Morgunblaðið - 17.04.2002, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 17.04.2002, Qupperneq 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 39 Sveinn Tumi Arn- órsson prentsmiður er látinn, langt um aldur fram. Farinn til aust- ursins eilífa. Ég vil gjarnan minnast hans hér með nokkrum orðum. Við Tumi kynntumst fyrir alvöru, þeg- ar ég keypti hús í götunni hans, Teigagrund á Laugarbakka, Mið- firði, fyrir tæpum tveimur árum. Þessi gata var gjarnan kölluð „Munkastræti“, því hér hafa búið nær eingöngu einsetumenn, eða þar til „Abbadísin“, þýsk kona byggði sér lítið hús við enda göt- unnar. Okkur Tuma varð vel til vina, en hann bjó í næsta húsi við mig. Við heimsóttum hvor annan reglulega eins og reyndar aðrir vinir hans í götunni. Fyrir utan að vera góður leturgerðarmaður var hann frjór í hugsun og hugmyndaríkur. Við ræddum oft um vandamál líðandi stundar, m.a. vanda landsbyggð- arinnar í atvinnumálum. Sagði hann mér frá ýmsum hugmyndum sínum til fjölbreytni í atvinnumál- um héraðsins, sem hann hafði reynt að koma á framfæri fyrr á árum, en ekki hlotið verðugar und- irtektir samferðarmanna. Nefndi hann sem dæmi þurrkun þorsk- hausa, álarækt og framleiðslu bré- faumslaga, sem hann hafði sér- stakan áhuga fyrir, en slík framleiðsla var síðar sett upp í Reykjavík með góðum árangri. Þessar neikvæðu undirtektir við viðleitni hans höfðu greinilega valdið honum talsverðum von- brigðum. Tumi var lífsglaður og fé- lagslyndur og hittumst við vinir hans hér með honum oft um helg- ar á „kránni“ hjá Reginu í Sölu- skála Laugarbakka við bjórglas og billiardspil. Tumi var góður maður SVEINN TUMI ARNÓRSSON ✝ Sveinn TumiArnórsson fædd- ist á Sauðárkróki 3. mars 1949. Hann lést á heimili sínu á Laugarbakka í Mið- firði 9. mars síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Kópa- vogskirkju 18. mars. og jákvæður og vildi í raun ekki vera upp á kant við nokkurn mann. Það voru hon- um margir vinveittir og trúlega átti hann enga óvini, en ef til vill var hann verstur við sjálfan sig. Hann fór illa með heilsu sína og fannst mér henni hraka í seinni tíð. Ég mun sakna hans og hans sérstaka hláturs á góðri stund. Tel ég mig tala einnig fyrir munn vina hans í götunni og á Laugarbakka. Blessuð sé minning Sveins Tuma. Ég votta fjölskyldu hans dýpstu samúð. Haraldur V. Haraldsson. Við ótímabært fráfall Sveins Tuma Arnórssonar koma í hug minningar frá margvíslegu sam- starfi liðinna ára. Tumi, eins og hann var ávallt kallaður, var lærð- ur prentari og rak um árabil eigin prentsmiðju, fyrst á Sæbergi við Hrútafjörð og síðar á Laugar- bakka í Miðfirði. Hann þjónaði af kostgæfni almennri prentþjónustu í Húnaþingi og víðar, var afar metnaðarfullur um íslenskt málfar og smekkmaður í uppsetningu og frágangi síns handverks. Tumi var afar framkvæmdamað- ur og hugmyndaríkur. Saman unn- um við að nokkrum verkefnum, m.a. við útgáfu kynningarrita fyrir Bjartar Nætur og ferðabæklinga. Um tíma stóðum við ásamt fleir- um, að útgáfu héraðsblaðs, Flóan- um, sem því miður varð ekki lang- lífur. Þá var skoðað í ofan í kjölinn möguleiki á að koma á fót um- slagagerð, sem ekki