Morgunblaðið - 26.04.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.04.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ „Stöndum vörð um æskuna“ Réttindi barna þurfa sérvernd SAMEINUÐU þjóð-irnar taka á aðstæð-um barna í maí 2002. Dagana 5.–7. maí verður haldið Barnaþing í New York sem eingöngu er ætl- að börnum. N.k. þriðjudag, 30. apríl, verður málþing hér á landi í tilefni af um- ræddum áherslum SÞ og Barnaþinginu í New York. Í forsvari er Björg Kjart- ansdóttir deildarsérfræð- ingur á fjölskylduskrifstofu félagsmálaráðuneytisins og svaraði hún nokkrum spurningum. Hver heldur málþingið, hvar verður það haldið og hvenær? „Félagsmálaráðuneytið og Barnaheill standa fyrir málþingi er nefnist Stönd- um vörð um æskuna – Réttur barna til verndar, á Grand Hótel þriðjudaginn 30. apríl klukkan 13 til 17.“ Hverjar verða helstu áherslurn- ar á þinginu? „Á málþinginu verður leitast við að draga fram í dagsljósið atriði sem geta haft áhrif á aðstæður ís- lenskra barna og spurt verður hvort æskan þurfi á sérstakri vernd að halda, einkum með tilliti til frelsis annars vegar og ásóknar fjölmiðla og markaðarins í börnin hins vegar. Þetta verður gert með umræðu um stöðu fjölskyldunnar og um aðstæður foreldra til að koma börnum sínum til manns í nútímasamfélagi. Fjallað verður sérstaklega um hugtakið frelsi í tengslum við uppeldi barna. Litið verður út fyrir heimilin og ytra umhverfið skoðað út frá skólanum, vinahópnum og félagslífi krakka. Að lokum verður sjónum beint að rétti barna til verndar og aðstoðar, börn og ungmenni munu fjalla um áhrif fjölmiðla á líf þeirra og fjallað verður um ungmenni og kynlíf og heilbrigðan lífsstíl.“ Hver er tilurð og tilgangur mál- þingsins? „Tilefnið er Barnaþing og Auka- allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna um réttindi barna dagana 5.– 10.maí í New York. Félagsmála- ráðherra mun ásamt íslenskri sendinefnd sækja Aukaallsherjar- þingið. Á málþinginu verður fjallað um börn og alþjóðasamfélagið en tilgangur þess er þó fyrst og fremst að beina sjónum að íslensk- um börnum í alþjóðlegu samhengi. Þótt aðstæður barna á Íslandi séu að mörgu leyti ólíkar aðstæðum barna annars staðar í veröldinni viljum við með málþinginu vekja athygli á því að börn og ungmenni á Íslandi þurfi kannski oft á frekari vernd að halda en nú er.“ Hvernig er réttindamálum ís- lenskra barna háttað, í alþjóðlegu samhengi? „Á Barnaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fyrir um 11 árum gáfu ríkisstjórnir loforð um að stuðla að bættum lífsskilyrðum fyrir börn og nú boða Sameinuðu þjóðirnar til aukaallsherjarþings um réttindi barna í þeim til- gangi að meta hvernig velferð barna í heimin- um hefur þróast á und- anförnum áratug og til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að bæta kjör barna og tryggja rétt- indi þeirra. Í alþjóðlegu samhengi er réttarstaða íslenskra barna að mörgu leyti góð, íslensk börn búa t.d. ekki við stöðug stríðsátök og þau njóta skólagöngu. Þrátt fyrir það eru mörg teikn á lofti sem sýna að standa þurfi betur vörð um æsk- una hér á landi. Ásókn fjölmiðla og markaðarsins veldur álagi á heim- ili og foreldra og við viljum varpa þeirri spurningu fram á mál- þinginu hvort ekki megi hvetja til meiri ábyrgðar í fjölmiðlum þegar markaðurinn er að höfða til barna. Á Íslandi virðist það stundum vera álitið hollt fyrir börn að eiga allt og fá allt.“ Taka einhver börn þátt í mál- þinginu? „Já, tvö íslensk ungmenni sem fara á Barnaþingið í New York. Þau munu fjalla annars vegar um þátttöku íslenskra barna í sam- félaginu og hins vegar um aðstoð við börn í vanda út frá eigin reynslu. Svo verður heill hópur krakka með innlegg um áhrif fjöl- miðla á lífsstíl ungs fólks, þeir ætla m.a. að sýna myndband sem þeir gerðu um þetta efni.“ Hver er helsti málsvari barna í réttindarmálum? „Árið 1989 komu Sameinuðu þjóðirnar sér saman um 54 greinar er fjalla um rétt barna og ung- menna undir 18 ára aldri sem kall- ast barnasáttmáli Sameinuðu þjóð- anna. En orðin tóm duga skammt, því hefur börnum víðs vegar um heiminn verið skipaður sérstakur umboðsmaður er hefur það hlut- verk að vera talsmaður barna og standa vörð um að tekið sé tillit til réttinda þeirra og hagsmuna á öll- um sviðum þjóðfélagsins. Á Íslandi er slíkur umboðsmaður barna. Ekki má heldur gleyma því að þeir er mest hafa að segja um hvort rétt- indi barna séu virt eru þeir sem standa þeim næst, foreldrar eða kennarar, og að sjálfsögðu börnin sjálf.“ Hvers vegna eiga börn að hafa réttindi? „Mannréttindi eru óháð aldri en réttindi barna þurfa sérstaka vernd. Foreldrum, kennurum og fjölmiðlum ber skylda til að standa vörð um réttindi barna. Börnin okkar eiga rétt á að við stöndum vörð um æskuna.“ Björg Kjartansdóttir  Björg Kjartansdóttir er fædd 5. janúar 1967. BA próf í sálfræði og starfsréttindanámi í fé- lagsráðgjöf frá HÍ 1999. Mast- ersnám í „Comparative Europ- ean Social Studies“ frá Maastrichtháskóla árið 2000 og sama ár hlaut hún starfsþjálfun í „Social Policy Department í Evr- ópuráðinu í Frakklandi. Lauk diplomunámi í frönsku fyrir út- lendinga frá háskólanum í Strassborg vorið 2001 og þá ráð- in verkefnisstjóri á þróunarsviði Félagsþjónustunnar í Reykjavík, en nú deildarsérfræðingur á fjöl- skylduskrifstofu félagsmála- ráðuneytis. Á tvo drengi, 6 og 11 ára. En orðin tóm duga skammt Hann verður að segja sig til sveitar, hann er orðinn munaðarlaus.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.