Morgunblaðið - 26.04.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.04.2002, Blaðsíða 14
ROMANO Prodi, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins (ESB), hefur ákveðið að stöðva þá endurskoðun sem fram hefur farið á sjávarútvegsstefnu sambandsins. Jafnframt hefur hátt settur danskur embættismaður á sviði sjávarútvegs- mála innan framkvæmdastjórnarinn- ar fengið boð um að hann verði færð- ur til í starfi frá júlímánuði. Dagblaðið Berlingske Tidende greindi frá þessu í gær. Segir þar að ákvörðun Prodis sé til komin fyrir þrýsting frá Frökkum og Spánverj- um. Hefur blaðið heimildir fyrir því að fulltrúar þessara tveggja þjóða hafi mánuðum saman krafist þess að Daninn, Steffen Smidt, komi ekki frekar að endurskoðun sjávarútvegs- stefnunnar. Sagt er að Smidt, sem er yfirmaður stjórnardeildar sjávarút- vegsmála, njóti stuðnings Franz Fisc- hlers, en hann er framkvæmdastjóri þessa málaflokks. Spánverjar og Frakkar krefjist þess hins vegar að Smidt víki sökum þeirra áætlana sem hann hefur unnið að en þær kveða m.a. á um að skera beri verulega nið- ur fiskiskipaflota aðildarríkjanna. Verði raunin sú mun það koma hart niður á þessum tveimur þjóðum auk þess sem Spánverjar munu óttast mjög áform um bann við ríkisstyrkj- um í sjávarútvegi. Símtal frá Aznar José María Aznar, forsætisráð- herra Spánar, hringdi, að sögn Berl- ingske Tidende, í Romano Prodi um liðna helgi. Krafðist Aznar þess að áætlanir um endurbætur á sjávarút- vegsstefnu ESB, sem eru því sem næst tilbúnar af hálfu framkvæmda- stjórnar, yrðu lagðar til hliðar. Á þriðjudag höfðu tillögur fram- kvæmdastjórnarinnar í raun verið dregnar til baka. Að sögn danska blaðsins var Smidt síðan greint frá því í símtali sama dag að ákveðið hefði verið að færa hann til í starfi. Raunar á sú ákvörðun við um fleiri hátt setta embættismenn innan ESB en haft er fyrir satt að Smidts bíði ekki stjórn- unarstaða. Talsmaður Franz Fischlers neitaði því í gær að tengsl væru á milli ágreinings um sjávarútvegsstefnuna og brottvikningar Smidts. Kvað hann Smidt, sem er 56 ára, hafa unnið „frá- bært starf.“ Mariann Fischer Boel, landbúnaðar- og sjávarútvegsráð- herra Danmerkur, vildi í gær ekki tjá sig um málið en tók fram að Danir teldu mjög óheppilegt að umbóta- starfið á vettvangi sjávarútvegsmála sambandsins tefðist. Danir taka við forsæti í ESB í sum- ar. Átti lokaendurskoðun sjávarút- vegsstefnunar að fara fram í sex mán- aða formennskutíð þeirra og boðað hefur verið að fulltrúi íslenskra stjórnvalda muni fylgjast með því starfi. Endurskoðun sjávarútvegsstefnu ESB Prodi þvingaður til að hægja á ferðinni Hátt settur danskur embættismaður færður til í starfi fyrir þrýsting Spánverja og Frakka „Koizumi-byltingin“ gleymd og grafin ÞAÐ vantaði ekki fyrirfólkið á ár- legum vorfagnaði japanska for- sætisráðherrans um síðustu helgi. Er hann ávallt haldinn þegar kirsu- berjatrén standa í blóma en að þessu sinni var engu líkara en sjálfri náttúrunni væri eitthvað í nöp við Junichiro Koizumi því að blómgunin var að mestu afstaðin. Í dag er liðið ár frá því Koizumi tók við embætti. Þá var hann eft- irlæti allra, heiðarlegur umbóta- maður, sem ætlaði að láta hendur standa fram úr ermum, en nú öslar hann aurinn í kálfa. Vinsældir hans hafa hrunið, gagnrýnendur hans segja, að hann hafi gefist upp á um- bótunum og hvert hneykslismálið rekur annað í flokki hans, Frjáls- lynda lýðræðisflokknum. Hvíslað er, að hann muni ekki endast í ann- að ár og jafnvel ekki út þetta. „Hann hefur gjörsamlega brugð- ist vonum manna um breytingar á flokknum,“ segir Jiro Yamaguchi, prófessor í stjórnmálafræði við Hokkaido-háskóla. „Í þeim efnum hefur ekkert gerst.