Morgunblaðið - 26.04.2002, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 26.04.2002, Qupperneq 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 31 ✝ Edda GuðrúnSveinsdóttir fædd- ist í Arnardrangi í Vestmannaeyjum 26. mars 1935. Hún lést á heimili sínu 20. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gunn- hildur Ólafsdóttir, saumakona og fisk- verkakona í Vest- mannaeyjum, f. 24. mars 1907, d. 31. júlí 1966, og Sveinn Bene- diktsson, f. 12. maí 1905, d. 1979, framkvæmdastjóri í Reykjavík. Þau voru ógift. For- eldrar Gunnhildar voru Ólafur Lárusson, f. 1. september 1884, d. 7. júní 1952, héraðslæknir í Vest- mannaeyjum, og Sylvía N. Guð- mundsdóttir, f. 13. ágúst 1883, d. 22. október 1957, húsmóðir. Systk- ini Eddu samfeðra eru: 1) Hrafn- hildur, f. 1924, d. 1996. 2) Benedikt, f. 1938, hrl., stjórnarformaður. 3) Ingimundur, f. 1942, arkitekt. 4) Guðrún, f. 1944, lögfræðingur. 5) Einar, f. 1948, forstjóri. Edda giftist 1954 Páli Stein- grímssyni kvikmyndagerðar- manni, f. 25. júlí 1930. Þau skildu. Foreldrar Páls voru Steingrímur Benediktsson, f. 1901, d. 1971, og Hallfríður Kristjánsdóttir, f. 1899, d. 1967. Börn Eddu og Páls eru: 1) Gunnhildur, f. 1. nóvember 1953, myndlistarkennari, sambýlismað- ur er Trausti Baldursson, sviðs- stjóri. Synir þeirra eru: Smyrill, f. 1975, nemi, sambýliskona Cindy Abwao Opuge, þeirra sonur er Emil Trausti, f. 1999. Vífill, f. 1982, nemi. 2) Steingrímur Dufþakur, f. 12. des- ember 1963, sölumað- ur, sambýliskona er Þrúður Óskarsdóttir grafískur hönnuður. Þeirra börn eru: Edda Ósk, f. 1996, og Páll Fáfnir, f. 2000. 3) Ólöf Sylvía, f. 12. nóv- ember 1966, skólaliði, sambýlismaður er Grétar Örn Valdi- marsson starfsmaður hjá Olíufélaginu hf. Þeirra börn eru: Alexandra, f. 1990, og Eiður Örn, f. 1992. Sonur Grétars er Andri Karl Helguson, f. 1989. Edda ólst upp í Vestmannaeyj- um hjá mömmu sinni og afa og ömmu. Hún lauk gagnfræðaskóla- prófi í Vestmannaeyjum. Í æsku vann hún ýmis störf eins og gerist og gengur í íslensku sjávarplássi. Edda og Páll stofnuðu heimili og byggðu sér hús við Sóleyjargötu í Vestmannaeyjum með útsýni til Heimakletts. Edda vann m.a. í fisk- vinnslu ásamt því að vera heima- vinnandi húsmóðir. Skömmu fyrir Vestmannaeyja- gosið 1973 fluttu þau til Reykjavík- ur og síðan í Kópavoginn þar sem Edda átti ætíð heima síðan. Þrátt fyrir erfið veikindi frá því stuttu eftir að hún flutti frá Vestmanna- eyjum vann Edda við ýmis störf eins og barnagæslu og á sjúkra- húsi. Útför Eddu fer fram frá Digra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Það er sagt að maður velji sér ekki tengdamóður. Eftir 27 ára kynni af Eddu Guðrúnu Sveinsdóttur get ég sagt að ég var heppinn. Ég kynntist Eddu stuttu eftir að ég og Gunnhild- ur dóttir hennar byrjuðum að vera saman 1974. Edda var þá ung og fög- ur kona sem alla tíð hafði gaman af því að hafa sig til. Ég tala nú ekki um að fara í búðaráp. Edda vildi hafa fólk í kringum sig. Hafa einhvern til að tala við, ungan eða gamlan. Nú hring- ir hún ekki lengur klukkan ellefu á kvöldin, en hægt var að ganga að því vísu að ef hringt var á þeim tíma voru miklar líkur á að það væri Edda. Ekki er ég besti símamaður í heimi. En löng voru þau og mörg símtölin milli hennar og konu minnar. Mér var strax tekið vel á heimili Eddu og Palla og þrátt fyrir aldurs- mun var eins og allir væru jafningjar. Kunningjahópur barnanna var stór og stundum var heimilið eins og brautarstöð. Eini munurinn var sá að á því heimili voru ekki seldir neinir miðar. Maður fór og kom eins og maður vildi. Viltu ekki þetta, viltu ekki hitt? Það var