Morgunblaðið - 20.04.2002, Side 20

Morgunblaðið - 20.04.2002, Side 20
20 ∼ Lesbók Halldór Laxness 2002 Morgunblaðið dvaldi um skeið. Halldór las upp úr þessari bók opinberlega 28 árum áður, í desember 1924, þá 22 ára. Bókin var kynnt sem óprentað æskuverk og drög að Vefaranum mikla. Halldór sagði í viðtali við Tímann að hann hefði látið til leiðast að gefa hana út. „Þar er allt upp á and- legheit og sú bók hlýtur að verka fíflalega á ungt fólk í dag; spurningin um það hvort guð sé til og þess háttar spurningar!“ Í Velvakanda í Morgunblaðinu kallaði Bókavinur þessa bók „litlu bókina hans Kiljans,“ enda var hún aðeins 135 síður en Gerpla, sem kom út sama ár, var 493 síður. Í Þjóðviljanum komst Bjarni Benediktsson frá Hofteigi svo að orði: „Nú þykir manni sem ekki hafi þurft spámann til að sjá að það hlaut að verða maður úr þessum dreng.“ „Þett er í skemmstu máli sagt yndisleg, lítil bók, ídreypt kristaltærum skáldskap,“ sagði Sigurður Skúlason ritstjóri í Samtíðinni. „Heiman eg fór er eins og gömul minning, sem klappar undurþýtt á vanga.“ „Bókin varpar ljósi á þróun höfundarins á fyrsta skeiði hans,“ sagði Sveinn Sigurðsson ritstjóri Eim- reiðarinnar. 5. desember 1952 Gerpla Gerpla kom út föstudaginn 5. desember 1952. „Í þessari bók kallar fortíðin á nútíðina,“ sagði Þjóðvilj- inn og gat þess að bókin gerðist á elleftu öld, víðs veg- ar um Evrópu. Morgunblaðið hafði eftir höfundinum að sögu- persónurnar ættu við sams kon- ar vandamál að stríða og menn nú á dögum. Útgefandinn sagði í Alþýðublaðinu að strangur vörður hefði verið hafður um prentun sögunnar og að þegar hún kom út hafi enginn verið bú- inn að lesa hana nema höfund- urinn og sá eini setjari sem vann að setningu hennar. Halldór sagði í viðtali við Tímann að hann hefði skoðað flesta þá staði sem lýst er og „reynt að drekka staðblæinn inn um húðina og komast í snertingu við upprunalegt leiksvið viðburðanna“. Bókin var auglýst sem saga um fánýti garpskapar og vopnaburðar og sagt óum- deilt að þetta væri eitt mesta afrek sem unnið hefði verið í íslenskum bókmenntum fyrr og síðar. Kunn- átta höfundar á íslensku máli var sögð „í ætt við galdra“. Kápumynd gerði Svavar Guðnason listmál- ari. „Þessi bók er skop og ádeila um hetjudýrkun og misnotkun eða hagræðingu helgra fræða í þjónustu stríðsæsinga,“ sagði Halldór Kristjánsson frá Kirkju- bóli í Tímanum. „Kiljan hefur hér gert mikla bók af mikilli íþrótt.“ Vilhjálmur S. Vilhjálmsson blaðamaður sagði í Al- þýðublaðinu að Gerpla væri „nokkurs konar Don Kík- óti, og varla ómerkari“. Tveimur vikum eftir að bókin kom út var efnt til bókmenntakynningar í Austurbæjarbíói. Þar flutti Jakob Benediktsson erindi. Hann sagði að margar sögupersónur í skáldsögum Halldórs væru okkur engu síður raunverulegar en flestir samtíðarmenn okkar. Jakob sagðist búast við að Gerpla væri sú bók Halldórs sem samin væri af mestri íþrótt að máli og stíl. Hann sagði að Gerpla væri „saga um fánýti hetjuhugsjónar sem þekkir engin rök nema sannyrði sverða, enga frægð