komst í fram- kvæmd. Við fráfall Tuma verður skarð fyrir skildi í samfélagi okkar, hann var afar ljúfur maður og abbaðist ekki upp á samferðafólk sitt. Hann glímdi löngum við Bakkus og sú glíma reyndi mjög á heilsu hans. Ég bið Guð að blessa minningu góðs drengs og veita fjölskyldu hans huggun í harmi. Karl Sigurgeirsson. Látin er Bríet Theó- dórsdóttir eftir hetju- lega baráttu við illvígan sjukdóm, sem hún hafði barist við nokkur und- anfarin ár. Í lífinu skiptist á skin og skúrir, eins og í náttúrunni. Þar kynnist maður góðu samferðafólki sem er gefandi á sjálft sig og sem við fráfall sitt skilur eftir stórt skarð. Sagt er að öll él birti upp um síðir, en með þvi er ekki sagt að allt verði eins og áður. Bríet var móðir Rósu æskuvinkonu minnar, en þau vináttu- bönd hafa staðið eins og kletturinn i yfir 40 ár. Og með kynnum okkar Rósu og vináttu komu sjálfkrafa gagnkvæm tengsl við fjölskyldur okkar beggja. Ósjálfrátt hvarflar hugurinn til baka þegar manni er tilkynnt andlát vinar. Bríet var myndarleg kona, heilsteyptur persónuleiki, með prúð- mannlega framkomu i garð sam- ferðafólks. Hún hafði létta og glaða lund og skemmtilegt skopskyn og naut þess að fólk slægi á létta strengi. Bríet og Steini voru samheldin hjón í því sem þau tóku sér fyrir hendur, hvort sem það var uppeldið á börnunum, hlúa að fallega heimilinu sínu og þá bar garðurinn, rósirnar og allur gróðurinn á Urðarveginum þeim fagurt vitni. Að ógleymdum „dalakofanum“ á Dagverðardal sem þau keyptu fyrir nokkrum árum og hafa endurbyggt allan, sannkallaður sælureitur, sem var umvafinn alúð og natni. Þegar við Rósa vorum börn og unglingar var fylgst með hvað við höfðum fyrir stafni í leik og skóla, og fylgdu þessir innri mannkostir henn- ar okkur af umhyggju. Er mér minn- isstætt er ég unglingurinn hafði sagt henni að ég ætti von á barni, umfaðm- aði hún mig og vildi vita hvernig mér liði, næsta dag færði hún mér gull- fallegan barnagalla. Svona var hug- ulsemin hennar og það var ljuf og fal- leg umhyggja sem hún sýndi okkur mæðginum alla tíð og hún var ekki spör á að láta mann finna að maður stæði sig í mömmuhlutverkinu og það yljaði manni. Bríet og Steini voru alltaf mikið fjölskyldufólk og var það hennar að- alsmerki að rækta vináttuna og bönd- in við börnin sín, tengdabörnin og ekki síst barnabörnin, sem voru þeim mikil gleði og lífsfylling, Það var ein- staklega falleg taug á milli Rósu og foreldra sinna, mikið og náið sam- band á milli þeirra og fjölskyldu Rósu, ófá ferðalögin þeirra saman og samverustundir. Ein systir Rósu stríddi þeim mæðgum Bríeti og Rósu á þvi að naflastrengurinn a milli þeirra hefði aldrei verið slitinn. Bríet og Steini bjuggu á Ísafirði mestallan sinn búskap. En við veikindi Bríetar tóku þau sig upp, fluttu til Reykjavík- ur og keyptu sér fallega íbúð á Dal- brautinni, en komu vestur og eyddu sumrunum í Dalakofanum og í faðmi Rósu og Fríðu og fjölskyldna þeirra. Það var alltaf sama hlýjan sem tók á móti manni, hvort sem maður heim- sótti þau á Urðarveginu, í Dalakof- ann eða á Dalbrautina. Eftir að Bríet og Steini fluttu suð- ur kynntust þau góðum nágrönnum og góðu