Morgunblaðið - 23.04.2002, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 23.04.2002, Qupperneq 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 47 ar. Fallegar minningar um Sólrúnu eigum við þó öll sem lifa með okkur um ókomna tíð og fyrir þær þökkum við nú að leiðarlokum. Bragi Guðbrandsson. Eina systir móður okkar, hún Sól- rún, er dáin. Það er svo ótrúlegt að hugsa sér mömmu án hennar og Sól- rúnu án mömmu að við efumst um að okkur takist nokkurn tíma að að- skilja þær í huganum. Við munum ekki eftir Sólrúnu frænku öðruvísi en sem Frænku. Við eigum fullt af frændfólki en Sólrún var hin eina sanna frænka. Kannski var það líka til að létta okkur í fjölskyldunni rugling, þar sem föðuramma okkar hét líka Sólrún, en svoleiðis varð það og þannig verður það, aðeins ein frænka. Frænka var órjúfanlegur hluti fjölskyldu okkar, fyrst á Að- alstrætinu á Patró, svo í nýja húsinu á Brunnunum, þar sem hægt var að hlaupa hring eftir hring, í gegnum stofu, eldhús og gang. Við vorum ekki gamlar systurnar og Ingþór ófæddur þegar frænka flytur til Reykjavíkur sem hafði það í för með sér að ekki gátum við lengur farið daglega í heimsókn, en heimsókn- irnar urðu þá bara lengri fyrir vikið. Við vorum tíðir gestir hjá frænku í Reykjavík og vorum alltaf velkomin sama hvernig á stóð. Þannig var frænka, það var alveg sama hversu erfitt var hjá henni, hún var alltaf tilbúin til að taka á móti okkur og létta okkur lundina á allan mögu- legan máta. Þegar pabbi okkar dó stóð hún eins og klettur við hlið mömmu og okkar barnanna og upp frá því urðu þær svo til óaðskiljan- legar í okkar huga. Við fluttum að heiman frá mömmu eitt og eitt, en alltaf sat frænka við eldhúsborðið hjá mömmu þegar við komum í heimsókn um langan eða skamman tíma. Og hvað það var hlegið við eld- húsborðið, það er ekki nema hálfur mánuður síðan við sátum þar frænk- urnar og tárfelldum af hlátri yfir vestfirskum síðari tíma þjóðsögum. Nokkrum dögum síðar tárfelldum við frænkurnar yfir fallegri mynd í bíó og tveimur dögum eftir það há- grétum við mamma vegna ótíma- bærs fráfalls frænku. Eina huggun okkar systkinanna er sú að hún dó á þann hátt sem hún óskaði sér, snögglega og án þjáningar. Eins vit- um við að á móti frænku tekur stór- vinur hennar hann pabbi okkar, amma, afi og langamma okkar sem dó fyrir ári. Elsku mamma, Gísli, Þórey, Hilmar, Gunni, Elsa, Hera, Guðjón Þór og Oddur Sigþór, við vitum að þið eigið bágt með að sætta ykkur við að systir, mamma, tengda- mamma og amma skuli vera tekin frá ykkur svona snögglega og allt of ung, en við verðum að trúa því að henni hafi verið ætlað annað og meira hlutverk á öðrum stað. Við er- um viss um að hún og pabbi eiga eft- ir að dansa og syngja saman um leið og þau vaka yfir okkur öllum um ókomna framtíð. Hvíl í friði, elsku frænka. Sólrún, Svava Hrund, Mjöll, Guðmundur Ingþór. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Hversu erfitt það er að setjast niður og skrifa um sína bestu vin- konu, sem maður trúir ekki að sé dá- in. En ég verð að trúa því að það hljóti að vera einhver tilgangur með því, að guð taki hana svona snemma og skyndilega til sín. Elsku vinkona, þvílík gæfa og forréttindi að fá að kynnast þér. Kynni okkar hófust fyrir rúmum 20 árum, þar sem við unnum saman á bæklunardeild 12G á Landspítal- anum, og hafa þau alltaf verið mikil og náin. Hún hafði þau áhrif á