nema þá sem unnin er með mann- drápum“. Jakobi fannst sagan vera „bók um heiminn í dag, þrátt fyrir sviðsetningu sína“. Helgi Haraldsson bóndi á Hrafnkelsstöðum sagð- ist í Tímanum aldrei hafa „komist í önnur eins upp- grip af bulli í einni og sömu bók“ og taldi Kiljan vera að „selja svikna vöru undir vel þekktu vörumerki“. Þorbjörn Björnsson bóndi á Geitaskarði í Langadal sagði í Morgunblaðinu að skáldið væri að lítillækka fornbókmenntir þjóðar okkar og að skammt væri að bíða atrennu á fræknleik og glæsileik Gunnars, Njáls, Skarphéðins og annarra slíkra. Honum fannst und- arlegt að skáldið Laxness, sem hið ytra væri búinn viðmótsþýðri snyrtimennsku, „skuli í skrifum sínum stöðugt gösla þennan forarelg og virðast hafa ótæm- andi nautn af að lýsa öllu því versta og ljótasta sem fyrirfinnst í mannlegri lífsbreytni fyrr og síðar“. Helgi J. Halldórsson íslenskufræðingur lýsti þeirri skoðun í Þjóðviljanum að Gerpla væri „sú íslensk bók sem samin er af mestri íþrótt síðan Njálssaga var rit- uð – nema frá sé skilin Íslandsklukkan“. Hann taldi að stíll bókarinnar og frásagnarháttur myndi ef til vill endast henni lengur til frægðar en boðskapurinn. Ritdómari sem nefndi sig Crassus sagði í Helga- felli að nú væri íslenska þjóðin einu meistaraverkinu auðugri og spáði því að Gerpla yrði talin „eitt nýstár- legasta og furðulegasta skáldverk íslenskra bók- mennta, ofið úr elju og snilli“. Hann sagði að í Gerplu væru kaflar „sem ekki eiga sinn líka í íslenskum bók- menntum“. Sveinn Bergsveinsson íslenskufræðingur sagði í tímaritinu Menn og menntir: „Gerpla er hrikaleg bók, full af kyngikrafti.“ Kristinn E. Andrésson bókmenntafræðingur sagði í grein sem síðar birtist í Tímariti Máls og menningar að þetta væri nútíðarádeila og að fornklæðin væru grímubúningur. Hann sá í sögunni „áskorun til heimsins um frið“. Þorsteinn Jónsson (sennilega rithöfundurinn Þórir Bergsson) sagði í Eimreiðinni að Gerpla væri mögnuð bók en í heild ekki mikils virði. Kristján Albertsson sagði síðar í Morgunblaðinu að Gerpla væri skrifuð „af magnaðri snilld“. Árið 1968 hafði Gerpla selst í 25.000 eintökum og var þá mest selda bók Halldórs. 15. mars 1957 Brekkukotsannáll Brekkukotsannáll, fyrsta bók Halldórs eftir að hann fékk Nóbelsverðlaunin, kom út föstudaginn 15. mars 1957. „Handrit að bókinni var afhent útgef- endum Laxness jafnsnemma í Kaupmannahöfn og Stokk- hólmi sem hér heima,“ sagði Tíminn. Halldór sagði í viðtali við Þjóðviljann að þetta væri „epískt verk eins og flestar bækur mínar en ekki raunsæ- isskáldsaga eða aldarfarslýs- ing“. Blaðið sagði að í sögunni kæmu fyrir persónur sem bæru svip af kunnum Reykvík- ingum í upphafi aldarinnar. Í auglýsingu um bókina og efni hennar sagði: „Það er aðeins til einn hreinn tónn og allt veltur á því að ná honum.