Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 17 Hlífðar- og flísfatnaður Jakki og buxur til í tveim litum 9.980 kr. Flíspeysur mikið úrval 2.995kr. Verð frá HALLDÓR Laxness skapaði marg- ar eftirminnilegar persónur í verk- um sínum og ennfremur gaf hann þeim nöfn sem vöktu athygli. Eftir miðbik síðustu aldar fór að bera meira á fólki sem bar nöfn skáld- sagnapersóna hans, Bjartur, Diljá, Steinn Elliði, Snæfríður, Ásta Sól- lilja og Salka, svo nokkur séu nefnd. Í tilefni af aldarafmæli Nób- elskáldsins hitti blaðamaður þrjár ungar stúlkur sem bera nöfn helstu kvenskörunga í verkum hans, Snæ- fríði, Ástu Sóllilju og Sölku. „Hún var ótrúlega grönn, barm- urinn næstum einginn, hinn gullni útilitur hennar frá í fyrrahaust hafði laungu þokað fyrir við- kvæmum fölva, en blámi augnanna var jafnvel skærari en þá.“ Þannig er Snæfríði lýst í Íslandsklukkunni þegar athyglin beinist að henni í verkinu. Snæfríður Stefánsdóttir, 13 ára, er ákaflega stolt af nafni sínu en segir að stundum hafi sér verið strítt þegar hún var yngri. „Krakk- arnir hrópuðu stundum á eftir mér Snæfríður snjókall eða eitthvað í þá áttina, en ég lét það ekkert á mig fá.“ Það var faðir Snæfríðar sem átti hugmyndina að nafninu, en hann hafði þá lesið Íslands- klukkuna og hrifist af því. „Fólk- inu leist nú ekkert á þetta fyrst. Snæfríður var bara 8 merkur þeg- ar hún fæddist og þegar hún var skírð fannst fólki þetta alltof stórt nafn á svona litla stelpu. Hún heitir Aþena að millinafni og Snæfríður Aþena stóð eitthvað í fólki. Í dag er fólk hins vegar mjög jákvætt og finnst þetta glæsilegt nafn,“ segir Sólveig Ásta Jónasdóttir, móðir Snæfríðar. „Þetta var dökkhærður únglíng- ur, fölleit, með lánga kjálka og sterka höku, skaut öðru auganu dálítið í skjálg. Hún var dökk á brún og brá, en augun sindurgrá einsog brotið járn. Þetta var eina andlitið á bænum sem hafði lit og lögun, …“ segir um Ástu Sóllilju í Sjálfstæðu fólki. Soffía Inga Axelsdóttir móðir Ástu Sóllilju Jónsdóttur, sem er fimm ára, hafði lesið Sjálfstætt fólk í íslenskuáfanga í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og nafnið sat í henni. „Þegar við maðurinn minn eign- uðumst svo stelpu fyrir fimm árum stakk ég upp á þessu nafni en hann sagði þvert nei. Móðir hans heitir Ásta en honum leist ekkert á að skeyta Sóllilju-nafninu við. Hann tók það svo í sátt og yfirhöfuð eru allir mjög jákvæðir gagnvart nafn- inu. Maður finnur það þó strax í viðhorfi fólks hvort það þekkir söguna eða ekki,“ segir Soffía. Kristján Jóhannsson, faðir hinn- ar fjögurra ára gömlu Sölku, tekur undir orð Soffíu hvað síðasta atrið- ið varðar og bætir við að í skírn- arathöfninni hafi gretta komið á andlit sumra þegar nafn hennar var tilkynnt. „Þeir sem á annað borð tjá sig um nafnið eru yfirleitt þeir sem þekkja Sölku Völku. Ég hafði reyndar ekki lesið bókina þegar ég stakk upp á því að skíra dóttur okkar Sölku, en konan mín hafði stúderað Laxness í Háskól- anum og varð strax hrifin. Ég drakk hana svo í mig seinna, ásamt öðrum verkum skáldsins. Við leit- uðum einnig á mið Laxness þegar kom að millinafni, en þar varð Björt fyrir valinu,“ sagði Kristján að lokum og ljóst er að nöfnurnar eiga að minnsta kosti flétturnar sameiginlegar. „Hár hennar skolljóst, var í tveim fléttum, glær augun, næstum vatnslit, kvikuðu frá einu til annars og breiður munnurinn með þykk- um sívotum vörum, hreyfðust óþarflega mikið þegar hún talaði; bros hennar, sem beraði mikla og sterka skolta, var ekki fjarri því að líkjast grettu, en augun þrýstust saman og urðu að tveim rifum.