Morgunblaðið - 23.04.2002, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 23.04.2002, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MICHAEL T. Corgan,lektor í alþjóðastjórn-málum við Boston-Uni-versity í Bandaríkjun- um, segir að enn sé margt óljóst um hvernig vörnum Íslands verði háttað í framtíðinni. Það muni skýrast í samningaviðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda. Corgan telur hins vegar að sú ákvörðun Bandaríkjamanna að flytja yfir- stjórn varnarliðsins á Íslandi frá Bandaríkjunum til Evrópu geti um margt reynst Íslendingum hagfelld og jafnvel orðið til þess að treysta enn frekar varnir landsins. Michael T. Corgan er sérfróður um sögu samskipta Íslands og Bandaríkjanna auk þess sem hann hefur sérhæft sig í alþjóðlegum ör- yggismálum, íslenskum stjórn- og varnarmálum og bandarísku stjórn- kerfi. Corgan var í fyrra Fulbright- prófessor við stjórnmálafræðiskor Háskóla Íslands en í byrjun níunda áratugarins starfaði hann fyrir varn- arliðið hér á landi. Corgan minnir á að breytingar þær, sem Bandaríkjamenn hafi nú ákveðið að gera á fyrirkomulagi her- stjórnar sinnar, lúti að heimavörn- um þeirra. Nýrri herstjórn, Norður- herstjórninni, hafi verið falið þetta verkefni. Þótt breytingar verði með þessu á yfirstjórn varnarliðsins og í þeim efnum sé ýmislegt enn óljóst feli þau umskipti ekki í sér grund- vallarbreytingu á sjálfum vörnum Íslands. „Hafa þarf í huga að skipulag NATO [Atlantshafsbandalagsins] er enn óbreytt. Þegar öryggi og varnir Íslands eru annars vegar er um að ræða skipulag, sem miðast við að landið verði fyrir árás af hálfu ann- ars ríkis. Gerist það, heyrir það und- ir NATO í samræmi við 5. grein stofnsáttmálans að bregðast við og sú herstjórn hefur enn ekki breyst. Ísland er ennþá innan Atlantshafsherstjórnar NATO ásamt Bandaríkjunum, Kan- ada og Portúgal. Þetta á því við um Ísland þegar um er að ræða við- brögð við árás annars ríkis.“ Stjórnvöld á Íslandi hafa lagt höf- uðáherslu á það sem þau nefna „trú- verðugar varnir“ og hættan á því að hryðjuverkamenn láti til sín taka hér hefur einnig verið nefnd. . . „Hvað hryðjuverk varðar er þetta einmitt það, sem gerðist í Banda- ríkjunum. Hér voru ekki til staðar samhæfðar heimavarnir. Nú tekur nýja Norðurherstjórnin við vörnum Bandaríkjanna og allur sá gjörning- ur er miðaður við hryðjuverkaárás- ir. Bandaríkjamenn gera sér grein fyrir því að hættan á hryðjuverkum er alls staðar fyrir hendi, einnig á Ís- landi, en mun líklegra er að slíkir menn láti til sín taka í Bandaríkj- unum. Bandaríkjamenn eru að bregðast við hættunum, sem að þeim steðja í heiminum eftir að hafa orðið fyrir beinni árás.“ Skilvirkari viðbrögð frá Evrópu Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra hefur sagt að flutningur yfir- stjórnarinnar til Evrópu geti haft í för með sér aukið vægi Keflavíkur- stöðvarinnar. Hvernig gæti það gerst? „Að hluta til má líta á þessa ákvörðun á þann veg að hún styrki varnir Íslands. Í Evrópu er að finna stóran hluta af bestu hersveitum og tækjabúnaði Bandaríkjanna. Þessi herstyrkur heyrir undir Evrópuher- stjórnina í Stuttgart og yfirmaður hennar er jafnframt yfirmaður her- afla NATO í álfunni. Þessi herafli er mun betur skipulagður en sá, sem nú er í Bandaríkjunum líkt og hryðjuverkin 11. september sýndu. Minnumst þess, að í kalda stríðinu átti að kom frá Bandaríkj Íslands á óvi hættutímum. að ég hugsað mér þá, að þessa þyrftu ingar