“ Tíu dögum áður en bókin kom út las Halldór, að sögn Alþýðu- blaðsins, „afburða snjallan kafla úr hinni nýju skáld- sögu sinni“ fyrir nemendur í Austurbæjarskólanum í Reykjavík, þegar svonefnd listkynning í skólum hófst þar. Varð skáldið „hvað eftir annað að standa upp til þess að taka við þökkum nemendanna“. „Brekkukotsannáll er stórkostleg saga. Laxness hefur ekkert skrifað af meiri list,“ sagði Kristján Al- bertsson rithöfundur í Morgunblaðinu. „Fallegri saga um alþýðuaðal norður undir heimskauti hefur víst ekki verið skrifuð né verður nokkru sinni skrif- uð.“ Honum fannst fullmikið í sögunni af orðinu sumsé, sem hann fullyrti að væri nýyrði skáldsins. Kristján taldi margt benda til þess að Halldór væri að verða afhuga kommúnisma, eins og staðfest var í Skáldatíma sex árum síðar. Bjarni Benediktsson frá Hofteigi sagði í Þjóðvilj- anum að fjölmargir kaflar í sögunni ilmuðu „af þeirri póesíu sem heitt hjarta og fjölvís stílsnilld ráða yfir“ og talaði um „mikla dýrð í máli og stíl“. Kristján Karlsson bókmenntafræðingur sagði í Nýju Helgafelli að þetta væri sérkennileg íslensk harmsaga með indælt ívaf. „Að bókarlokum vitum við að hér hefur verið skapað verk þar sem hvert atriði var þrauthugsað og hnitmiðað,“ sagði Sigurður Skúlason ritstjóri í Sam- tíðinni. „Frábær mannþekking og listtækni eru höf- uðeinkenni Brekkukotsannáls.“ Ragnar Jóhannesson skólastjóri sagði í tímaritinu Dagskrá að meiri friður hefði verið um Brekkukots- annál en nokkra aðra bók Halldórs. Ef til vill væri skýringin sú að yfir bókinni „er meira jafnvægi og ró en flestum öðrum verkum hans“, eins og Ragnar orðaði það, „en snilldarbragðið á stíl, frásagn- araðferð og persónulýsingum er síst minna en áður“. Elías Mar rithöfundur sagði í Tímariti Máls og menningar að flestar persónur Brekkukotsannáls stæðu „fyllilega jafnfætis þeim persónum öðrum sem H.K.L. hefur best gert“. Sigfús Daðason rithöfundur skrifaði um bókina í Tímarit Máls og menningar, sagði stíl sögunnar merkilega heillandi og verkið auðugt og margrætt. Í lokin lét hann í ljós þá skoðun að Brekkukotsannáll væri „gallalausasta“ listaverk Halldórs Kiljans Lax- ness. Í ritdómi í Skírni sagði Gísli Jónsson mennta- skólakennari að Halldór færi af mikilli snilld með þann vandasama frásagnarhátt að segja frá í fyrstu persónu. Gísli taldi Brekkukotsannál vera „að stíl og efnismeðferð allri fágaðasta og eitt allra geðfelldasta verk höfundar“ og sagði Halldór hafa mikið vald á málinu: „Íslenskt mál allra alda liggur honum á tungu.“ Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur sagði í Eim- reiðinni að margir teldu Brekkukotsannál vera bestu bók Nóbelsverðlaunaskáldsins á Gljúfrasteini vegna þess að „í henni er Halldór almennar sáttur við tilveruna en í fyrri verkum“. 21. júlí 1960 Paradísarheimt Paradísarheimt kom út fimmtudaginn 21. júlí 1960. „Ný stórfengleg skáldsaga um þrá mannsins eftir Paradís og hvernig hann finnur hana,“ sagði í auglýsingu. Morgunblaðið gat þess að fyrirmynd nafngift- arinnar væri úr Eddu, Ham- arsheimt. Viku eftir að bókin kom út sagði Vísir að bókin rynni út eins og heitar lummur og að forlagið hefði ekki getað annað eftirspurn. Halldór fór um haustið til Sovétríkjanna og sagði þar í viðtali, sem síðar var birt í Þjóðviljanum, að Paradísarheimt væri fyrst og fremst sveitasaga, enda reyndi hann að sneiða hjá fólki sem menntun og menning hefðu sett ákveðinn svip á. „Ég hef ekki áhuga á manninum sem af- sprengi menningarinnar heldur mannlegu eðli.