Morgunblaðið - 20.04.2002, Qupperneq 36
HEILSA
36 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Þessa frábæru og vinsælu
EMMALJUNGA BARNAVAGNA
sem hægt er að breyta í kerru
eigum við í mörgum litum og gerðum.
Einnig eigum við EMMALJUNGA
BARNAKERRUR
í mörgum litum og gerðum.
VARÐAN EHF.
Grettisgötu 2, sími 551 9031
Netfang: vardan@vardan.is
Heimasíða: www.vardan.is
Spurning: Ég hef verið með þrá-
láta sveppasýkingu í leggöngum í
rúm sex ár. Ég hef ekki komist
fyrir það þrátt fyrir ítrekaðar
lyfjameðferðir. Kyn- og kven-
sjúkdómalæknar eru ekki allir
með sömu skýringar á þessu fyr-
irbæri og af hverju ekki er hægt
að komast fyrir þetta, ég veit að
þetta er ekki á neinn hátt lífs-
hættulegt, en það gerir lífi mínu
og samlífi okkar hjóna óleik sem
ég veit ekki hvernig endar ef við
komumst ekki fyrir þetta. Getur
þú hjálpað mér og kannski bent
mér á leiðir eða upplýsingar sem
ég gæti leitað í?
Svar: Í heilbrigðum leggöngum
dafnar vel baktería sem nefnist
laktobacillus. Þessi baktería held-
ur leggöngunum súrum með því að
mynda mjólkursýru og það verður
til þess að aðrar bakteríur, veirur
og sveppir eiga mjög erfitt upp-
dráttar. Laktobacillus-bakterían
veldur hvorki sýkingu né óþæg-
indum en ýmislegt getur orðið til
að trufla vöxt hennar og þá geta
aðrar bakteríur, veirur eða svepp-
ir náð sér á strik og valdið sýkingu
með tilheyrandi óþægindum. Al-
gengustu einkenni slíkra sýkinga
eru aukin útferð, sviði, kláði og
óþægindi við samfarir. Sá sveppur
sem oftast veldur sýkingum er
Candida albicans en hann er til
staðar í meltingarfærum flestra
einstaklinga og finnst einnig ann-
ars staðar á líkamanum eins og í
leggöngum. Í heilbrigðum líkama
er Candida-sveppurinn til staðar,
eins og ýmsir aðrir sýklar, án þess
að valda tjóni en ef röskun verður
á vörnum líkamans getur hann
farið að fjölga sér og valdið sýk-
ingu. Sveppasýkingar í leggöng-
um eru algengar og læknast oftast
fljótt af sjálfu sér eða við meðferð
með sveppalyfjum í nokkra daga.
Stundum verða svona sýkingar
þrálátar og taka sig upp aftur og
aftur eins og bréfritari lýsir. Þeg-
ar slíkt gerist er sjálfsagt að leita
skýringar en fullnægjandi skýring
finnst ekki alltaf. Sykursýki stuðl-
ar að sýkingum, m.a. í leggöngum,
og er nauðsynlegt að kanna hvort
sá sjúkdómur er til staðar. Þó að
sykursýki greinist ekki mætti
prófa að draga úr sykurneyslu og
sjá hvort það hjálpar. Sýklalyf,
sérstaklega þau sem eru breiðvirk
(verka á margar tegundir bakt-
ería), auka hættu á sveppasýkingu
og ber alltaf að hafa það í huga og
reyna að forðast notkun slíkra
lyfja eins og kostur er.
Þegar sýking verður er sjálf-
sagt að nota sveppalyf en þess á
milli er hægt að gera ýmislegt til
að forðast endurteknar sýkingar.
Mikilvægt er að nota nærbuxur úr
bómull sem ekki eru þröngar og
sennilega er verra að nota nær-
buxnahlífar (innlegg) sem geta
haldið raka að líkamanum og
þannig auðveldað vöxt sveppa.
Þær konur sem eru með sykursýki
þurfa að hafa góða stjórn á sjúk-
dómnum og allar ættu að forðast
neyslu mikils magns af sykri
vegna þess að þá hækkar blóðsyk-
ur og við það vaxa sveppirnir bet-
ur. Forðast ber tíðatappa sem eru
gróðrarstía fyrir alls kyns sýkla.
Bakterían laktobacillus er mik-
ilvæg fyrir eðlilegt ástand leg-
ganga og stundum hjálpar að
neyta afurða með þessari bakteríu
(t.d. AB-mjólk) daglega. Hreinlæti
er mikilvægt! en best er að þvo
ytri kynfæri með volgu vatni en
forðast sápur sem geta verið ert-
andi. Einnig má nefna ágætt
krem, AD-krem, sem hjálpar sum-
um. Varnir líkamans eflast einnig
við heilbrigt líferni, hollan mat og
hæfilega hreyfingu.
Sveppasýking í leggöngum
MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Heilbrigt líferni
eflir varnir
Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn-
inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið
er á móti spurningum á virkum dögum milli
klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum
eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax
5691222. Einnig geta lesendur sent fyrir-
spurnir sínar með tölvupósti á netfang
Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hot-
mail.com.
ÁRUM saman hefur það verið við-
tekið í læknavísindum að því fyrr
sem krabbamein greinist því betra á
þeirri forsendu að flest krabbamein
breiðist út og versni ef ekki er
brugðist við þeim. Mjög fátítt hefur
verið talið að krabbamein hjaðni af
sjálfu sér. Nú hafa hins vegar komið
fram vísbendingar um að málið sé
alls ekki svona einfalt, í það minnsta
þegar krabbamein í börnum er ann-
ars vegar. Sérstakt greiningarpróf,
sem greina átti krabbamein í tauga-
kerfi barna, þótti vekja vonir um að
bjarga mætti börnum frá hryllileg-
um dauðdaga, en prófið hefur alls
ekki staðið undir vonum.
