Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.04.2002, Blaðsíða 48
Það er svo skrítið að vera með bros á vör þegar maður er að skrifa minn- ingargrein. En þegar ég fer að hugsa um þig elsku frænka, þá fer ég alltaf að brosa. Þú varst svo frábær og þar sem þú varst var alltaf hlátur. Þú varst svo mikill fagurkeri og fjörkálfur. Því miður hafði ég nú ekki mikið samband við þig hér áður fyrr, þú bjóst í Kaliforníu með fjölskyldu þinni og komst ekki oft heim til Ís- lands. En fyrir nokkrum árum ákvaðst þú að kaupa þér íbúð hér á landi, svo þú hefðir fastan samastað til að vera á hér þegar þér hentaði. Og sem betur fer varst þú hér á landi oft í langan tíma í senn. Og þá gafst mér tækifæri á að kynnast minni yndislegu frænku. Það var alveg ótrúlegt hvað þú gast alltaf verið jákvæð og yndisleg við alla. Ávallt hress, og þú gast alltaf kom- ið manni í gott skap sama á hverju gekk. Alltaf sást þú það jákvæða í öllum og ekki hallmæltir þú nokkurri mann- eskju. Það var svo gaman að bjóða þér í mat og þú byrjaðir að tala um gamla tíma, þegar þið systkinin voruð að bralla eitthvað saman og þá var nú hlegið og hlegið. Ég talaði við þig fyrir stuttu og ætl- aði að sækja þig og dótturson þinn Kenny út á flugvöll eftir nokkra daga. Og ég var búin að lofa þér að halda frænkukvöld fyrir þig þegar þú kæm- ir og þú trúðir því ekki og varst svo glöð og þakklát og við hlógum enda- laust að þessu öllu saman. En elsku Lára, í stað frænkukvölds verður minningarstund sem er allt annað en við höfðum ráðgert, en von- andi verður þú með okkur. Og við komum öll til með að sakna þín. Ég vil senda börnunum þínum, þeim Tryggva, Hönnu, Óla, tengda- LÁRA GUNNARSDÓTTIR LARUM ✝ Lára Gunnars-dóttir Larum fæddist í Butru í Fljótshlíðarhreppi 29. október 1932. Hún lést í San Frans- isco í Bandaríkjun- um 23. mars síðast- liðinn. Foreldrar Láru voru Gunnar Salóm- onsson frá Laxár- bakka í Miklaholts- hreppi, f. 15. júlí 1907, d. 3. janúar 1960, og Jóhanna Ólafsdóttir frá Butru í Fljótshlíðarhreppi, f. 19. júlí 1908, húsfreyja í Kópavogi. Eiginmaður Láru var Kenneth Otto Larum, f. 18. október 1918, d. 11 september 1987. Börn Láru og Kenneths eru 1) Roald Gunnar, f. 7. júlí 1955, d. 13. júní 1970; 2) Tryggvi Thorleif, f. 16. ágúst 1956; 3) Olaf Phillip, f. 14. júlí 1958; 4) Jóhanna Doroth- ea, f. 15. nóvember 1960. Lára var húsfreyja í Kaliforníu í Bandaríkjunum og síðar í Reykjavík. Útför Láru hefur farið fram í San Fransisco í Bandaríkjunum. Minningarathöfn hérlendis verð- ur haldin síðar. börnum og ömmubörn- unum, sem búa öll í Kaliforníu, mínar inni- legustu samúðarkveðj- ur og allan þann styrk sem mögulegur er á þessum erfiðu stund- um. Hvíl í friði, elsku Lára. Þín frænka Guðný J. Karls- dóttir. Hinn 23. mars síðast- liðinn var hringt frá Kaliforníu og okkur tilkynnt lát Láru. Lára hafði átt við vanheilsu að stríða en enginn hélt að það væri alvarlegt. Lára var búin að kaupa farseðil til Íslands. Um morguninn 23. mars var hún stödd hjá dóttur sinni og ætlaði að leggja sig, en vaknaði ekki aftur. Hún fékk hægt andlát. Sorgin og minningarnar streyma fram. Lára var einstaklega gjafmild og með húmorinn í lagi. Lára er ein af tólf systkinum, og er hún sú fyrsta til að kveðja. Alls staðar sem Lára kom var hún hrókur alls fagnaðar og dill- andi hláturinn heyrðist um allt. Líf Láru var ekki alltaf dans á rós- um og hún hafði fengið að kynnast sorginni. Hún missti elsta son sinn af slysförum fimmtán ára gamlan og síðar barnabarn sitt, sem hét Brian James