Morgunblaðið - 26.04.2002, Side 26

Morgunblaðið - 26.04.2002, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. NÝ TÆKIFÆRI Í ATVINNUMÁLUM AUSTFIRÐINGA ÖFGAÖFLIN TIL HÆGRI Öfgaöflin til hægri hafa engarraunhæfar lausnir á þjóðfélags-vandamálum samtímans frekar en öfgaöflin til vinstri. Hvort sem um er að ræða hreyfingu Le Pens í Frakk- landi, Jörgs Haiders í Austurríki eða aðrar stjórnmálahreyfingar af því tagi þrífast þær á vanþekkingu, menntunar- leysi, hræðslu og fordómum. Hið sama á við um öfgamenn til hægri í Banda- ríkjunum, sem oft ganga fram fyrir skjöldu í nafni kristinnar trúar og af- skræma boðskap hennar að sjálfsögðu. Bókin Mein Kampf, sem hafði að geyma hugmyndafræði Adolfs Hitlers er skýrt dæmi um það algera rugl, sem einkennir stjórnmálastefnu öfgamanna til hægri. Þar er ekki að finna neinar skipulegar eða markvissar hugmyndir um þjóðfélagsmál. Einungis samheng- islaust raus. Eftir fall Þýzkalands Hitlers héldu menn að öfgahreyfingar á hægri kant- inum mundu ekki skjóta upp kollinum á nýjan leik alveg eins og margir hafa tal- ið að eftir fall kommúnismans mundi hugmyndum sósíalismans hvergi verða hreyft á nýjan leik. En þessar hreyfingar koma og fara. Á síðustu hálfri öld hafa stjórnmála- menn á borð við Le Pen alltaf við og við náð takmörkuðum árangri en þeir hverfa alltaf af sjónarsviðinu fyrr en varir. Almenningur finnur fljótt að þeir hafa engar lausnir fram að færa, sem máli skipta. Uppgangur Le Pens í Frakklandi er tímabundið fyrirbæri. Það er hyldýpi á milli öfgamanna á hægri kantinum og stjórnmálamanna, sem boða það, sem á íslenzku hefur ver- ið kölluð íhaldsstefna en er orð, sem aldrei hefur náð að lýsa þeirri stjórn- málastefnu, sem þar er um að ræða. Þar eru oft á ferðinni stjórnmálamenn, sem hafa mjög ákveðnar og skipulegar hug- myndir um uppbyggingu þjóðfélagsins. Þeir eru oft tilbúnari en aðrir að láta málefnalega sannfæringu ráða ferðinni þótt líkurnar á almannafylgi séu stund- um litlar. Þetta átti t.d. við um banda- ríska öldungadeildarþingmanninn Barry Goldwater, sem beið afhroð í for- setakosningunum í Bandaríkjunum 1964, en má jafnvel segja að hafi lagt grundvöll að stjórnmálastefnu bæði Reagans og Thatcher. Öfgaöfl á hægri kanti stjórnmálanna hafa aldrei náð fótfestu á Íslandi og munu ekki ná. Þjóðin er of vel menntuð og upplýst til þess, að þau hafi nokkra slíka möguleika enda má segja að rödd þeirra heyrist varla í þjóðfélagsumræð- um hér. Saga 20. aldarinnar sýnir fyrst og fremst að það er leið til glötunar að veita öfgamönnum hvort sem er til hægri eða vinstri tækifæri til að láta reyna á hugmyndir sínar í framkvæmd. Það átti við um bæði Stalín og Hitler, sem í nafni sósíalisma og nazisma létu drepa tugi milljóna manna um alla Evr- ópu. Og það á við um fleiri minni spá- menn, sem fylgdu í fótspor þeirra. Vitlausasta aðferðin til þess að fást við þessa menn er að reyna að útiloka þá frá því að njóta þeirra sjálfsögðu mannréttinda, sem borgarar í hverju lýðræðisríki njóta. Þess vegna var til- raun jafnaðarmanna í Evrópu til að ein- angra Austurríki eftir að Haider komst þar til áhrifa röng. Og þess vegna eru mótmælagöngur í Frakklandi til að mótmæla niðurstöðum frjálsra kosn- inga furðulegar. Lýðræðið er svo