Morgunblaðið - 26.04.2002, Page 20

Morgunblaðið - 26.04.2002, Page 20
Skóför hins ljúfa lífs „ÉG ER HRUKKA. Tegund í út- rýmingarhættu, fyrirbæri sem þarf að koma til bjargar. Ráðist er til atlögu gegn okkur úr launsátri – allir vilja þurrka okkur út með hvers kyns ráðum, lögmætum eða ólögmætum (lesist: hollum eða óhollum). Það eru krem og sýrur, lyf og snyrtivörur, jafnvel skurð- hnífar... Aumingja við, innan tíðar verðum við ekki annað en óljós minning þeirra sem spóka sig á þriðja árþúsundinu, hugsið ykkur, eftir fáein ár verða andlit allra orð- in slétt, einsleit og sneydd öllum svipbrigðum eins og á plastdúkk- um – þökk sé vísindunum. Aum- ingja við, síðustu varnargarðar persónuleikans, sjarmans og visk- unnar. Nei, stríð á hendur hrukkunum er ekki rétta leiðin. Ykkur ætti með réttu að þykja vænt um okkur, þið ættuð að virða okkur í stað þess að hrekja okkur á brott. Í besta falli gætuð þið hjálpað til að halda okkur fallegum og í formi í því skyni að ljá andliti ykkar nýja og dulúðuga fegurð. Ef þið ákveðið hins vegar að halda úti eilífu stríði gegn okkur, hafið þá tvennt í huga: Í fyrsta lagi erum við ótrúlega lífseigar og það er hreint ekki svo auðvelt að ráða niðurlögum okkar. Í öðru lagi erum við ótrúlega langræknar. Sem sagt, sá sem hat- ar okkur verður hataður af okkur á móti. Við munum skemmta okkur við að verða dýpri, fúlleitari og ljótari, nákvæmlega eins og þið viljið alls ekki. En hugsið líka um eitt: við erum mjög, mjög lengi að myndast. Það tekur mörg ár, áraraðir af alls kyns svipbrigðum, hryggð, gleði, reiði, ást, áraraðir af sól og sum- arleyfum, áraraðir af tilveru sem er stundum auðveld, oftar erfið og stirð. Og allt þetta tjáum við á and- litinu ykkar. Að svo miklu marki sem við „tölum“, segjum við fjöl- margt um ykkur, hvort sem ykkur líkar betur eða verr. Um æsku ykk- ar og uppvöxt, um það hvernig lífið hefur leikið ykkur fram að þessu. Þið gefið okkur hins vegar voða- leg nöfn. Þið kallið sætu, grunnu línurnar í kringum augun „hænsnaspor“. Hvað koma hænsni okkur við!? Kallið þær frekar „skó- för hins ljúfa lífs“. Og systur mínar á enninu, þessar láréttu, þær eru línur þeirra sem dagdreyma og gætu þannig kallast „draumför“. Hinar lóðréttu eru aftur á móti lín- ur þeirra sem einbeita sér mikið. Sem sagt, við höfum allar merk- ingu. Glórulaus er hins vegar sú til- hneiging fólks að sætta sig ekki við okkur, hatast við okkur, að hugsa um það eitt að útrýma okkur. En hvernig á þá að fara að því að gera okkur aðeins fallegri? Hér eru nokkur þjóðráð: Reynið að brosa nóg og halda vöðvakerfi and- litisins sem mest slöku. Borðið nóg af ávöxtum og grænmeti. Forðist róttækar megrunaraðgerðir. Reyn- ið að neyta aðeins þeirra lyfja sem nauðsyn ber til. Verið í sólinni ef þið viljið en verjið ykkur með sól- vörn, sér í lagi á milli klukkan 11 og 16. Og síðast en ekki síst, bætið dálitlu kæruleysi inn í tilveruna. Og allra síðast en ekki síst, hugsið vel um húðina, berið á hana raka- krem, næringarkrem og jafnvæg- isstillandi krem eftir þörfum. Og, það sem er mikilvægast af öllu, reynið að láta ykkur þykja vænt um okkur hrukkurnar – og jafnvel örlítið vænna um ykkur sjálf.