Morgunblaðið - 20.04.2002, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 20.04.2002, Qupperneq 19
Lesbók Halldór Laxness 2002 Morgunblaðið ∼ 19 Ekki voru þó allir jafn hrifn- ir. Snorri Halldórsson læknir, sem ættaður var af Austurlandi, sagði í Morgunblaðinu að sagan væri skrifuð kommúnismanum til framdráttar og að höfundur legði sig fram um að gera lítið úr íslenskri bændamenningu „og draga upp myndir af því sem aumast fannst fyrir hálfri öld síðan eða fyrr“. Þingeyska skáldið og bóndinn Sigurjón Frið- jónsson taldi í Alþýðublaðinu að stíll Halldórs væri hrjúfur og ósamfelldur, vegna óvandvirkni og líkti skáldskapnum við leirburð. Bróðir Sigurjóns, Guðmundur Friðjónsson skáld og bóndi, flutti erindi opinberlega í Reykjavík um skáldskap Halldórs og gaf það út undir heitinu „Svei- taómenningin í skuggsjá skáldsins frá Laxnesi“. Guð- mundi ofbauð hvernig Halldór afskræmdi sveitafólk og sveitalíf. „Ekki má það minna vera en að skáld láti það ógert að kasta sandi og salti í augu lesenda og bera á borð fyrir þá eitur og ólyfjan,“ sagði Guð- mundur. Jónas Jónsson frá Hriflu skrifaði greinaflokk í Nýja dagblaðið og Tímann undir heitinu „Fólk í tötr- um“ og fjallaði þar um Halldór og stöðu hans í ís- lensku bókmenntalífi. „Skáldsögur hans eru mikið keyptar, mikið lesnar og mikið umdeildar,“ sagði Jón- as en áleit að ömurleikablærinn á mannlýsingunum særði landa hans. „Takist skáldinu að sjá fegurð í verkum Íslendinga, eins og í sálarlífi þeirra og í nátt- úru landsins, þá munu skáldverk hans verða sönn mynd af íslensku þjóðlífi.“ Jakob Jóhannesson Smári rithöfundur sagði í Skírni að bókin væri víða snilldarleg en að auðvelt væri að hneykslast á skáldinu vegna andans í bókum hans, stílsins og málfarsins. Þrátt fyrir þetta gnæfði Halldór yfir alla yngri skáldsagnahöfunda. Í lok rit- dómsins sagði Jakob: „Þessi bók mun lengi lifa. Hún er „epos“ heiðarbýlanna – hetjusaga íslensks sveita- lífs.“ Sveinn Sigurðsson ritstjóri Eimreiðarinnar valdi þessa bók sem merkasta og umtalsverðasta skáldrit sem út kom á árinu 1935. „Hér hefur þroskaður höf- undur ritað sitt veigamesta verk og um efni sem ætíð er á dagskrá þar sem háð er íslenska öreigans þrot- lausa stríð.“ „Í síðara bindinu af Sjálfstæðu fólki gætir meira samúðar og siðfágunar en í ýmsum eldri ritum höf- undar,“ sagði í Samtíðinni. Kristinn E. Andrésson bókmenntafræðingur sagði í Iðunni að Sjálfstætt fólk hefði hlotið almenna við- urkenningu. „Það er nú komið inn í meðvitund Íslend- inga að H.K. Laxness sé skáld sem þjóðin megi vera hrifin af.“ Áratug síðar sagði Sveinn Bergsveinsson íslensku- fræðingur í tímaritinu Helgafelli að eftir útkomu Sjálfstæðs fólks hefðu ýmsir lýst yfir að „sú bók væri skaðleg íslenskri landkynningu“. Erlendur Jónsson rithöfundur og bókmenntafræð- ingur sagði þegar Halldór var sjötugur að „um Sjálf- stætt fólk hafi verið deilt harðar og víðar en nokkra aðra bók sem komið hefur út á Íslandi“. Erlendur sagði einnig: „Enn líta ýmsir á Sjálfstætt fólk sem meistaraverkið meðal meistaraverka Laxness.