sterkt að það stend- ur af sér svona hreyfingar með sínum eigin aðferðum og á ekki að falla í þá gryfju að nota aðferðirnar, sem öfga- mennirnir sjálfir boða, til þess að koma þeim á kné. Umræður um atvinnuuppbyggingu áAusturlandi hafa verið áberandi undanfarin misseri. Áherslur stjórn- valda hafa einkum tengst uppbyggingu stóriðju og stórvirkjana á Austurlandi en upp á síðkastið hefur athyglin einnig beinst að nýjum möguleikum. Þar má nefna hugmyndir um fiskeldi og upp- byggingu ferðaþjónustu. Í grein sem birtist síðastliðinn sunnu- dag hér í Morgunblaðinu kemur fram í máli Jóhönnu Gísladóttur, fram- kvæmdastjóra Markaðsstofu Austur- lands, að ferðafólki sem stundar göngu- ferðir hafi fjölgað verulega á Austurlandi. Fjölgun hefur komið í kjölfar bættrar aðstöðu fyrir göngufólk og aukinnar umfjöllunar og kynningar á því sem í boði er. Jóhanna segir til dæmis að sprenging hafi orðið í sókn göngufólks á Víknaslóðir, svæðið sem liggur milli Borgarfjarðar eystri og Loðmundarfjarðar, en ekki er langt síð- an vönduð göngukort voru gefin út af því svæði og gistiskálum fjölgað. Þessi aukning er merkileg í ljósi þess að að baki þessari bættu þróun liggur gras- rótarstarf heimamanna, sem sýnir vel hvers fólk er megnugt þegar viljinn er fyrir hendi. Jóhanna segir hins vegar að þrátt fyrir margvíslega kynningu á göngu- og ferðaleiðum á Austurlandi sé ekki nóg að gert. „Markaðsstofan var stofnuð á sínum tíma og tryggð laun fyrir einn starfsmann. Okkur vantar meira fjár- magn til að geta gert nauðsynlegar rannsóknir og kannanir til þess síðan að nota við stefnumótun og markvissari markaðssetningu. Ég er búin að sækja mjög víða, í ýmsa sjóði og hef talað við ráðuneyti, en ekki fengið peninga. Markaðssetningin hefur því verið ómarkvissari en hún hefði getað verið.“ Í ljósi þeirrar miklu áherslu sem lögð hefur verið á atvinnuuppbyggingu á Austurlandi hljóta þessi ummæli Jó- hönnu að vekja athygli. Ljóst er að áhugi fólks á að ferðast um Austurland hefur aukist verulega undanfarin ár, meðal annars í kjölfar þeirrar miklu umræðu sem átt hefur sér stað um nátt- úru landsfjórðungsins. Það er ánægju- legt að sjá að ferðamönnum til Austur- lands hafi fjölgað, en jafnframt áhyggjuefni hve lítið er stutt við bakið á vaxandi atvinnugrein sem þessari, ef marka má fyrrnefnd ummæli Jóhönnu. Það hefur margoft komið fram að það er mikið metnaðarmál stjórnvalda að byggja upp blómlegt atvinnulíf á Aust- urlandi, sem og víðar á landsbyggðinni. Það vekur því furðu og virðist skjóta skökku við, í ljósi yfirlýsinga stjórn- valda, að ekki skuli hafa verið stutt bet- ur við bakið á þeirri jákvæðu þróun sem átt hefur sér stað á sviði gönguferða á Austurlandi. UM 150 manns frá Banda-ríkjunum og 18 löndumí Evrópu sækja ECAD-ráðstefnuna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, setti ráðstefnuna og gat þess að Reykjavík hefði verið á meðal 27 stofnenda samtakanna 1994 og tilgangurinn væri nú sem fyrr að vernda borgarana fyrir ólöglegum eiturlyfjum, en m.a. væri byggt á samþykkt Samein- uðu þjóðanna um réttindi barna og aðgerðir til að vernda þau fyrir ólöglegri fíkniefnaneyslu. Ráð- stefnunni lýkur í dag. Í máli borgarstjóra kom fram að í Reykjavík hefði verið beitt nýj- um aðferðum