fólk að það hópaðist að henni því hún var alltaf glöð og jákvæð, alltaf tilbúin að hlusta. Það voru ófáar stundirnar sem við sátum saman og töluðum um lífið og tilveruna, það var hægt að tala um alla hluti við þig og alltaf hafðir þú lausnir á öllum hlutum og alltaf nóg- an tíma. Sólrún var sjúkraliði að mennt og starfaði við það í rúm 20 ár á hinum ýmsu stöðum og hafði orðið víðtæka reynslu. Betri sjúkraliða var ekki hægt að fá, bæði var hún frábær fagmaður og svo nærgætin og góð við sína skjólstæðinga. Einnig starf- aði hún fyrir Sjúkraliðafélagið í ýmsum nefndum. Hún var mjög áhugasöm um stöðu sjúkraliða og mikil baráttumanneskja. Sólrún var mjög gæfusöm að eiga tvö yndisleg börn, þau Gunna og Þóreyju, og tengdabörnin, þau Hilmar og Elsu Dögg, og þrjú barnabörn. Ég kynnt- ist börnum hennar mjög vel og vissi svo vel hvað hún var stolt af þeim. Ekki síður var hún hrifin af tengda- börnunum og barnabörnunum því hún var alltaf vakin og sofin yfir þeim öllum, var alltaf að hjálpa til í sínum frístundum. Barnabörnin voru hennar sólargeislar. Hera er elst og var hún fermd 1. apríl síðastliðinn. Það var yndislegt að sjá hvað amma var stolt af prins- essunni sinni þegar hún talaði til hennar í fermingarveislunni. Svo eru það prinsarnir tveir, þeir Guð- jón Þór og Oddur Sigþór, sem hún var svo stolt af þegar hún var að segja mér frá framförum þeirra. Það var svo gaman að hlusta því ég fann þá svo vel hvað þetta gaf henni mikið. Lífið var ekki alltaf dans á rósum en aldrei gaf hún eftir og stóð tein- rétt og hélt ótrauð áfram. Hve oft ég hef dáðst að hennar andlega þroska og þreki. Börn hennar og tengda- börn stóðu þétt við hlið hennar og studdu hana í öllu sem hún þurfti að takast á við. Elsku Gunni, Þórey, Elsa Dögg, Hilmar, Hera og litlu prinsar, megi guð vera með ykkur og styrkja í ykkar miklu sorg. Við vitum að það tekur langan tíma að læra að lifa án hennar. Elsku Björk og Gísli, ykkar missir er einnig mikill, guð veri með ykkur. Elsku besta vinkona, ég kveð þig með djúpri virðingu og þökk fyrir samfylgdina, samfylgd sem var svo hlý og gefandi. Minning um áskæra vinkonu mun lifa um ókomna tíð. Þín vinkona Halldóra Jónsdóttir. Nú er hún farin heim, vinkonan mín góða, svo óvænt og skyndilega, enginn vissi til að hún væri veik. Aldrei aftur fæ ég að finna hlýja, þétta faðmlagið hennar eða heyra dillandi hláturinn. „Blessuð, Fjóla mín,“ hún var komin í gættina og út- geislunin var slík að húsið tæmdist af hversdagleikanum og fylltist af notalegheitum og gleði. Ég hitti hana Sólrúnu fyrst fyrir rúmlega 22 árum þegar ég settist við hlið hennar í forskóla sjúkraliða. Ég kom ein, óörugg, bein í baki og hafði pressað buxurnar og burstað skóna svo vel að hún hélt að ég væri ein af stífu og fínu frúnum í bænum og bað þess í hljóði að ég settist ekki hjá sér. Oft hlógum við að þessu seinna, en upp frá þessu varð til vin- átta sem aldrei bar skugga á. Að- stæður okkar voru svipaðar þá, báð- ar vorum við einar með tvö börn, við útskrifuðumst saman úr Sjúkraliða- skólanum og fórum að vinna saman á Landspítalanum. Við vorum vinir! Það besta sem við eignumst í líf- inu eru vinir og fjölskylda. Hún Sól- rún átti góða fjölskyldu, hvergi hef ég séð eins gott og sterkt samband milli mömmu og barna eins og milli hennar og Gunna og Þóreyjar. Seinna tengdabarnanna og barna- barnanna. Hera var meira en ömmustelpa, hún