Morgunblaðið - 20.04.2002, Síða 15

Morgunblaðið - 20.04.2002, Síða 15
reyna að leita þess en hvar skyldi bera niður? Fáeinum dögum eftir að ég las um leynd- armál Tómasar rámaði mig í að ég hefði fyrir mörgum árum lesið í einhverri minningabóka Halldórs um lítt þekkt blað sem góðvinur hans og íslenskukennari í Iðnskólanum haustið 1914, Jakob Smári, hefði ritstýrt. Það skyldi þó ekki vera að þar væri að finna vísbendinguna sem mig vantaði? Sjömeistarasagan reyndist varða á þessari leið. Þar blasti við mér nafn Vilhjálms keisara Þýskalands framantil í bókinni. Halldór segir á þeirri síðu, að eftir að Jakob Smári hafi verið orðinn ritstjóri, hafi hann átt innangengt í dálka blaðs hans, sem nefndist Landið, „hvortheldur var með bundið mál eða óbundið; einlægt eitt- hvert velgjulegt þrugl undir dulnefni.“ Hvert dulnefnið var kemur ekki fram. Halldór segist hafa að nokkru leyti aðhyllst þá stefnu sem Ein- ar Hjörleifsson Kvaran „skáld sálarinnar eða réttara sagt frelsari sálarinnar“ hafi haldið fram en hafi þó aldrei orðið spíritisti. „Afturámóti var ég með Vilhjálmi þýska- landskeisara á þessum misserum og orti um hann lofkvæði í Landið.“ Þarna hefur Halldór því, árið 1978, afhjúpað áratuga gamalt leynd- armál Tómsar og væntanlega sjálfs sín um hvar lofið var birt en þá var að finna kvæðið. Snemma morguninn eftir að ég las þessi orð í Sjömeistarasögunni að nýju var ég kominn í Þjóðarbókhlöðu, hafði óskað eftir að fá að sjá allt það sem út hafði komið af Landinu og var sestur inn í lestrarsal þjóðdeildar. Landið reyndist vera blað í svipuðu broti og dagblöð samtíma okkar, reyndar aðeins fjórar síður hvert blað, og hafði komið út vikulega í þrjú ár, 1916, 1917 og 1918. Útgáfu blaðsins er hætt um það leyti sem „spánska pestin“ er að ná há- marki og eru í síðustu blöðunum birtar skrár yfir þá sem eru „dánir í drepsóttinni í Reykja- vík“. Síðasta blaðið kemur út á gamlársdag 1918 og er aðeins tvær síður. Skrif um stjórnmál eru fyrirferðarmikil á síð- um Landsins enda hafði Halldór látið þess get- ið, að þetta hafi verið vikublað flokksbrots, „sem rak einhverja fína pólitík sem ég skildi aldrei“. Þar eru ritfregnir, tíðindi úr bæjarlíf- inu, auglýsingar, framhaldssögur og fróðleiks- molar um landshagi svo að nokkuð sé nefnt. Í lestrarsalnum skoðaði ég vandlega öll þau tölublöð sem út voru gefin af Landinu og varð- veitt eru í þremur bindum í þjóðdeildinni. Í fyrsta árgangnum sá ég ekkert eftir Snæ svinna og hvarflaði að mér að Halldór hefði ef til vill notað annað dulnefni í þessu blaði en á öðr- um vettvangi. Elsta umsögn Halldórs um sjónleik Varla var ég byrjaður á öðrum árgangi Landsins þegar þar birtist á forsíðu grein merkt Snæ svinna, nánar tiltekið í blaðinu föstudaginn 19. janúar 1917. Það er eins konar leikdómur undir fyrirsögninni „Syndir ann- arra“. Greinarhöfundur fer afar jákvæðum orðum um efni sjónleiks Einars H. Kvarans sem var á fjölunum hinn sjöunda sama mánaðar og segir leikhúsrýnirinn Kvaran vera „meistara hins ís- lenska fegurðarskáldskapar“ og öll seinni tíðar ritverk hans „meira og minna full af