Morgunblaðið - 26.04.2002, Síða 23

Morgunblaðið - 26.04.2002, Síða 23
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 23 ÉG HEF miklar áhyggjur af Viðey þessa dagana. Meiri- hluti borgarstjórnar er búinn að samþykkja nýtt aðalskipulag, þar sem gert er ráð fyrir höfn í Geldinganesi og göngubrú út í Viðey úr Gufunesi. Orðrétt seg- ir þar: „Göngutengsl (göng eða brú).“ Verði höfnin og brúin/göngin að veruleika, eru kyrrðin og friðsældin í eynni í hættu, þá er ævintýrið horfið úr Viðey. Mótmæli gegn aðalskipulagi Ég er ekki einn um þessar áhyggjur. Náttúruvernd ríkisins og Fuglaverndarfélag Íslands hafa einnig mótmælt brúartengingunni og Menningarmálanefnd Reykjavík- ur mótmælti einhuga allri landteng- ingu eyjarinnar. Við erum svo fjór- ir, sem sendum sameiginlega mótmæli gegn brúnni, auk mín Ing- ólfur Guðmundsson, formaður Við- eyingafélagsins, Ólafur Stephensen, landeigandi í Viðey og Örlygur Hálfdánarson, Viðeyingur. Ég hygg að ekki finnist aðrir, sem búa yfir meiri heildarþekkingu á Viðey, hvorki á sögu hennar og náttúrufari né rekstri þar og þörfum honum samfara. Að okkar mati er eyjan fjórði merkasti sögustaður á Ís- landi. Hún er einnig afar dýrmæt náttúruperla, ómetanlegur fjársjóð- ur fyrir uppvaxandi og komandi kynslóðir. Þess vegna er ekki sama, hvernig með hana er farið og um hana gengið. Mótmælin hafa enn engan hljómgrunn fengið, því miður. Því vil ég, að almenningur í Reykjavík fái að vita alvöru þessa máls. Mér er þvert um geð að gagnrýna opinber- lega mína ágætu vinnuveitendur til skamms tíma, en ég verð að láta sannfær- ingu mína fyrir heill Viðeyjar ráða. Ég tek höfnina fyrst. Viðey býr í dag við nokkurn véladyn úr Sundahöfn. Bætist annað hafnarsvæði við, fer dynurinn yfir þau mörk sem ásættanleg eru fyrir úti- vistarsvæði. Það verða borgaryfir- völd að skilja. Almenn andstaða við brú út í Viðey En brúarmálið er mér efst í huga. Fyrri hluta árs 2001 kom Borgarskipulagið með tillögu um íbúðabyggð á austurhluta Viðeyjar og akfæra göngubrú þangað úr Gufunesi. Þeim, sem best þekkja til, var mjög brugðið við þetta. Miklar fortölur skiluðu þeim árangri að íbúðabyggðin var sett út af teikni- borðinu og sterkar vonir voru um að brúin færi líka. Í ágúst 2001 kallaði borgin til nokkra hópa manna í þeim tilgangi að móta framtíðarsýn fyrir Viðey og aðrar eyjar á Sundum. Eftir því, sem ég veit best, voru allir, sem að því máli voru kallaðir vegna þekk- ingar á menningu, sögu og nátt- úruvernd, á móti brúargerð. Samt varð niðurstaðan í lokaályktun sn. stýrihóps að skoða ætti kosti og galla, kostnað og hagkvæmni göngubrúar/jarðganga úr Gufunesi. Sumarið 2001 lét borgin gera vandaða viðhorfskönnun meðal gesta sem komu út í Viðey og jafn- framt á nokkrum vinnustöðum í landi. Þar var fólk m.a. spurt álits um samgönguleiðir út í eyna. Svör voru nokkuð mismunandi eftir því, hvort spurt var úti í Viðey eða í landi. 78% þeirra, sem voru nýbúnir að njóta sjóferðarinnar út í eyna vildu ferjusamgöngur, 17% göngu- og hjólreiðabrú, 3% vildu akveg og 2% jarðgöng. Meðaltöl talna í Viðey og í landi er 61% með ferju og 26% með brú. Niðurstaðan er því sterk- ur meirihluti á móti brú. Af ein- hverjum ástæðum hafa niðurstöð- urnar ekki verið birtar opinberlega. Rök gegn brú til Viðeyjar Rökin á móti brú til Viðeyjar eru margvísleg. Komi brú, er þarna ekki lengur eyja. Náttúruvernd rík- isins hefur bent á, að vernda eigi eyjarnar allar á Sundum ásamt grunnsævinu sem eina heild og gera þar friðland. Þar á bæ var bent