Morgunblaðið - 20.04.2002, Side 43

Morgunblaðið - 20.04.2002, Side 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 43 s e m e r f i t t e r a ð y f i r g e f a s ó fa r Mán.– Fös. 10.00 –18.00 • Laugard. 11.00 –16.00 • Sunnud. 13.00 –16.00 OPIÐ: N O N N I O G M A N N I • N M 0 6 0 7 4 / si a. is þægilegir sófar blár, grænn, grár og svartur/hvítur 119.000kr. Florida 2ja og 3ja sæta tmhusgogn.is Vortilboð á reiðhjólum Sími 525 3000 • www.husa.is 24” reiðhjól, 18 gíra. Verð áður: 28.990 kr. 17.400 kr. HUGTAKIÐ „mannauður“ er æ meir notað í ýmsu samhengi. Venjulega er það notað yfir at- gervi vinnuaflsins, ekki síst menntun og færni til að skila ým- iskonar sérhæfðri vinnu. Tilkoma þessa hugtaks inn í málið veit vonandi á gott. Fái mannauður ein- hvern viðlíka sess í samfélaginu og auður af hefðbundnara tagi er bjart framundan í þjóðmálunum, ekki síst í menntamálum. Fyrir grunnskólann, það skólastig sem nýlega komst í hendur sveitar- stjórna, hlýtur hugtakið mannauður að vekja væntingar um aukið vægi og bættan aðbúnað. Samkvæmt orðanna hljóðan er grunnskóli, stofnun þar sem lagður er grunnur að mennt- un einstaklingsins, þar sem áxöxtun mann- auðsins hefst fyrir al- vöru. Starf í grunn- skóla er krefjandi. Þar þarf að hyggja til framtíðar en samtímis verður að sníða starfið þannig að það þjóni þörfum nemenda og foreldra í dag. Grunn- skólinn hefur því mið- ur á síðustu árum og áratugum verið vett- vangur harðvítugra kjaradeilna, sem á stundum hafa komið hart niður á þriðja að- ila, nemendum. Rót þessara deilna er að stórum hluta gamalgróin vantrú hérlendis á skóla og á það starf sem þar fer fram. Í skamm- sýni og skorti á yfirsýn hafa svo stjórnvöld ýtt undir þessa hégilju landans og spornað gegn réttmæt- um kröfum uppeldisstéttanna um betri viðgjörning. Kjarabarátta kennara hefur því ekki síst verið viðureign við stjórnvöld um að koma mennta- og skólamálum fram- ar í forgangsröðina og krafa til þeirra um að láta verkin tala. Hækkun á „gengi“ grunnskólans Undirritaður hefur reynslu af skólavist barna sinna bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Þar er ólíku saman að jafna, Íslandi í óhag. Oft hefi ég saknað þeirrar blöndu af alúð, virð- ingu og atvinnumennsku sem mér fannst einkenna skólavist sonar míns í Gautaborg. Ekki það að kennarar á Íslandi séu lakari eða að börn á Íslandi verri nemendur. Öðru nær. Munurinn liggur fyrst og gremst í hinu almenna viðhorfi til skóla og skólastarfs. „Bókvitið verð- ur ekki í askana látið“ er vitaskuld bara frumstæð sultardropaspeki sem Íslendingar þurfa að gera upp við. Verra er þó að yfirvöld hafa gert sér skjól úr þessum viðhorfum í viðleitni sinni við að halda niðri kjörum uppeldisstéttanna, þeirra sem eru að skapa og ávaxta mann- auðinn. Eftir að hafa upplifað skólastarf frá fyrstu hendi sem faðir, endur- tekin skoðanaskipti við aðra for- eldra, samræður við kennara og talsverðar pælingar er niðurstaða mín sú að skólastarf skorti „status“ hér á landi. Gengi málaflokksins er of lágt skráð ef svo má segja. E.t.v. lætur það rótgróinni iðnaðarþjóð eins og Svíum betur en veiðimanna- samfélaginu á Íslandi að leggja rækt við skólastarf, starfsemi sem horfir svo rækilega til framtíðar. En þetta er allt að koma hér á Fróni. Lífið hér mitt úti í norður Atlantshafinu er ekki lengur sá salt- fiskur sem það var. Tilveran hefur orðið fjölþættari með hverju árinu ekki síst hér í borgarsamfélaginu. Reykjavík er orðin alvöru borg þar sem framtíðin ber að dyrum án taf- ar. Lykillinn að þeim dyrum eru menntamálin og sá lykill er í hönd- um