eða y varnarliðsins heldur í vissu ingi að keppa ar sveitir við ríska hersh sem hugsanle frekar beita þ ars staðar. S lendingar fra ir ógnun tel ég að undir herstjórninni sé að finna l hærra stigi viðbúnaðar, se yrði að senda til Íslands m skjótari, skipulegri og sk hætti en kæmi hann frá Ba unum. Gleymdu því ekki, sem 1941 þegar Bandaríkjamen senda hersveitir til Ísland þurftu að leita þeirra í d dyngjum í Bandaríkjunum þess að vilji stóð til þess að h ir landhernum í ljósi þess a styrjöld stóð yfir og allt g Svo fór að lokum að landgö fóru til Íslands vegna þess hafði á þeim tíma ekki ver ákveðið hlutverk. Í vissum notuðu Bandaríkjamenn ein það, sem var fáanlegt og þ sig geta misst þegar liðið k lands 1941. Mín skoðun er því sú a ingar verði betur staddi varnarliðið hefur verið fæ Evrópuherstjórnina með viðbragða á hættu- eða átak sem fela myndi í sér flutnin afla og hergögnum til lands NATO tryggir stöð Íslendinga Viðbrögðin hér á Íslandi ari ákvörðun Bandaríkjama verið heldur neikvæð. Þú t ef til vill ótímabær? „Já, ég hallast að því. Þ verið að smáatriði málsins l að íslensk stjórnvöld hafi r sér en ég rangt. Það er v hugsanlegt að óútkljáð e málsins hafi í för með sér a Íslands verði minni en áðu erfiðara reynist að bregðas tryggja öryggi Íslendinga eða átakatímum. Það getur Michael T. Corgan, lektor í al- þjóðastjórnmálum við Boston- háskóla, segir í samtali við Ásgeir Sverrisson að Íslendingar þurfi tæpast að óttast þann tilflutning, sem nú hefur verið ákveðinn á yf- irstjórn varnarliðsins. Michael T. Corgan „Gæti treyst va BJÖRN Bjarnason, þing-maður Sjálfstæðisflokks-ins í Reykjavík og fv.menntamálaráðherra, sem gegndi formennsku í utanrík- ismálanefnd Alþingis um nokkurra ára skeið, segir breytingu á her- stjórnarkerfi Bandaríkjanna ekki eiga að raska samstarfi Íslands og Bandaríkjanna í varnarmálum, enda verði varnarsamningur ríkj- anna áfram í gildi. Björn segir í samtali við Morg- unblaðið að í áranna rás hafi her- stjórnarkerfi tekið breytingum eftir áherslum hverju sinni, m.a. hjá Atl- antshafsbandalaginu við lyktir kalda stríðsins. „Bandaríkjamenn eru að bregð- ast við eftir árásina 11. september og innan Evrópusambandsins hefur verið komið á fót sérstakri her- stjórn, svo að það sé betur í stakk búið til að takast á við ný verk- efni. Þetta skipulag breytist eins og annað en inntakið skiptir að sjálfsögðu mestu. Ég hef ekki séð hvernig á að útfæra hið nýja herstjórnarkerfi Bandaríkjanna í einstökum atrið- um, en herforingjar í lýðræðisríkj- um gera auðvitað ekki annað en þeim er sagt og þess vegna skipta varnaráætlanir og markmiðið, sem menn setja sér með þeim, miklu meiru en skipulagsramminn. Varn- arsamningur okkar og Bandaríkja- manna skilgreinir um hvað þessar áætlanir eiga að snúast, þar sem Ís- land er annars vegar,“ segir Björn. Hann segir að varnarsamstarfið byggist á pólitískum forsendum og skilgreiningu kvæmum hagsmunum, tengist bæði og Bandar sérstaklega o samskiptum ríkjanna, Ísl Evrópuríkjan an NATO. Líta þarf á tískan tilg „Þegar við stöðuna verðu líta á hinn pól gang með var starfinu. Miðað við það se hefur komið að undanförn ekki neina grundvallarb varðandi hina gagnkvæmu hagsmuni þjóðanna. Aðalat ir íslensk stjórnvöld er að h band við sambærileg stjó Bandaríkjunum. Þau hafa stöðvar sínar í Washington breytist ekki. Við förum m mál á pólitískum vettvangi i anríkisráðuneytisins, varn ráðuneytisins og síðan