á, að á hinum Norðurlönd- unum hefur verið lögð áhersla á verndun eyjaklasa, náttúru þar og búsetuminjar. Þar eru menn á móti brúagerð og vegtengingum, en leggja áherslu á að þjóna eyjunum með bátaumferð. Við mótmælendur höfum enn- fremur bent á, að brú myndi opna leið fyrir rottur og ketti út í Viðey. Hvorugt er til þar í dag og hvort tveggja er mikill skaðvaldur í varpi Rottur hafa valdið stórskaða á fuglalífi í Breiðafjarðareyjum og myndu gera það sama í Viðey. Minkurinn hefur synt út í Viðey, en tekist hefur að halda honum nokkuð í skefjum. Með brúnni kæmist hann óhindraður út og ylli enn meiri skaða. Komi brú eða önnur land- tenging, er útilokað að hindra að- gang þessara þriggja dýrategunda. Brúin myndi einnig valda því, að ýmsar skuggahliðar borgarlífsins færu að spilla þessum fagra stað. Næturlífið yrði fljótt að koma yfir, en einnig svo margt annað nei- kvætt. Það myndi kalla á löggæslu allan sólarhringinn, nokkuð sem yrði hvorki örugg vörn né æskileg- ur dráttur í mynd staðarins. Ferjan hefur reynst frábær sía á allt slíkt. Staðardagskrá 21 Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti vandaða umhverfisáætlun 6. febrúar 2001 undir nafninu Stað- ardagskrá 21. En það er ekki nóg að setja fallegar hugsjónir á blað. Þeim fylgir sú ábyrgð að fylgja þeim eftir í framkvæmd. Brúarhug- myndin hlýtur m.a. að brjóta í bága við kafla Staðardagskrárinnar um verndun lands og lífríkis. Í Staðardagskrá 21 heitir einn kaflinn Rödd borgarbúa. Þar er fjallað um íbúalýðræði. Þessum kafla fylgir undirfyrirsögn: Þetta ætlum við (borgarstjórn) að gera. Síðan koma setningar eins og „að efla samstarf við félagasamtök borgarinnar um umhverfismál“, „að efla almenna þátttöku borgarbúa í ákvörðunum, er varða framtíð borg- arinnar. Þetta verður gert með upp- lýstri umræðu og viðhorfskönnun.“ Áróður fyrir brú í andstöðu við íbúalýðræði Áður en aðalskipulagið var end- anlega samþykkt, þrátt fyrir Stað- ardagskrá 21, þrátt fyrir viðhorfs- könnun og þrátt fyrir aðvaranir og sterk mótmæli þeirra sem best þekkja til aðstæðna í Viðey, þ.m.t. Viðeyingafélagsins, hóf meirihluti borgarstjórnar að benda á brúna sem framtíðarlausn fyrir Viðey. Morgunblaðið vitnaði 22. mars sl. Til kynningar borgarstjóra á skipu- lagi lóðarinnar, þar sem Áburðar- verksmiðjan stendur, en þá sýndi hún á skipulagsuppdrætti mögu- leika á göngubrú frá svæðinu út í Viðey. Taldi borgarstjóri að brúin „gæfi skemmtilega möguleika og opnaði Viðey sem útivistarsvæði fyrir Grafarvogsbúa með allt öðrum hætti en verið hefur. Það gefur aft- ur möguleika á þéttari byggð á Gufunesi.“ Þetta er allt eitt stórt dæmi um það, hvernig raddir borgarbúa og félagasamtaka eru einskis metnar. Hið sama má segja um raddir sér- fræðinga, sem hafa það hlutverk m.a. að bægja hættum frá íslenskri náttúru. Þetta veldur mér miklum áhyggjum. Ég vildi gjarnan fá að sjá betri tíð með blóm í haga. Með hafnarbótum í Viðey má tryggja auðveldar ferjusamgöngur við eyna í flestum veðrum. Þannig yrði Viðey enn aðgengilegri al- menningi, án þess að eyðileggja það sem þátttakendur í viðhorfskönn- uninni lögðu mesta áherslu á og skýrslan dregur heiti sitt af: „Við- ey: kyrrlát vin í skarkala borgarinn- ar“. Á að eyðileggja Viðey? Þórir Stephensen Viðey Verði höfnin og brúin/ göngin að veruleika, segir Þórir Stephensen, þá eru kyrrðin og frið- sældin í eynni í hættu, þá er ævintýrið horfið úr Viðey. Höfundur er fyrrverandi staðarhaldari í Viðey.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.