“ Þannig lýsir Laxness Sölku Völku ungri. Bera nöfn kven- skörunga Laxness Ásta Sóllilja, Snæfríður og Salka með þau verk Laxness sem nöfn þeirra eru sótt í. Yfir þeim trónir skáldið sjálft en lágmyndin er sköpunarverk Erlings Jónssonar myndhöggvara og í eigu Bókasafns Reykjanesbæjar. Reykjanesbær HÖSKULDUR Heiðar Ásgeirsson skipar efsta sætið á lista Framsókn- arfélags Sandgerðis við komandi bæjarstjórnar- kosningar. Nýr frambjóðandi er í öðru sætinu, Est- er Grétarsdóttir. Framsóknar- menn eiga einn fulltrúa í bæjar- stjórn Sandgerðis, Höskuld Heiðar Ásgeirsson, og er hann í minnihluta. Hann mun áfram leiða framboðið en nýtt fólk er í næstu sætum. Listi flokksins er þannig skipaður: 1. Höskuldur Heiðar Ásgeirsson bæjarfulltrúi, 2. Ester Grétarsdóttir rannsóknamaður, 3. Ástvaldur Jó- hannesson sjómaður, 4. Haraldur Hinriksson bæjarstarfsmaður, 5. Jónína G. Hlíðberg leirlistakona, 6. Helga Hrönn Ólafsdóttir húsmóðir, 7. Jóhannes Bjarnason stálvirkja- smiður, 8. Kolbrún Marelsdóttir þroskaþjálfi, 9. Bjarki Dagsson nemi, 10. Jón Sigurðsson, bóndi og golfvallarstjóri, 11. Elfar Grétars- son, beitningamaður og þjálfari, 12. Anna Elín Björnsdóttir húsmóðir, 13. Unnur Sveindís Óskarsdóttir verslunarstjóri og 14. sætið skipar Pétur Guðlaugsson sjómaður. Kosningaskrifstofa B-listans verð- ur opnuð á Strandgötu 21 sumardag- inn fyrsta, kl. 14, og eru allir vel- komnir, segir í fréttatilkynningu. Heiðar Ásgeirsson áfram í fyrsta sæti Höskuldur Heiðar Ásgeirsson Sandgerði BOÐAÐ hefur verið til stofnfundar Tómstundabandalags Reykjanes- bæjar (TRB) í kvöld. Fundurinn verður í Selinu, Vallarbraut 4, og hefst klukkan 20.30. Á kynningarfundi sem haldinn var á dögunum kom fram mikill áhugi fé- laga á stofnun Tómstundabandalags. Rétt til inngöngu hafa klúbbar sem starfa að hvers kyns tómstunda- og félagsmálum og standa fyrir utan Íþróttabandalag Reykjanesbæjar. Tómstunda- bandalag stofnað Reykjanesbær ATVINNUÁSTAND á Suðurnesj- um hefur heldur versnað fyrstu mán- uði ársins ef miðað er við tvö síðustu ár. Ástandið núna er líkt og árið 1999, samkvæmt upplýsingum Ketils G. Jósefssonar, forstöðumanns Svæðisvinnumiðlunar Suðurnesja, en ólíkt hvað kynjahlutfall snertir þar sem karlmönnum á atvinnuleys- isskrá hefur fjölgað umtalsvert. Útlit fyrir næstu mánuði er hins vegar tal- ið nokkuð gott. Meðalfjöldi atvinnulausra á Suð- urnesjum var 191 í mars, eða 2,4% sem er það sama og var í febrúar samkvæmt samantekt Vinnumála- stofnunar. Í lok mars voru 93 karlar atvinnulausir á móti 146 konum. Flestir eru ófaglærðir. Samdráttur í byggingageiranum og í verktakastarfsemi hefur bitnað á atvinnu karla, samkvæmt upplýsing- um Ketils. Einnig hefur borið á upp- sögn sjómanna þar sem verið er að leggja smærri bátum vegna kvóta- leysis og erfiðrar fjárhagsstöðu. Samdráttur hefur einnig átt sér stað í verslun, smærri verslunum fækkar. Eins og venjulega á þessum árs- tíma er verið að ráða fólk til sum- arafleysinga og gengur það nokkuð greitt fyrir sig, að því er fram kemur hjá Katli. Hann metur það svo að horfur séu nokkuð góðar fyrir næstu mánuði en blikur á lofti varðandi næsta haust og vetur. Ef fram held- ur sem horfir í sjávarútveginum muni starfsfólki í fiskvinnslu fækka. Þá hafi Flugleiðir greint frá sam- drætti í flugi til Bandaríkjanna með því að ferðir til New York verði lagð- ar niður á haustdögum og fram til vors. Segir Ketill að það sé bót í máli að enn sem komið er sé lítið um lang- tíma atvinnulaust fólk á skrá. Með- alviðverutími á atvinnuleysisskrá hafi verið í kringum 3 mánuði. „Þrátt fyrir bjartsýni erum við sannfærð um að hlúa þurfi betur að þeirri atvinnustarfsemi sem fyrir er á svæðinu og vera opin fyrir nýjum tækifærum,“ segir Ketill G. Jósefs- son á Svæðisvinnumiðlun Suður- nesja. Heldur meira atvinnuleysi er á Suðurnesjum en undanfarna tvo vetur Horfur taldar nokkuð góðar Reykjanes ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.