Morgunblaðið - 23.04.2002, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 23.04.2002, Qupperneq 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 43 komendur hans færu vestur á Hall- steinsnes og gætu notið friðsældar í náttúrunni á þessum fallega stað. Þegar leið að vori var hugað að vesturferð og í ár var þar engin und- antekning. Þóroddur S. Skaptason. Tengdafaðir minn Þorbergur Ólafsson fæddist og ólst upp á Hall- steinsnesi í Reykhólasveit. Ólst hann þar upp ásamt bróður sínum Ólafi og foreldrum sínum, á þeim ár- um þegar engar vélar voru til að létta bústörfin, og þurfti að nota handafl við flest þau störf sem inna þurfti af hendi. Slegið með orfi og ljá, handafl notað til að rista torf og slétta tún. Glöggt auga móður hans var fljótt að nema handlagni Þor- bergs, enda var hann notaður til ým- issa starfa sem handlagni þurfti við. Snemma hneigðist hugur hans til skipasmíða, og veturinn eftir ferm- ingu fór hann til náms hjá Valdimar Ólafssyni í Látrum. Var hann þar einn vetur við nám. 17 ára smíðaði hann sinn fyrsta bát sem kallaður var „Hallsteinsnesbáturinn“ en hann er nú varðveittur á Sjóminja- safninu í Hafnarfirði, ásamt mörg- um þeim verkfærum er notuð voru við smíðina, en þau gaf hann til safnsins. En hugur hans hneigðist til frekara náms og fór hann bæði til náms hjá Guðmundi lækni á Reyk- hólum og í Reykjaskóla. Fékk hann síðan inni í Flensborgarskóla, en þar sem kaupfélagið vildi ekki taka reið- hest móður hans sem tryggingu fyr- ir láni, þá varð ekki af námi hans þar. Í janúar 1940 fór hann í Iðnskólann til að læra skipateikningar og stund- aði bæði dag- og kvöldskóla og lauk öllum fjórum bekkjunum þá um vor- ið, og fékk sveinsbréf ári seinna. Ár- ið 1950 fékk hann síðan meistarabréf í skipasmíði. Eftir námið í Iðnskól- anum fór hann að vinna hjá Slipp- félaginu í Reykjavík, og skipasmíða- stöðinni Dröfn í Hafnarfirði. Í framhaldi af því stofnaði hann við þriðja mann Bátasmíðastöð Breið- firðinga í Hafnarfirði, en jafnramt smíðunum sá hann um að teikna báta, fjármálin og bókhaldið. Starf- aði hún í nokkur ár undir því nafni, en var því síðan breytt í Bátalón hf. og starfsemin flutt niður að Hvaleyr- arlóni. Hófst nú mikið uppbygging- artímabil. Þorbergur hætti að smíða, en tók að sér framkvæmdastjórn fyrirtækisins og teiknaði flesta þá báta sem þar voru smíðaðir. Smíð- aðir voru skálar yfir starfsemina og sett upp dráttarbraut. En sam- keppnin var mikil í þessari grein, þó mest við innflutning, og er sagt að Íslendingar hafi að stórum hluta haldið uppi skipaiðnaði Norðmanna um árabil. Árið 1970 hófst smíði Ind- landsbátanna svonefndu, en það voru tveir togarar sem smíðaðir voru fyrir Indverja. Reyndust þeir strax mjög vel, og komu óskir um fleiri báta en ekki varð af frekari út- flutningi, þar sem stuðning ríkis- valdsins vantaði og urðu það Þor- bergi mikil vonbrigði, því fleiri íslensk fyrirtæki hefðu tekið þátt í því verkefni. Unnu á milli 60 og 70 manns á þessum árum hjá Bátalóni hf. Voru nýsmíðar hjá fyrirtækinu 470 bæði úr stáli og tré á 40 ára tímabili. Árið 1973 fór Þorbergur að beiðni Kristjáns Eldjárns þáverandi forseta til Hróarskeldu í Danmörku að kynna sér víkingaskip er þar hafði fundist. Var