“ Reuters Lífssaga rithöfundarins Astrid Lindgren birtist í rúnum ristu andlitinu. Af auglýsingum fæst oft ekki betur séð en að hrukkur séu ein helsta ógn lífshamingjunnar. Þegar Sigurbjörg Þrastardóttir las í útlönd- um jákvæða grein um rúnir í andliti fannst henni skylda sín að snara skilaboðunum: Höfundur er Riccarda Serri húðsjúkdómalæknir. DAGLEGT LÍF 20 FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÆGT er að spara sér ferðirmilli verslana, langan tíma ímátun og jafnvel biðraðir við kassa með því að panta sér fatnað í gegnum póstlista. Netverslanir, sem í raun eru af sama meiði, hafa reyndar verið að sækja í sig veðrið að und- anförnu en póstlistarnir sjálfir hafa hreint ekki látið í minni pokann. Tvö lífseig dæmi eru listar Freemans og H&M Rowells sem gefnir eru út með íslenskum leiðbeiningum og starf- rækja einnig verslanir á höfuðborg- arsvæðinu. H&M Rowells sinnir póstverslun innan Hennes & Mau- ritz-samsteypunnar sem er sú stærsta á sviði fataverslunar á Norð- urlöndum, eftir því sem fram kemur á heimasíðu, og rekur yfir 600 verslanir í Evrópu. Verslun og póstlisti Freem- ans of London býður hins vegar upp á vörur frá Bretlandi, en á heimasíðu eru ítarlegar upplýsingar um mál og stærðir, verðút- reikning, vöruskil, meðferð persónuupplýsinga og annað sem viðskiptavinir kunna að vilja kynna sér. Af öðrum listum má nefna Quelle, Kays, Friendtex og Bon’A Parte sem allir hafa haft umboðsskrifstofur hér á landi til lengri eða skemmri tíma. Listarnir eiga það sammerkt að bjóða í grunninn klassískan fatnað, sem ekki tekur stökkbreytingum milli ára. Úrvalið í hvert sinn er þó kryddað útfærslum í samræmi við ríkjandi tísku hverju sinni, þannig að sem flestir ættu að finna eitthvað sem hentar. Í sumarlista Freemans gefur m.a. að líta ýmsar buxur með klauf upp í skálmar, boli þar sem önnur öxl- in er ber, gallafatnað, reimaða toppa, pils og kjóla með svörtu og hvítu áprenti, dragtir og bandaskó, allt eftir forskrift tískufræðinga. Í H&M Row- ells-listanum á rauði liturinn sterkt vígi, sem og gallaföt, blúndutoppar, svart/hvíta áprentið, bleikir tónar og kósabelti, einnig samkvæmt sumar- tískustraumum. Í flestum tilvikum er hægt að skipta vörum úr pöntunar- listum sem ekki passa, en hver listi hefur sínar reglur um skilafrest og hvernig vöruskiptum skuli háttað. Rauður er sterkasti lit- urinn í ár, áprent er líka í móð. H&M Rowells. Póstlistar á Íslandi Keimur af tísku og klassík Kúrekastíllinn kemur fram hér í rúskinnsbuxum. H&M Rowells. Senjórítuyfirbragð á pífubol og rauðum buxum. Freemans. Önnur öxlin ber að hætti tískunnar í sumar. Freemans. TENGLAR .................................................... www.freemans.is www.hm.is www.quelle.is www.friendtex.is www.svanni.is Opti L Zinc FRÁ FRÍHÖFNIN H á g æ ð a fra m le ið sla Öflugt gæðasink 30 mg. með kopar með gæðaöryggi Calsium Citrate FRÁ H á g æ ð a fra m le ið sla Fyrir bein og tennur, maga og ristil. með gæðaöryggi FRÍHÖFNIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.