Morgunblaðið - 20.04.2002, Síða 17

Morgunblaðið - 20.04.2002, Síða 17
Lesbók Halldór Laxness 2002 Morgunblaðið ∼ 17 stað til að byrja upp á nýtt á öðrum aumum jarðarskika: – Einyrkinn kemst ekki úr krepp- unni um allar aldir, hann heldur áfram að vera til í hörmúng, eins leingi og maðurinn er ekki mannsins skjól, heldur versti óvinur mannsins. Líf einyrkjans, líf hins sjálfstæða manns, er í eðli sínu flótti undan öðrum mönnum sem ætla að drepa hann. Úr einum næturstað í annan verri. * Laxness hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels 1955. Hann hafði þá séð í gegnum falsspá- menn marxismans, og fjarlægst Stalínstímann. Í síðari ritgerðum sínum varaði hann við hug- myndafræði einræðishyggjunnar. Þegar hann lést 1998, skildi hann eftir sig rúmlega 60 skáldsögur, leikrit og ritgerðir. Að mínu mati lýsa bækur hans því Íslandi sem mér þykir svo vænt um. Íslandsklukkan, sem rúmar frásögn af Árna Magnússyni, sem bjargaði handritunum, er þannig blóðmikil samsvörun við Kongens Fald eftir Johannes V. Jensen. Að mínu mati slær Sjálfstætt fólk þó öll önnur verk hans út. Því að það geymir sál Íslands. Styrkur Bjarts og sjálfsöryggi minnir mig á sögu sem fjallar um annan íslenskan bónda. Hann hafði byggt kirkju við bæ sinn og í upp- hafsbæninni sagði hann alltaf: – Drottinn, vér göngum inn í Þitt hús og mitt… Þetta hefði getað verið Bjartur. Burtséð frá því að á fátækri ævi sinni gat hann varla náð að veita sér og sínum þak yfir höfuðið. En eins og Bjartur sagði: – Þú getur haft mig fyrir því, að frelsið er meira vert en lofthæðin í bæn- um, enda hef ég unnið fyrir því í átján ár. Sá maður sem sjálfur á sína jörð, hann er sjálf- stæður maður í landinu. Einginn hefur yfir honum að segja. Ef ég dreg fram mínar kindur og stend í skilum frá ári til árs, – þá stend ég í skilum; og hef dregið mínar kindur fram. Nei, það er frelsið í landinu sem við erum öll að sækjast eftir, Títla mín. Sá sem stendur í skilum er konúngur. Sá sem dregur fram sínar kindur býr í höll. Sjálfstætt fólk er saga um mann sem sættist ekki á málamiðlanir í leit sinni að sjálfstæði, sem, líkt og Job, stendur andspænis öflum sem hann ræður ekki við – en sem í allri sinni fátækt og þrátt fyrir alla ósigrana nær að höndla þau verðmæti sem hann vill byggja líf sitt á. Og þess vegna lýkur bókinni, þrátt fyrir allan ömurleikann, með stoltum boðskap um að gefast aldrei upp. Að láta ekki buga sig. Að gefa aldrei upp drauminn um sjálf- stæði. Minningar Eftir Antti Turri M ÉR er í minni nokkuð fáránleg mynd frá árinu 1955 þegar Halldór Kiljan Laxness fékk bókmenntaverðlaun Nóbels. Þá var ég aðeins ellefu ára og hafði vitaskuld ekki lesið neina bók eftir Halldór. Í Helsingin Sanomat birtist eftir Kari Suomalainen, skopmyndateiknara blaðsins, mynd sem sýndi Halldór frammi fyrir Sænsku akademíunni á fundi. Einn fundarmanna ber fram spurninguna: – Finnst ykkur nokkur leið að láta Halldór fá verðlaunin? Hann er svo góður rithöfundur. Mér er myndin í fersku minni og þó að mér þyki skrýtlan ekkert sérstaklega fyndin þá hefur hún setið í mér öll þessi ár. Fyrstu bókina eftir Halldór Laxness las ég, að mig minnir, rétt upp úr 1960 og á næstu árum las ég allar þær bækur hans sem ég kom höndum yfir. Ég var frekar síðborinn aðdáandi skáldsins. Halldór Laxness hefur notið mikilla vinsælda í Finnlandi. Á árunum 1950-70 seldust bækur hans mjög vel þannig að flestar þeirra hafa verið gefnar út á finnsku og eru fáanlegar á bókasöfnum. Upp úr 1970 náði ég saman á fornbókaverslunum