Morgunblaðið - 20.04.2002, Síða 27
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 27
249
799
Gróðurmold
verð á pottum og mold
Róttækt
50%
Verðdæmi:
ø 10 cm 65 kr.
ø 14 cm 75 kr.
ø 16 cm 80 kr.
ø 18 cm 90 kr.
ø 20 cm 120 kr.
ø 22 cm 149 kr.
ø 24 cm 199 kr.
10 ltr. kr.
50 ltr. kr.
afsláttur af leirpottum
Reykjavík • sími 5800 500
Selfoss • sími 4800 800
blómaverslun á vefnum www.blomaval.is
ÆTTINGJAR fólksins sem fórst
með flugvélinni sem brotlenti í
Pennsylvaniu 11. september sl.,
skömmu eftir að flugræningjar
höfðu flogið flugvélum inn á turna
World Trade Center í New York og
Pentagon-bygginguna í Wash-
ington, fengu í gær að hlýða á seg-
ulbandsupptökur sem geyma það
sem sagt var í flugstjórnarklefa vél-
arinnar áður en hún brotlenti.
Mikið er um hróp og köll á upp-
tökunum og sagði Thomas Burnett,
sem missti son sinn, Tom, að ekki
hefði alltaf verið hægt að greina
hvað sagt væri. Deena Burnett, eig-
inkona Toms Burnetts, sagði hins
vegar að upptökurnar staðfestu að
farþegar um borð í vélinni hefðu
tekið ráðin í sínar hendur, og komið
í veg fyrir að flugræningjarnir
flygju henni á fjölfarna staði, líkt
og gert var í New York og Wash-
ington. Fjörutíu og fjórir fórust
með vélinni.
Sagði Alice Hoglan, sem sést á
myndinni ræða við fréttamenn, að
búið hefði verið að segja ættingj-
unum að á bandinu mætti heyra
konu biðja sér griða, og að síðustu
fimm til sjö mínúturnar einkennd-
ust af miklum hrópum á bæði arab-
ísku og ensku – vel væri grein-
anlegt að átök ættu sér stað. „Þrátt
fyrir það fannst mér ég verða að
hlusta á upptökurnar. Ég skulda
minningu Marks [Bingham, sonar
hennar] það,“ sagði Hoglan.
Hlýddu á upptökur úr
flugstjórnarklefanum
Plainsboro í New Jersey. AP.
AP
FILIP Vujanovic, forsætisráð-
herra Svartfjallalands, sagði af
sér embætti í gær eftir að hafa
sætt gagnrýni stjórnmála-
flokka sem aðhyllast sjálfstæði
Svartfjallalands og eru and-
snúnir hugmyndum um nýtt
sambandsríki, sem fengi nafnið
Serbía og Svartfjallaland og
ætlað er að leysa Júgóslavíu af
hólmi. Þrátt fyrir að stjórn Vuj-
anovics væri þar með fallin
sögðu fréttaskýrendur í gær að
þreifingar væru í gangi innan
Lýðræðisflokks Vujanovics,
sem einnig er flokkur Milos
Djukanovic forseta, um að
mynda nýja samsteypustjórn
svo ekki þurfi að boða til kosn-
inga.
50 handtekn-
ir í Grozní
LÖGREGLAN í Tsjetsjníu,
sem hliðholl er Moskvustjórn,
handtók í gær um fimmtíu
manns í höfuðborginni Grozní í
tengslum við sprengjutilræði á
fimmtudag sem varð átján lög-
reglumönnum að bana. Var
sprengjutilræðið í fyrradag það
mannskæðasta í Tsjetsjníu í
næstum tvö ár. Meira en 3.500
rússneskir hermenn hafa fallið
í Tsjetsjníu frá því í október
1999, ef marka má opinberar
tölur stjórnvalda í Moskvu, en
grunur leikur á að þeir séu mun
fleiri.
Atlantis kom-
in til jarðar
GEIMSKUTLAN Atlantis
lenti heilu og höldnu á Flórída í
gær eftir að hafa verið ellefu
daga úti í geimi. Sjö geimfarar
voru um borð í ferjunni en þeir
dvöldust um einnar viku skeið í
alþjóðlegu geimstöðinni, þar
sem þeir unnu að viðgerðum.
Minni tekju-
munur í
Bretlandi
BILIÐ milli ríkra og fátækra í
Bretlandi minnkaði nokkuð á
síðasta ári, ef marka má tölur
sem hagstofan breska gerði op-
inberar í gær. Þar kemur fram
að meðaltekjur þeirra tuttugu
prósenta íbúa Bretlands sem
hvað best hafa það voru átján
sinnum hærri en tekjur þeirra
20% landsmanna sem hvað
verst hafa það. Sambærilegar
tölur fyrir árið á undan sýndu
nítjánfaldan mun á hinum
tekjuhæstu og þeim tekju-
lægstu.
75% Palest-
ínumanna
atvinnulaus
ÞRÍR af hverjum fjórum Pal-
estínumönnum eru atvinnu-
lausir. Þetta er niðurstaða
rannsókna skrifstofu Samein-
uðu þjóðanna í Mið-Austur-
löndum. Sagði Terje Roed-Lar-
sen, yfirmaður SÞ á heima-
stjórnarsvæðum Palestínu-
manna, að efnahagur Palest-
ínumanna væri ekki lengur í
lægð, heldur beinlínis í rúst.
STUTT
Stjórnar-
kreppa í
Svart-
fjallalandi