“ Kristján Karlsson bókmenntafræðingur sagði í Morgunblaðinu að þetta væri heimspekileg tákn- saga. „Eins og oft endranær liggja töfrar stílsins hjá Halldóri í einkennilegu samblandi af fjarlægum tóni og áþreifanlega nálægum myndum.“ Helgi Sæmundsson rithöfundur sagði í Alþýðu- blaðinu að ástæða væri til að fagna þessari sögu þó að Halldór hefði gert betur. „Menn leggja harðar að sér í brekkunni en á tindinum – nóbelsskáldin víst líka.“ „Það er margt sem Halldór vildi sagt hafa með þessari bók, jafnvel of margt,“ sagði Magnús Torfi Ólafsson ritstjóri í Þjóðviljanum. „Eins og jafnan áð- ur þegar Halldór sækir söguefni sitt aftur í tímann er nútíminn þó hvarvetna nálægur í verkinu.“ Ólafur Jónsson bókmenntafræðingur sagði í Tím- anum að viðfangsefni Laxness væri ekki með öllu nýstárlegt, „flest fyrri verk hans fjalla með nokkrum hætti um paradísarleit mannsins, um leit hans að hamingju, að réttu lífi“. Ólafur sagði einnig: „Hér hefur Halldór Kiljan Laxness komist lengst á braut sinni til hins fullkomnaða, aleinangraða listaverks.“ Þórður Einarsson sagði í Félagsbréfi Almenna bókafélagsins að sagan líktist einna helst raddsetn- ingu eða útfærslu á gömlu stefi, sem fært væri í nýtt og stærra form. Hann sagði að aðalpersónan, Stein- ar frá Hlíðum undir Steinahlíðum, væri hinn mikli leitandi sannleikans. Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur sagði í Eim- reiðinni: „Paradísarheimt er undarleg saga og skríti- lega samsett. Jafnframt er hún ákaflega snjöll með slögum og kiljönsk í besta máta.“ Sigurður Skúlason ritstjóri sagði í Samtíðinni að Paradísarheimt væri mjög kyrrlátt verk sem væri gott að lesa án umhugsunar um sögulegar heimildir. Í jólaauglýsingum frá Helgafelli sagði að Íslend- ingar ættu nú mesta skáld veraldar og að Para- dísarheimt væri „á marga lund fremri fyrri bókum Halldórs, í senn fegurri skáldskapur og áhrifameiri boðskapur“. Á fyrsta útsendingardegi Sjónvarpsins, haustið 1966, var einn af dagskrárliðunum upplestur Hall- dórs úr Paradísarheimt. 3. október 1968 Kristnihald undir Jökli Kristnihald undir Jökli kom út fimmtudaginn 3. október 1968. Þá voru liðin átta ár frá útgáfu síðustu skáldsögu Halldórs Kiljan Laxness, sem nú hafði stytt nafn sitt í Halldór Lax- ness. „Mér finnst þetta vera æðisgengin bók,“ sagði Ragnar Jónsson bókaútgefandi á blaðamannafundi og sagðist tala af reynslu, hann hefði lesið bókina þrisvar. „Ef til vill hef- ur Halldór sjaldan haft jafn mörg vopn á lofti og leikið jafn fimlega og kátlega eða af meiri gáska en í þessari sögu,“ sagði á bókarkápu. Erna Ragn- arsdóttir gerði kápu á þessa bók og einnig á síðustu tvær skáldsögur Halldórs. „Bókin er frábærlega gerð að allri uppbyggingu,“ sagði Þráinn Bertelsson blaðamaður og rithöfundur í Vísi. „Það athyglisverðasta við þessa bók er að með henni sýnir Laxness að hann býr yfir þeirri náð- argáfu snillingsins að vera síungur. Hann lætur sér ekki nægja að fylgjast með tímanum, heldur verður hann að vera í broddi fylkingar.