var vinkona. Og seinna komu sólargeislarnir litlu, Guðjón og Oddur Sigþór. Hún vinkona mín var jákvæð, bjarsýn og hláturmild og trúði alltaf því besta um alla sem hún um- gekkst. En þessi góði eiginleiki varð líka til þess að Sólrún hitti fólk á lífs- leiðinni sem hún lagði allt sitt traust á, en í ljós kom að ekki eru allir traustsins verðir. Því var það að hún lenti í ómældum erfiðleikum vegna þess. En það var ekki hennar leið að gefast upp né heldur að bera kala til þeirra sem höfðu brugðist henni. Hún barðist áfram og hún fyrirgaf af öllu hjarta. Þegar kallið kom var allt að fara á betri veg í lífi Sólrúnar. Hún hafði ráðið sig í nýja vinnu, hún var búin að festa kaup á íbúð sem hún átti að fá afhenta í næsta mánuði. Allt frá- gengið. Þá þóknaðist föðurnum á himnum að taka hana til sín og ég veit að þar hefur hún fundið þann kærleika og frið sem hún leitaði að á jörðinni. Þar skín ljósið og hlýjan umlykur. Ég þakka guði fyrir þann tíma sem ég átti með Sólrúnu og votta fjölskyldu hennar samúð. Fjóla Arndórsdóttir. Elsku vinkona mín. Mig langar að kveðja þig með nokkrum línum. Þegar maður fær svona óþægilega frétt eins og ég fékk í síma að þú værir dáin, þá segir maður: Það get- ur ekki verið! Þetta hlýtur bara að vera misheyrn í símanum, en því miður var það ekki. Ég ætla ekki að ásaka Guð fyrir að hafa tekið þig frá öllum ástvinum þínum þótt þú hafir verið komin í gott starf, þá ætlar hann þér eitthvað annað. Ég mun alla tíð sakna þín, en ég veit að það verður vel tekið á móti þér, því betri og skemmtilegri manneskju hef ég ekki kynnst, og vörðu þau kynni í meira en 50 ár. Ég hugga mig við það að hafa átt þig fyrir vinkonu alla tíð. Ég bið Guð að varðveita börnin þín, barnabörn, tengdabörn, systkini og alla aðra að- standendur og styrkja þau á þessum erfiða tíma. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín Egilína Guðmundsdóttir (Lillý). Sóla mín. Ótal minningar um þig streyma fram í huga mér nú, þegar að kveðjustund er komið. En ég á ekki í huga mér annað en þakklæti fyrir órjúfanlega vináttu, sem aldrei bar skugga á, þótt við værum kannski ekki alltaf sammála um alla hluti komumst við alltaf að ásætt- anlegri niðurstöðu. Aldrei heyrði ég þig hallmæla nokkrum manni og þú fannst alltaf málsbætur, ef á aðra var hallað. Fyrstu kynni okkar Sól- rúnar voru er við hófum vinnu sam- an á sjoppunni við Loga á Patró. Síðan urðum við heimagangar hvor hjá annarri og deildum gleði og sorg. Mjög er mér minnisstæð starf- semi með Leikfélagi Patreksfjarðar, en Sóla var mjög góð leikkona og hefði náð langt á því sviði, ef hún hefði lagt það fyrir sig. Minning um skautaferð inn að Hlaðseyri á tungl- skinsbjörtu kvöldi. Sóla skautaði af leikni, en endaði kylliflöt á svellinu og gat ekki staðið á fætur fyrir hlátri, en hún var mjög glaðlynd og skapgóð. Sóla var stolt móðir og samheldni hennar og barnanna Gunnars og Þóreyjar einstök. Við sátum í seinni tíð og sögðum hvor annarri sögur af barnabörnunum og glöddumst hvor með annarri yfir framförum þeirra. Oft töluðum við um hvenær við mundum byrja að skrifa ævisögur okkar. En við ætl- uðum að skrifa ævisögu hvor ann- arrar, svo vel þekktumst við, að eng- in leyndarmál áttum við án þess að hin vissi. Sáum við okkur í anda, gamlar konur sitjandi í ruggustól- um, að rifja upp liðna tíma og gleðj- ast saman. Um Sólrúnu á ég ekki neitt annað en góðar og hlýjar minn- ingar um konu, sem vildi öllum vel og gerði alltaf það sem hún trúði á. Að leikslokum þakka ég Guði fyrir að hafa gefið okkur þennan tíma saman, þótt mér finnist hann of stuttur, en ég trúi að hún hafi verið kölluð til annarra starfa og efast ekki um að við eigum eftir að hittast á öðru tilverustigi. Börnum hennar og öllum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Hvíl í friði elsku vinkona. Minning þín lifir í hjarta mér. Helga Jónsdóttir. „Dáinn, horfinn!