hugmyndin sú að smíða víkingaskip er sigla skyldi á þjóðhátíðinni 1974. Ekki varð þó úr smíðinni því eftir að heim var komið, komu boð frá safninu um að ekki fengist leyfi til að smíða skip hér á landi eftir uppplýsingum sem hann fékk frá þeim. Var því hringnótabáti, sem var um 10 metrar á lengd, breytt í víkingaskip eftir teikningu Þorbergs, og var því skipi siglt á Vatnsfjarðarvatni 1974. Er skipið nú varðveitt á byggðasafninu á Hnjóti við Patreksfjörð. Árið 1986 ákvað hann að draga sig í hlé frá rekstri fyrirtækisins, og var þá fyrirtækið selt. Áfram var þó skipaiðnaðurinn honum hugleikinn, en ekki var hann ánægður með stöðu hans. Þótti hon- um að Íslendingar ættu sjálfir að sinna þjónustu við fiskiskipaflotann. Ég hef stiklað hér á stóru um ævi- feril Þorbergs, en kynni mín af hon- um hófust árið 1986 er ég kynntist dóttur hans Guðrúnu Ólöfu. Var mér strax vel tekið af þeim hjónum Þor- bergi og Olgu. Höfðum við gaman af að ræða um hin ýmsu þjóðfélagsmál, og kom þá strax í ljós hin mikla ást Þorbergs á landi sínu og gæðum þess. Vildi hann að Íslendingar lifðu af sinni eigin framleiðslu, og hugs- uðu ekki um innflutning á s.s. land- búnaðarvörum, því að þjóð í eigin landi þyrfti að lifa á því sem landið gæfi af sér. Einn staður var honum þó hjartfólgnari en aðrir, en það er Hallsteinsnes, æskustöðvar hans. Á ég margar góðar minningar þaðan með honum, en þau hjónin fóru þangað með fjölskyldunni minni á hverju sumri í mörg ár. Var hann óþreytandi við að fræða um örnefn- in, ábúendur og æðarfuglinn, en á yngri árum hafði hann unnið við æð- arvarpið, sem á þeim tíma var nokk- uð mikið. Nutu dætur mínar sam- vistanna við afa sinn þar, enda var gaman að fara með afa niður í fjöru, eða niður að „ranhúsi“. Upp á „ran- húsið“ klifruðu þær síðan og sungu út yfir fjörðinn, en afi stóð hjá og hvatti þær áfram í söngnum enda hafði hann gaman af. Fyrir fjórum árum eignuðumst við hjónin son sem skírður var eftir afa sínum. Tók hann miklu ástfóstri við afa sinn, og er vináttusamband það er tókst á milli þeirra ógleymanlegt. Er afi kom í heimsókn sat hann oft löngum stundum hjá nafna sínum, skoðuðu þeir saman myndir, eða þá töluðu saman, reyndar talaði sá yngri, en afi hlustaði. Ég kveð hér stórbrotinn mann, mikið ljúfmenni sem vildi öllum vel, mann sem var trúr sínum hugsjón- um. Þorbergur var jafnaðarmaður mikill, og vildi að jöfnuður milli manna væri sem mestur. Ég kveð þig með þeim orðum sem þú kvaddir alltaf með! „Drottinn blessi þig og láti þér líða vel.“ Þorvaldur Steinsson. Elsku afi okkar hefur nú kvatt okkur, þessi ljúfi og góði maður sem vildi öllum vel. Það eru svo margar góðar minningar sem streyma fram í hugann þegar hugsað er um svo góð- an mann. Við systkinin vorum svo heppin því við ólumst að miklu leyti upp hjá ömmu og afa „á holtinu“, bæði bjuggum við í nokkur ár í næsta húsi við þau og svo um tíma bjuggum við hjá þeim, svo tengslin voru mikil. Það var alltaf gott að koma til þeirra því alltaf var tekið vel á móti manni. Við fórum í mörg ferðalög með ömmu og afa en þó oft- ast vestur á Hallsteinsnes þar sem afi ólst upp en þar er nú sumarbú- staður. Afa fannst alltaf gott að koma í kyrrðina fyrir vestan og ganga út hlíðina, tína