“ Jóhann Hjálmarsson rithöfundur ræddi í Morg- unblaðinu um kæran endurfund við sagnameist- arann, sem árin á undan hafði verið mikilvirkur sem leikritaskáld. „Lesandanum er konunglega skemmt um leið og hann er látinn gruna alvarlegri atburði,“ sagði Jóhann. „Kristnihald undir Jökli virðist mér að ýmsu leyti frjóasta og margbrotnasta skáldverk sem lengi hefur komið út eftir Halldór Laxness.“ „Bókin er fyndin, full af ljómandi skopi um guð og menn, líf og list,“ sagði Árni Bergmann blaðamaður í Þjóðviljanum: Og hann var ánægður með persónu- sköpun Halldórs: „Hvenær sem hann stefnir per- sónum saman á bók kviknar af því líf sem er for- vitnilegt og skemmtilegt og með einhverjum hætti nýtt.“ Ólafur Jónsson gagnrýnandi sagði í Alþýðu- blaðinu að sagan byði því heim að vera lesin sem dæmisaga, eins og leikrit skáldsins. „Góð bók eða vond bók? Má það ekki einu gilda, hún er eftir Hall- dór Laxness.“ „Líklega hefur Halldór aldrei skrifað eins íðil- fagrar og hugtækar náttúrulýsingar sem í þessari bók,“ sagði Andrés Kristjánsson ritstjóri Tímans. Hann taldi söguna vera skýrslu „um samfundi Ís- lendinga og umheimsins á þessari öld, umrótið sem verður af árekstri þessara andstæðna og aðlögun kynslóðanna að lífinu að utan“. Andrés sagði að skáldið benti þjóðinni á leiðina heim og skilji við hana „í von um að finna þjóðbraut sína aftur“. Steindór Steindórsson frá Hlöðum sagði í Heima er best: „Boðskapur sögunnar er hinn sami og í Dúfnaveislunni, að hverfa aftur til hins óbrotna frumstæða lífs og að sýna fram á fánýti þjóðfélags- byggingarinnar í heild.“ Peter Hallberg bókmenntafræðingur sagði í Skírni að sagan glímdi „að töluverðu leyti við vanda- mál veruleika og skáldskapar, vandamál sem ef til vill væri einfaldast að orða með spurningunni: Hvað er sannleikur?“ Ivar Eskeland forstöðumaður Norræna hússins sagði í Tímariti Máls og menningar að þetta væri langskemmtilegasta bók í seinni tíma bókmenntum Íslendinga. Sigurður Skúlason ritstjóri sagði í Samtíðinni að sagan hefði komið „eins og ljósvarp inn í úrsvalt rökkur vonleysisins“ sem hvíldi á þjóðinni eftir afla- brest og verðfall á afurðum. Hann sagði að lesendur virtu í hrifningu fyrir sér „ægifegurð Snæfellsjökuls í gliti dæmafás skilnings á mannlífi, heimspeki, heimsmennsku og íslenskri sveitamennsku“. Morgunblaðið leitaði álits nokkurra þekktra Ís- lendinga á bókinni. Jón Engilberts listmálari taldi þetta stórkostlegt listaverk. Ingólfur Kristjánsson rithöfundur sagði atburðarás sögunnar engu öðru líka. Sveinn Einarsson leikhússtjóri sagði að sagan væri skrifuð af frábærri íþrótt og að hún væri feikna skemmtileg. Fyrir jólin varð Kristnihald undir Jökli lang- söluhæsta bókin og í janúar 1969 hlaut Halldór Lax- ness Silfurhestinn, verðlaun gagnrýnenda dagblað- anna, fyrir