Niðurstaða rannsókna á þessu
prófi og spurningar um krabba-
meinsleit í fullorðnum, bæði að
brjóstakrabba og krabbameini í
blöðruhálskirtli, hafa orðið kveikja
að deilu um almennt gildi krabba-
meinsleitar í heilbrigðu fólki, sem
ekki hefur nein einkenni, og eru
menn ekki á eitt sáttir um kosti og
galla.
Aukin greining breytti engu
um tíðni dauðsfalla
Prófið vegna barnakrabbameins-
ins, sem leggst á taugakímfrumur,
hefur vakið vísindamenn til umhugs-
unar. Um er að ræða algengustu og
skaðlegustu æxli, sem finnast í börn-
um. Vísindamenn í Japan höfðu
komist að því að greina mætti merki
um slík æxli í þvagsýnum barna
löngu áður en einkenni komu fram.
Hafnar voru víðtækar prófanir í
Japan og í Kanada og Þýskalandi
hófust rannsóknir á þessum prófun-
um. Í fyrstu virtist árangurinn stór-
kostlegur. Mikið var um greiningar
og meinin greindust snemma. Börn-
in, sem í hlut áttu, fóru í uppskurð,
sem algengast var að væri gerður á
nýrnahettunum þar sem æxlin
myndast iðulega, og krabbameinið
var fjarlægt. Menn rak hins vegar í
rogastans þegar í ljós kom að ekkert
lát varð á því að börn greindust
langt leidd af krabbameini og dán-
artíðni af völdum þess breyttist
ekki.
Á endanum neyddust vísinda-
mennirnir, sem að prófunum stóðu,
til þess að gefa þau upp á bátinn en
niðurstöður þeirra eru nú hluti um-
ræðunnar um hin ýmsu próf til að
greina sjúkdóma í börnum og full-
orðnum. Sumir eru þeirrar hyggju
að rannsóknirnar sýni að ákvörðun
um það hvort nota eigi próf eða ekki
skuli ekki velta á því hvort aðferð til
að prófa sé til, heldur nákvæmri
greiningu á árangri.
Aðrir líta svo á að það sé líffræði-
lega skynsamlegt að greina meinið
snemma. Rannsóknir á dýrum um
árabil hafi hvað eftir annað sýnt að
hægt sé að lækna krabbamein, sem
greinist snemma, en lækning verði
ógerleg ef krabbameininu sé leyft að
stækka og breiðast út. Spurningin
sé hins vegar sú hvort í raun sé verið
að greina krabbamein.
Frumuvöxtur getur virst skað-
legur en horfið af sjálfu sér
Larry Norton, sérfræðingur í
brjóstakrabba við Sloan-Kettering-
krabbameinsmiðstöðina í New York,
sagði í samtali við dagblaðið The
New York Times að hvað krabba-
meinið hjá börnunum snerti væri
vandamálið að í prófinu hefði ekki
greinst raunverulegt krabbamein.
Fundist hefðu æxli, sem ekki þurfti
að bregðast við, en hin banvænu
æxli hefðu ekki greinst. Það kom
mönnum í opna skjöldu að æxli
hjöðnuðu mun oftar en áður var tal-
ið, en það kom m.a. fram í rannsókn
á æxlum í taugakerfi barna. Enginn
hafði hins vegar tekið eftir þeim áð-
ur vegna þess að fyrir daga prófsins
höfðu mjög fá þessara æxla greinst.
Afleiðingin af því að þessi æxli, sem
án íhlutunar hefðu horfið af sjálfu
sér, var að gerðar voru ónauðsyn-
legar skurðaðgerðir á fjölda barna
til að fjarlægja frumuvöxt, sem aldr-
ei hefði skaðað þau. Í The New York
Times kom fram að nokkur börn
hefðu meira að segja látið lífið vegna
ónauðsynlegra skurðaðgerða.
Nú hefur sú spurning vaknað
hvort þetta dæmi um æxli í tauga-
kímfrumum sé undantekningin eða
reglan.
Á undanförnum árum hefur komið
í ljós að krabbamein hegðar sér ekki
að öllu leyti eins og talið var. Hið
viðtekna viðhorf var að krabba-
meinsfrumur litu óvenjulega út í
smásjá, vöxtur þeirra væri stjórn-
laus og í flestum tilfellum banvænn.
Nú hafa vísindamenn hins vegar
komist að því að sum krabbamein
eru skaðlaus og jafnvel svo meinlaus
að þau muni aldrei ná því að stækka
nægilega mikið til þess að sjúkling-
urinn þurfi nokkurn tímann að leita
lækninga vegna þeirra. Þá geta
einnig komið fram æxli, sem líta út
eins og krabbamein í smásjá og sýna
vaxtarmynstur við ræktun, sem eru
dæmigerð fyrir illkynja æxli, en þau
geta engu að síður hætt að vaxa af
sjálfsdáðum og breyst í venjulega
vefi í líkamanum.
Þetta skapar ákveðinn vanda fyrir
lækna. Greiningartækni gerir þeim
fært að finna óvenjulegan frumuvöxt
á frumstigi, en eftir því sem þeir
finna frumur, sem virðast hættuleg-
ar, fyrr, þeim mun meiri óvissa er
um hvort þær séu hættulegar í raun.
Nýjar efasemdir um
krabbameinspróf
AP
Tækni til að greina krabbamein fleygir fram. Markmiðið er að greina
krabbamein sem fyrst, en ekki virðist allt sem sýnist í þeim efnum.