Larum. Lára bar sorg sína í hljóði. Hún var mjög listræn og liggja margir fallegir hlutir eftir hana. Son- ur hennar Tryggvi Thorleif hefur erft listgáfuna eftir móður sína, og eru þau mörg listaverkin sem hann hefur skorið út. Lára var af guðs náð mikill gleði- gjafi og það gleymir henni enginn sem kynntist henni. Lára var sér- staklega barngóð og flykktust börnin að henni. Ég sem pára þessar línur giftist bróður hennar, Ólafi Gunnars- syni. Við fluttum til Bandaríkjanna og bjuggum nálægt Láru og hennar fjölskyldu, og áttum við yndisleg tutt- ugu ár þar. Við höfðum mikil samskipti, enda var stutt að fara. Mér þótti mjög vænt um Láru og fjölskyldu. Fyrstu árin bjuggum við í Paradís í Kaliforn- íu, þar sem Lára bjó, en svo fluttum við lengra í burtu, og síðast til San Francisco, og þá notuðum við símann. Þegar dóttir mín fæddist árið 1963 var það Lára sem hélt í höndina á mér og studdi mig við barnsburðinn, en ég átti mjög erfitt og talaði litla ensku á þessum tíma. En það tíðkaðist ekki að eiginmaðurinn fengi að vera við- staddur. Lára var minn engill á þess- ari stundu, og get ég aldrei þakkað henni nóg fyrir það. Mér verður hugsað til gömlu góðu daganna. Mér finnst svo stutt síðan við vorum með börnin lítil, og allt á fullu. Tíminn líð- ur svo hratt, það er eins og hann fari á undan manni. Börnunum mínum þótti mjög vænt um uppáhalds- frænku sína. Við eigum þrjá syni og eina dóttur, sem nú senda henni kveðju og þakklæti fyrir allt sem hún gerði fyrir þau. Hennar er sárt sakn- að. Bróðir hennar Ólafur kveður hana með miklum söknuði, enda var kært á milli þeirra systkina. Við vottum börnum Láru og barna- börnum, systkinum og öðrum að- stendunum samúð á þessum tíma- mótum. Elísabet Elsa Albertsdóttir og fjölskylda. um mínum fannst ég of ung til að „mála mig“, eins og það var kallað, en Fjóla frænka skildi hvernig mér leið. Eina skilyrðið sem hún setti var að ég notaði varalitinn aldrei í námunda við Neshagann. Hann var leyndarmál okkar tveggja. Mikilvægur þáttur fjölskyldu- landslagsins er nú horfinn sjónum og slíkum missi fylgir vitanlega sár sorg sem langan tíma tekur að vinna úr. Hjarta mitt er þó einnig barmafullt af þakklæti. Ég er þakk- lát fyrir að hafa átt svona magnaða frænku. Þakklát fyrir að hafa fengið að njóta félagsskapar hennar og umhyggju jafnlengi og raun ber vitni. Og þakklát fyrir þá fullvissu að hláturinn er ekki þagnaður. Við eigum eftir að hlæja saman aftur – á þeim stað þar sem landslagið mitt úr æsku er nú að taka á sig nýja mynd. Jónína Leósdóttir. Í fjölskylduhúsinu á Neshaga 15 (áður Nesvegi) hafa í rúmlega fimmtíu ár búið tvær systur, Ragna Fjóla Eggertsdóttir og Ásta Stef- ánsdóttir. Þær systur byggðu þetta reisulega hús ásamt Leó bróður sín- um. Húsið telur þrjár hæðir og kjallara. Í þau tæplega fjörutíu ár sem ég hef þekkt til í þessu húsi hafa þær systur ávallt verið nefndar báðar í senn og aldrei annað en Ásta og Fjóla. Hinn 11. apríl sl. varð Fjóla bráðkvödd á heimili sínu nokkuð fyrirvaralaust, hafði að vísu verið með slæma flensu í nokkra daga, sem hún óskaði engum að fá, eins og hún orðaði það við mig skömmu fyrir andlát sitt. Þannig lauk hún sínu lífshlaupi án þess að verða nokkurn tíma veik svo ég muni eftir eða öðrum til byrði. Þvert á móti var Fjóla ávallt hvers manns hugljúfi og heldur birti yfir öllum þegar hún var nærstödd enda glaðvær með afbrigðum, þekkti marga og til enn fleiri, enda gjarn- an spurð þegar rekja þurfti ætt manna eða feril eins og gengur á mannamótum og