okkar sjálfra. Sáning og uppskera Gengi grunnskólans verður ekki talað upp, hvorki úr ráðherra- né borgarstjórastjól. Vilji menn upp- skeru duga orðin ein og sér ekki sem útsæði. Grunnskólastigið þarf fjárframlög sem gerir það sam- keppnisfært við aðrar atvinnugrein- ar. Borgaryfirvöld eiga að taka af skarið, móta stefnu þar sem grunn- skólinn og starfið þar fær þann sess sem því ber á okkar tímum. Reykja- víkurborg hefur fulla lögsögu yfir grunnskólanum og hefur því ein- göngu í eigin barm að líta. Grunn- skólinn þarf á því að halda að borg- in láti verkin tala. Það er sjálfsögð krafa að borgaryfirvöld staðfesti trú sína á gildi menntunar með því að stuðla að því að þau störf sem unnin eru á vettvangi grunnskólans séu metin að verðleikum. Grunnskólinn er vagga mannauðs Björn Guðbrandur Jónsson Reykjavík „Bókvitið verður ekki í askana látið,“ segir Björn Guðbrandur Jónsson, er vitaskuld bara frumstæð sultar- dropaspeki. Höfundur er umhverfisfræðingur og skipar 5. sæti F-listans í Reykjavík. NEMENDUR frum- greinadeildar hafa stundum komið að máli við mig og spurt hvernig standi á því að deildin og það nám sem þar er boð- ið upp á virðist lítið þekkt í þjóðfélaginu. Eftirfarandi greinar- korni er ætlað að bæta úr því. Frumgreinadeild Tækniskóla Íslands hef- ur verið starfrækt síðan 1964, fyrst sem undir- búningsdeild og síðar bættist við raungreina- deild, þannig að frum- greinadeildin er fjög- urra anna nám á framhaldsskólastigi. Deildinni er fyrst og fremst ætlað að tryggja verkmenntuðu fólki viðhlít- andi undirbúning að námi í sérgreina- deildum skólans. Deildin hefur því verið valkostur verkmenntaðs fólks og frá og með hausti 2002 gefst þeim, sem lokið hafa prófi úr iðnskóla eða sambærilegu prófi, kostur á því að ljúka þessu námi á þremur önnum í stað fjögurra. Von- ast er til að þessi breyting mælist vel fyrir meðal þessa hóps. Annar hópur sem sækir í síauknum mæli nám í frumgreinadeild TÍ er fólk sem af ein- hverjum ástæðum lauk ekki námi í framhalds- skóla en vill nú taka upp þráðinn að nýju. Frumgreinadeildin hefur hentað þessum hóp vel. Námið er stundað í dagskóla og tekur tvö ár. Þótt um áfangakerfi sé að ræða eru nemendur í sama bekk frá því þeir inn- ritast í deildina. Þetta er mörgum ómetanleg festa í skólastarfinu og auk þess hafa nemendur ríkan að- gang að skólanum utan hefðbundins kennslutíma. Slíkt hefur t.d. fjöl- skyldufólk kunnað vel að meta. Inn- gönguskilyrði fyrir þennan hóp eru 20 ára aldur og allt að tveggja ára starfs- reynsla sem viðkomandi sérgreina- deild metur. Eftir 2. önn í frumgreinadeild geta nemendur farið í bygginga-, raf- magns- og véliðnfræði, sem m.a. gef- ur þeim meistararéttindi. Jafnframt geta þeir nemendur sem eru 25 ára eða eldri farið í iðnrekstrarfræði að lokinni 2. önn hafi þeir góða starfs- reynslu að auki. Námi í frumgreina- deild lýkur með raungreinadeildar- prófi. Þetta próf veitir rétt til að hefja nám í öllum deildum Tækniskólans, þ.e. í tæknifræðideildum, rekstrar- deild og heilbrigðisdeild auk náms í öðrum háskólum, innlendum sem er- lendum. Við ykkur sem eruð að hugsa um nám í haust og uppfyllið skilyrði um inngöngu vil ég segja þetta: Verið vel- komin í frumgreinadeild Tækniskóla Íslands. Þar sem reynsla og verkmenntun skipta máli Málfríður Þórarinsdóttir Höfundur er forstöðumaður frumgreinadeildar TÍ. TÍ Þeim, sem lokið hafa prófi úr iðnskóla eða sambærilegu prófi, gefst kostur á því, segir Málfríður Þórarins- dóttir, að ljúka þessu námi á þremur önnum í stað fjögurra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.