þessa bók. 12. september 1970 Innansveitarkronika Innansveitarkronika kom út laugardaginn 12. september 1970. „Listileg kóróna íslenskra minn- ingabóka, rituð af snillingi skáldsögunnar að skemmta sjálfum sér,“ hafði Alþýðublaðið eftir bók- menntafræðingi Helgafells. „Án efa skemmtilegasta og auðlesnasta bók Laxness, spennandi, hlý og mannleg,“ sagði í auglýsingu. Bókin hefur verið skil- greind sem skáldsaga þó að hún sverji sig í ætt við endurminningabækur skáldsins. „Hinn mikli þokki Innansveitarkroniku stafar ekki síst af því hve nærri frásögnin virðist fara raun- réttu mannlífi og atburðum, upprunalegri reynslu, þó hinn skáldlegi skilningur, samhengi fólks og at- vika sem bókin skipar þeim, sverji sig ótvírætt í ætt höfundar síns,“ sagði Ólafur Jónsson bókmennta- fræðingur í Vísi. „Þrátt fyrir óhátíðlegt og gam- ansamt yfirbragð frásögunnar er hún í eðli sínu helgisaga.“ „Skoðun undirritaðs er sú að Halldór Laxness hafi sjaldan notið sín betur í seinni tíð en í Inn- ansveitarkroniku,“ sagði Jó- hann Hjálmarsson rithöfundur í Morgunblaðinu, en bætti því við að Kristnihald undir Jökli gnæfði að vísu yfir þessa bók eins og fleiri. Matthías Johannessen rit- stjóri sagði í Morgunblaðinu að Mosfellskirkja væri að- alpersóna sögunnar og að ólík- legasta fólk yrði verkfæri til að sanna almætti guðs. Árni Bergmann blaðamaður sagði í Þjóðviljanum að málfarið á bókinni væri oft ísmeygilegt og mark- visst. „Höfundur leitast við að láta þessa einföldu sögu úr heimabyggð sinni varpa ljósi á ýmsa parta þjóðarsálarinnar.“ „Stíll Innansveitarkroniku er ný sönnun um list- ræna snilli Halldórs Laxness,“ sagði Helgi Sæ- mundsson rithöfundur í Alþýðublaðinu. Honum fannst skáldskapurinn í bókinni ylja manni „eins og bjartur og heitur sumardagur á fallegum stað“. Steindór Steindórsson frá Hlöðum sagði í Heima er best að vafasamt væri hvort Halldór hefði nokkru sinni farið meira á kostum máls og stíls. „Hilling skálds, draumur hans um liðinn veru- leika,“ sagði Peter Hallberg bókmenntafræðingur í Skírni, „lofsöngur til íslenskrar sveitar“. Sigurður Skúlason ritstjóri sagði í Samtíðinni að þetta væri hálfgert fræðirit „en ístráð skáldlegum skemmtilegheitum“. Þegar Morgunblaðið gerði upp jólasöluna kom í ljós að þetta hafði verið metsölubókin á íslenskum bókamarkaði. 11. nóvember 1972 Guðsgjafaþula Síðasta skáldsaga Nóbelsskáldsins, Guðs- gjafaþula, kom út laugardaginn 11. nóvember 1972. Þann dag var svohljóðandi fyrirsögn á frétt um bók- ina í Þjóðviljanum: „Síldar- spekúlasjónir með meiru“. Í auglýsingu sagði: „Skemmti- legasta bók skemmtilegasta Íslendingsins.“ Ólafur Jónsson bókmennta- fræðingur var sammála þessu og sagði í Vísi: „Það er satt að segja langt síðan ég hef hlegið jafn mikið að bók.“ Ólafur sagði að í sínu frjálslega formi væri Guðsgjafaþula fjarska efnismikil og fjölbreytileg bók. Árni Bergmann blaðamaður sagði í Þjóðviljanum: „Þessi síldar- og verklýðsmálasaga er mest í þeim anda að Ísland er skrýtla.