fjölskyldusam- kvæmum. Fjóla vann á árum áður, svo lengi sem ég man eftir, hjá Sambandi íslenskra fiskframleið- enda (SÍF) sem skrifstofumaður. Það kom því fyrir á námsárum mín- um í Stokkhólmi að pakkar með saltfiski og hamsatólg rötuðu til okkar Stebbu frá Fjólu frænku Stebbu. Eftir heimkomu okkar frá námi bjuggum við tvisvar um nokk- urt skeið á Neshaganum og efldist þá kunningsskapur minn við þær systur báðar, enda oft drukkið kvöldkaffi og haldin matarboð á öll- um hæðum í því húsi. Efast ég um að samheldnari fjölskyldur hafi víða fundist í borginni en á Neshagan- um. Í áranna rás hafa dætur mínar einnig ávallt átt vísan stuðning hjá systrunum á Neshaga 15 og þannig eignast eins konar aukaömmur, sem ekki hefur þótt amalegt. Einhvern veginn á ég erfitt með að hugsa mér Neshagann án Fjólu, sem ávallt var þar frá mínum fyrstu kynnum miðpunktur glaðværðar ásamt Fríðu tengdamóður minni. Það þurfti oft ekki meira en eina góða súkkulaðiköku til að skapa veislustemningu þar í húsi. Þetta er nú í annað skiptið á þremur árum sem höggvið er skarð í frumbyggja Neshaga 15 og Ásta hefur misst mikið, enda studdu þær systur ávallt hvor aðra á sinn hátt. Með þessum orðum vil ég kveðja Fjólu vinkonu mína með þeim ósk- um að Ásta systir hennar og aðrir aðstandendur megi öðlast styrk til að standast þetta mótlæti, sem þó er svo óumflýjanlegt. Jón Sigurjónsson. Öll ölumst við upp við tvenns konar landslag. Í umhverfi okkar eru kunnugleg kennileiti sem veita okkur öryggi – landslag fólgið í fjöllum, fjörðum, túnum, hafi, hús- um, görðum og götum. Innan fjöl- skyldunnar er svo annað landslag sem skapar ekki síður mikilvægt ör- yggisnet í kringum okkur. Landslag sem samanstendur af fólkinu sem þykir vænt um okkur. Fólkinu sem okkur þykir vænt um á móti. Fólk- inu „okkar“. Landslagið í umhverfinu heldur áfram að vera á sínum stað þótt ár- in líði. Fjöllin og fossarnir haggast ekki og ganga má að hafinu vísu. Jafnvel landslag í bæjum og borg- um helst svipað í grundvallaratrið- um. Öðru máli gegnir hins vegar um fjölskyldulandslagið. Þar getur ýmislegt breyst. Veigamiklir hlutar þess geta horfið og skilið eftir ófyll- anleg skörð í nánasta umhverfi okk- ar. Ég var svo heppin að alast upp við fjölskyldulandslag sem var svo- lítið ólíkt þessum hefðbundna pakka, „pabbi, mamma, börn og bíll“. Hjá mér var það „pabbi, mamma, börn, frænkur og bíll“. Frænkurnar í pakkanum voru föð- ursystur mínar, Ásta og Fjóla. Þær voru engar sparifrænkur sem mað- ur hitti bara á stórhátíðum. Við bjuggum öll í sama húsi – kjarna- fjölskyldan og frænkurnar tvær – og deildum jafnt hvunndögum sem tyllidögum. Tilvera okkar var sam- ofin, allan ársins hring. Það breytt- ist jafnvel ekki þó svo að börnin í pakkanum yrðu fullorðin. Þótt við stofnuðum sjálf fjölskyldur í fyll- ingu tímans höfum við öll búið um lengri eða skemmri tíma, ásamt mökum og börnum, í stórfjölskyldu- húsinu við Neshaga. Þar höfum við alla tíð átt samastað. Þar höfum við safnast saman í gleði og sorg. Þar RAGNA FJÓLA EGGERTSDÓTTIR ✝ Ragna FjólaEggertsdóttir fæddist í Reykjavík 1. ágúst 1913. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 11. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Egg- ert Brandsson sjó- maður og Jónína Erlendsdóttir hús- móðir. Systkini hennar eru Ásta Stefánsdóttir og Leó Eggertsson, d. 30. júlí 1998. Eftirlifandi eiginkona Leós er Fríða Björg Loftsdóttir. Ragna Fjóla ólst upp í Reykja- vík. Að lokinni skólagöngu vann hún um skeið hjá tímaritinu Fálk- anum og síðan á skrifstofu Eim- skipafélags Íslands. Skömmu eftir stríð hóf hún störf hjá Sölusam- bandi íslenskra fiskframleiðenda þar sem hún starfaði óslitið í um fjóra áratugi eða til ársins 1987. Útför Rögnu Fjólu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. hefur hjarta hópsins slegið. Í langan tíma hélst landslagið óbreytt og er það sannarlega þakkarvert. Allir voru á sínum stað svo ára- tugum skipti – pabbi, mamma, börn, tengda- börn, barnabörn og sameiginlegi fjöl- skyldubíllinn. Þessi stöðugleiki var ómet- anlegur. Á Neshagan- um var hægt að ganga að fjölskyldunni vísri. Alltaf einhver heima, alltaf einhver til að spjalla við. Fyrir tæpum fjórum árum kom þó skarð í hópinn þegar pabbi dó. Og nú hafa aftur orðið breytingar við fráfall Fjólu frænku. Mest er breytingin auðvitað fyrir Ástu. Þær systurnar héldu saman heimili alla tíð og voru ávallt nefndar í sama orðinu. Sumir leikfélaga minna í æsku gerðu jafn- vel engan greinarmun á þeim. Þeir vissu að ég átti foreldra, eins og gengur og gerist, en að auki ætti ég svo „Ástu og Fjólu“. Í barnshuga þeirra voru þær ein eining og ómögulegt að átta sig á því hvor væri hvor. Þótt missir Ástu sé mestur skilur fráfall Fjólu eftir tómarúm í lífi allra í fjölskyldunni. Það vantar mikið þegar hana vantar. Fjóla var nefnilega engin venjuleg kona. Hún var með eindæmum skemmtileg, hláturmild og félagslynd mann- eskja, enda laðaðist fólk á öllum aldri að henni. Kímnigáfa hennar var engu lík og frásagnarhæfileikar hennar slíkir að það var óborgan- legt að heyra hana lýsa mönnum og málefnum. Ekki svo að skilja að hún hafi ekki átt sínar alvarlegu og við- kvæmu hliðar, eins og við öll. Og hún var aldeilis ekki skoðanalaus manneskja. Gat verið ákveðin og fylgin sér, ef því var að skipta. En kætin og kímnin höfðu oftast yf- irhöndina og orðatiltækið „hrókur alls fagnaðar“ lýsir henni vel. Hún hafði svo óendanlega gaman af sam- skiptum við annað fólk og það smit- aði út frá sér. Óhugsandi var að láta sér leiðast í návist hennar þótt mað- ur væri ekki endilega alltaf sam- mála henni í einu og öllu. Fjóla kunni að njóta þess sem líf- ið hafði upp á að bjóða og var alltaf til í tuskið ef ég stakk upp á ein- hverju við hana. Það gilti einu hvort um var að ræða bíltúr um bæinn, búðaráp, kaffisopa eða annað. Hún þáði allt með þökkum og fannst allt frábært sem fyrir hana var gert, hversu lítið sem það var. Og aldrei man ég eftir að heyra hana kvarta undan þreytu – ekki einu sinni eftir að hún komst á níræðisaldur. Fyrir um áratug skruppum við t.d. saman í dagsferð til London og á heimleið- inni var það hún sem stumraði yfir mér en ekki öfugt. Ég var gjör- samlega útkeyrð eftir margra klukkustunda innkaupaleiðangur í Oxfordstræti en Fjóla, sem var rúmum fjörutíu árum eldri, var eins og nýsleginn túskildingur. Já, minningarnar eru margar og flestar laða þær fram bros – ef ekki skellihlátur. Minningar um hressa og skemmtilega konu sem gott var að eiga í landslaginu sínu. Ég gleymi t.d. aldrei hvíta varalitnum sem hún laumaði eitt sinn í lófa minn þegar ég var á fermingaraldri og þráði ekkert heitar en að eignast slíkan grip. Öðrum forsvarsmönn- MINNINGAR 48 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. við Nýbýlaveg, Kópavogi Blómabúð MICHELSEN ÞÚ VELUR AÐEINS ÞAÐ BESTA Í GLEÐI OG SORG 43 ÁRA STARFSREYNSLA Í ÚTFARARSKREYTINGUM MICHELSEN HÓLAGARÐI SÍMI 557 3460 EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests. Skilafrestur minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.