“ Hefur ekkert gert Í vorfagnaðinum og innan um blómlaus kirsuberjatrén fór Koiz- umi enn einu sinni með uppáhaldsslagorðið sitt, „án kerf- isbreytinga verður ekki um neinn hagvöxt að ræða“, og fyrir því var klappað sem endranær, svona eins og í kurteisisskyni. „Hann hefur bara ekki gert nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Shi- geru Ando, 63 ára verkamaður á fisk- markaðinum í Tókýó. „Hann vill gera eitt- hvað en virðist ekki geta það.“ Fyrstu níu mán- uðina í embætti bað- aði Koizumi sig upp úr aðdáun landa sinna en síðustu þrír mánuðirnir hafa ver- ið beint strik niður á við. Síðast í febrúar naut hann stuðnings 70% kjósenda en nú aðeins 40%. Í nýlegri skoðanakönnun segjast 57% hafa orðið fyrir vonbrigðum með hann. Brottrekstur Tanaka Það, sem breytti mestu um vin- sældir Koizumis, var, að hann skyldi reka hinn vinsæla utanrík- isráðherra, Makiko Tanaka, en hún átti meðal annars í harðri baráttu gegn spillingu í sínu eigin ráðu- neyti. Koizumi bar því við, að deil- urnar um Tanaka tefðu framgang fjárlaganna á þingi en með því að reka hana svipti hann ríkisstjórn- ina alþýðleikanum og sannfærði marga landa sína um, að henn hefði gengið til liðs við sömu íhaldsöflin og hann hafði heitið að sigra. Stuðningsmenn Koizumis segja, að hann sé að sumu leyti gagn- rýndur að ósekju og benda á, að það taki sinn tíma að koma á um- Miklar vonir voru bundnar við Junichiro Koizumi, forsætisráð- herra Japans, þegar hann komst til valda fyrir ári. Hann ætlaði að beita sér fyrir kerfisuppstokkun í efnahagslífinu og leggja að velli afturhaldsöflin en nú er marga farið að gruna, að hann hafi alla tíð verið strengjabrúða hinnar ráðandi stéttar. AP Til mótmæla kom í Seoul í Suður-Kóreu eftir að Koizumi hafði vottað helgiskríni til minningar um fallna hermenn, þar á meðal japanska stríðsglæpamenn, virðingu sína. bótum í efnahagskerfi, sem hafi einkennst af stöðnun í áratug. Hon- um hafi til dæmis tekist að halda útgáfu rík- isskuldabréfa innan marka og skorið niður ríkisumsvifin með því að leggja niður 17 rík- isfyrirtæki og einka- væða önnur 45. Þá hafi hann uppskorið lof George W. Bush, for- seta Bandaríkjanna, fyrir að koma í gegn lögum, sem heimila Japönum að taka þátt í stríðinu gegn hryðjuverkamönn- um. Nafnbreyting í stað kerfisbreytinga Stjórnmálaskýrendur segja aft- ur á móti, að þessar aðgerðir breyti litlu um vandann í japönsku efnahagslífi enda sé í raun ekki um neinar kerfisbreytingar að ræða. Tilraunir til að draga úr ríkisums- vifunum hafi oft ekki falist í öðru en nafnbreytingu og ríkisstjórnin hafi farið í kringum takmarkanir á útgáfu ríkisskuldabréfa með því að afla sér fjár með öðrum hætti. Koizumi hefur að auki tekist að reita nágranna sína til reiði með því að koma í gegn lögum um aukið hlutverk hersins og með því að vera viðstaddur minningarathöfn um fallna hermenn, þar á meðal stríðsglæpamenn. Koizumi-æðið að fjara út Koizumi komst til valda