ber á haustin, horfa á sjóinn og fallega útsýnið sem þar er. Við munum halda áfram að fara á þennan notalega stað og gleðj- ast því afi er þar. Elsku afi, við þökk- um þér fyrir allar þær góðu minn- ingar sem þú hefur gefið okkur. Við kveðjum þig með sorg í hjarta. Við biðjum góðan Guð að styrkja ömmu okkar í sorginni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Guð geymi þig og varðveiti elsku besti afi. Gunnar Páll og Alda Björk. Elsku besti afi í heimi. Nú ertu farinn svo snögglega en vonandi líð- ur þér vel. Okkur er minnisstætt þegar við krakkarnir komum heim til ykkar á Móabarð 18b og þú og amma tókuð ávallt á móti okkur með opnum örmum og miklum hlýhug. Holtið var okkar annað heimili og við vissum að við gátum alltaf leitað til ykkar. Þú, elsku afi, kenndir okkur öllum að tefla, gekkst með okkur niður í Bátalón og sýndir okkur bátana sem þú smíðaðir og teiknaðir, þú varst besti afi sem við gátum átt. Þú varst alltaf brosandi og vildir líta vel út. Ógleymanlegar eru allar ferðirnar vestur á Hallsteinsnes og það var oft slegist um að fá að vera í bílnum með ömmu og afa. Afi sá um að fræða okkur um alla staðina á leiðinni og ekki skemmdi góðgætið sem amma lumaði á. Við endum þessi orð okkar á þín- um orðum: „Drottinn blessi þig og láti þér líða vel.“ Við kveðjum þig með söknuði og þú lifir ávallt í minningu okkar. Við elskum þig. Helena Björk, Skapti og Þórbergur Óli. Elsku afi! Það er erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Þú varst mjög duglegur og góður afi. Þú hjálpaðir okkur og studdir þegar eitthvað bjátaði á. Þú fræddir okkur um margt og mikið sem á eftir að hjálpa okkur í lífinu. Við eigum svo margar góðar minningar um þig, og við gleymum þér aldrei. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt, hafðu þar sess og sæti, signaður Jesú mæti. (Hallgr. Pét.) Guð blessi þig og geymi elsku afi og láttu þér líða vel. Olga Dís og Anna Dís. Elsku besti afi! Það er erfitt að skilja að þú komir ekki oftar í heim- sókn til mín. Ég á eftir að sakna þín mikið. Ég skal passa Olgu ömmu, og stafinn þinn. Bless elsku afi minn. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sigurður Kr. Pétursson.) Þinn afastrákur, Þorbergur Steinn. Elsku langafi, nú ertu kominn upp til Guðs og líður vonandi vel. Þú varst alltaf svo góður við okkur barnabörnin, faðmaðir okkur og kysstir. Við eigum eftir að sakna þín mikið. Við vonum að Guð og engl- arnir varðveiti þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Saknaðarkveðjur Anna Valgerður og Steinar Ingi. þessari hlið á þér svo vel í gær. Alltaf svo ánægður þó svo fyrirhöfnin væri lítil. Einkennandi fyrir þig, vinur. Um það leyti sem mér bárust frétt- ir af andláti þínu var engu nær en að veðurguðirnir hefðu eitthvað ruglast í ríminu. Það var sól, snjókoma, rign- ing og slydda sitt á hvað eða allt í senn. Ólöf hafði rétt fyrir sér. Það gekk á með skini og skúrum eins og hjá þér. Ég hugga mig við þá tilhugs- un að nú líður þér vel á öðrum stað. Í mínum huga ert þú kominn í betri stofuna. Það er við hæfi að enda kveðjuna með því að greina frá tilurð hennar. Ég byrjaði að skrifa þetta bréf til þín á staðnum, sem ég, þú, Gummi og Siggi höfum sótt til að horfa á boltann