gott að sitja við eld- húsborðið heima hjá Eddu. Edda var ekki stórbrotinn per- sónuleiki með mikið lífsverk að baki í hefðbundnum skilningi. En hvað er stórbrotinn persónuleiki og mikið lífsverk? Ef allir væru uppteknir af því að komast í sögubækurnar er ég ansi hræddur um að mörg heimili stæðu ekki undir nafni. Edda hélt alla tíð utan um fjölskylduna og fjölskyld- an utan um hana. Ævi Eddu var ekki alltaf auðveld á seinni árum og ekki hafði ég þekkt hana lengi þegar hún greindist með krabbamein. Henni tókst að yfirbuga sjúkdóminn en átti við heilsuleysi að stríða upp frá því. Alltaf birti þó upp á milli. Ekki varð lífið auðveldara þegar hún og maður hennar skildu. Hún bjó alltaf í Kópavogi eftir að hún flutti frá Vestmannaeyjum, vildi hvergi annars staðar vera. Hún naut mikillar að- stoðar barna sinna og maka þeirra. En börn hennar Duffi og Sylvía búa skammt þar frá sem hún bjó í Víði- hvammi. Segja má að vegna veikinda hafi hún undir það síðasta varla getað gengið og var farin að óska sér að fá þá hvíld sem hún nú hefur fengið. En þótt mótlæti sé hluti af tilverunni er það nú einhvern veginn svo að maður dvelur lengur við góðu stundirnar og þær voru margar. Vegna veikinda var Edda ekki mik- il útivistarmanneskja en framan af fór fjölskyldan alltaf öðru hvoru í gönguferðir og þá sérstaklega niður að sjó. Fjölskyldan hittist á hátíðum og við önnur tækifæri eins og gengur og gerist. Við borðuðum saman, feng- um okkur í glas saman, sungum sam- an, hlógum saman og þegar allt var ekki fullkomið var gleðin lögð til hlið- ar og alvara lífsins tók við, en allt á þetta saman. Síðast vorum við öll saman Edda, börnin, barnabörnin og makar á afmæli hennar 26. mars sl. og skemmtum okkur konunglega. Alltaf var stutt í húmorinn, kaldhæð- inn sem heitan. Þó gat ég ekki varist þeirri hugsun að ekki mundi hún Edda nota handföngin lengi sem ég hafði nýlega fest upp inni á baði. Í stað þess að minnast ótal góðra stunda vil ég minnast tjaldferðalags sem ég og konan mín fórum með Eddu og sonum okkar tveimur. Farið var frá Danmörku, „niður“ Rínardal- inn í Þýskalandi áfram um Suður- Frakkland og til Andorra og aftur „heim“ til Óðinsvéa með viðkomu í París og fleiri stöðum. Okkur gafst meira að segja tími til að koma við í Lúxemborg þar sem frændi Eddu bjó. Edda var þá tiltölulega nýskilin. Við gistum á tjaldsvæðum hér og þar við mismunandi aðstæður, búnaður af skornum skammti, því allt þurfti að komast fyrir í einum bíl. Aldrei heyrðum við kvartanir þrátt fyrir ferðamátann sem boðið var upp á! Ég held svei mér þá að þessi kona sem var vön að vilja hafa notalegt í kring- um sig hafi notið ferðarinnar enda veðrið gott og ferðin kannski fært henni ferska vinda. Við fórum á ströndina, skoðuðum kastala og hella, „tóbaksakra“ í Andorra, vínekrur og Eiffelturn, landslagið og hvað sem varð á vegi okkar. Strákarnir okkar fengu nú tækifæri til að kynnast ömmu sinni betur. En á þessum tíma bjó fjölskyldan í Danmörku. Þetta er ógleymanleg ferð. Hvað er hægt að koma fyrir miklu lífi í einu lífshlaupi? Ég þekkti ekki Eddu í Vestmannaeyjum, ég þekkti Eddu í Kópavogi, Eddu mömmu kon- unnar minnar, Eddu ömmu og lang- ömmu. Edda var tengdamamma mín og henni hefur vafalaust ekki alltaf líkað vel við mig eins tengdamæðra er siður. En ég held að okkur hafi aldrei orðið sundurorða. Hafi það gerst er ég fyrir löngu búinn að gleyma því. Edda reyndist mér og mínum alltaf vel. Nú er lokið hluta af lífi okkar allra sem þekktum Eddu. En minningin um góða konu deyr ekki svo auðveld- lega. Við munum sakna hennar. Trausti Baldursson. Edda Guðrún var alin upp