til að kljást við fíkni- efnavandann. Verkefnið Ísland án eiturlyfja, sem staðið hefði yfir 1997 til 2002 á vegum borgarinnar, ríkisstjórnarinnar og ECAD auk Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 1998, væri viðamesta verkefni sinnar tegundar sem ráðist hefði verið í á Íslandi og þótt heildarnið- urstöður hefðu ekki verið birtar væru vísbendingar um minnkandi neyslu áfengis, tóbaks og ólög- legra eiturlyfja í Reykjavík. Enn- fremur væru vísbendingar um minni afskipti lögreglu af börnum og unglingum 16 ára og yngri í borginni enda væru krakkar á þessum aldri ekki í reiðileysi í miðbænum síðla kvölds eins og áð- ur hefði verið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagðist vilja líta á björtu hliðarnar og lagði áherslu á fjölmarga mögu- leika sem ungt fólk hefði til að ná sem mestu út úr lífinu. Í samræð- um sínum við ungt fólk skynjaði hún fyrst og fremst kraft og mikl- ar vonir, en einnig visst óöryggi og ótta um að standa ekki undir væntingum. Hún sagði mikilvægt að unga fólkið fyndi fyrir góðum stuðningi og það gæti fengið ráð- gjöf og aðstoð. „Við þurfum öll á miklum stuðningi að halda í lífinu en það er lykilatriði fyrir krakka í vanda sem hafa á einn eða annan hátt misst stjórn á lífi sínu, sér- staklega fyrir þá sem eiga við eit- urlyfjavandamál að stríða.“ Borgarstjóri sagði það skyldu yfirvalda að gefast aldrei upp og leita allra leiða til að tryggja íbú- unum öruggt umhverfi þar sem ekki væri hætta á að börn og ung- lingar yrðu ginnt til að neyta eit- urlyfja. Allir yrðu að sameinast í baráttunni gegn útbreiðslu eiturlyfjaneyslu og það væri best gert með markvissum forvörnum, skipulagðri löggæslu og tollgæslu og með áhrifaríkri endurhæfingu. Reykjavík hefði tekið á málinu með því að bjóða börnum og ung- lingum upp á ýmsa möguleika í leik og námi og stefnan væri að íbúðarhverfin yrðu örugg og eitur- lyfjalaus auk þess sem áhersla væri lögð á að hjálpa þeim sem á aðstoð þyrftu að halda í þessu efni. Þetta væru lykilatriði til að tryggja borgurunum bestu lífsskil- yrði og grundvallarmannréttindi en yfirskrift ráðstefnunnar er Grundvallarmannréttindi – við- fangsefni Evrópu. Eiturlyfin flótti Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti Íslands og verndari ráðstefnunnar, sagði í ávarpi sínu að málefni ráðstefnunnar væri mjög mikilvægt og það sn Stjórnmálamenn töluðu stríð gegn eiturlyfjum reyndin væri sú að eiturly urlyfjasalar hefðu lýst y gegn þjóðfélaginu. Sakla arlömb væru berskjöld hræðilegum örlögum vegna þess að samviskul með ekkert gildismat sæi eiturlyfjasölu. Í máli Vigdísar Finnbo kom fram að það væri e sem héti eiturlyf til létt lyftingar. Vissulega byrja í neyslu í þeim tilgangi háður eiturlyfjum og eng verða fíkill heldur væri flótti. Hins vegar gerði ekki grein fyrir afleiði Þjóðfélagið bæri líka áby krefðist allt of mikils af un sem réði ekki við hraðann Níunda borgarstjóraráðstefna Samtaka ev Samvinna að tryggja Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Vigdís Finnbogadóttir, verndari ráðstefnunnar. Fjölmenni var á níundu ráðstefnu evrópskra borga gegn fíkniefnum, sem hófst í Reykjavík í gær. Blaðamenn Morgunblaðsins fylgdust með umræðum dagsins. TORGNY Peterson, aðstoð-arframkvæmdastjóriECAD, ræddi