“ Sjálfstætt fólk var valin bók aldarinnar í kosningu Bókasambands Íslands vorið 1999. 6. febrúar 1937 Ljós heimsins Ljós heimsins, fyrsta bókin af fjórum sem komu út á jafnmörgum árum og nú eru nefndar einu nafni Heimsljós, kom út laugardaginn 6. febrúar 1937. Þessi hluti verksins er í ritsafni skáldsins nefndur Kraftbirtíng- arhljómur guðdómsins. Áður en bókin kom út sagði Halldór í við- tali við Alþýðublaðið að hún væri „um nokkur skáld, baráttu þeirra og þá harma sem óaðskilj- anlegir eru skáldunum, og þá huggun sem kannske engum veitist í ríkara mæli en einmitt skáldunum“. Hann sagði í Þjóð- viljanum: „Það mannlega er al- þjóðlegt. Ég set skáldið niður í íslenskan hversdags- leik af því það er sá hversdagsleiki sem ég þekki best.“ Halldór hefur sagt að hann hafi átt erfitt með að fá fyrsta bindi Heimsljóss gefið út en þá hafi Kristinn E. Andrésson farið til Ragnars Jónssonar í Smára „og þeir stofnuðu kringum mig forlag sem þeir kölluðu Heimskringlu“ og gaf út allt verkið. Ragnar sagði Halldóri síðar að hann hefði orðið að taka átján víxla fyrir prentkostnaðinum. Sennilega hefur honum tek- ist að greiða þá vegna þess að þegar annað bindi Heimsljóss kom út var sagt í auglýsingu að fyrsta bindið hefði selst upp á örskömmum tíma. „Í mínum augum er Ljós heimsins besta bók sem Halldór Kiljan Laxness hefur skrifað til þessa dags – best gerð, dýpst, fáguðust,“ sagði Sigurður Einarsson rithöfundur í Alþýðublaðinu. Hann sagðist gruna að Halldór ætti eftir „að sprengja af sér alla okkar mæli- kvarða“. Síðar sagði Sigurður í Tímariti Máls og menningar: „Ljós heimsins kom á sinni tíð eins og dulúðug músik, orkaði á skynfæri vor og tilfinningar eins og fíngerð tónlist, andleg, fáguð og furðulega sjaldgæf.“ Vigfús Guðmundsson veitingamaður sagði í Tím- anum að frásagnarlist skáldsins væri ómenguð, þegar hann vildi svo við hafa, en var ósáttur við orðskrípin og lýsingar á sífelldum mannlífssora. Vigfús sagði les- endur vonast til að skáldið vandaði sig betur með næstu bók og „áður en lýkur takist honum að skapa heilsteypt listaverk, sjálfum honum og þjóðinni hans til gagns og heiðurs“. Frásögnin er víða tilþrifarík en lýsingarnar fjar- stæðukenndar, að mati Sveins Sigurðssonar ritstjóra Eimreiðarinnar. Jóhannes úr Kötlum sagði um Halldór Laxness í Iðunni: „Viðfangsefni hans eru ekki valin og sköpuð af neinu handahófi sem sérstök listaverk heldur byggð upp hvert fram af öðru sem samfellt lífsverk, þar sem einn þátturinn heimtar annan til skilnings á afstöðu sinni.“ Stefán Einarsson prófessor sagði í Iðunni að Ljós heimsins væri píslasaga, skrifuð af heitri samúð með smælingjunum. Honum fannst Halldóri takast „að blása lífi, sterku lífi í þann heim er hann opnar sjón- um vorum. Listamanninum bregst ekki bogalistin.