“ – Harmafregn! (Jónas Hallgr.) Okkur starfsfélögum Sólrúnar Þorgeirsdóttur, sjúkraliða í Víði- nesi, brá í brún er við fréttum af skyndilegu dauðsfalli hennar. Sól- rún sem alltaf hafði verið svo ljúf og hress. Og þótt hún væri ekki búin að starfa hér lengi hafði hún unnið sér almenna hylli með framgöngu sinni, nærgætni og alúð sem hún sýndi heimilismönnum og samstarfsfólki. Áhugi, skýr hugsun og framsetning á þeim viðfangsefnum sem hún vann að þá stundina voru aðdáunarverð. Sólrún horfði á björtu hliðarnar og gladdist yfir því sem varpaði ljósi á líf hennar. Og þar veittu börnin hennar og barnabörnin henni mesta gleði. Þeirra er harmurinn mestur og við sendum þeim samúðarkveðj- ur og biðjum góðan Guð að gefa þeim styrk. Fimmtudaginn áður en hún lést var haldinn hér deildarfundur og þar kynnti Sólrún verkefni sem hún var búin að taka að sér. Það fól í sér að hafa umsjón með afþreyingu heimilismanna. Okkur eru minnis- stæð lokaorð hennar. Þar hvatti hún okkur sem vinnum við umönnun aldraðra að „muna hve mannleg nánd skiptir miklu máli“. Sýnir þetta vel, að okkar mati, hvers kon- ar mannkostamanneskja hún var. Kæra Sólrún, þótt samvistir okk- ar yrðu styttri en við gerðum ráð fyrir og vonuðumst eftir þökkum við af alhug samfylgdina og okkur finnst við vera ríkari eftir kynnin af þér. Kveðja. Samstarfsfólk í Víðinesi. Elsku Sólrún. Við trúum því tæp- lega að hún Sólrún hafi verið tekin í burt svo fljótt og svo óvænt, það er svo stutt síðan hún kom með okkur í óvissuferð. Þótt hún Sólrún hafi ver- ið flutt frá okkur í bæinn þá hélt hún alltaf nánu sambandi við okkur hér á gamla vinnustaðnum og mætti á staðinn ef eitthvað var um að vera og hafði öðru hvoru símasamband við okkur. Frásagnarhæfileikar Sólrúnar voru þannig að alltaf sá hún það spaugilega þegar hún var að segja frá þótt sorglegt væri og sagði: „Þetta er eins og Hellisheiðin, alveg óútreiknanlegt.“ Sólrún var með mikið jafnaðar- geð, við minnumst þess ekki að hún skipti skapi, þótt ekki væri allt eins og það ætti að vera. Það var alltaf stutt í hláturinn, þá hló hún og gerði grín að sjálfri sér en ekki öðrum. Stundum sögðum við: „Eigum við ekki að fara að vinna eitthvað?“ Þá var svarað: „Æ, nei, ekki strax, vinnan á líka að vera spjall.“ Hún hafði svo mikið að tala um, t.d. barnabörnin og segja okkur skemmtilegar sögur. Oft kom eitthvað skondið upp í vinnunni. Þá sagði Sólrún: „Við not- um þetta á næstu árshátíð.