“ Hann sagði að sagan væri aldarfarslýsing sem minnti „með meinlegum hætti á ýmisleg sannindi um íslenskt þjóðlíf“. Árna fannst aðalsöguhetjan, Bersi Hjálmarsson, vera „firnaskemmtileg persóna, kannski er hann líka náttúrufyrirbæri. Menn hafa fyrir framan sig texta sem glitrar af kímni, meinlegum tilsvörum, fróðleg- um persónum og ágætri hugvitssemi. Til hvers frek- ar gætu menn ætlast nú í skammdeginu?“ Jóhann Hjálmarsson rithöfundur sagði í Morg- unblaðinu að Halldór tengdi saman tvo heima, raun- veruleik og ævintýri, „á snilldarlegan hátt, þeir verða ekki andstæður heldur falla í einn farveg inn- an lögmáls skáldverksins“. Gunnar Stefánsson bókmenntafræðingur sagði í Tímanum að Guðsgjafaþula hefði ýmis skilyrði til að verða vinsæl bók, hún væri „gædd laxneskri fyndni af vissri gerð sem ýmsir munu vel kunna að meta“. Hins vegar fannst honum bókin nokkuð sérkennileg að gerð og eitt léttvægasta verk Halldórs, þrátt fyrir frábæra stíltækni. Steindór Steindórsson frá Hlöðum sagði í Heima er best: „Höfundur hefur skráð hér skemmtilega og hugþekka bók sem vissulega mun auka hróður hans og vinsældir.“ Peter Hallberg bókmenntafræðingur sagði í Skírni: „Aldarspegill Guðsgjafaþulu sýnir okkur marglita, sundurleita og skoplega mynd af þjóð- félagi á umbrotatíma.“ Í desember sagði Þjóðviljinn að Guðsgjafaþula væri metsölubók í öllum verslunum, hún væri „í al- gerum sérflokki í sölu“. Vorið sem Guðsgjafaþula kom út hafði Halldór orðið sjötugur og var þá gerður að heiðursborgara Mosfellshrepps og heiðursdoktor við Háskóla Ís- lands. „Í sjálfu sér er ekki svo mikil dýrð að verða sjötugur,“ sagði Halldór í viðtali. „Ég þakka fyrir að vera við góða heilsu. Það er sú mesta dýrð þegar maður er kominn á þennan aldur.“ Eftir Guðsgjafaþulu komu út ellefu bækur eftir Halldór, einkum minningasögur og greinasöfn, sú síðasta þegar hann var 85 ára. • • • Eins og sjá má af framansögðu komu skáldsögur Halldórs Laxness út á öllum tímum ársins, allt frá 6. febrúar til 18. desember. Flestar þeirra komu þó út á haustin, einkum hinar síðari. Ein kom út í febrúar, þrjár í mars, ein í apríl, tvær í maí, tvær í júní, ein í júlí, ein í ágúst, tvær í september, fimm í október, ein í nóvember og þrjár í desember. Bækurnar dreifðust á alla daga vikunnar. Ein kom sennilega út á sunnudegi, þrjár á mánudegi, ein á þriðjudegi, ein á miðvikudegi, fjórar á fimmtudegi, sjö á föstudegi og fimm á laugardegi. Oft urðu þetta metsölubækur og einu sinni seldist bók upp sam- dægurs. Höfundur hefur tekið saman efni í Daga Íslands og fleiri bækur. Hægt er að fá upplýsingar um heimildir í tölvupósti (5676761@simnet.is). Fyrirsögn greinarinnar er úr ávarpi sem Stein- grímur J. Þorsteinsson prófessor flutti í fréttaauka í Ríkisútvarpinu að kvöldi þess dags sem tilkynnt var að Halldór hefði hlotið Nóbelsverðlaunin, 27. október 1955. Steingrímur sagði: „Halldór Kiljan Laxness er umfram annað mannsins og lífsins skáld – höfundur hetjusagna lífsbaráttunnar í sigrum manna og ósigr- um.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.