í eins konar uppreisn óbreyttra félaga í Frjálslynda lýðræðisflokknum en flokksforystan studdi þá Ryutaro Hashimoto, fyrrverandi forsætis- ráðherra. Koizumi lofaði lands- mönnum sínum blóði, tárum og svita en Hashimoto gulli og græn- um skógum. Hrifningin á þessu „ljónshjarta“ með silfraðan makka Junichiro Koizumi og smekk fyrir þungarokk fór eins og eldur í sinu um allt landið. Myndir af honum blöstu við hvert sem litið var og alls staðar var hon- um tekið eins og rokkstjörnu. Nú ári síðar er marga farið að gruna, að hann hafi alla tíð verið strengjabrúða í höndunum á flokkseigendunum. Til hennar hafi þeir þrifið til að koma í veg fyrir ósigur í væntanlegum kosningum. Því fer þó fjarri, að Koizumi sé alveg vinalaus. „Hann er samt sem áður gæddur einhverju, sem vekur hjá mér von- ir,“ sagði Hitoshi Fukushi, tæplega fertugur starfsmaður neðanjarð- arlestanna. Tókýó. AP. ’ Hann hefur gjör-samlega brugðist vonum manna ‘ ERLENT 14 FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ SUÐUR-afríski auðkýfingurinn Mark Shuttleworth lagði í gær upp í tíu daga ferð með rússnesku Soyuz-geimfari til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Eldflauginni var skotið á loft frá Baikonur- geimferðamiðstöðinni í Kaz- akhstan og var myndin tekin er Shuttleworth kvaddi ættingja og vini. Með þessu varð Shuttlewort, sem er 28 ára gamall, annar mað- urinn í sögunni til að kaupa sér farmiða út í geiminn. Í geimfarinu eru einnig rúss- neski geimfarinn Júrí Gidzenko og ítalski orrustuflugmaðurinn Roberto Vittori. Shuttleworth greiddi jafnvirði tveggja milljarða króna fyrir ferðina sem hófst á sama stað í Kazakhstan og Sovétmenn hófu geimferðakapphlaupið við Banda- ríkin árið 1957 með því að senda fyrsta gervihnöttinn á loft og síð- an fyrsta geimfarann, Júrí Gag- arín, fjórum árum síðar. Shuttleworth fetar í fótspor bandaríska kaupsýslumannsins Dennis Tito sem varð fyrstur til að kaupa sér far út í geiminn á síðasta ári. Mun verðið á farmið- anum hafa haldist stöðugt. Reuters Auðkýf- ingur í æv- intýraför BRESKUR dómstóll hafnaði í gær kröfu Bandaríkjastjórnar um fram- sal alsírsks flugmanns, Lotfi Raissi, sem bandarísk stjórnvöld hafa sakað um að hafa þjálfað flugræningjana sem stóðu að hryðjuverkaárásinni 11. september. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að sannanir skorti fyrir aðild Raissis. Eftir að réttarhöld höfðu staðið yf- ir allan daginn í Lundúnum úrskurð- aði Timothy Workman dómari að ekki væru nægileg sönnunargögn fyrir framsali Raissi til Bandaríkj- anna vegna ásakana um að hann hefði logið að Flugmálastjórn Bandaríkjanna þegar hann óskaði eftir að framlengja flugmannsskír- teini sitt í Bandaríkjunum í apríl 2001. Í kröfu Bandaríkjamanna sagði að maðurinn hefði þá ekki getið þess að hann hefði gengist undir uppskurð á hné. Þótti dómaranum sú athugasemd léttvæg. Þá sagði Workman ennfremur að bandarísk yfirvöld hefðu ekki lagt fram nein sönnunargögn um tengsl Raissis við hryðjuverk. Raissi grét af gleði þegar úrskurð- urinn hafði verið birtur en hann hafði verið í haldi í fimm mánuði, var handtekinn 21. september. Lög- menn hans boða málaferli gegn breskum og bandarískum stjórn- völdum. Framsalskröfu hafnað Fimm mánaða varðhaldi lokið Lundúnum. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.