“ Kristinn E. Andrésson bókmenntafræðingur sagði í Rauðum pennum að saga Ljósvíkingsins yrði að „sögu lífsins sjálfs í sterkustu andstæðum“. Þess má geta að árið 1934 birtist í tímaritinu Ið- unni þýðing Halldórs á kafla úr bók eftir Ernest Hemingway. Kaflinn hét þar: Ljós heimsins. 10. júní 1938 Höll sumarlandsins Höll sumarlandsins, önnur af fjórum bókum Heimsljóss, kom út föstudaginn 10. júní 1938. Um vorið sagði Halldór í viðtali við Þjóðviljann að bókin hefði að mestu leyti verið samin í Moskvu og „á meira en 3000 km ferðalagi, í járnbraut- arvögnum og hótelum“. Í aug- lýsingu sagði að búast mætti við geysilegri sölu á bókinni. Þegar líða fór að jólum sagði út- gefandinn að bókin hefði hlotið hið mesta lof erlendis þótt reynt hefði verið „að þegja um þetta snilldarrit hér heima“. „Titillinn ber í sér allt,“ sagði Jóhannes S. Kjarval listmálari í Vísi því að hið ynd- islega íslenska sumar væri öllu æðra. Hann sagði söguna vera lífsferilsþátt „um líf manna í höll mann- lífsins“. Í ritdómi í Nýju landi, sem Sigfús Sigurhjartarson ritstýrði, sagði: „Það er ekki hamslaus ádeilan heldur lýsingin á því fólki sem Laxness skilur með samúð sem gefur þessari síðari bók sögu Ólafs Kárasonar Ljósvíkings seiðmagn.“ Guðmundur Friðjónsson skáld sagði í Vísi að Ljós heimsins og Höll sumarlandsins væru „mælgi og ill- kvittni, sem svívirðir þjóðina, innanlands og utan“. Hann sagði að Höll sumarlandsins væri „bull frá upp- hafi til enda“ og að hún væri í samanburði við sann- kallaðar skáldsögur „þvílíkt sem undanrennufroða er andspænis rjóma“. Guðmundur benti í grein sinni á ýmsar fyrirmyndir höfundar, en Halldór andmælti því í Vísi „að lesendur bóka taki upp þann sið að láta prenta í dagblöðum nöfn og heimilisfang saklausra aðilja, manna, stofnana eða fyrirtækja, sem þeir kjósa að tengja við atburði eða persónur sem þeim finnst ógeðfelldar í skáldsögum“. Sigurður Einarsson rithöfundur og síðar prestur í Holti sagði í Tímariti Máls og menningar: „Mér finnst bókin framúrskarandi læsileg, en þó ekki rituð af jafn tiginni fágun eins og Ljós heimsins.“ Bókin verkaði á Sigurð „eins og risavaxinn spegill, þar sem ég sé raunir og bágindi, vesöld og afkáraskap þjóðar minnar“. Hann sagði að Halldór væri „pennafærasti maður allra núlifandi Íslendinga“. 16. desember 1939 Hús skáldsins Hús skáldsins, þriðja af fjórum bókum Heimsljóss, kom út laugardaginn 16. desember 1939. Í auglýs- ingu var sagt að þetta væri „saga andstæðnanna í brjósti mannsins. Höfundurinn lýsir á nýjan, áhrifamikinn hátt baráttunni milli ástarinnar og skyldunnar.“ Í ritdómi eftir Björn Sigfús- son, síðar háskólabókavörð, í Þjóðviljanum voru samtöl bók- arinnar sögð afburðasnjöll og að í yfirlætislausum atburðum mættust andstæður verald- arinnar. „Ekkert orð né stíl- brigði tungunnar er Halldóri ónothæft.“ „Hús skáldsins er gáta, algjörlega sálrænt skáld- verk,“ sagði Jóhannes S. Kjarval listmálari í grein í Vísi, „Hús skáldsins er risa meistaraverk í list ungs manns“. Og listmálarinn hélt áfram og sagði bókina vera „eins mikils virði eins og þó hún væri fegursta málverk“. Kristinn E. Andrésson bókmenntafræðingur sagði í Rauðum pennum að bækur Halldórs væru „því feg- urri því oftar og betur sem þær eru lesnar“. 