Bandaríkjanna, líkt og gers Björn Bjarnason Á ekki að raska sa og Bandaríkjanna Björn Bjarnason segir að herstjórnarkerfi hafi í áranna rás tekið breytingum eftir áherslum hverju sinni. MEÐ SLAGÆÐ ÞJÓÐLÍFSINS UNDIR FINGURGÓMUM Eins og Davíð Oddsson forsætis-ráðherra bendir á í formála sín-um að Lesbók tileinkaðri Hall- dóri Laxness sl. laugardag er aldar- afmæli hans „viðburður, sem snertir þjóðina alla“. Þjóðin hefur með öðrum orðum eignað sér hann og það þrátt fyrir að Halldór hafi ekki hikað við að segja þessari sömu þjóð til syndanna á stund- um. Eða eins og Davíð orðaði það: „Nú fer fjarri að Halldór Laxness hafi lætt sér inn á þjóðina, talandi með blíðmælum eða fagurgala upp í hana. Öðru nær. Hann fór einatt mjög óvarlega um henn- ar helgustu vé.“ Umræða um Halldór hefur líklega allt frá fyrstu tíð mótast af því hversu frjáls- lega hann leyfði sér að fara með þjóð- arinnar „helgustu vé“. Í því var þó ef til vill uppeldishlutverk hans gagnvart þjóðinni fólgið og hann stóð tæpast út úr hnefa þegar hann hafði í frammi sínar fyrstu tilraunir til að móta samfélag sitt. Níu ára gamall beitti hann sér fyrir stofnun Barnafélags Mosfellsdals og samdi lög þess, en í grein Ólafs Ragn- arssonar í Lesbók á laugardag kemur fram að meginboðorð félagsins voru þau að „ekki mætti taka egg fugla, ekki blóta en temja sér að tala hreina og góða ís- lensku“, en boðorð þessi eru skemmti- legur fyrirboði þess sem síðar varð að leiðarljósi skáldsins. Tuttugu og þriggja ára heldur Halldór uppteknum hætti og skrifar frá Taorm- ínu á Sikiley mikinn greinabálk, „Af ís- lensku menníngarástandi“, þar sem hann gagnrýnir heimóttarskap íslensks þjóð- félags meðfram því að brjóta hugmynda- fræði evrópsks samtíma til mergjar, við ritsmíðar á stórvirki sínu „Vefaranum mikla frá Kasmír“. Í inngangi að um- ræðunni um menningarástandið ber Halldór saman þá „þjóðerniseinstak- línga“ sem samgrónir eru staðháttum í hverju samfélagi og gestsaugað sem kann að vera glöggt, og kemst að þeirri niðurstöðu að hinir fyrrnefndu eigi erfitt með að „skynja heild þá, sem þeir hrær- ast meðal, í ólitaðri birtu, það er að segja hlutdrægnislaust, en að hinir síðar- nefndu sjái fyrirbrigði manna ljósast, en […dragi] rángar ályktanir því [þeir þekki] ekki orsakir fyrirbrigðanna“. Sjálfur fann hann sjónarmið hvorra tveggja bærast í brjósti sér, hafði enda verið langdvölum erlendis, og þótti „ósjaldan sem [hann] fyndi slagæð þjóð- lífsins undir fingurgómum [sínum]“. Hann afréð því að fjalla um íslenskt menningarlíf eins og það kom honum fyr- ir sjónir. Um leið er tvíbent staða hans í íslensku þjóðlífi þá þegar orðin sú sem hún var nánast ætíð upp frá því, en fáir þekktu og skildu þjóðarsálina betur en hann, þótt hann temdi sér að nálgast hana af glöggskyggni hins utanaðkom- andi heimsmanns, er sviðið gat undan. Hann gerir þó tilraun til að skýra for- sendurnar fyrir gagnrýninni: „Samviska mín er að því leyti hrein að ég skrifa ekki til þess að hrella neinn – og ekki heldur til að gleðja neinn fremur en verkast vill,“ segir hann, og lætur nærri að fella megi yfirlýsinguna að sambandi hans við þjóðina allt fram að þeim tíma er hann fær Nóbelsverðlaunin, eða um þriggja áratuga skeið. Halldór lét sér fátt óviðkomandi í þessu uppeldishlutverki, skrifaði jafnt um ytra útlit sem andleg verðmæti – oft í yfirfærðri merkingu, svo sem í einum frægasta pistli sínum „Raflýsingu sveit- anna“. Þar segir Halldór menninguna fólgna „í því að auðga lífið að jákvæðum verðmætum á öllum hugsanlegum svið- um“. Þótt sú staðhæfing sé enn í fullu gildi er líklega meira um vert að í upp- hafsorðum pistilsins kemur löngun hans til að bæta heiminn glöggt í ljós og sjálf- skipað hlutverk hans sem skálds um leið: „Maður sem einu sinni hefur feingið aug- un opin fyrir rúmtaki hinnar ólæknandi eymdar í heiminum getur aldrei losnað við þá hugsjón að lækna beri hin meinin, þau sem stendur í valdi manna að lækna.