fólki í sambýlinu á Dalbraut- inni og leið þeim eins vel þar og hægt er. Vinnustaður Bríetar flest árin var á Pósti og síma á Ísafirði og átti hún þar dýrmætar vinkonur og skemmti- lega vinnufélaga sem hún mat mikils. En í nokkurn tíma vann hún í Út- vegsbankanum á Ísafirði. Að leiðarlokum vil ég þakka Bríeti vináttu og tryggð öll vinkonuárin okkar Rósu, og bið að Guð gefi henni frið. BRÍET THEÓDÓRSDÓTTIR ✝ Bríet Theódórs-dóttir var fædd í Ólafsfirði 21. ágúst 1927. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 22. febr- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Ísafjarðar- kirkju 1. mars. Elsku Steini, Rósa og fjölskylda sem og aðrir ástvinir Bríetar, Guð gefi ykkur styrk á erf- iðum stundum, minn- ingin um góða konu og móður mun hjálpa. Bjarndís Friðriksdóttir, Ísafirði. Þrátt fyrir að undir- rituðum væri brugðið að frétta andlát Bríetar Theódórsdóttur, hafði það langan aðdraganda. Bríet hafði í nokkur ár háð hetjulega baráttu við illkynja krabbamein. Af þeim orsökum hafði hún orðið að yf- irgefa bæinn sinn, Ísafjörð, og vera stöðugt undir eftirliti færustu sér- fræðinga. Því miður er þetta sá sjúk- dómur sem okkar háþróuðu lækna- vísindum hefur gengið hvað erfiðast að kljást við. Við höfum því mátt sjá á bak mörgum góðum samferðamann- inum löngu áður en tímabært má telj- ast. Bríet Theódórsdóttir fyllti vissu- lega þennan hóp. Þótt enginn teljist ungur er náð hefur sjötíu og fjögurra ára aldri, stóðu öll efni til að þessi bráðmyndarlega kona ætti framund- an mörg góð ár í faðmi fjölskyldu og vina. En vegir almættisins eru órann- sakanlegir og því er okkur ekki gefið að skilja hvers vegna einn er kallaður á undan öðrum. Ég kynntist Bríet og Þorsteini, eft- irlifandi eiginmanni, sem reyndar all- ir kalla Steina, á æskuslóðum í Hrannargötunni á Ísafirði. Þar átti mikill barnaskari heima á sjötta og sjöunda áratugnum. Gatan var frá- bær leikvöllur á þessum árum, fáir áttu bíla aðrir en atvinnubílstjórar og slysahættan því mun minni en nú á dögum. Við hús þeirra Bríetar og Steina stóð flottasti vörubíll bæjar- ins, sem alltaf var eins og nýbónuð mubla. Aldrei ömuðust Bríet og Steini við fótbolta okkar strákanna rétt í grennd við þennan stássbíl, enda var Steini gamall fótboltamaður sjálfur, og áttu því oft mikil ærsl okk- ar við húshornið þeirra ótrúlegum skilningi að mæta. Fjölskylda þeirra Bríetar og Steina fór stækkandi á þessum árum og þau eignuðust fjög- ur myndarleg börn. Fjölskyldan þurfti því meira rými en litla húsið í Hrannargötunni bauð upp á, og því byggðu þau glæsilegt einbýlishús við Seljalandsveg á Ísafirði. Einhverjum árum síðar greip þau útþráin eins og margan landsbyggðarmanninn og seldu þau þá húsið á Seljandsvegi og héldu suður í höfuðborgarvist. En það reyndist ekki verða til langframa. Þau máttu reyna, að „römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til“, og fluttu þau til baka eftir skamma dvöl syðra vinum þeirra hér vestra til óblandinnar ánægju. Það var svo nokkrum árum síðar að við Steini urðum samstarfsmenn hjá innflutningsfyrirtækinu Sandfelli hf. og endunýjuðust þá góð kynni á ný. Mér er