hjá móð- ur sinn Gunnhildi Ólafsdóttur á heim- ili afa síns og ömmu í Arnardrangi í Vestmannaeyjum. Arnardrangur var eitt reisulegasta húsið í Eyjum og til þess vandað. Ólafur Lárusson héraðslæknir og Sylvía kona hans nefndu húsið eftir Arnardrangi í Landbroti, þaðan sem Ólafur var ættaður. Ólafur og Sylvía voru mektar fólk og vel látin. Hann var mikill eljumað- ur, vel menntaður og víðlesinn. Auk læknisstarfanna gegndi hann einnig embætti konsúls bæði fyrir Dani og Frakka. Á hans tíma var fjöldi er- lendra fiskiskipa við veiðar fyrir Suð- urlandi. Þegar óhöpp urðu á sjónum var iðulega leitað til læknisins, því í Eyjum var þá eina höfnin sunnan lands, og útköll komu jafnt að nóttu sem degi. Sylvía amma Eddu vann að fé- lagsstörfum jafnframt því að standa fyrir stóru heimili, hún var meðal annars í stjórn slysavarnafélagsins Eykyndils. Börn hjónanna voru níu talsins, sex synir og þrjár dætur, og gengu allir synirnir menntaveginn. Á heimilinu voru oft líflegar umræður um heimsmál og voru bræðurnir ekki á einu máli í pólitíkinni. Í þessu umhverfi ólst Edda upp. Hún var eina barn móður sinnar, og kom inn á heimilið eins og sólargeisli, þegar móðursystkin voru vaxin og lifði þar eins og blómi í eggi. Hún var líka fyrsta barnabarnið, og því frænk- an sem yngri kynslóðin sótti til þegar venslafókið heimsótti Arnardrang. Gunnhildur móðir Eddu mátti varla af henni sjá. Edda var óvenju fallegt barn, og lagði móðir hennar sig fram um að búa hana sem best. Gunnhildur nam saumaiðn, og því voru hæg heimatökin. Edda bar nafn föðurömmu sinnar Guðrúnar Péturs- dóttur, sem seinna nafn. Sveinn Benediktsson, faðir Eddu Guðrúnar, hélt góðum tenglsum við dóttur sína meðan honum entist heilsa til og vildi hag hennar sem bestan. Tengsl henn- ar við hálfsystkini sín í föðurætt voru henni einnig mikils virði. Edda giftist undirrituðum, kenn- ara og síðar kvikmyndagerðarmanni, árið 1951, en við slitum samvistum ár- ið 1989. Meðan við lukum við að byggja framtíðarheimilið á Sóleyjar- götu 9 í Vestmannaeyjum bjuggum við hjá foreldrum mínum. Þar var hún afar velkomin og tóku þau henni eins og eigin dóttur og lögðu sig fram um að treysta fjölskylduböndin. Hún tók fullan þátt í byggingarfram- kvæmdum, en jafnframt unnum við bæði í fiski á kvöldin, oft langt fram á nótt til að ná endum saman við hús- bygginguna. Kom það ýmsum á óvart hve ósérhlífin hún var. Það kom svo í ljós þegar farið var að innrétta húsið að hún hafði góðan smekk og var nat- in við að punta heimilið. Andspænis okkur við Sóleyjargötuna byggðu svo Svavar bróðir minn og Eygló kona hans sér hús skömmu síðar og var samgangur ávallt mikill milli húsanna, og náin tengsl. Edda var stakt snyrtimenni, hvergi blettur eða hrukka á neinu sem hún snerti, og af því var látið hve gestrisin hún var og óspör á sjálfa sig þegar þess þurfti við. Hún hafði gott lag á að umgangast fólk, æðruleysi einkenndi hana, vandamál voru ekki til og oft var glatt á hjalla í Sóleyj- argötu 9. Börnin urðu þrjú, Gunnhildur, Steingrímur Dufþakur og Ólöf Sylvía. Hún var þeim góð móðir í uppvext- inum og kom þá lagni hennar í mann- legum samskiptum best í ljós. Hún var svo stolt af þeim þegar þau náðu þroska. Árið 1973 fluttum við upp á land um leið og fjöldi Vestmannaeyinga. Við eignuðumst hús í Viðlagasjóðs- hverfinu í Kópavogi. Smekkvísin fylgdi Eddu og enn eignuðumst við notalegt heimili. Nýir vinir komu til sögunnar hjá börnunum og gul labra- dortík sem naut mikilla vinsælda. Op- ið svæði var norðan við húsið og þar risu fljótt knattspyrnumörk. Skóg- ræktin í Fossvogi hafði mikið að- dráttarafl. Þangað fór