dýrri lífs- speki og siðfræði sem ætti að hafa stórlega bæt- andi áhrif á hvern meðalgreindan mann“. Í greininni er Snær svinni háfleygur er hann ræðir um mátt skáldskaparins: „Skáldið getur áorkað miklu. Það getur bygt upp og blómgað hinar ófrjóu eyðimerkur and- ans; það getur borið svaladrykk hinum þyrsta, leiðbeint hinum vilta, læknað hinn þjáða og bjargað hinum andlega dauðvona manni. Þetta mikla andans afl ætti hvert skáld að temja sér, þannig, að það gæti orðið meðbræðrum til styrktar á einhvern hátt.“ Hann segir auðséð að Einar H. Kvaran hafi náð tökum á hugum manna og eigi vafalaust eft- ir að gera það í komandi framtíð „alt á meðan Ísland byggist – og Þingvöllur verður ekki seld- ur útlendu auðvaldi í hendur“. Hér veltir maður fyrir sér hvort Halldór sé þegar, tæplega 15 ára, orðinn jafn pólitískur og hann síðar varð, en eftir þessi síðustu orð hans er vísað til neðanmálsgreinar sem tengir þau við efni sjónleiksins „Synda annarra.“ Jón Viðar Jónsson, leikhúsfræðingur staðfesti við mig, að annar meginefnisþáttur þessa leikverks Kvar- ans hefði verið sala Þingvalla til útlendinga. Jón Viðar taldi leikhúsgrein Halldórs hina merkustu þar sem þarna væru fundin elstu skrif hans um leiklist sem vitað væri um. Hall- dór hefði verið einlægur áhugamaður um leik- list og leikhús frá því að hann sá Fjalla-Eyvind Jóhanns Sigurjónssonar í Iðnó 12 ára að aldri, 1914, og hefði með þeim hætti komist í kynni við frumherja íslenskrar leiklistar. Þeim áhrifum sem hann varð þar fyrir lýsti hann í ritgerð rúmum þremur áratugum síðar. Þá má minna á, að Halldór skrifaði fróðlega leikdóma á ár- unum 1931 og 1932, sem Jón Viðar telur með því betra af því tagi sem hér hefur verið skrifað. Eru þá ótalin leikrit hans og seta í þjóðleik- húsráði um árabil. Lofkvæðið um keisarann þýska Víkur þá sögunni aftur að vikublaðinu Land- inu sem ég fletti síðu fyrir síðu í Þjóðarbók- hlöðu. Þegar ég var að verða úrkula vonar um að finna keisarakvæðið sem var tilefni leitar- leiðangurs míns að þessu sinni birtist það yf- irlætislaust og smáletrað á baksíðu blaðsins föstudaginn 13. apríl 1917. Heiti þess var „Á afmæli keisarans“. Þetta reyndist upphafið og hátignarlegt lofkvæði í þeim stíl er menn ortu til heiðurs konungum Ís- lands og Danmerkur er þeir stigu hér á land og hefst þannig: Heill sé þér, Vilhjálmur hugumstór! hugprúði frændi og bróðir og vinur. Stynur nú loft og storð og sjór, stælist nú afl um leið og hrynur. Sigri og lifi þín listræna storð, ljósvaldur kærleikans efli þitt ríki, og deyi’ ei þess sonanna dýrustu orð og dafni’ ykkur enn margur Goethes líki. Og áfram er haldið á sömu nótum með guðs- blessun og frómum óskum í næstu tveimur er- indum en Snær svinni lýkur kvæðinu um keis- arann með þessum hætti: Og auðnist þér lengi að lifa’, og sjá þitt land og þess sonu friðinn signa. Nær blessunin krýnir bygð og lá og blóðinu hættir að rigna. Og hafðu þá mátt í hug og önd, – með hjörtun í þínu prúða liði – að bjóða heiminum bróðurhönd og byggja að tryggum alheimsfriði. Þegar þetta lofkvæði um Þýskalandskeisara var birt hér norður í