Morgunblaðið - 26.04.2002, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 26.04.2002, Qupperneq 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 25 Allt í grænu! ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 17 27 4 04 . 20 02 IKEA er opið: Virka daga kl. 10-18.30 Laugardaga kl. 10-17 Sunnudaga kl. 12-17 Býður einhver betur? Bang bollar 70kr. ýmsir litir, staflanlegir TRÚLEYSINGJAR eru venjulegar mann- eskjur sem lifa sam- kvæmt hinni gullnu reglu eins og flestir aðrir, reglu sem segir að fólki beri að koma fram við aðra eins og það vill að aðrir komi fram við það. Gullna reglan, sem iðulega er kennd við kristna trú, er grundvallaratriði í siðfræði flestra þeirra þúsunda mismunandi trúarbragða sem mannkynið hefur fund- ið upp og var hún til mörg þúsund árum fyrir meinta fæð- ingu Jesú. Hvorki siðfræði né kær- leikur eru því upprunnin úr kristni. Það virðist vera nokkuð algengt við- horf meðal almennings að trúleys- ingjar, fríþenkjarar og húmanistar séu siðlaust, fáfrótt, neikvætt og vont fólk sem lifir gleðisnauðu og þýðingarlitlu lífi. Þetta er hinn mesti misskilningur. Við sem erum trúlaus erum flest jákvæð. Við skemmtum okkur og höfum gaman af lífinu. Við lifum ekki þurru, tómu, innihaldslausu lífi eins og sumir vilja meina. Við erum ábyrgir borgarar, tökum þátt í hjálp- arstörfum, látum gott af okkur leiða, kennum börnum okkar að bera virð- ingu fyrir öðrum og að bera ábyrgð á eigin hugsunum og gjörðum. Flest lifum við frjálsu og þýðingarmiklu lífi. Hugsanir okkar eru frjálsar og gagnrýnar og við berum fulla ábyrgð á þeim sjálf. Þetta er sú reynsla sem ég hef af trúleysingjum. Trúleys- ingjar eru auðvitað eins misjafnir og þeir eru margir. Þeir hafa mismun- andi lífsgildi og skoðanir, koma úr öllum stéttum samfélagsins og hafa ólíkar stjórnmálaskoðanir. Ekkert verður alhæft um trúleysingja nema það að þeir eru lausir við trú á Guð, guði eða önnur fyrirbæri sem ekki hafa verið skilgreind eða hafa verið rökstudd út frá rökum og/eða vís- indalegri þekkingu. Flestir þeir trúleysingjar sem ég hef kynnst á lífsleiðinni eru kær- leiksríkt, umburðarlynt og frjálslynt fólk. Einnig eru flestir þeirra víð- lesnir og hafa aflað sér upplýsinga um margvísleg lífsviðhorf, trúar- brögð og heimspeki. Þeir trúleys- ingjar sem ég þekki eru langt frá því að vera fáfróðir. Hvorki um trúmál né annað. Trúleysingjar tengja ekki gott sið- ferði við trú á eitthvað yfirnáttúru- legt. Við trúum því að við getum allt- af bætt okkur og orðið að betri manneskjum og að það sé skylda okkar að reyna að bæta mannlífið, umhverfi okkar og menningu. Líf okkar á jörðinni er hið eina sem við sannanlega þekkjum. Við óttumst ekki refsingu eftir dauða og búumst ekki heldur við umbun. Við reynum að skapa það besta sem við getum með því lífi sem við lifum hér og nú. Fyrir okkur er mikilvægasta spurn- ing lífsins hvernig við högum okkur gagnvart náunganum ekki hvort það er líf eftir dauða. Við óttumst ekki dauða meira en annað fólk sem trúir t.d. á himnaríki og helvíti. Við erum flest hamingjusamt og gott fólk og það er því engin ástæða til að vor- kenna okkur. Siðrænn húmanismi Siðrænn húmanismi er lífsskoðun sem milljónir manna aðhyllast í dag. Næstum því milljarður manna í heiminum í dag er trúleysingjar, frí- þenkjarar, efahyggjumenn eða húm- anistar. Til eru mörg félög og sam- tök trúleysingja, fríþenkjara og húmanista í öllum löndum ásamt nokkrum alþjóðasamtökum eins og International Humanist and Ethical Union (IHEU) (með tæplega 100 að- ildarfélög í 40 löndum), Atheist All- iance International (með 40 aðildar- félög), Council for Secular Humanism og Freedom From Rel- igion Foundation. Enn- fremur eru til félög trú- leysingja í háskólum og framhaldsskólum víðs vegar um heiminn. Þess má geta að norska systurfélag Siðmennt- ar, Human-Etisk For- bund, er með tæplega 70.000 meðlimi og hef- ur skipulagt borgara- legar athafnir þar í meira en hálfa öld. Til eru skrár yfir slík félög um allan heim, eins og „The Freethought Dir- ectory“ sem er um 300 blaðsíður. Þekkingar- miðstöðvar með fríþenkjarabækur og tímarit (t.d. Free Inquiry, Secular Nation) eru til í mörgum borgum er- lendis. Þessar miðstöðvar hýsa mikið af upplýsingum um hina ýmsu lífs- speki án guðshugmynda og standa fyrir menntun og þjálfun í gagnrýnni hugsun, afhjúpun bábilja o.fl. Fjöl- menn fríþenkjaranámskeið og ráð- stefnur eru haldin á nokkurra mán- aða fresti víða um heim. Einnig eru ótal heimasíður trúleysingja og húm- anista úti um allan heim (t.d. www.nobeliefs.com, www.secular- humanism.com, www.atheistalli- ance.org, www.ffrf.org, www.- iheu.org, www.skepticsannotated- bible.com). Nokkur fyrirtæki hafa sérhæft sig í útgáfu bóka um gagn- rýna hugsun, trúleysi, guðleysi, o.fl eins og t.d. Prometheus Books (www.prometheusbooks.com) Sumir mestu hugsuðir og mann- vinir mannkynssögunnar voru/eru trúleysingjar, efahyggjumenn, frí- þenkjarar, húmanistar og rök- hyggjumenn. Nokkrir dæmi eru: Sókrates, Spinoza, Locke, Voltaire, Hume, Thomas Paine, Bertrand Russell, Robert Ingersoll, John Dewey, Mark Twain, Jean-Paul Sartre, Isaac Asimov, Carl Sagan, Richard Dawkins, o.fl. Það getur verið erfitt að viður- kenna opinberlega að maður sé trú- laus vegna þeirra fordóma sem margir bera í garð fólks sem stendur utan trúfélaga. Samt er þessi hópur næstfjölmennasti lífsskoðanahópur- inn á Íslandi. Aðeins meðlimir þjóð- kirkjunnar eru fjölmennari. Við er- um fleiri en fólk í öllum öðrum trúflokkum á Íslandi. Það er mikil- vægt að fólk sýni umburðarlyndi gagnvart fólki sem aðhyllist önnur trúarbrögð og fólki sem hefur kosið lífsskoðun án æðri máttarvalda. Við erum öll jöfn og engin lífsskoðun er rétthærri en önnur. Það er jákvætt að vera trúlaus Hope Knútsson Höfundur er formaður Siðmenntar, Félags um borgaralegar athafnir og félagi í SAMT (Samfélag trúlausra). Trúleysi Við sem erum trúlaus, segir Hope Knútsson, erum flest jákvæð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.