fjölskyldan iðulega að fylgjast með fuglunum. Tengslum við Eyjar var alltaf haldið. Einn fastur liður þar í var eggjaferð á vorin. Það var orðið tilhlökkunarefni, ekki bara í næstu húsum, heldur hjá Eyjaskeggjum í hverfinu, því þá var boðið til veislu. Veröndin sunnan við hús fylltist af fólki og bletturinn líka. Svartfuglsegg eru einhver besti mat- ur sem boðið er upp á. Merkilegt var hve Eddu veittist létt að standa fyrir beina. Engu líkara en að hlutirnir gerðust af sjálfu sér. Hópurinn sem mætti átti ýmisleg sameiginlegt, því myndaðist góð stemning á staðnum. Reiðarslag hitti Eddu þegar hún varð að ganga undir aðgerð vegna krabbameins í brjósti, og átti hún mjög erfitt með að sætta sig við að- gerðina. Næstu misseri á eftir urðu henni þung í skauti. Gleðistundir hennar voru þær, þegar barnabörnin komu til hennar, þá gleymdi hún helst eigin erfiðleikum. Hún naut samveru- stundanna með þeim og lét sér annt um að þeim liði sem best. Ánægja þeirra var jafnmikil, hennar og barnanna, þegar þau gistu hjá ömmu sinni. Heilsan var smám saman að gefa sig og nú er missirinn þungur fyrir börnin og ömmubörn. Tíminn græðir sárin, það er gang- ur lífsins. Í minningunni verða ljúfu stundirnar eftir, þess óska ég börnum okkar og barnabörnum. Páll Steingrímsson. Ég vil í örfáum orðum minnast hjartkærrar vinkonu minnar Eddu, móður Duffa góðs vinar míns. Margar góðar stundir sækja ljóslif- andi á huga minn frá unglingsárun- um, þær verða ekki allar tíundaðar hér og þar stendur engin ein minning ofar annarri. Í Reynigrund var einatt opið hús hjá Eddu og Páli öllum kunningjum og vinum barnanna, sem og lands- hornaflökkurum, lífskúnstnerum og ógleymanlegum Vestmannaeyingum. Það var góður kokteill sem veganesti fyrir okkur óharðnaða og meðtæki- lega Kópavogspeyjana sem áttum ætíð í hús hjá þeim að venda langt fram eftir aldri. Edda var drottning á sínu heimili, glæsileg og yndisleg kona sem ekki einasta umbar okkur félagana, Edda tók okkur med kost- um og göllum. Þótt ótrúlegt sé skildi hún okkur og tók þátt í því sem við vorum að bralla. Edda var okkur sálusorgari og kunni að henda gaman að okkur og erfði ekki við okkur ax- arsköftin sem voru ófá. En fyrst og síðast var Edda vinkona okkar. Þúsundfaldar þakkir fyrir það. Við Hildur vottum Duffa, Þrúði og fjölskyldunni allri okkar dýpstu sam- úð. Einar Örn. Nú hefur okkar hjartkæra frænka Edda Sveinsdóttir kvatt þennan heim eftir löng og erfið veikindi og langar okkur systur að kveðja hana með nokkrum orðum. Edda Guðrún var alin upp hjá móð- ur sinni í skjóli afa og ömmu á stóru heimili í Vestmannaeyjum. Ekki var mikill aldursmunur á okkur og stutt á milli heimila. Vinátta okkar var mjög náin þá tíð sem við bjuggum í Vest- mannaeyjum. Margt var brallað í Arnardrangi og eigum við margar ljúfar minningar þaðan. Edda var elst og var hún okkar fyrirmynd í mörgu. Til að mynda notuðum við ekki sykur í kaffið vegna þess að Edda gerði það ekki, einnig stálumst við saman til að reykja fyrstu sígarettuna uppi á Norðurkvisti. Síðan kenndi hún okk- ur hvernig átti að kyssa stráka og ým- islegt fleira. Minningarnar eru marg- ar og góðar í samleið okkar með Eddu í gegnum lífið og þökkum við hverja og eina. Ung giftist hún kvikmynda- og æv- intýramanninum Páli Steingrímssyni og eignuðust þau fljótt þrjú góð börn þau Hildi, Duffa og Sylvíu sem reynd- ust móður sinni vel í veikindum henn- ar. Þau hjón byggðu sér fallegt heim- ili við rætur Helgafells. En ólík voru þau. Hann er mikill náttúruunnandi, prílandi uppi um allar eyjar að skoða og veiða fugla. Hún var aftur á móti mjög heimakær og myndarleg