höfum, „á einni afskekkt- ustu klöpp heimsins“, hafði Evrópa logað í ófriði á þriðja ár í kjölfar þess að Franz Ferdin- and, erkihertogi, ríkiserfingi Austurríkis-Ung- verjalands og kona hans voru myrt í Sarajevó í júnímánuði 1914. Í þeim hildarleik, sem Halldór hefur kallað „heimsstríð númer eitt“, fóru fyrir fylkingum annars vegar Bretar, Rússar og Frakkar, hins vegar Þjóðverjar, Austurríkis- menn, Ungverjar og Tyrkir. Víst má telja, að keisarakvæðið hafi ekki fall- ið öllum lesendum Landsins í geð enda aukin harka að færast í styrjaldarreksturinn um þetta leyti, Þjóðverjar að stöðva siglingar um- hverfis Bretlandseyjar og Bandaríkjamenn búnir að slíta stjórnmálasambandi við þá. Halldór sagðist aftur á móti hafa verið „með Vilhjálmi þýskalandskeisara á þessum misser- um“, eins og fyrr var til vitnað, þótt að manni læðist sá grunar að skáldið hafi haft lúmskt gaman af að yrkja þetta lofkvæði sem „enginn mannlegur máttur“ gat fengið Tómas Guð- mundsson til að segja frá hvar hefði birst á prenti. Snær – „ímynd sakleysisins og hreinleikans“ Skáldsagan Barn náttúrunnar, sem Halldór skrifaði tveimur árum eftir fermingu, kom út í byrjun október 1919. Hann hefur tekið svo til orða, að þessi bók hafi verið hin fyrsta frá hans hendi sem ekki hafi verið „samin til eldsneyt- is“. Í tólfta kafla bókarinnar sem ber heitið „Ástakvöld“ segir frá sveitastúlkunni Huldu og heimsóknum Randvers til hennar. Þar segir: „Þegar Randver var kominn inn í hlýa og þægilega stofuna hennar, búinn að kasta yf- irhöfninni, og allra mestu mæðinni, þá settist hún á kné hans í legubeknum, hélt um hálsinn á honum og sagði honum sögur. Það vóru fjöldamargar nýar sögur síðan sein- ast. Það var sagan af Éljagrími, sem var svo óg- urlegur og illúðigur … Það var sagan af útburð- inum í holtinu, sem vældi fyrir veðrum … Það var sagan af Snævi sem var ímynd sak- leysisins og hreinleikans. Sjálfur var Snær of- urlítið barn fætt í Uppsölum. Móðir þess var Mánabirtan, en faðir þess Klakkurinn hvíti. Vetur hinn harðráði hafði rænt því og knúði það áfram með keyri sínu, vindinum, og notaði það til þess að þjaka með mönnunum. Vesalíngs móðir þess var harmþrúngin. Hún reyndi alt til þess að ná barninu sínu, en Vetur meinaði henni það. Þó gat Veturinn ekki mein- að henni að sjá það, því ekkert vald getur blind- að auga móðurástarinnar.“ Þarna birtist sem sagt Snær, hinn eini sem ég hef fundið í skáldsögum Halldórs Laxness, „ímynd sakleysisins og hreinleikans“. Viðurnafn þess Snæs sem tilgreindur er höf- undur greina og sagna skáldsins unga í Lax- nesi, „svinni“, er ýmist skrifað með stórum eða litlum staf undir greinum og sögum en eðlileg- ast verður að teljast að það sé með litlu essi. Þannig er það skrifað undir ljóðmæladálknum og sömuleiðis sögunni um Ingólf í Skinfaxa sem mér finnst líklegt að Halldór hafi ritað eigin hendi eins og fyrr er getið. Orðabókin staðfestir að svinnur teljist sá sem sé vitur, spakur eða ágætur og svinneygur mað- ur sé með greindarleg augu. Varla velkjast menn í vafa um það, að ung- lingurinn sískrifandi í Mosfellsdal hafi verið