öllu því sem þýtt hafði verið á finnsku af bókum hans. Ljós heimsins varð sérstök eftirlætisbók mín, hana endurles ég alltaf á nokkurra ára fresti. Eftir því sem ég eldist finnst mér ég sjá æ fleiri perlur í henni. Eftir 1980 sá ég Halldór Laxness við mörg tækifæri á Íslandi. Ég man ljóslega hvernig hann kom mér fyrir sjónir í fyrsta skipti sem ég sá hann; aldraður herramaður í tweed-jakka, með yfirvararskegg og slaufu, sérkennileg efri vör hans setti einhvers konar íkornasvip á andlitið. Ég færði mig nær honum og við skiptumst á nokkrum orðum. Það var furðulegt að tala við mann sem ég hafði þá lesið eftir nokkur þúsund blaðsíður. Hann líktist mjög teikningunni sem ég hafði séð í Helsingin Sanomat árið 1955. Ég man að ég spurði Halldór eitt sinn um Hemingway, en hann hafði þýtt verk hans. Mér var líka kunnugt um að þeir höfðu hist. Ég gleymi ekki stuttaralegu svari hans: – Hemingway var snargalinn. Fyrir okkur í Finnlandi er undarlegt að liðin skuli hundrað ár frá fæðingu Halldórs. Í gegnum bækur sínar er hann alltaf nálægur og erfitt að trúa því að hann hafi nokkru sinni yfirgefið heimili sitt á Gljúfrasteini. A f bókum Halldórs Laxness eru nú átta fáanlegar í enskri þýðingu, en þekktust þeirra og mest lesin er líklega Sjálfstætt fólk. Bókin, sem kom fyrst út í Englandi 1945, var endurútgefin í kilju hjá Collins Harvill á síðasta ári og var þar um að ræða þann texta sem nú er álitinn endanleg þýðing J. A. Thompson. Þessi nýja útgáfa er krýnd lofi rithöfunda og gagnrýnenda víðsvegar úr hinum enskumælandi heimi. Skáldsagan er með réttu álitin eitt meistaraverka heimsbókmenntanna. Hættan sem slíkum dómum fylgir er sú að þeir umbreyta verkunum í minnismerki, sem gera sjálfkrafa tilkall til virðingar. Mér sýnist þó sem Sjálfstætt fólk eigi ekki eftir að verða þeim örlögum að bráð. Við fyrsta lestur hefur sagan yfir sér blæ undursamlegrar uppgötvunar. Hún býr yfir sérstökum tóni og tækni sem erfitt er að þröngva inn í almennar skilgreiningar. Fyrir lesanda sem stendur utan Íslands birtist Sjálfstætt fólk sem verk siðfágaðs evrópsks skáldsagnahöfundar. Laxness fléttar saman ólíkum skáldskapargreinum með hætti er leiðir til nýstárlegrar útkomu. Verkið er um margt mótað af natúralisma seinni hluta 19. og fyrri hluta 20. aldar, í þeirri áherslu sem þar er að finna á líf undir ægishjálmi harðra, og oft skaðlegra, félagslegra og efnahagslegra lögmála. En skáldsaga Laxness legg- ur drög að veigamiklum hljómskiptum í natúralismanum. Eins og hjá Zola, getur natúralisminn verið samofinn melódramatískum sviptingum í söguþræði. En ólíkt Zola, er Laxness sáttur við að leyfa heimi goðsagna og hetjuljóða að hljóma samhliða ströngum tjáningarmáta skáldskapar natúralismans. Af því leiðir að atburðir sögunnar eiga sér stað í að minnsta kosti tveimur tóntegundum: annars vegar tóntegund endurtekinna þjáninga af völdum náttúrulögmála og félagslegs óréttlætis, og hins vegar sagnaskáldskapar um þjóð sem er að líta dagsins ljós. Túlka má titil skáldsögunnar í kaldhæðnislegu ljósi þar sem sjálfstæðið er blekking er umlykur líf einyrkjans, því „líf einyrkjans, líf hins sjálfstæða manns, er í eðli sínu flótti undan öðrum mönnum sem ætla að drepa hann.“. En með því að notfæra sér kaldhæðnina brýtur sagan af sér takmörk hennar og finnur, iðulega við ýtrustu mörk mannlegrar reynslu, jákvæða merkingu og reisn sem á upptök sín handan við þrautseigjuna. Sjónarhorn frá Bretlandi Eftir Jon Cook

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.