Morgunblaðið - 20.04.2002, Side 9

Morgunblaðið - 20.04.2002, Side 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 9 Sumartilboð 15% afsláttur af öllum peysum og buxum Frábært úrval Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Nýjar dragtir Jakki kr. 9.900, buxur kr. 6.900, kjóll kr. 7.900 - Stærðir 36-56                15% vorafsláttur Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið í dag laugardag 10-14 í fjóra daga Snyrtistofan Guerlain, Óðinsgötu 1, sími 5623220. Ráðhúsblóm, Bankastræti 4, sími 551 6690 Tilboð 1) Blómvöndur og förðun 2) Blómvöndur og handsnyrting. Dekraðu elskuna þína: Sími 892 8778, annaf@simnet.is Litgreining, fatastíll, fatasamsetning og förðun STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra opnaði í gær Ferðatorg 2002 í Vetrargarðinum í Smáralind í Kópavogi en um er að ræða fyrsta markaðstorg ferðaþjónustunnar þar sem fólki gefst kostur á að kynna sér fjölbreytilega ferða- möguleika innanlands. Ferðatorgið verður opið nú um helgina og geta gestir kynnt sér afþreyingar- og skoðunarmöguleika landsbyggð- arinnar, s.s. vélsleðaferðir, ísklifur, hvalaskoðun, raftasiglingar, gönguferðir, sjóstangaveiði, hesta- ferðir, kajakferðir, óvissuferðir og margt fleira. Þá fjölgar lands- hlutasöfnum ár frá ári m.a. hvala- safn, draugasafn, Vesturfarasetur, Njálusafn, Geysissafn, fiskasöfn og byggða- og sjóminjasöfn. Ferðatorgið stendur í samhengi við átakið „Ísland sækjum það heim“ sem er samvinnuverkefni samgönguráðuneytis og skrifstofu Ferðamálaráðs. Hefur 30 millj- ónum króna af alls 150 milljónum, sem samgönguráðuneytinu var út- hlutað til að bregðast við samdrætti í ferðaþjónustunni í kjölfar hryðju- verkanna 11. september, verið var- ið til auglýsingaherferðar undir slagorðinu „Ísland sækjum það heim“. Hefur aldrei verið varið jafnmiklum fjármunum til ferða- þjónustunnar á einu ári og sagði Sturla Böðvarsson að þessi ráð- stöfun hefði, auk framlaga frá að- ilum ferðaþjónustunnar, skilað sjá- anlegum árangri sem væri ánægjulegt þar um væri að ræða skattfé almennings. Alls verður 45 milljónum króna varið til sérstakra kynningarverkefna innanlands. Sturla Böðvarsson sagðist binda vonir við að átakið hvetti Íslend- inga til að ferðast meira innan- lands, ekki eingöngu yfir sum- armánuði, heldur allt árið. Magnús Oddsson ferðamálastjóri sagði að ef íslenskar fjölskyldur lengdu ferðalög sín innanlands um einn dag myndi það auka umsvif í greininni um hálfan milljarð króna. Morgunblaðið/Ásdís Vonast er til að Íslendingar ferðist meira innanlands og bindi ekki ferðalög sín endilega við sumarið. Magnús Oddsson ferðamálastjóri, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Einar K. Guðfinnsson, for- maður Ferðamálaráðs, við opnun Ferðatorgs 2002 í Smáralind í gær. Ferðamöguleikar innanlands kynntir á ferðatorgi „Í ÞEIM samningi sem hér fylgir heitum við frambjóðendur D-listans því að standa við þau loforð sem þar eru gefin. Við óskum eftir umboði þínu í kosningunum 25. maí svo þessi samningur á milli okkar og Reykvík- inga nái fram að ganga og Reykjavík verði á ný í fyrsta sæti,“ segir í inn- gangi sérstakrar kosningayfirlýsing- ar sem frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar í Reykjavík kynntu í gær undir heitinu „Samningur við Reyk- víkinga“. Þar eru í tíu liðum kynnt þau málefni úr kosningastefnuskrá D-listans sem frambjóðendur hans ætla að setja í forgang og leggja megináherslu á við stjórn borgarinn- ar á næstu fjórum árum fái