hús- móðir. Edda var alltaf með afbrigðum nægjusöm enda hafði hún aldrei mikla peninga handa á milli. Okkur undraði oft hvernig hennig tókst með mikilli útsjónarsemi að láta enda ná saman. Eftir margra ára hjónaband slitu Edda og Páll samvistum. Síð- ustu árin voru henni afar erfið vegna langvarandi veikinda. Við kveðjum þig, kæra frænka, með söknuði og minnumst góðra daga. Vottum við fjölskyldu þinni samúð okkar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikindaviðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Þínar frænkur, Sigríður Hrefna og Ólöf Sylvía. Nú hefur Edda frænka fengið hvíldina eftir erfið veikindi og þján- ingar. Hugurinn reikar ósjálfrátt til æskuáranna í Vestmannaeyjum. Edda ólst þar upp hjá móður sinni, Gunnhildi, sem var í foreldrahúsum hjá afa og ömmu, læknishjónunum í Arnardrangi . Edda var níu ára er ég fæddist og hafði þá fengið nóg af að passa óþekktarangann hann Sigurð bróður sem var þá tveggja ára. Í huga hennar átti ég að verða prúð stelpa í bleikum kjól með blúndum. Þegar afi og faðir minn komu heim af sjúkra- húsinu, stóð hún áhyggjufull og spyrjandi við hliðið í Arnardrangi og fékk að vita að drengur hefði fæðst en þá sagði hún: „Oj bara.“ Oft hef ég strítt og minnt frænku á hvernig hún tók á móti mér í heiminn og heimtað svo kaffi og stærstu kökurnar í sára- bætur. Sjálfur ólst ég upp í Eyjum til átta ára aldurs en flutti þá með foreldrum mínum til Reykjavíkur. Á hverju vori heimtaði ég að fara til Eyja og dvaldi þar á sumrin og leið vel. Frænka var fríð, glæsileg og engin „lognmolla“ og litaði lífið í Arnardrangi með uppá- tækjum og prakkarastrikum. Um- búðapappír var vafinn um tóman pappakassa, krossbundið og pakkinn settur á götuna fyrir framan Arna- drang þegar tók að rökkva. Var mikið hlegið þegar einhver vildi taka pakk- ann en þá togaði Edda í og ég varð dá- leiddur af þessari sniðugu Eyja- frænku minni. Í Arnardrangi urðu hversdagslegir atburðir viðburðaríkir. Borðað var í borðstofu með tilheyrandi fallegum hnífapörum og hafði hver og einn tau- serviettu með fallegum hring um. Allt var svo vandað og fallega fram borið og afi kom af læknastofunni og sat við borðsendann í jakkafötum með bindi. Þær amma Sylvía, Gunnhildur og Edda lögðu mikla alúð í hvert verk og vildu halda í virðuleikann og vand- virknina. Mér var kennt að fægja silfrið af natni og vandvirkni en það þótti mér leiðinlegt verk. Síðar giftist Edda Páli Steingríms- syni kvikmyndagerðarmanni og þau byggðu hús að Sóleyjargötu 9 á fal- legum stað fyrir neðan Helgfellið í Eyjum. Ég dvaldi hjá þeim á sumrin og var þá að vinna við fiskvinnslu- störf. Það var gott að vera hjá Eddu og Páli í Eyjum og ég minnist alltaf hve mikil gleði var á því heimili og stutt í hláturinn. Þar fann ég einnig strax að Edda tók vandvirknina og virðuleikann með sér úr Arnadrangi og áfram urðu jafn hversdagslegir hlutir eins og borðhald að viðburða- ríkum atburði. Páll kenndi mér að veiða lunda og eru mér ógleymanleg- ar lundaferðirnar. Þau Edda og Páll skildu síðar. Undanfarin ár hef ég aðstoðað Eddu lítillega m.a. við íbúðarkaup og skattskil. Ætíð krafðist hún þess að fá að greiða mér fyrir hvert viðvik þrátt fyrir mótbárur af minni hendi. Frænka sagði alltaf að þetta væri mín atvinna og hún vildi greiða eins og aðrir og neitaði að ganga út af skrif- stofu minni fyrr. Ég reyndi að eyða svona tali með því að tala um annað en það þýddi ekkert. Votta ég börnunum Hildi, Duffa, Sylvíu, mökum þeirra og börnum innilega samúð. Ólafur Óskar Halldórsson (Óli Arnardrang). EDDA GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.