1. ágúst 1940 Fegurð himinsins Fegurð himinsins, fjórða og síðasta bók Heims- ljóss, kom út fimmtudaginn 1. ágúst 1940. Í auglýs- ingu var bókin nefnd Ljósvíkingurinn. „Mesta listaverk sem samið hefur verið í skáldsöguformi á íslenska tungu heyrir maður sagt, og ég fyrir mitt leyti held að það sé hverju orði sannara,“ sagði Gunnar Benediktsson rit- höfundur í Þjóðviljanum. Hann líkti verkinu við söguljóð og kvað Laxness gefa þjóðinni „meiri fegurð, hreinni list en nokkru sinni fyrr“. Maður sem notaði dulnefnið X skrifaði í Morgunblaðið um íslenskuna á Fegurð himinsins og nefndi mörg dæmi um málfar sem greinarhöfundur var ekki sáttur við. Hann sagði þó að Laxness ritaði „svo liðugt að lesturinn er léttur“. Sigurður Nordal prófessor sagði í Lesbók Morg- unblaðsins að þetta væri fegursta og draumkennd- asta bók skáldsins og ein hin sannasta. „Ég er stund- um í vafa um hvort nokkur núlifandi skáldsagnahöfundur sem ég þekki til hefur ríkari eða fjölbreyttari hæfileika til brunns að bera.“ Hlöðver Sigurðsson skólastjóri sagði í Nýju dag- blaði: „Þessi bók er lofgjörð um mannlega sál sem skírist í deiglu reynslu og þjáninga, andar frá sér al- úð og mildi og ljómar af fegurð.“ Í ritdómi í Tímariti Máls og menningar sagði Kristinn E. Andrésson bókmenntafræðingur að Hall- dór Kiljan Laxness væri „stærsta og vinsælasta skáld þjóðarinnar“ og að bækur hans væru „það feg- ursta sem nú er skrifað á íslensku“. Sigurjón Jónsson læknir skrifaði grein í Lesbók Morgunblaðsins til að mótmæla dómi Kristins og „því fánýti lofsins sem loftungur Kiljans hlaða á hann í tíma og ótíma“. Á fertugsafmæli Halldórs, 1942, sagði Gunnar Gunnarsson rithöfundur í Tímariti Máls og menning- ar að Heimsljós væri viðburður, ekki aðeins í íslensk- um bókmenntum heldur einnig í heimsbókmennt- unum. Á sjötugsafmæli Halldórs sagði Erlendur Jónsson bókmenntafræðingur í Morgunblaðinu að með Heimsljósi hefði Halldór reist alþýðuskáldinu ís- lenska „verðugan minnisvarða sem lengi mun standa“. 6. september 1943 Íslandsklukkan Íslandsklukkan, fyrsta bók af þremur sem nú eru saman nefndar Íslandsklukkan, kom út mánudaginn 6. september 1943. Hún var auglýst sem sígilt lista- verk og langbesta bók höfund- arins. Á kápum allra þriggja bóka Íslandsklukkunnar eru málverk eftir Þorvald Skúlason listmálara. Vísir sagði að bókin væri „söguróman, byggð á sannsögu- legum viðburðum frá liðnum öldum“ og að stíllinn væri ekki síðri en á fyrri bókum höfundar. Í ritdómi í sama blaði, sennilega eftir Kristján Guðlaugsson rit- stjóra, sagði: „Halldór Kiljan Laxness er djarfur og gáfaður rithöfundur, gamansamur og fyndinn, þegar því er að skipta.“ Halldór Pétursson rithöfundur sagði í Þjóðvilj- anum að Íslandsklukkan væri þrauthugsaðasta og samræmdasta listaverk skáldsins. „Snilld hennar hefur orkað svo á mig að ég hef ekki getað einangrað gallana.