sérstaklega minnisstæð ferð starfsmanna og maka þeirra til Akureyrar. Hjá félaginu störfuðu þá 15–20 manns fæddir á árunum 1920– 1970. Aldursmunurinn skipti engu máli. Bríet og Steini tilheyrðu eldri kynslóð þessa hóps, en það var ekki sízt glaðlyndi þeirra og hlýtt viðmót, sem skapaði samstæða heild úr breið- um aldurshópi. Við áttum saman eft- irminnilega stund á heiðríkum morgni á einum fegursta stað lands- ins, Lystigarðinum á Akureyri. Mesta þrekvirki, sem þau Bríet og Steini unnu saman seinni árin var að breyta niðurníddum sumarbústað og umhverfi hans í Dagverðardal í sælu- reit þar sem fegurð og snyrti- mennska blasir við hverjum sem hjá gengur. Sumarbústaðurinn nefnist Dalakofinn, sem er mjög við hæfi. Það má segja, að Bríet og Steini hafi í verki gert það sem Davíð Stefánsson vann með ljóðsins list, breytt Dala- kofanum í Paradís á jörð. Það er mér mikils virði að hafa heimsótt þau síð- asta kvöldið sem Bríet átti í Dalakof- anum sl. haust. Þessi kvöldstund var einungis spjall um daginn og veginn, gamla og góða daga, en hún reyndist verða sú síðasta sem ég átti eftir að sjá Bríet í þessari tilveru. Kæri Steini. Við samferðamenn ykkur stöndum í þakkarskuld við ykkur Bríet. Þið hafið lagt ykkar af mörkum við að auðga og fegra mannlífið í okkar ágæta bæ. Ég skil vel þær tilfinning- ar sem hljóta að bærast með ykkur sem svo mikið hafið misst. Ég vil því senda þér, börnum, tengdabörnum og barnabörnum innilegar samúðar- kveðjur. En huggunin felst í öllum fallegu minningunum um konu sem geislaði af lífsgleði og góðvild. Megi góður Guð styðja ykkur fram á veg- inn. Ólafur B. Halldórsson. Fyrir löngu leit ég hérna lítinn bæ á strönd, aftur kom ég svo í sumar, sólin gyllti lönd, til að sjá með eigin augum óraveg ég fór, hvað þú værir, Akureyri, orðin rík og stór. Valdi stað með víðsýn fríða, Vaðlaheiðarbrún, horfði á þína höfn og skóga, hús og grænu tún. Höfuðborg hins bjarta norðurs, byggðir tengjast þér. Borgin syðra er þér eigi æðri í huga mér. (Sr. Sigurður Norland, frá Hindisvík.) Hann elskaði Akureyri, hann Gunnar Steindórsson, vinur okkar. Lyftist allur upp ef minnst var á hana og ekki þótti honum verra ef Akureyri var líkt við „Oxford“ eða hún kölluð „menningarsetrið á Ís- landi“. GUNNAR STEINDÓRSSON ✝ Gunnar Stein-dórsson fæddist á Akureyri 14. sept- ember 1923. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 27. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. Þetta var fæðingar- staður hans, þarna þekkti hann allflest hús og kennileiti. Það var sérstök til- finning umvafin hlýju og „húmor“ að fara á „rúntinn“ með honum um Akureyri og Eyja- fjörð, einstök upplifun. Maður kynntist þá fljótt til dæmis sögu Lystigarðsins, Menntaskólans, Sig- tryggshússins, Brekk- unnar, Baldurshaga, Bótarinnar, Tangans, Brekkugötunnar, gamla Barnaskól- ans svo aðeins örfá dæmi séu nefnd. Og í kjölfar lýsinga hans á húsum, mönnum og málefnum fylgdi svo oft svo smitandi hlátur að þau, sem voru í ferð með Gunnari voru farin að hristast af hlátri og jafnvel gráta af hlátri þegar einhverjar óborganleg- ar sögur komu af prakkarastrikum eða sögur af gömlum vinum