Morgunblaðið - 26.04.2002, Page 18

Morgunblaðið - 26.04.2002, Page 18
LISTIR 18 FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ásgrímur Jónsson Verið velkomin að skoða verkin í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16, í dag frá kl. 10-18, á morgun frá kl. 10-17 og sunnudag frá kl. 12-17. Seld verða um 160 verk, þar á meðal fjölmörg verk gömlu meistaranna. Hægt er að nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is Rauðarárstíg 14-16 sími 551 0400 LISTMUNAUPPBOÐ það stærsta til þessa verður haldið á sunnudagskvöld kl. 19 á Hótel Sögu, Súlnasal. Innlausnarverð* Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hjá Lánasýslu ríkisins, Borgartúni 21, Reykjavík Innlausnarverð er höfuðstóll vextir, vaxtavextir og verðbætur.* Reykjavík, 26. apríl 2002 Greiðslumiði nafnverð 10.000 kr. 100.000 kr. 1.000.000 kr. 12.745,60 kr. 127.455,50 kr. 1.274.554,90 kr. Innlausnartímabil 2.5.2002 2.5.2002 2.5.2002 Flokkur 1995 1.fl. B 10 ár – – Tónlistarskóli FÍH, Rauðagerði 27. Burtfararprófstónleikar Hafdísar Bjarnadóttur rafgítarleikara frá djass- og rokkbraut skólans verða kl. 17. Meðleikarar eru Ragnar Em- ilsson gítar, Eiríkur Orri Ólafsson trompet, Szymon Kuran fiðla, Þor- grímur Jónsson bassi, Kristinn Agn- arsson trommur, Elísabet Waage harpa og Grímur Helgason bassa- klarinett. Einnig kemur fram söng- hópur sem samanstendur af Ernu Blöndal sópran, Sigurði Helgasyni kontratenór, Guðlaugi Viktorssyni tenór og Eiríki Hreini Helgasyni bassa. Hafdís hóf nám í rafgítarleik við- Tónlistarskóla FÍH árið 1995 og hef- ur stundað nám þar síðan. Hún hefur leikið í ýmsum samsetningum, bæði djass, rokk og ýmsa aðra tónlist og má þar nefna hljómsveitina Kjamma og dúettinn Kuran Kompaní ásamt Szymon Kuran fiðluleikara. Einnig leiðir Hafdís eigið tríó ásamt Ragnari Emilssyni gítarleikara og Grími Helgasyni klarinettleikara. Félagsstarf Gerðubergs Hugi Jó- hannesson opnar sína fjórðu mynd- listarsýningu kl. 16. Félagar úr Tón- horninu og Gerðubergskórinn syngja og leika við opnunina. Hugi er fæddur í Haga í Aðaldal í S- Þingeyjasýslu árið 1923 og hefur teiknað og málað frá unglingsárum. Eftir 1980 fór hann að snúa sér að listmálun og hefur málað síðan í vatnslitum, olíupastel og akríl. Sýningin stendur fram í september og er opin mánudaga til föstudaga kl. 10–17. Valaskjálf, Egilsstöðum. Í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Halldórs Laxness efna Bókasafn Héraðsbúa, Leikfélag Fljótsdalshér- aðs og Gunnarsstofnun til Laxness- vöku kl. 20.30. Flutt verða ljóð, lesnir valdir kaflar úr verkum, leiklesið og sungið. Í DAG Hafdís Bjarnadóttir MYNDLISTARSÝNING Ólafar Nordal í galleri@hlemmur.is saman- stendur af sjö verkum sem leika á mörkum skúlptúra og ljósmynda. Þar hefur Ólöf stefnt saman hrútshornum og nútímalegum leikföngum, sem eru fyrirmyndir ljósmyndanna á sýning- unni. Yfirskrift sýningarinnar, Gull, vís- ar að sögn Ólafar á óljósan hátt til við- fangsefnanna á sýningunni, þar sem hún stefnir saman ólíkum þáttum og vinnur kannski á mörkum þeirra, hvað efnivið og framsetningu varðar. „Hrútshorntengjast íslenskri þjóð- menningu öðru fremur, en hafa hér verið slitin úr sínu upprunalega sam- hengi. Þess í stað eru þau sett saman við leikföng úr plasti sem tilheyra allt annari veröld. Titillinn vísar á mjög óbókstaflegan hátt til barnagulla ann- ars vegar og gullgerðarlistar hins vegar, þar sem tveimur ólíkum þátt- um er stefnt saman til að búa til eitt- hvað nýtt. Þetta á við um frummynd- irnar sem ég set saman, en einnig framsetningu verkanna. Þau eru ekki lengur skúlptúrar í eiginlegri merk- ingu þess orðs, en leika einhvers stað- ar á mörkum skúlptúrs og ljósmynd- ar. Þannig geri ég í þrívíða hluti tvívíða um leið og verkin fela í sér ákveðnar pælingar um stærð og hlut- föll,“ segir Ólöf. Glötuð merking gullanna Í ljós kemur að vísunin til leikfanga á sér nokkuð djúpar rætur í reynslu Ólafar, og má segja að hún leitist við að miðla