“ „Íslandsklukkan er, eins og öll mikil skáldverk, sannmannleg og sanníslensk í senn,“ sagði Guð- mundur G. Hagalín í Alþýðublaðinu og talaði um „töfra hins fjölskrýdda máls, hins fagurkeralega stíls, hinnar oft leiftrandi birtu sem varpað er yfir íslenska náttúru og fjölmörg atriði mannlegra eiginda“. „Ef nokkurt afrek tryggir sigurorð Íslands meðal þjóðanna er það þessi bók,“ sagði Kristinn E. Andr- ésson bókmenntafræðingur í Tímariti Máls og menn- ingar og vildi líta á bókina sem tákn þess að Ísland væri að rísa, frjálst og stolt, gegn erlendri áþján. „Þegar ný skáldsaga kemur út eftir hann opnast nýr heimur, töfraheimur, íslensku þjóðinni,“ sagði Krist- inn. „Um Íslandsklukkuna finnst mér fljótsagt að þar er um að ræða athyglisverðasta bókmenntaviðburð hér á landi um margra ára skeið,“ sagði Magnús Ás- geirsson skáld í Helgafelli. Snorri Hjartarson sagði í sama riti að bókin væri hetjuhljómkviða um hinn ógleymanlega Jón Hregg- viðsson. „Ef tilsvör hans sum eiga ekki eftir að verða að orðskviðum, eins og tilsvörin í Njálu, þá er ég illa svikinn.“ „Bókin er listaverk, hún er Íslendingasaga, hún er einn steinninn í þá byggingu að endurreisa hið sokkna Ísland á Íslandi sjálfu,“ sagði í Samtíðinni. Sveinn Bergsveinsson íslenskufræðingur sagði í Helgafelli að Íslandsklukkan væri listræn að formi og stórfengleg að efni. Hann sagði að orð Halldórs væru rödd Íslands. „Efnið er píslarganga umkomulauss Íslendings sem leitar réttlætis, en verður leitin löng og erfið, eins og sú hin sama leit hefur orðið þjóð hans um liðn- ar aldir,“ sagði Sveinn Sigurðsson ritstjóri í Eimreið- inni. Arnór Sigurjónsson skólastjóri og bóndi sagði í Stíganda: „Þessi skáldsaga er framast allra skáld- sagna höfundarins helguð listinni sjálfrar hennar vegna, og hennar er auðveldast að njóta sem lista- verks allra skáldsagna hans.“ Aldarfjórðungi síðar sagði Kristján Karlsson bók- menntafræðingur í Morgunblaðinu að engin skáld- saga Halldórs Laxness hefði fram til þess tíma hlotið jafn ágætar viðtökur og Íslandsklukkan og að hún hafi markað glögg skil í sagnalist hans. Fyrsta bindi Íslandsklukkunnar var fyrsta bók Halldórs sem Helgafell gaf út, en það var forlag skáldsins í rúma fjóra áratugi, þar til Vaka-Helgafell tók við. Þegar Hagvangur spurði um bestu verk Halldórs Laxness í skoðanakönnun árið 1992 nefndu flestir Ís- landsklukkuna, síðan kom Salka Valka og Sjálfstætt fólk var í þriðja sæti. 18. desember 1944 Hið ljósa man Hið ljósa man, önnur bók Íslandsklukkunnar, kom í bókaverslanir mánudaginn 18. desember 1944. Í blaðafréttum var sagt að þessi skáldsaga hafi upp- haflega átt að heita Inexorabilia en af hagkvæmnisástæðum hafi verið valinn annar titill. Í viðtali í Þjóðviljanum sagði Halldór að árið 1924 hefði Jón Helgason prófessor bent sér á þetta efni, „sögu Jóns Hreggviðssonar og hans langa stríð gegn ranglæti og réttlæti“. Halldór sagðist þó hafa notað efnið frjálslega, eins og höfundar Íslendingasagna. Blöðin