saman. Þú veist hvaða staður þetta er. Með penna og blað á borðinu lét ég hugann reika. Mig langaði svo að minnast þín í orðum, þótt fátækleg yrðu. Það var óvænt en mjög svo við- eigandi, að skyndilega hljómaði Knocking On Heavens Door með Bob Dylan í hátölurunum. Ég efast ekki um að það hefur verið tekið vel á móti þér hinum megin við dyrnar. Strax á eftir kom Are You Lonesome Tonight með Elvis Presley og Beautiful Boy með Lennon. Tónlistarmennirnir að þínu skapi og lögin táknræn. Ég var djúpt snortinn. Mér finnst sárt að segja það og enn erfiðara að viðurkenna en það er kom- ið að kveðjustund, Dóri minn. Ég votta ættingjum og vinum mína dýpstu samúð. Við sjáumst síðar, kæri vinur, á betri stað. Geir Þór. Elsku Dóri, ekki áttum við von á því að þú myndir kveðja svona fljótt, við héldum að við myndum hafa allan tímann í heiminum til þess að spjalla við þig eins og við gerðum svo mikið af í MS. Þegar við fréttum af andláti þínu var það mikið áfall, við héldum að við ættum eftir að hittast aftur á elliheimilinu til að rifja upp gamla tíma og gera allt vitlaust. Við eigum svo góðar minningar um þig, þar sem við vorum öll saman hangandi á göngunum eða að gera eitthvað álíka gáfulegt. Það var gott að tala við þig, tíminn var fljótur að líða í návist þinni, hvort sem um var að ræða í skólanum eða á löngum vöktum í vinnunni. Þú varst alltaf svo brosmildur og hlýr, við erum þakklát fyrir að hafa kynnst þér, við erum ríkari á eftir. „Vinur er sá sem gefur þér kjark til þess að vera þú sjálfur þegar þú ert með honum.“ (Pam Brown.) Guð geymi þig. Þínir vinir, Daði, Jenný Dögg, María og Þórhildur. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgr. Hallgr.) Minningarnar og góðu stundirnar eru svo margar Dóri minn, en mig langar að geyma þær í hjartanu og eiga þær með þér. Þinn vinur, Guðmundur Óskar. Um Halldór vin okkar væri hægt að skrifa heila bók. Einlægnin, glampinn í augunum og fallega brosið mun aldrei gleymast. Ljúfmennska einkenndi hann og aldrei féll illt orð um nokkurn mann. Ef honum fannst á einhvern halla tók hann iðulega upp hanskann fyrir viðkomandi. Hann gat einnig setið löngum stundum og spjallað við þá sem minna mega sín. Þannig glöddust mörg lítil hjörtu. Dóri var fordómalaus gagnvart öllu sem bar á góma og var þannig öðrum til eftirbreytni. Hann vann að því að gera heiminn betri, hugsjónirnar voru fallegar og ýmis sjónarmið kom- ust að sem aðrir leiddu ekki hugann að. Dóri var líka einstaklega vel lesinn og skarpgreindur sem gerði hann að ótvíræðum sigurvegara í nær öllum spilum sem við vinirnir tókum okkur fyrir hendur. Þau voru ófá kvöldin sem við sátum og spiluðum og spjöll- uðum fram á nótt. Á sínum tíma hjálpaði Dóri okkur Gumma við að standsetja íbúðina, málaði og hellulagði eins og ber- serkur þrátt fyrir handleggsbrot. Hann var mjög listrænn og gott var að fá ráð frá honum varðandi litaval enda liggja eftir hann mörg falleg málverk. Í gegnum tíðina var margt brallað og minningar um ljúfar skemmtilegar stundir geymum við í hjartanu. Elsku Dóri. Orðin eru fátækleg fyrir svona stórkostlegan mann. Á bak við bjarta brosið var sál sem leið ekki nógu vel. Ég vildi óska að þú hefðir náð þér af veikindunum. Mér fannst