greindur og vel af guði gerður og auknefnið því við hæfi. Í sumum ritdómanna um þessa fyrstu skáld- sögu Halldórs Laxness, Barn náttúrunnar, kom fram, að vonir voru bundnar við þennan 17 ára rithöfund. Þannig sagði Arnfinnur Jóns- son, menntaskólanemi og síðar skólastjóri, í dómi í Alþýðublaðinu 6. nóvember 1919 að les- andinn hljóti „að dáðst að dugnaði og dirfsku unglingsins, og hygg ég, að vér megum vænta hins besta frá honum þegar honum vex aldur og viska“. Hann lýkur umsögn sinni með þess- um orðum: „Og hver veit nema að Halldór frá Laxnesi eigi eftir að verða óskabarn íslensku þjóðarinnar.“ Slaufumaður með spilamannsandlit Þegar rýnt er í greinar og sögur Snæs svinna og Halldórs frá Laxnesi frá gelgjuskeiði þess síðarnefnda sér lesandi fremur fyrir sér fullorð- inn skrifara en barn á unglingsaldri. Hvort höf- undur greinanna og smásagnanna fellur í flokk þeirra sem nefndir hafa verið undrabörn eða hann hefur verið þroskaðri en gekk og gerðist um jafnaldra hans skal ósagt látið. Eitt er víst að fullorðinslegur var hann. Auk þeirra skrifa Halldórs á aldrinum frá fjórtán til sextán ára sem hér hafa verið rakin birti hann undir nafni ritdóma um bækur, grein um þörfina á að halda dagbækur og búreikn- inga og ljóðið Hafölduna en um þetta efni verð- ur ekki fjölyrt að sinni. „Menn komast misjafnlega frá þeim þolraun- um sem þeir þreyta með skrifæfingum sínum á þroskaárum, stig af stigi,“ sagði Halldór við mig haustið 1986 eins og vitnað var til hér að framan. Hann kvaðst heldur ekki trúa öðru en honum hefði farið fram eftir því sem árin hefðu liðið. Þau skrif sem hann birti opinberlega á æsku- árum gáfu góð fyrirheit um það sem koma skyldi á skáldferlinum sem stóð óslitið í rúma sjö áratugi ef talið er frá því fyrsta sem prentað var eftir hann og til síðustu frumútgáfu bókar frá hans hendi. Eflaust hefur Halldór farið afar hljótt með það á æskuárum, nema kannski gagnvart sín- um nánustu, að hann væri skáldmennið á bak við höfundarnafnið Snær svinni. Og ef einhver ókunnugur hefur látið sér detta í hug að tengja þessa tvo kumpána saman og orða það við Hall- dór er eins víst að hann hafi þá gengið um með það svipbrigðalausa yfirbragð sem hann kallaði „spilamannsandlit“. Ágæta skýringu á því hvort það var Halldóri eðlilegt eða áskapað að vera með fullorðinsbrag og hugsun er að finna í einni minningabóka hans, Úngur eg var, þar sem lesa má, „að sakir óvæntra breytínga á innri vessum var ég ósjálf- rátt farinn að leika fullorðinn mann laungu inn- an fermíngar sem sjá má á mynd eftir Ólaf ljós- myndara Oddsson nokkrum dögum eftir ég fermdist“. Sú fermingarmynd og aðrar ljósmyndir af Halldóri frá Laxnesi á unglingsárum birta okk- ur ungan og einbeittan mann. Hvort sem hann skrifaði um þetta leyti undir eigin nafni eða dul- nefninu Snær svinni var hann á myndum ýmist með virðulegt hálstau og harðan flibba eða hvítan listamannskraga með stórri hnýttri þverslaufu eins og þeir „klassísku slaufumenn, lord Byron og Beethoven“. Lesbók Halldór Laxness 2002 Morgunblaðið ∼ 15

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.