gátu þess að bókin hefði verið skrifuð á Hótel Goðafossi á Akureyri. Jens Benediktsson blaðamaður sagði í Morg- unblaðinu að í bókinni væri sögð saga þeirrar konu sem er aðalkvenhetja Íslandsklukkunnar og að bókin væri „stórfenglegt minnismerki um formæður okk- ar“. Jens spáði því að bókin yrði lesin og metin sem dýrgripur af komandi kynslóðum. „Honum hefur enn einu sinni tekist að móta hér meistaraverk, sem mun verða þjóðinni hugljúfara en flestar bækur þessa höfundur,“ sagði Kristján Guð- laugsson ritstjóri Vísis. „Þetta er óðurinn um konuna – einhver dýrlegasti óður sem kveðinn hefur verið um íslenska konu.“ Ritdómnum lýkur á þessum orð- um: „Hafi listin nokkru sinni verið tekin í þjónustu lífsins er svo í þessari bók.“ „Þetta er ef til vill fallegasta bókin sem Halldór Kiljan hefur skrifað,“ sagði Björn Sigfússon, síðar háskólabókavörður, í Þjóðviljanum. „Listfengi skáldsins í stíl hefur náð hámarki á sumum síðum þessarar bókar.“ „Mikil og fögur ástarsaga, enda þótt minnsti hluti bókarinnar fjalli um ástir,“ sagði Sveinn Berg- sveinsson íslenskufræðingur í Helgafelli. Í ritdómi í Samtíðinni sagði að Kiljan hefði með þessum tveimur bókum Íslandsklukkunnar „brotið nýjar leiðir í íslenskri skáldsagnagerð. Hann hefur skapað nýjan stíl og endurvakið forna frásagn- artækni.“ Síðar í dómnum sagði: „Bók þessi er áhrifameiri og raunhæfari en Íslandsklukkan, enda er sviðið þrengra og lesandinn á því hægara með að fylgja skáldinu.“ 14. júní 1946 Eldur í Kaupinhafn Eldur í Kaupinhafn, þriðja og síðasta bók Íslands- klukkunnar, kom í bókaverslanir föstudaginn 14. júní 1946. Í blaðafréttum kom fram að bókin hefði verið skrifuð á Eyrarbakka og Gljúfrasteini frá því í júní 1945 og fram í mars 1946. Jens Benediktsson blaða- maður sagði í Morgunblaðinu að í bókinnni væri „þungur, dramatískur stígandi frá fyrstu til hinstu síðu, viðburðarásin geysihröð og lifandi frásögnin hnitmiðuð“. Jens sagði að með ritverkinu í heild hefði „Halldór Kiljan Laxness gefið þjóð sinni verk sem Íslendingar munu lesa meðan íslensk tunga er lærð á bók og íslenskt mál talað“. „Óhætt er að fullyrða að íslenskir lesendur hafi beðið þessarar bókar með meiri óþreyju en flestra annarra frumsamdra bóka íslenskra um langt skeið,“ sagði Jakob Benediktsson, síðar orðabókarritstjóri, í Þjóðviljanum. „Aldrei hefur H.K.L. beitt meiri töfrum og tækni í stíl sínum en í þessu verki,“ sagði Jakob. „Söguhetjurnar þrjár eru hver á sína vísu tákn ákveð- inna einkenna, ákveðinna manngerða í frelsisbaráttu kúgaðrar þjóðar, í senn rammíslenskar og algildar.“ Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli sagði í Tím- anum: „Þetta rit í heild er svo sérstætt og merkilegt listaverk að almennri bókmenningu fólks ætti að geta verið gagn að hleypidómalausum umræðum um það.