“ Enda var það ekki síst í ádeilu á þjóðfélagið og innviði þess sem styrkur skáldverka Halldórs kom í ljós – í því sem hann í skeggræðum við Matthías Jo- hannessen skáld nefndi „ádeilu á heims- ósóma“. Skipti þar engu hver ósóminn var að hans mati, hann beitti penna sín- um ótrauður gegn honum. „Snillíngar og miklir menn hafa allir verið börn síns eigin tíma, fyrst og fremst,“ skrifaði Halldór, löngu áður en hann taldist til snillinga sjálfur. Þessi orð áttu þó einkar vel við um hann, sem svo sannarlega var barn síns tíma og tókst á við allar þær kennisetningar og þau heimspekikerfi er á vegi hans urðu á langri ævi. Í „Skeggræðum gegnum tíð- ina“ spyr Matthías Johannessen Halldór hvort hann hafi losað sig við öll sín „stein- börn og þá hluti sem eru lygilegri en guð- fræði“. „Ég hef aldrei tollað lengi inni- frosinn í kennisetningum og stefnum,“ svarar Halldór, „þó ég hafi kynnzt mörgu af því tagi og verið samferðamaður ýmsra postula. En allt snýst; heimurinn breytist og kenningarnar um leið, sjón- armiðin og mennirnir. Ef maður fylgir ekki breytilegum heimi, og neitar að end- urskoða hugmyndir sínar, þó ný þekking hafi komið fram, þá er maður ekki á marga fiska, nema kannski sem flokks- pólitíkus: áreiðanlega ekki sem rithöf- undur.“ Þegar litið er yfir höfundarverk hans verður flestum ljóst hvort hefur haft yfirhöndina á rithöfundarferli hans, pólitíkin eða skáldskapurinn; því „saga Halldórs Laxness er sagan um sigur skáldskapar á lyginni og merkingarleysi orðanna, verk hans eru þátttaka í sköpun heimsins“, eins og Vésteinn Ólason orð- aði það í erindi á Laxnessþingi í Háskóla- bíói nú um helgina. Þjóðin keypti hús síðastliðinn sunnu- dag. Þótt húsið sé ekki ýkja stórt í ver- aldlegum skilningi eru því lítil takmörk sett í yfirfærðri merkingu og þýðingu þess fyrir íslenska menningu. Húsið er staðsett í sveit rétt utan við skarkala borgarinnar og er eins og táknmynd fyrir stöðu Íslands gagnvart umheiminum á síðustu öld, sem og þá togstreitu milli fornra lífshátta og nýrra sem settu svip sinn á íslenskt samfélag á þeim tíma. Um áratuga skeið rann slagæð þjóðlífsins um hlaðið og þeim sem þar var með fingurinn á púlsinum tókst öðrum mönnum fremur að tvinna þessar andstæður saman. Að auki samþættaði hann íslenskan veru- leika veruleika heimsins, með sammann- legri skírskotun sem hitti heimsbyggðina beint í hjartastað og skilaði Íslendingum sínum eina Nóbelsverðlaunahafa. Á þessum hundraðasta afmælisdegi Hall- dórs Laxness er því óhætt að óska þjóð- inni til hamingju með kaupin á húsi skáldsins og þakka ekkju hans Auði og fjölskyldunni allri þann höfðingsskap að skilja þar við allt með sama hætti og skáldið í lok ævidags síns. Þar eru fólgin „jákvæð verðmæti“ svo vísað sé í orð skáldsins sjálfs, og þá ekki síður þau helgu vé sem komandi kynslóðir munu heyja glímu síns samtíma við, á sama hátt og hann sína glímu fyrrum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.