einhvers konar sögu í gegn- um hrútshornin og leikföngin. „Þegar ég var í sveit sem barn lékum við krakkarnir okkur með legg og skel og önnur gamalgróin íslensk leikföng. Það er merkilegt hvað maður gaf þessum hlutum mikla merkingu, enda var vel pússaður leggur heilmikl fast- eign. Þegar ég kom í bæinn glötuðu gullin hins vegar öllu sínu vægi enda komin í allt annað samhengi. Það var mjög undarleg tilfinning sem ég upp- lifði aftur á fullorðinsárum þegar ég flutti til útlanda og tungmál mitt og menning varð algerlega verðlaus. Fá- ir þekktu yfirleitt til Íslands á þessum slóðum og hafði maður hreinlega eng- in not fyrir allt það sem maður hafði talið verðmætt og mikilvægt.“ Þær þjóðlegu rætur sem Ólöf vísar til hafa birst sem viðfangsefni í verk- um hennar á ýmsan hátt, m.a. í Ný- listasafninu á síðasta ári þar sem hið íslenska forystufé varð miðpunktur myndlistarsköpunarinnar. Ólöf segir að í sínum huga endurspegli forystu- féð þær menningarlegu rætur sem við Íslendingar berum með okkur, a.m.k. enn um sinn, þrátt fyrir aukin alþjóðleg sam- og viðskipti. „Verkin eru tilraun til að sættast við sauðinn sem er svo ríkur í okkur, þó svo hann sé kannski að færast í allt annað sam- hengi. En svo má ekki gleyma húm- ornum, án hans gengi þetta ekki upp, segir Ólöf að lokum. Sýningin Gull stendur fram til sunnudagsins 28. apríl og er galleri- @hlemmur.is opið milli kl. 14 og 18 frá fimmtudegi til sunnudags. Morgunblaðið/Golli Ólöf Nordal reynir að endurheimta gullin sín á sýningunni Gull sem stendur yfir í galleri@hlemmur.is. Búin að brjóta og týna Ólöf Nordal lýsir verk- um sínum sem nokkurs konar sáttargerð milli menningar forfeðranna og menningar dagsins í dag. Heiða Jóhanns- dóttir heimsótti Ólöfu í galleri@hlemmur.is þar sem hún sýnir um þessar mundir. heida@mbl.is Á VEITINGASTAÐNUM Við Ár- bakkann á Blönduósi stendur ný yfir málverkasýning Garðars Jökuls- sonar listmálara. Garðar er sjálf- menntaður í myndlistinni og hefur helgað sig málverkinu frá árinu 1995 en hélt þó þó sína fyrstu sýningu árið 1984. Garðar hefur haldið margar sýningar bæði með öðrum og einn sér og sýnir gjarnan verk sín á „óhefðbundnum“ sýningarstöðum þar sem almenningur gengur um garð því eins og Garðar orðar það sjálfur: „Ég hef alla tíð verið þeirrar skoðunar að það eigi að færa listina að fólkinu, en ekki hafa hana í af- mörkuðum „básum“ fyrir þröngan hóp sjálfskipaðra listeigenda.“ Efni í myndir sínar sækir Garðar í náttúru landsins. Sýninguni lýkur um mánaðamót- in. Náttúru- myndir á Árbakkanum Eitt verka Garðars Jökulssonar. Blönduósi. Morgunblaðið. JPV útgáfa hefur gefið út sex nýjar kiljubækur og hefur með útgáfunni hleypt af stokkunum átaki sem hlot- ið heitið Lestrargleði JPV útgáfu. Með þessu móti vill útgáfan koma til móts við lesendur og gefa þeim kost á að eignast bækur á lægsta mögulega verði. Fyrstu bækurnar eru: Z Ást- arsaga eftir Vigdísi Grímsdóttur, Hann var kallaður „þetta“ eftir Dave Pelzer, Leggðu rækt við sjálf- an þig eftir Önnu Valdimarsdóttur sálfræðing, Eyðimerkurblómið eftir Waris Dirie, Artemis Fowl eftir Eoin Colfer og Konan í köflótta stólnum eftir Þórunni Stefánsdóttur. Verð: 1.490 kr. Kiljur SAMSÝNING 170xhringinn verður opnuð í Slunkaríki á Ísafirði á morg- un, laugardag, kl. 17. Þar gefur að líta verk fjögurra starfandi mynd- listamanna sem allir eru búsettir í Reykjavík. Þetta eru þau Björg Örv- ar, Gunnar Karlsson, Jón Axel Björnsson og Valgarður Gunnarsson sem öll stunduðu saman nám í list- málun við málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1975–79. Fjórmenningarnir hafa allir sýnt mikið og víða á sínum ferli en þetta er í fyrsta sinn sem þau sýna saman verk sín. Á sýningunni verða sýnd ný olíu- málverk í stærðinni 170cm x 170cm, eitt frá hverjum listamanni. Sýningin er opin fimmmtudaga til sunnudaga frá 16–18 og stendur til12. maí Verk eftir Jón Axel. 170xhringinn í Slunkaríki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.