og Ak- ureyringum. Svo mátti ekki gleyma náttúrunni, gróðrinum, fjallasýninni og fuglalíf- inu. Enda voru fáir staðir fegurri í huga Gunnars en Akureyri og Eyja- fjörðurinn og það þurfti alltaf að fara að skoða lúpínuræktina hjá Gunnari og fleiri félögum hans í firðinum. Reyndar samanstóð sú rækt í upp- hafi aðeins af fjórum lúpínum, sem nefndar voru í höfuðið á Gunnari og fleiri æskuvinum hans og jókst svo afraksturinn með árunum og alls- konar tilfæringar varðandi þessa rækt voru stundaðar. Alltaf var „tékkað reglulega á stöðunni í miðbænum“ eins og Gunn- ar sagði sjálfur og ekki þótti honum verra að stoppa við og ræða við at- hyglisvert og skemmtilegt fólk, sem hann þekkti nóg af. Leiðir Gunnars lágu víða, hérlend- is sem erlendis og það var skemmti- leg tilviljun nú fyrr í vetur þegar annar okkar var að sýna yfir hundr- að Ameríkönum í Mið-vestur Banda- ríkjunum myndband frá Íslandi þar sem var meðal annars fjallað um Ak- ureyri. Og hver birtist þar ekki fyrstur á miðju Ráðhústorginu ann- ar en Gunnar Steindórsson, brosandi og spjallandi, enda má með sanni segja að Gunnar hafi verið sannkall- aður kjarni í bæjarlífi Akureyrar. Sannur stuðningsmaður KA og ósjaldan fór hann á völlinn til að styðja sitt fólk og ef illa gekk hefur hann ef til vill hrist höfuðið á sinn sérstaka og skemmtilega hátt og ein- hver saga fylgt í kjölfarið. Hann hafði fjölbreytt áhugamál, svo sem íþróttir, ættfræði, sagn- fræði, mannleg samskipti og stjórn- mál voru honum hugleikin og var hann eindreginn stuðningsmaður jafnaðarmannastefnunnar. Gunnar geislaði, tilfinningaríkur og hrifnæmur. Gunnar var einn ein- stakra vina okkar. Vinátta fjölskyldna okkar og fjöl- skyldu Gunnars var einsog hring- vegurinn, endalaus. Við vorum vinir Gunnars, hann vinur okkar og vinur vina okkar. Feður okkar æskuvinir hans, mæður okkar vinkonur Guð- rúnar, við vinir barna þeirra, börn þeirra vinir foreldra okkar. Við ól- umst upp við þessa vináttu og þó svo að Gunnar og Guðrún hafi alltaf búið á Akureyri og við í Reykjavík var sambandið ávallt náið og sterkt. Gunnar var heimsborgari en hann vissi alltaf hvar rætur hans voru. Gunnar var styrk stoð og þegar feður okkar létust fyrir nokkrum ár- um varð Gunnar sendiherra okkar hjá seinni heimsstyrjaldarkynslóð- inni. Við fundum aldrei fyrir fjörutíu og fimm ára aldursmuninum. Við vor- um alltaf jafningjar, á sömu leið í líf- inu, leið húmorsins, lífsgleðinnar og náungakærleikans. Gunnar og Guð- rún hafa verið vinir margra um æv- ina og gert svo mörgum vel með nærveru sinni og umhyggju. Guð blessi minningu Gunnars Steindórssonar og leiði hann til góðra endurfunda við fjölskyldu og vini í ríki Drottins. Um þig bjartur ljómi leikur, lífgar bæ og fjörð. Einhver, sem er orðinn smeykur um hið fagra á jörð, ætti að koma, ætti að sjá þig einhvern sólskinsdag, svo hann geti eins og áður unað sínum hag. Þú ert fögur, Akureyri, Eyjafjarðar bær. Aðrir bæir eru meiri, enginn samt þér nær. (Sr. Sigurður Norland, frá Hindisvík.) Sigurður Arnarson og fjöl- skylda, Bandaríkjunum, og Jón Gunnar Jónsson, Englandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.