“ Sólrún var mikil persóna og hafði þvílíkt að- dráttarafl að allir vildu vera í ná- lægð hennar. Sólrún var glæsileg kona. Þegar hún var búin að klæða sig uppá líktist hún hefðarkonu sem hún var í rauninni. Þegar einn af vinnufélögunum átti eitthvað erfitt, þá kom Sólrún til sögunnar með ráðleggingar til við- komandi og stóð hún eins og klettur við hlið hans sem í hlut átti. Hún var svo traust og hafði svo mikla reynslu til að miðla til annarra. Sólrún átti sín yndislegu börn og barnabörn og talaði mikið og fallega um þau en þó sérstaklega Heru sem við orðið þekktum vel eftir lýsing- unum frá ömmunni. Sólrún var búin að segja hvað þær Hera ætluðu að gera eða fara í heimsóknir. Þurfti því Sólrún alltaf að flýta sér í bæinn eftir vinnu, sagði að heiðin væri svo löng. Hellisheiðin var á milli Sólrún- ar og fjölskyldunnar svo endirinn var sá að hún flutti yfir heiðina til að geta verið í faðmi fjölskyldunnar. Elsku Sólrún, við viljum þakka þér allar ógleymanlegu samveru- stundirnar sem voru okkur svo dýr- mætar og yljum við okkur nú við minningar um góða vinkonu og sam- starfsfélaga. En svona er lífið, þú heldur áfram þínu stóra hlutverki sem þér er ætlað nú. Að lokum vottum við börnum þín- um, Jósef, Þóreyju og fjölskyldum þeirra og systkinum þínum okkar dýpstu samúð. Megi Guð styrkja þau í þeirra miklu sorg. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Kveðja. Fyrrverandi vinnufélagar á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði. Elsku Sólrún. Aldrei framar mun síminn hringja og ég taka upp tólið og heyra þig segja: „Er þetta frúin sjálf?“ Það var alltaf jafn gaman að heyra þetta ávarp. Því fylgdu fjörug og skemmtileg samtöl, sem stóðu mislengi eftir því hvað okkur lá mik- ið á hjarta. Kynni okkar hófust er ég flutti vestur 1963 og er börnin okkar uxu úr grasi varð vinskapur okkar meiri vegna vináttu barnanna okk- ar, sérstaklega milli Eiríks og Gunna, sem ennþá eru bundnir vin- áttuböndum, þó svo þeir hittist ekki eins oft og áður. Leiðir okkur lágu aftur saman eftir að við vorum báðar fluttar til Reykjavíkur, þegar örlögin höguðu því þannig til að við innrituðum okk- ur samtímis í undirbúningsdeild fyr- ir sjúkraliðanám. Við sátum nokkrar saman á aftasta bekk sem var örugglega skemmtilegasti staðurinn því þar myndaðist góð vinátta milli þeirra kvenna sem þar sátu. Minningarnar hrannast upp um allar þær ógleymanlegu stundir sem við áttum saman. Ferðir í sumarbú- staði þar sem vakað var heilu næt- urnar, göngur með gönguhópnum, heimsóknir hvor til annarrar í kaffi og spjall, svo ekki sé minnst á ferð- ina til Gautaborgar, sem er eitt það skemmtilegasta sem ég upplifði með þér. Það var ógleymanleg ferð enda lengi í minnum höfð. Eftir að gönguhópurinn lognaðist útaf, sem verið hafði fastur punktur í tilveru okkar, varst það þú sem alltaf hóaðir okkur konunum saman í kaffi og spjall. Þar var mikið talað og hlegið og landsmálin rædd. Þetta voru dásamlegir tímar sem aldrei gleymast. Sólrún mín, spiladósin sem þú gafst mér þegar þú komst frá út- löndum er mér sem dýrgripur í dag og lagið sem hún spilar mun alltaf minna mig á þig og þessi gjöf sýndi að þú varst með hugann hjá vinkonu þinni hvar sem þú varst stödd. Við deildum saman gleði og sorg í lífi okkar beggja og alltaf varst þú til taks þegar á þurfti að halda á erf- iðum stundum. Við sáumst síðast í fermingunni hennar Heru sem var þér svo óendanlega kær. Þú varst glöð og allt virtist svo bjart fram- undan og ræddir það að brátt skyld- um við hittast allar aftur. Allt fór á annan veg og eftir standa ljúfar minningar um lífsglaða, hjálpsama og gáfaða vinkonu, þá bestu sem hægt var að eignast. Guð geymi þig, kæra vinkona, og þökk fyrir allt sem þú veittir mér. Ég sakna þín. Þín vinkona, Hansína.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.