pólitísku starfi og einn- ig nýtt fólk sem kemur með nýjar og ferskar hugmyndir. Mér segir svo hugur um að öllu þessu ágæta fólki eigi eftir að farnast vel á hinum pólitíska akri sveitarstjórnarmála í Garðabæ næsta kjörtímabil. Ásdís Halla Bragadóttir hefur fengið það hlutverk að veita listanum forystu. Það hlýtur að hafa verið henni erfið ákvörðun að verða við óskum uppstillingarnefndarinnar um að taka það forystuhlutverk að sér, ekki síst í ljósi þess að einungis eitt og hálft ár er liðið frá því að hún var ráðin í embætti bæjarstjóra í Garðabæ. Einhverjir hafa, af þeirri ástæðu einni, haft hátt um stöðu Ás- dísar Höllu á lista Sjálfstæðisflokksins; vænt hana um frekju, yfirgang og fleira sem verður að teljast afar ómálefnaleg umræða. Líkt og yfirgnæfandi meirihluti áðurnefnds fulltrúaráðs, er ég ánægður með þessa ákvörðun uppstilling- arnefndar, það fólk sem sett var á framboðslistann og þá röð sem það myndar. Ásdís Halla hefur tvímælalaust alla burði til að verða góður leiðtogi. Hún býður af sér góðan þokka. Hún er ávallt tilbúin að hlusta á skoðanir annarra og virðir þær. Miðað við það umhverfi sem hún kemur úr og þær leiðir sem hún hefur valið sér í starfi og menntun er hún fulltrúi mjög breiðs hóps kjósenda. Ég bý og starfa í Garðabæ og hef mikil og góð samskipti við fólk búsett í bænum. Ég get ekki fundið annað en að Garðbæingar séu ánægðir með störf hennar enda hefur hún brydd- að upp á ýmsum nýjungum í starfi sem bæjarstjóri í Garðabæ sem hafa mælst vel fyrir hjá fólki í bænum. Ég óska öllum frambjóðendum í Garðabæ, hvar í flokki sem þeir standa, velfarnaðar í þeirri kosn- ingabaráttu sem framundan er. Einnig hvet ég þá hina sömu til að hafa málefnin í fyrirrúmi. Það kunna kjósendur að meta. Þeir kunna ekki að meta yfirborðslegar og hjáróma raddir sem miða að því einu að sverta æru einstaka frambjóðenda. Góður leiðtogi Sturla Þorsteinsson Garðabær Mér segir svo hugur um, segir Sturla Þorsteinsson, að öllu þessu ágæta fólki eigi eftir að farnast vel. Höfundur er kennari. Nýjar línur á nýjum stað undirfataverslun Síðumúla 3-5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.