“ Hann sagði að mikil lífsspeki væri víða í verkinu, oft lögð í örstuttar setningar. „Öndvegisrit, mikill skáld- skapur, mikil sannindi,“ sagði Halldór frá Kirkjubóli. „Veistu að Eldur í Kaupinhafn er kominn út? Þessi óbreytta spurning manna á milli gefur til kynna hvorki meira né minna en stærsta bókmenntaviðburð ársins – og það þegar á öndverðu sumri,“ sagði Sveinn Bergsveinsson íslenskufræðingur í Helgafelli og fannst snilldarhandbragð á málfarinu: „Hér er felld saman klassisk íslenska, fyrri alda mál, og kilj- önsk fyndni í eina samsteypta stílheild.“ Peter Hallberg bókmenntafræðingur sagði í Skírni: „Íslandsklukkan, Hið ljósa man og Eldur í Kaupinhafn eru mikill viðburður í íslenskum bók- menntum. Ég efast ekki um að þessi saga eigi eftir að verða talin með öndvegisritum norrænna bókmennta frá okkar öld.“ 22. mars 1948 Atómstöðin Atómstöðin, þessi „fyrsta Reykjavíkursaga sem Kiljan skrifar,“ eins og Tíminn orðaði það, kom út að morgni mánudagsins 22. mars 1948 en var uppseld hjá forlaginu síðdegis. „Það mun vera í fyrsta sinn hér á landi að íslensk skáldsaga selst upp sama daginn og hún kemur út,“ sagði Þjóðviljinn. Bókin var auglýst sem rammpólitísk saga og óviðjafnanlega fagur skáld- skapur. Síðar sagði Morg- unblaðið frá því að áhuginn á bókinni hefði verið svo mikill að orðið hefði að loka prentsmiðj- unni fyrir forvitnum mönnum. Halldór tileinkar bókina Erlendi í Unuhúsi, sem lést árið áður, „en honum á ég flest að þakka,“ sagði skáldið. Ásgeir Júlíusson gerði kápu á þessa bók og tvær aðrar, Brekkukotsannál og Paradísarheimt. „Þessi bók er með einkennum mikils höfundar,“ sagði Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli í Tímanum en hann taldi kreddur og kringilyrði til lýta. „Hér hefur verið byggt listaverk.“ Kristján Albertsson rithöfundur sagði í Morg- unblaðinu að það væri háðung að höfuðskáld „skuli sjóða saman sögu sem að mjög miklu leyti er ekki annað en ósvífinn og smekklaus lygaþvættingur“. Síðar sagði Kristján að hann harmaði að skáldið skyldi leyfa þýðingar á erlend mál. Bjarni Benediktsson frá Hofteigi svaraði Kristjáni í Þjóðviljanum og sagði að bókin tæki til meðferðar sálarlíf og siðferði íslenskrar borgarastéttar. „Misheppnuð bók og ekki samboðin höfundi sín- um,“ sagði Steindór Steindórsson frá Hlöðum í Nýj- um kvöldvökum. Jakob Benediktsson sagði í ritdómi í Tímariti Máls og menningar að flest blöð höfuðborgarinnar hefðu kosið að þegja um bókina, þrátt fyrir það að hún hefði verið „keypt og lesin meir en flestar aðrar bækur ís- lenskar“. Jakob sagði að með bókinni hefði Halldór „gert harðorðustu og afdráttarlausustu árás sína í skáldsöguformi á hina svonefndu borgaralegu menn- ingu“. Hinn pólitíski boðskapur dró þann dilk á eftir sér að mánuði eftir að bókin kom út var Halldór sviptur listamannalaunum og var því mótmælt, meðal annars af Stúdentaráði Háskóla Íslands. 10. október 1952 Heiman eg fór Heiman eg fór, sjálfsmynd æskumanns, kom út haustið 1952. Útgáfunnar er fyrst getið í blöðum föstudaginn 10. október. Handritið hafði fundist í Clairvaux-klaustri í Lúxemborg þar sem Halldór

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.