þeir til þess nægilegan stuðning í kosning- unum í vor. Björn Bjarnason, oddviti D- listans, undirritar samninginn fyrir hönd frambjóðenda D-listans og seg- ir að Reykvíkingum gefist tækifæri til að samþykkja hann með því að greiða D-listanum atkvæði í kosn- ingunum í vor. „Við skuldbindum okkur til þess, fáum við til þess stuðning kjósenda, að framkvæma samninginn,“ sagði Björn Bjarnason á fréttamannafundi í gær. „Reykvíkingar geta staðfest samninginn með atkvæði sínu 25. maí,“ sagði hann. Nýjung í íslenskri kosningabaráttu „Það hefur aldrei verið gert hér á landi áður að leggja kosningamál fram með þessum hætti og kynna þau á þessum forsendum,“ sagði Björn. „Þetta er nýjung í íslenskri kosningabaráttu. Aðferðin er ný og stefnumiðin skýr,“ sagði hann enn- fremur á fundinum. Efst á listanum er yfirlýsing um að frambjóðendur D-lista skuldbindi sig til að lækka fasteignagjöld um allt að 20% bæði á fólk og fyrirtæki með því að afnema holræsaskattinn. „Við ætlum að stórlækka og leggja af fasteignaskatta og holræsagjöld á eigið húsnæði langflestra borgarbúa 67 ára og eldri. Við ætlum að gera það sama fyrir örorkulífeyrisþega. Við ætlum að eyða biðlistum eftir hjúkrunarrýmum fyrir eldri borg- ara. Við ætlum að efna til sérstaks átaks í þessum málaflokki á kjör- tímabilinu og verja milljarði til að mæta brýnni þörf þessa hóps,“ segir þar. Þar er einnig m.a. að finna yfirlýs- ingu um að innra starf grunnskól- anna verði eflt og foreldrum verði gefið tækifæri til að velja grunnskóla fyrir börn sín. Eyða á biðlistum á leikskólum og veita öllum börnum 18 mánaða og eldri rétt á leikskóla- plássi. Lýst er yfir að skuldasöfnun borgarinnar verði stöðvuð, verkefni verði flutt til einkaaðila og félaga- samtaka þar sem við á og hlutur Reykjavíkurborgar í Línu.net verði seldur ef flokkurinn fær til þess stuðning kjósenda, svo nokkur atriði séu nefnd af þeim tíu áhersluatriðum sem er að finna í yfirlýsingunni. Inga Jóna Þórðardóttir, frambjóð- andi D-listans, sagði að með þessu væru frambjóðendur að nálgast kjósendur með öðrum hætti en verið hefur, „og undirstrika að kjósendur eru með vald. Þeir hafa yfir atkvæði sínu og því valdi sem því fylgir að ráða. Þess vegna eru þeir í raun og veru samningsaðilar við þá stjórn- málamenn sem bjóða sig fram. Þeir verða að geta treyst því að sá sem þeir kjósa upplifi ábyrgð sínameð skuldbindandi hætti“, sagði hún. Frambjóðendur D-listans lögðu áherslu á það í gær að ljóst væri að grundvallarágreiningur væri á milli D-listans og R-listans í öllum þýð- ingarmestu málaflokkum, s.s. skipu- lagsmálum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, benti m.a. á að grund- vallarmunur væri á stefnu og áherslum framboðanna varðandi skipulag í Geldinganesi, varðandi lóðaframboð og húsnæðismál. Sagð- ist Vilhjálmur aldrei hafa upplifað jafnmikinn húsnæðisvanda í Reykja- vík og ríkti í dag, mitt í góðærinu. „Biðlistar hafa aldrei verið lengri, þeir eru allir í sögulegu hámarki.“ Sjálfstæðismenn í Reykjavík birta yfirlýsingu um forgangsmál í kosningunum í vor Samningur um tíu kosningaloforð Morgunblaðið/Kristinn Fimm frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins kynntu ,,Samning við Reyk- víkinga“ á fréttamannafundi í gær en í honum felast 10 kosningaloforð. F.v. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Björn Bjarnason, Inga Jóna Þórðardóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir. MOGGABÚÐIN mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.