vítt ogbreitt um framleiðslu og dreifingu eiturlyfja í Evrópu. Í upp- hafi máls síns sagði hann að hinn hefðbundni óvinur þegar eiturlyf væru annars vegar væri framleið- andann og sá sem dreifði slíkum efn- um. Yfirvöld reyndu með öllum ráð- um að draga úr slíkri starfsemi með því að beita lögreglu og tollyfirvöld- um. Nýir óvinir sagði hann að væru hins vegar þeir sem væru hlynntir lögleiðingu eiturlyfjanotkunar í ein- hverri mynd í hinum ýmsu löndum. Torgny Peterson sagði víða starf- andi samtök sem legðu fram fjár- muni til að snúa almenningsálitinu á þann veg að óþarfi væri að banna notkun fíkniefna. Hann sagði stjórn- völd víða ekki tilbúin að hefja bar- áttu á þessu sviði þar sem orkan og fjármunirnir færu að mestu í margs konar lögregluaðgerðir. Hann sagði mikið hafa verið gert í því að reyna með öllum ráðum að draga úr eft- irspurn eftir fíkniefnum en hann kvaðst hafa mestar áhyggjur af því stóra hlutfalli fólks í mörgum lönd- um sem væri meðmælt fíkniefnum. Heróín veldur mestum vanda í Evrópu að sögn Torgny Petersons þótt kannabisefni væru útbreiddust í öllum Evrópulöndum. Hann sagði Kosovo-Albana bera mesta ábyrgð á heróínverslun á Norðurlöndunum. Þeir hefðu komið ár sinni vel fyrir borð í dreifileiðum sem erfitt væri að uppræta þar sem þær væru sí- breytilegar og raunar væru lög- regluyfirvöld í flestum löndum Mið- og Vestur-Evrópu í mikilli baráttu við þá en ekki aðeins Norðurlöndin. Hann sagði kannabisiðnað í álfunni velta milljörðum og nefndi sem dæmi að í Hollandi væri talið að kringum 100 þúsund manns hefðu viðurværi sitt af kannabisiðnaði. Þá sagði hann margar frelsis- hreyfingar víða um heim viðriðnar skipulagða glæpastarfsemi. Þannig væri til dæmis vitað að í Írlandi hefðu stríðandi aðilar beggja megin borðs afskipti af dreifingu fíkniefna. Í ræðu sinni minntist Torgny Pet- erson á að Vítisenglar frá Dan- mörku, sem hefðu ekki gott orð á sér þar í landi þar sem þeir væru taldir tengjast glæpastarfsemi, hefðu fyrir nokkru reynt að heimsækja Ísland. Sagði hann þá ekki hafa ætlað að skoða sig um í landinu heldur kom- ast í samband við íslenskt vélhjóla- fólk og að það hefði verið sterkur leikur hjá yfirvöldum á Keflavíkur- flugvelli að snúa þeim til baka með næstu ferð til Danmerkur. Með því hefði verið gefin út sú yfir fólk úr þessum hópi væri e legt hérlendis. Í lok máls síns sagði Tor erson að baráttan gegn eit ynnist ekki nema með þekk hugsuðum aðgerðum og s þjóða. Ljóst væri að þeir se nir væru milljarðaviðskipt eiturlyfja vildu ekki láta e þau fyrir sér og þeim vær sama þótt yfirvöld stæðu vörnum og því væri aðalver uppræta framleiðslu og dre Lönd hafa ekki efn röngum ákvörðunu Á þessum síðasta hluta unnar í gær greindu fulltrú urra landa frá ástandi í f málum heima fyrir. Sýnd tölur um fjölda sprautufíkla um löndum. Í Danmörku taldir vera á bilinu 12 til 15 80 til 150 þúsund í Þýskala 176 þúsund í Frakklandi, 25 und í Hollandi og 1.700 til 3 þjóð, svo dæmi séu tekin. Fulltrúi Rússlands sagð hafa gert mikil mistök árið því að leyfa neyslu fíkniefna það leitt til mjög hraðrar ú síðustu árin. Sagði hann ekki síst hafa aukist me Nýr óvinur er alme álit meðmælt fíkn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.