þér líða betur undanfarnar vik- ur. Sunnudagskvöldið síðasta var yndislegt fyrir okkur öll sem vorum hér heima. Missirinn er mikill, verkur í hjartanu og sár í sálinni. Hljóðnað er, borg, á breiðum strætum þínum, bláhvítur snjór við vota steina sefur, draumsilki rakið dimma nóttin hefur deginum fegra upp úr silfurskrínum. Vökunnar logi er enn í augum mínum, órói dagsins bleika spurning grefur djúpt í mitt hjarta, er kemur seinna og krefur kyrrðina um svar, við lausn á gátum sínum. (Jóhann Sigurjónsson.) Ég votta fjölskyldu Halldórs og öll- um vinum mína dýpstu samúð. Megið þið finna styrk til að takast á við sorg- ina. Ólöf. Nú er horfinn frá okkur góður vin- ur og vinnufélagi, Halldór Gíslason. Við kynntumst Dóra fyrir einu og hálfu ári, þegar hann byrjaði að vinna með okkur í Lálandi. Hann var hæglátur maður og næmur og ætíð var stutt í hlýlegt brosið. Dóri kom ávallt fram við íbúa af mikilli virðingu og hlýju. Hann var sannur vinur, traustur og ábyrgur. Það var alltaf gott að koma í Láland þegar Dóri hafði verið þar, því allt var svo rólegt og öll verk vel af hendi leyst. Hann hafði það hlutverk að fara með þremur íbúum í sund og hlökk- uðu þeir félagar ávallt til sundferð- anna með Dóra, sem yfirleitt gengu út á það að sitja og spjalla í heitu pott- unum. Í fyrrasumar áttu íbúar góðar stundir með Dóra í sumarbústað í Skorradal sem seint munu gleymast. Við vottum öllum aðstandendum og vinum innilega samúð. Minningin um góðan dreng lifir í hjörtum okkar. Íbúar og starfsfólk Lálandi 23. Elsku frændi og vinur! Það er erfitt að trúa því að þú sért farinn í ferðina löngu og óbærilega sárt að kveðja þig. Þú varst alltaf stórt númer í okkar lífi og við dáðum þig og dýrkuðum frá fyrstu tíð. Svo flinkur í öllu, teiknaðir svo vel, duglegur í fótbolta, fékkst svo góðar einkunnir og það sem mest var um vert – varst svo gegnumgóður. Þegar við vorum lítil og komum í bæinn, hvort sem var frá Akranesi, Hornafirði eða Svíþjóð áttum við vís- an samastað heima hjá þér og þú sýndir okkur villingunum óendanlegt umburðarlyndi og örlæti. Alltaf tilbú- inn að leika við okkur, lána okkur lit- ina þína sem voru þér þó dýrmætir og gefa okkur af dótinu þínu. Þegar þú komst í heimsókn til okkar til Svíþjóð- ar þá öfunduðu krakkarnir þar okkur af þessum fallega frænda okkar og við vorum ekkert smá montin af þér. Á seinni árum höfum við líka átt margar góðar stundir með þér, til dæmis í spilamennsku hjá ömmu og afa að ógleymdum Trivial Pursuit keppnun- um. Þar var nú gott að vera með þér í liði því þú varst svo vel lesinn og vissir alla skapaða hluti. Nú er stórt skarð höggvið í frændgarðinn þegar þú ert á braut og við sitjum eftir með hug- ann fullan af minningum um þig. Fal- legum minningum og hlýjum. Þú gafst svo mikið af þér þótt þér liði ekki alltaf nógu vel sjálfum og við þökkum þér fyrir allar samveru- stundirnar, skilninginn og hvatning- arorðin. Þótt við söknum þín sárt er missirinn mestur hjá mömmu þinni og pabba, Fjalari og Önnu Betu, ömmu og afa. Guð blessi þau og styrki í sorginni og veiti þér ljós og frið á þínum nýju leiðum. Þín frændsystkini, Guðrún Beta, Gunnar Steinn og Fjalarr Páll Mánabörn. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.